Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MARGT bendir nú til að kaflaskil hafi orðið í umræðu um málefni Íraks vestur í Bandaríkjunum. Svo virðist sem margir stjórnmálaleiðtogar sem og aðrir áhrifamenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ögurstund muni renna upp á árinu 2005, að öllu óbreyttu sé útilokað að Bandaríkja- stjórn getið haldið sömu stefnu í Írak sökum ástandsins í öryggismálum, vaxandi mótspyrnu gegn veru Bandaríkjahers í landinu og hætt- unnar á borgarastríði milli súnníta og sjíta. Athygli vekur að áhrifamenn í Washington hafa nú tekið að ræða opinskátt um þann möguleika að fresta kosningunum sem fram eiga að fara í Írak 30. janúar nk. En ekki vek- ur minni athygli að ýmsir hafa nú tek- ið að ræða í fyrsta sinn um það sín á milli hvenær það kunni að vera orðið tímabært að kalla bandaríska herinn heim frá Írak, og hvernig eigi þá að standa að því. Óttast þróun eftir kosningar Iyad Allawi, forsætisráðherra írösku bráðabirgðastjórnarinnar, viðurkenndi í fyrsta skipti á þriðju- dag að ofbeldi á sumum svæðum í Írak ylli því að ekki yrði hægt að halda kosningarnar þar. Hann gerði lítið úr vandanum en yfirlýsingin markar engu að síður tímamót, menn virðast nú byrjaðir að horfast í augu við þá staðreynd að stór hópur Íraka – þá ræðir einkum um svæði súnníta vestan og norðan við Bagdad en talið er að skæruliðar komi einkum úr röð- um þeirra – muni ekki taka þátt í kosningunum. Súnnítar eru um 15–20% íbúa í Írak (þ.e. arabískir súnnítar, Kúrdar eru einnig af kvísl súnní-múslíma en hér ræðir ekki um þá), réðu öllu í landinu í tíð Saddams Husseins og hafa síðustu mánuði haldið uppi öfl- ugri andspyrnu gegn bandaríska her- námsliðinu og íröskum samstarfs- mönnum þeirra, bæði lögreglu og her. Hafa skæruliðar heitið því að reyna að koma í veg fyrir kosning- arnar en þar munu sjítar í landinu án efa fara með sigur af hólmi, enda um 60% íbúa landsins. En þó að ofbeldisverk hafi mjög færst í aukana í aðdraganda kosning- anna bendir ekkert til að ástandið muni batna neitt eftir kosningar og raunar sagði Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, í sjón- varpsviðtali á sunnudagskvöld að hann hefði sérstakar áhyggjur af þró- un mála í Írak eftir að kosningarnar hefðu farið fram. Eftir því var sömuleiðis tekið í síð- ustu viku þegar Brent Scowcroft, sem var þjóðaröryggisráðgjafi í for- setatíð George Bush eldri, lét þau orð falla að kosningarnar í Írak „myndu alls ekki marka þau þáttaskil sem vonast er til heldur kynnu þau að valda því að átökin versnuðu“. Sagði Scowcroft, sem er enn náinn vinur og ráðgjafi Bush eldri og getur ekki talist í hópi pólitískra andstæð- inga George W. Bush Bandaríkjafor- seta, að ástandið í Írak vekti spurn- ingar um það hvort „við höfum okkur á brott [frá Írak] á þessum tíma- punkti“. Stöðunni núna mætti hugs- anlega lýsa sem „borgarastríði á byrjunarstigi“. Samið verði við súnníta Larry Diamond, fræðimaður við Hoover-stofnunina sem í fyrra var landstjóra Bandaríkjanna í Írak til ráðgjafar, tekur í sama streng. Léði hann máls á því í grein í The New York Times að samið yrði um það við leiðtoga súnníta að þeir myndu heita því að taka þátt í kosningunum ef orð- ið yrði við óskum þeirra um tíma- bundna frestun þeirra. Þetta er hið sama og álitsgjafinn þekkti, Michael O’Hanlon, leggur til í grein í The Washington Times sl. sunnudag. Segir hann að tími sé kom- inn til að sýna sveigjanleika, fresta verði kosningunum um t.d. þriggja mánaða skeið. Má loks nefna að í leiðara The New York Times í gær er tekið undir