Morgunblaðið - 13.01.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 27
UMRÆÐAN
ÞAÐ hefur sjaldan þótt árangurs-
ríkt í samræðu að líma fyrir munninn
á þeim sem rætt er við. Sömuleiðis
telst það ekki góð leið til úrbóta að
líma fyrir augun á fólki. Ritskoðun á
að vera síðasta úrræði þegar leitað er
leiða til að bæta samfélag okkar, ekki
upphafsaðgerð.
Samband íslenskra
auglýsingastofa (SÍA)
fagnar þeirri umræðu
sem hafin er um mat-
aræði barna og ung-
linga og umræðunni um
leiðir til úrbóta. Það
frumkvæði sem Sam-
fylkingin sýnir með
hvatningu til hlutaðeig-
andi aðila um að vinna
gegn vaxandi offitu-
vanda meðal barna er
lofsverð. Það er hins
vegar almennt álit fólks
sem starfar við auglýs-
ingagerð að upphafið að þeirri vinnu
eigi ekki að vera ritskoðun; að banna
birtingu auglýsinga. Slíkt getur aldr-
ei orðið rétta leiðin til lausnar vand-
anum.
Þriðjudaginn 28. desember síðast-
liðinn var fjallað um þetta málefni hér
í Morgunblaðinu. Meðal annars var
rætt við Ástu R. Jóhannesdóttur,
þingmann Samfylkingarinnar, um
nýlega þingsályktunartillögu hennar
og nokkurra annarra þingmanna
Samfylkingarinnar um „takmörkun
auglýsinga á óhollri matvöru“. Þar
segir meðal annars að kannaður skuli
grundvöllur fyrir „takmörkun aug-
lýsinga á matvöru sem inniheldur
mikla fitu, sykur eða salt með það að
markmiði að sporna við offitu, eink-
um meðal barna og ungmenna“.
Ennfremur segir þar að „…þessar
vörur verði ekki auglýstar í sjónvarpi
fyrr en eftir klukkan níu á kvöldin“.
Nokkrar staðreyndir og spurn-
ingar um offitu og auglýsingar
Offita meðal barna og unglinga er al-
varlegt vandamál í
vestrænu samfélagi og
fer vaxandi. Um það
eru allir sammála. En
við þurfum að skoða
heildarmyndina:
Rannsóknir sýna að
offita er mikið til
komin vegna aukins
hreyfingarleysis
ekki síður en auk-
innar inntöku á kal-
oríum. Því er ljóst
að mikil þörf er á að
hvetja til aukinnar
hreyfingar meðal
barna og unglinga, eins og ítrekað
hefur verið bent á, m.a. af Mann-
eldisráði.
Auglýsingar eru víðast hvar taldar
í 5. til 10. sæti þegar raktir eru
áhrifavaldar þess hvernig barn
velur sér fæðu til neyslu. Það sem
f.f. skiptir máli hér eru áhrif for-
eldra og fjölskyldu.
Auglýsingar geta verið áhrifaríkar
en það finnast engar sannanir fyr-
ir því að þær séu mikilvægur or-
sakavaldur að offituvandamálum
barna.
Hversu miklar eru auglýsingar
um matvæli á þeim tíma sem börn
horfa hvað mest á sjónvarp, hvar
og hvernig birtast þær?
Það sem skiptir máli hér á landi er að
fullvinna rannsóknir sem geta orðið
grundvöllur fyrir ákvarðanatöku um
hvernig draga megi úr offitu barna.
Að hefja starfið á réttum enda. Rétt
er að benda hér á mjög gott starf sem
unnið er á vegum Manneldisráðs,
rannsóknir og ráðleggingar í fram-
haldi af þeim. Þessum ráðleggingum
þarf að fylgja eftir með fræðslu og
ráðgjöf til barna, unglinga og al-
mennings almennt; foreldra og þeirra
sem hafa hvað mest mótandi áhrif á
börn og unglinga. Í siðareglum Sam-
bands íslenskra auglýsingastofa segir
m.a. að ekki megi misnota trúgirni
barna né reynsluskort yngri kynslóð-
arinnar og að gæta skuli þess að aug-
lýsingar raski ekki einingu fjölskyld-
unnar. Starfsfólk auglýsingastofa
innan SÍA lítur á þennan þátt sem
eitt af meginatriðunum í sínu starfi.
