Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 49 MENNING Innlausnarverð: 11,086,683 kr. 2,217,337 kr. 221,734 kr. 22,173 kr. 1. flokkur 1991: Innlausnardagur 15. janúar 2005 Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 3,593,535 kr. 359,354 kr. 35,935 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 3,197,553 kr. 1,598,777 kr. 319,755 kr. 31,976 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 15,746,697 kr. 3,149,339 kr. 314,934 kr. 31,493 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 1. flokkur 1993: Innlausnarverð: 15,499,575 kr. 3,099,915 kr. 309,991 kr. 30,999 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 3. flokkur 1993: Innlausnarverð: 14,274,304 kr. 2,854,861 kr. 285,486 kr. 28,549 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 1. flokkur 1994: Innlausnarverð: 12,234,414 kr. 2,446,883 kr. 244,688 kr. 24,469 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 1. flokkur 1995: Innlausnarverð: 11,759,205 kr. 2,351,841 kr. 235,184 kr. 23,518 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 2,083,224 kr. 208,322 kr. 20,832 kr. 1. 2. og 3. flokkur 1996: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Húsbréf Rafrænt 96/2 1 2.08322431 Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is ÞESSI myndarlega höggmynd af herskipi er gerð úr snjó og er til sýnis á snæhátíð sem haldin er þessa dag- ana í borginni Jilin í norðausturhluta Kína. Skipið a’tarna er engin smásmíði – tuttuguogfjórir metrar á lengd, sex metrar á breidd og átta og hálfur metri á hæð. Gestir virða það hér fyrir sér. Reuters Herskip úr snjó SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands slær hátíðlegan en um leið tilfinn- ingaþrunginn tón á tónleikum í kvöld, þegar hún flytur verkið Sjö síðustu orð Krists á krossinum eftir Franz Joseph Haydn, en einnig leik- ur sveitin verkið San Francisco Polyphony eftir Ungverjann György Ligeti. Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin flytur þessi tvö tón- verk, en Sjö síðustu orð Krists á krossinum hafa verið flutt áður hér á landi, þá af fjórum söngvurum undir stjórn Páls P. Pálssonar, í Lang- holtskirkju árið 1991. Á milli kafla í verkinu mun rithöf- undurinn Pétur Gunnarsson lesa valda kafla upp úr Passíusálmunum, en Pétur hefur áður lesið Pass- íusálmana í Ríkisútvarpinu á föst- unni. Eins og talsmenn Sinfóníu- hljómsveitarinnar hafa bent á gæti verið afar áhugavert að heyra sam- hljóm Haydn og Hallgríms Péturs- sonar, sem báðir nálgast þjáningu Krists með náðargáfu sinni, en frá ólíkum listformum, á ólíkum tíma og ólíkum menningarheimi. Huggun, örvænting og æðruleysi Þegar Haydn var á hátindi ferils síns árið 1785 barst honum pöntun frá dómkirkjunni í Cádiz í Andalús- íu, en þeir vildu röð hljómsveit- arverka sem byggðu á síðustu orð- um Krists á Krossinum. Flytja átti verkið í rökkvaðri kirkju sem eins konar passíu í dymbilvikunni. Sjö síðustu orðs Krists á krossinum er afurð þeirrar vinnu, en verkið hljóm- aði fyrst árið 1786. Verkið skiptist í sjökafla. Það hefst á inngangi, sem leiðir á eftir sér fyrstu setningu Krists á krossinum, „Faðir fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“ Þá fylgja í réttri röð þau orð sem Kristur mælir, orð fyrirgefn- ingar, huggunar, örvæntingar og æðruleysis. Verkinu lýkur síðan með jarðskjálftanum sem skók Golgata- hæð þegar Kristur gaf upp önd sína á krossinum. Helga Hauksdóttir, tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveit- arinnar, segir mjög vel við hæfi að tefla saman Passíusálmum Hall- gríms og tónverki Haydns. „Þegar dómkirkjan í Cádiz fór þess á leit við Haydn að hann semdi verk um þenn- an texta, skilaði Haydn verkinu með þeirri forskrift að orðin yrðu lesin á milli kaflanna. Það fór þannig fram að presturinn fór í predikunarstól, las orðin og leiddi út frá þeim með einhvers konar hugvekju milli þátta,“ segir Helga. „Tónverkið sjálft er til í nokkrum útgáfum. Haydn setti það t.d. út fyrir kór, ein- söngvara og hljómsveit og einnig fyrir strengjakvartett, en sú útgáfa sem við flytjum nú á tónleikunum, sem er eingöngu fyrir hljómsveit, er tiltölulega sjaldan flutt og okkur þótti ástæða til að brjóta svolítið upp þennan flutning. Kaflarnir eru allir nokkuð hægir og þess vegna kjörið að brjóta upp verkið með þessum upplestri. Pétur hefur tekið út úr Passíusálmunum þá kafla sem eru við hæfi, þá kafla sem fjalla um þessi orð Krists.“ Hljómsveitarstjóri tónleikanna er Ilan Vokov, en hann stýrði tón- leikum sveitarinnar fyrir tveimur árum þegar Sharon Bezaly lék flautukonsert Hauks Tómassonar. Tónlist | Pétur Gunnarsson rithöfundur og Sinfóníuhljóm- sveit Íslands flytja Sjö síðustu orð Krists á krossinum Samhljómur Haydns og Hallgríms í Háskólabíói Morgunblaðið/Árni Torfason Pétur Gunnarsson rithöfundur mun í kvöld aðstoða Sinfóníuhljómsveit Ís- lands við flutning Sjö síðustu orða Krists á krossinum í Háskólabíói. svavar@mbl.is ÞÝSKIR listsérfræðingar telja sig hafa fundið síðasta málverkið sem málað var af tónskáldinu W.A. Mozart – í sýningarsal í Berlín. Myndina málaði Johann Georg Edlinger árið 1790, ári áður en Mozart lést. Tölvurannsókn, þar sem mynd- in er borin saman við annað málverk af Mozart sem málað var 13 árum fyrr, þykir benda til þeirrar nið- urstöðu að hér sé um Mozart sjálfan að ræða. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins. Málverkið verður sýnt frá og með 27. janúar, afmæl- isdegi Mozarts, í Gemaeldegalerie-sýningarsalnum í Berlín. Það er 80 sentimetrar á hæð og 62 sentimetra breitt, og keypti galleríið það árið 1932 af listaverka- sala í München, sem sagði það af óþekktum manni. Það var umsjónarmaður gallerísins sem óskaði eftir tölvu- rannsókninni og bað um aðstoð Mozart-sérfræðingsins Wolfgang Seller, sem tók undireins eftir því hve mað- urinn á myndinni var líkur Mozart. Síðasta myndin af Mozart Málverk Edlingers af W.A. Mozart. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.