þær raddir, sem hvatt hafa til þess að menn hugleiði frestun kosninganna. Allt bendi til að við núverandi að- stæður muni súnnítar ekki taka þátt, það þýði að sú ríkisstjórn (sjíta) sem taki við í kjölfarið muni ekki njóta trausts meðal súnníta, sem aftur auki hættu á því að súnnítum og sjítum lendi saman, þ.e. borgarastríð bresti á í Írak. Ofbeldið í landinu hraði þess- ari þróun, enda hefur það ekki ósjald- an birst í formi árása skæruliða súnníta á sjíta. Þessum hugmyndum hafa Bush og ráðherrar í stjórn hans hins vegar tekið fálega, er það mat þeirra – a.m.k. enn sem komið er – að uppreisnarmenn í Írak myndu túlka frestun kosninganna sem sigur fyrir sig og að slík ákvörðun myndi óhjá- kvæmilega blása þeim kapp í kinn. Viðurkenna raunar flestir álits- gjafanna, sem hér hafa verið nefndir til sögunnar, að þessi möguleiki sé fyrir hendi. En hugsanleg frestun kosninganna er ekki eina spurningin sem sækir á áhrifamenn í Washington um þessar mundir. Þannig birtist sl. mánudag fréttaskýring í The New York Times þar sem rakin er sú breyting sem er að verða á umræðu um veru Banda- ríkjahers í Írak; hvenær sá tíma- punktur kunni að renna upp að Bandaríkin einfaldlega verði að kalla her sinn burt frá landinu. Tekið er fram í blaðinu að aðeins er um umræðu eða vangaveltur að ræða enn sem komið er, enginn sé farinn að Kaflaskil í umræðu um Íraksmálin Reuters Íraskt barn fyrir framan veggspjald í miðborg Bagdad þar sem fólk er hvatt til að taka þátt í kosningunum 30. jan- úar næstkomandi. Á veggspjaldinu stendur: „Til að sjá börnum okkar fyrir betra landi.“ Áhrifamenn í Washington hafa nú auknar áhyggjur af gangi mála í Írak. Umræða er jafnvel hafin um það hvort og þá hvenær tímabært verði að kalla Bandaríkjaher heim. Davíð Logi Sigurðsson hefur kynnt sér þessa umræðu. Neitar frétt um íraskar sérsveitir Washington. AFP. DONALD Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, bar á þriðjudag til baka fregn þess efnis að vestra væri rætt um að mynda sérstakar sveitir, skip- aðar Írökum, sem fengju það verkefni að ráða af dög- um eða handtaka leiðtoga uppreisnarmanna í Írak. Fréttin um sérsveitirnar birtist í bandaríska viku- ritinu Newsweek, á sunnudag. Segir þar, að áætlunin sé kölluð „Salvador-kosturinn“ með tilvísan til þeirra aðferða, sem stjórnvöld í El Salvador beittu gegn uppreisnarmönnum í landinu á níunda áratugnum og með stuðningi Bandaríkjastjórnar. „Um það eru allir sammála, að þetta getur ekki gengið svona fyrir sig í Írak,“ hefur tímaritið eftir bandarískum herforingja. „Við verðum með ein- hverjum hætti að taka frumkvæðið úr höndum upp- reisnarmanna. Nú erum við í vörn og erum að tapa.“ Ríkisstjórn Ronalds Reagans studdi beitingu sér- stakra sveita í El Salvador, sem drápu ekki aðeins uppreisnarmenn, heldur einnig stuðningsmenn þeirra og þá, sem taldir voru hliðhollir þeim. Segir News- week, að margir bandarískir íhaldsmenn hafi talið þessa aðferð mjög árangursríka þrátt fyrir blóðbað- ið. Í tímaritinu segir, að rætt sé um að bandarískir sérsveitamenn þjálfi Íraka til að ráðast á uppreisn- armenn súnníta og stuðningsmenn þeirra. Ekki sé þó ljóst hvort eigi að drepa þá eða handtaka og flytja á leynilegan stað til yfirheyrslu. Fram kemur, að þessar sveitir muni líklega að mestu verða skipaðar Kúrdum og sjítum. Rumsfeld kvaðst ekki hafa lesið grein Newsweek en sagðist kannast við frétt tímaritsins. Sagði ráð- herrann að fréttin væri „þvættingur“. Rumsfeld vék sérstaklega að þeim hluta fréttarinnar þar sem segir að vera kunni að sérsveitir þessar muni jafnvel halda