Forvarnastarf tryggingafélaganna og
Umferðarráðs í umferðarörygg-
ismálum sýnir greinilega hve mik-
ilvægur þáttur auglýsingastofa getur
verið í fræðslu- og forvarnamálum. Á
síðasta áratug kom í ljós að ungir
karlkyns ökumenn voru hættuleg-
ustu ökumennirnir í umferðinni. Í
framhaldi af þessum niðurstöðum
fóru tryggingafélög í upplýsinga- og
áróðursherferðir í samstarfi við aug-
lýsingastofur sem enn eru unnar á
hverju ári. Eftir um það bil 10 ára for-
varnastarf; fundi og námskeið með
foreldrum og ungum ökumönnum
auk auglýsingaherferða, hefur tekist
að breyta viðhorfi ungra ökumanna
til aksturs. Í ár hefur orðið sýnilegur
árangur, umferðarslysum hefur
fækkað, um það eru öll trygginga-
félög sammála. Nýleg könnun Um-
ferðarstofu sýnir ennfremur að aug-
lýsingar og almennur áróður hefur
mikil áhrif á hvernig fólk, sérstaklega
ungt fólk, hagar sér í umferðinni.
Opin upplýsingaveita, ekki
plástrar og ritskoðun
Þetta er sú leið sem þarf að fara þeg-
ar tekist er á við vandann sem stafar
af offitu barna og ungmenna.
Fræðsla og áróður í framhaldi af öfl-
ugri upplýsingasöfnun og rannsókna-
vinnu, ekki plástravinna. Í fyrr-
nefndri umfjöllun Morgunblaðsins
sagði Bjarney Harðardóttir, formað-
ur Samtaka auglýsenda, að tillagan
væri í raun óframkvæmanleg. Þetta
er rétt hjá Bjarneyju, skilgreining-
arvinnan t.d. á því hvað teljist óholl
matvara verður alltaf í skötulíki og
mun ekki skila tilætluðum árangri.
Í þingsályktunartillögu Samfylk-
ingarinnar er farið fram á samstarf
við hlutaðeigandi aðila. Starfsfólk á
auglýsingastofum er meira en
reiðubúið til samstarfs um fræðslu og
upplýsingagjöf, síður um höft, rit-
skoðun og bönn. Fólk í auglýs-
ingafaginu gerir sér grein fyrir því að
lausnin á offituvandanum fæst ekki á
nokkrum mánuðum, heldur verða all-
ir að búa sig undir markvisst starf til
margra ára til að ná varanlegum ár-
angri.
Lausnin á offituvanda barna
felst ekki í ritskoðun
Ingólfur Hjörleifsson
fjallar um ritskoðun ’Það sem skiptir málihér á landi er að full-
vinna rannsóknir sem
geta orðið grundvöllur
fyrir ákvarðanatöku um
hvernig draga megi úr
offitu barna.‘
Ingólfur Hjörleifsson
Höfundur er framkvæmdastjóri Sam-
bands íslenskra auglýsingastofa.
Eftirfarandi greinar eru á
mbl.is:
Jakob Björnsson: „Það á að
fella niður með öllu aðkomu
forsetans að löggjafarstarfi.“
Guðrún Lilja Hólmfríðardótt-
ir: „Ég vil hér með votta okk-
ur mína dýpstu samúð vegna
þeirrar stöðu sem komin er
upp í íslensku þjóðfélagi með
skipan Jóns Steinars Gunn-
laugssonar í stöðu hæstarétt-
ardómara. Ég segi okkur af
því að ég er þolandinn í „Pró-
fessorsmálinu“.“
Ólafur F. Magnússon: „Ljóst
er að án þeirrar hörðu rimmu
og víðtæku umræðu í þjóð-
félaginu sem varð kringum
undirskriftasöfnun Umhverfis-
vina hefði Eyjabökkum verið
sökkt.“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir:
„Viljum við að áherslan sé á
„gömlu og góðu“ kennsluað-
ferðirnar? Eða viljum við að
námið reyni á og þjálfi sjálf-
stæð vinnubrögð og sjálfstæða
hugsun?“
Bergþór Gunnlaugsson: „Ég
hvet alla sjómenn og útgerð-
armenn til að lesa sjómanna-
lögin, vinnulöggjöfina og
kjarasamningana.“
Á mbl.is
Aðsendar greinar
Fréttir á SMS