inn í Sýrland í leit að uppreisnarmönnum. Kvaðst hann ekki tilbúinn að ræða málið frekar þar sem fréttin væri „tilbúningur“. FÁTÆK börn í Taílandi hafa feng- ið nasasjón af því hvernig auðugir útlendingar eyða fríinu sínu, því að fjögurra stjarna hótel á Phuket- eyju hefur breytt fjórtán stórum herbergjum sínum í skólastofur. Um 350 börnum verður kennt á hótelinu næstu mánuðina vegna þess að skólinn þeirra eyðilagðist í náttúruhamförunum annan dag jóla. Nokkur barnanna eru hér með kennara sínum. Börnum kennt á lúxushóteli Reuters LÁNARDROTTNAR í Parísar- klúbbnum svokallaða samþykktu í gær að veita þeim ríkjum, sem urðu verst úti í náttúruhamförunum annan dag jóla, greiðslufrest án skilyrða óski þau eftir því. Aðeins þrjú ríki – Indónesía, Sri Lanka og Seychelleyjar – hafa óskað eftir greiðslufresti. Gert er ráð fyrir því að öllum afborgunum verði frest- að um nokkra mánuði og hugsanlega út þetta ár. Nítján auðug ríki eiga að- ild að Parísarklúbbnum. Indónesísk yfirvöld tilkynntu í gær að allir erlendir hjálparstarfsmenn og fréttamenn í Aceh-héraði yrðu að skrá sig og gera grein fyrir öllum fyr- irhuguðum ferðum sínum utan Banda Aceh, höfuðstaðar héraðsins, og bæj- arins Meulaboh. Embættismenn sögðu að indónesísk yfirvöld kynnu að vísa útlendingunum úr landi ef þeir virtu fyrirmælin að vettugi. Ennfrem- ur yrðu allir erlendir hermenn, sem taka þátt í hjálparstarfinu í Aceh, að fara þaðan innan þriggja mánaða, eða um leið og neyðaraðstoðinni lyki. Indónesískir embættismenn sögðu að erlendu hjálparstarfsmennirnir þyrftu að vera í fylgd hermanna vegna hættu á árásum uppreisnar- manna sem hafa barist í mörg ár fyrir sjálfstæði Aceh-héraðs. Viðvörunarkerfi á næsta ári Fyrir náttúruhamfarirnar bannaði Indónesíustjórn útlendingum að fara inn í Aceh-hérað vegna sóknar stjórn- arhersins gegn uppreisnarmönnun- um. Eftir hamfarirnar var lýst yfir vopnahléi í héraðinu og þúsundum sjálfboðaliða og hermanna leyft að fara þangað til að taka þátt í hjálp- arstarfinu. Yfir 106.000 manns létu lífið í hamförunum í Aceh og allt að milljón manna missti heimili sín. Indónesíustjórn hefur sakað að- skilnaðarsinna í uppreisnarhreyfing- unni GAM um skotárásir á hermenn sem taka þátt í dreifingu hjálpar- gagna í Aceh. GAM neitaði þessari ásökun í gær og kvaðst ætla að standa við vopnahlésyfirlýsinguna. Talsmenn hjálparstofnana Samein- uðu þjóðanna sögðu í gær að þeir teldu ekki að fyrirmælin myndu hindra hjálparstarfið í Aceh. Vísinda-, mennta- og menningar- málastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, skýrði frá því í gær að stefnt væri að því að kerfi til að vara við flóðbylgjum í Indlandshafi yrði komið upp innan átján mánaða. Gert er ráð fyrir því að kerfið kosti 30 millj- ónir dollara, sem svarar 1,9 milljörð- um króna. Greiðslufrestur veittur vegna hamfaranna Banda Aceh. AP, AFP. ORÐRÓMUR er um það í Danmörku, að Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra muni boða til nýrra þingkosn- inga í næsta mánuði. Er það haft eftir heimildum innan stjórnarinnar. Er 8. febrúar nefndur sem kjördagur. Sagt er, að Anders Fogh muni taka af skarið um þetta eftir næstu helgi og Niels Helveg Petersen, fyrrverandi utanríkisráðherra og þing- maður Radikale Venstre, tel- ur líklegt, að orðrómurinn sé réttur. „Skoðanakannanir hafa ver- ið samsteypustjórninni hlið- hollar að undanförnu og því eðlilegt, að Anders Fogh boði til kosninga þegar hann hefur byr í seglin,“ sagði Petersen. Kjósa Dan- ir í næsta mánuði? Kaupmannahöfn. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.