Morgunblaðið - 13.01.2005, Síða 16

Morgunblaðið - 13.01.2005, Síða 16
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Vestfirðingur ársins | Örn Elías Guðmundsson, tónlistarmaðurinn Mugison, var kjörinn Vestfirðingur ársins 2004 af lesendum ísfirska fréttavefjarins bb.is. Í fréttatilkynningu er vak- in athygli á góðri frammi- stöðu hans á tónlistar- sviðinu á nýliðnu ári. Plata hans, „Mugimama (Is This Monkeymusic?)“ var ein af bestu hljómplötum ársins. Hann samdi tónlist við kvikmyndina Næsland og fékk fimm tilnefningar til Íslensku tónlist- arverðlaunanna. Þá stóð Örn Elías, í sam- vinnu við föður sinn og fleiri aðila, fyrir tón- listarhátíðinni „Aldrei fór ég suður“ sem haldin var á Ísafirði um páskana. Loks er þess getið að Örn Elías hafi verið duglegur að kynna heimaslóðirnar. Alls fengu 72 einstaklingar atkvæði í kosn- ingunni sem stóð frá miðjum desember og fram til áramóta. Faðir Arnar Elíasar, Guð- mundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísa- fjarðarbæjar, tók við viðurkenningu son- arins, en það eru eignar- og farandgripir sem smíðaðir eru af Dýrfinnu Torfadóttur gull- smið í Gullauga á Ísafirði. Í öðru sæti að mati lesenda bb.is var Jón Fanndal Þórðarson, verslunarmaður og for- maður Félags eldri borgara í Ísafjarðarbæ, en hann var einn af forsvarsmönnum Heima- stjórnarhátíðar alþýðunnar sem haldin var á Ísafirði. Í þriðja sæti varð Kristinn H. Gunn- arsson, alþingismaður, og Sigmundur F. Þórðarson, húsasmíðameistari á Þingeyri og formaður Íþróttafélagsins Höfrungs, varð í fjórða sæti.    Úr bæjarlífinu Mugison, Örn Elías Guðmundsson. HÉÐAN OG ÞAÐAN Varðveita Kópsnes | Félag áhugamanna um varðveislu á Kópsnesi á Hólmavík mun í sumar hefja lagfæringar á gamla kotbýlinu. Hefur félagið fengið 200 þúsund króna styrk frá Húsafriðunarsjóði til að hefja verkið. Árið 1916 byggðu Jón Árnason og Helga Tómasdóttir íbúðarhús og fjárhús á Kóps- nesi. Undanfarin ár hafa áhugamenn rætt um mikilvægi þess að varðveita þessi hús og endurbyggja þau sem minnisvarða um hús- næði og kotbúskap á fyrrihluta síðustu aldar. Vilja þeir forða því að húsin hverfi úr bæj- armynd Hólmavíkur. Stofnuðu þeir félag um þetta áhugamál fyrir rúmu ári og hafa unnið að fjáröflun fyrir verkefnið. Félagið heldur fund í Björgunarsveit- arhúsinu á Hólmavík næstkomandi föstu- dag, klukkan 20, til að gera grein fyrir áformum sínum. ByggingarnefndHúsavíkurbæjarhefur ákveðið að endurúthluta lóðinni að Hafnarstétt 11 við Húsa- víkurhöfn til Norðursigl- ingar. Hyggst fyrirtækið reisa þar í byrjun sumars um 120 fermetra stein- steypta byggingu á einni hæð. Þar verða snyrtingar fyrir ferðamenn, eldhús- aðstaða, geymsla og starfsmannaaðstaða fyr- irtækisins. Annað hvalaskoð- unarfyrirtæki, Gentle- Giants-Hvalaferðir ehf., sóttist einnig eftir lóðinni. Byggingarnefnd taldi hug- myndir Norðursiglingar skýrar og augljós væri þörf fyrirtækisins fyrir aukið athafnarými á hafn- arsvæðinu. Hafnarstétt Tekið var á mótiáhöfn ÞorvarðsLárussonar SH með marsipantertu er skipið lagðist að bryggju í Grundarfirði um mið- nættið sl. þriðjudags- kvöld. Ástæðan var sú að lestar skipsins voru nú í fyrsta sinn fullar frá því skipið kom nýtt til Grund- arfjarðar í lok september. Sigurður Ólafur Þorvarð- arson skipstjóri kvaðst ekki hafa átt von á slíkum móttökum. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Í fyrsta sinn með fulla lest Þegar fyrsta fata-verslunin varstofnuð á Akranesi 1873 gætti svartsýni hjá sumum vegna nálægðar við Reykjavík. Þá var ort vísa sem kennd hefur ver- ið Pétri Péturssyni bisk- upi: Þá verslun kemur á Skipaskaga skötnum verður það til baga. Eftir sér það dilk mun draga drykkjurúta og letimaga. Séra Hjálmar Jónsson tók að sér að verja „blessaðan biskupinn“ með kerskn- isvísu: Leti, hyskni, þjark og þjór er þekkt af hverjum Skaga- manni. Pétur biskup forðum fór furðulega nærri sanni. Davíð Hjálmar Haraldsson orti: Ýmsu getur bænin breytt, breyska má hún laga, Dómkirkjan því opni eitt útibú á Skaga. Á Skipaskaga pebl@mbl.is Grafarholt | Veiði er stunduð í Reynisvatni meginhluta ársins. Í vatnið er sleppt silungi sem veiddur er á hefðbundinn hátt á sumrin. Á veturna er síðan hægt að dorga í gegn um vakir á ísn- um. Fyrstu vakirnar á nýju ári voru boraðar um helgina en ekki tók fiskurinn vel daginn þann. Hægt er að veiða í hvaða veðri sem er en menn verða bara að vera vel búnir. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Dorgað á ís Veiði Bíldudalur | Guð mundur Valgeir Magn- ússon hefur verið ráðinn verksmiðju- stjóri væntanlegrar kalkþörungavinnslu á Bíldudal. Var hann ráðinn úr hópi tíu umsækjenda, að því er fram kemur á vefsíðunni arnfirdingur.is. Guðmundur Valgeir er búsettur í Grundarfirði og hefur starfað þar sem vélstjóri á togaranum Klakki. Fram kemur á vefnum að ráðgert er að hann dvelji í um vikutíma á Írlandi til að kynna sér starfsemi kalkþörungavinnslu sem hinir írsku aðaleigendur kalkþör- ungavinnslunar á Bíldudal reka. Guð- mundur er væntanlegur til Bíldudals í apríl til að fylgjast með uppbyggingu verksmiðjunnar. Ráðinn verk- smiðjustjóri kalk- þörungavinnslu Austur-Skaftafellssýsla | Búnaðar- samband Suðurlands (BSSL) hefur tekið að sér leiðbeiningaþjónustu í Austur-Skaftafellssýslu ásamt þeim skyldum sem felast í búnaðarlaga- samningi, samkvæmt samningi við Búnaðarsamband Austur-Skaftfell- inga. Kemur þetta fram á vef Bún- aðarsambands Suðurlands. Þar segir að ekki sé stefnt að nein- um stórvægilegum breytingum með samningnum. Áfram verður starf- rækt skrifstofa með starfsmanni á Höfn í Hornafirði og mun hún einkum sinna úttektum, bókhaldi og forða- gæslu. Mestallri faglegri ráðgjöf verður sinnt frá starfsstöðvum BSSL á Selfossi, Hvolsvelli og Kirkjubæj- arklaustri og verður leitast við að veita sömu þjónustu á svæðinu öllu. Leiðbeiningaþjónustu sinnt frá Suðurlandi ♦♦♦ Rúmar 90 milljónir til framkvæmda Eyjafjarðarsveit | Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir nýhafið ár hefur verið samþykkt. Áætlunin gerir ráð fyrir að álagningarprósenta útsvars og fast- eignagjalda svo og álagning sorpgjalds og rotþróargjalds verði óbreytt frá árinu 2004. Gjaldskrá leikskóla og skólavist- unar hækkar um 4,5% frá 1. janúar síð- astliðnum. Tekjur eru áætlaðar um 400 milljónir króna, gjöld án fjármagnsliða tæplega 350 milljónir, fjármagnsgjöld um 11 milljónir og er niðurstaðar rekstr- arins upp á 10,3 milljónir króna. Eins og fyrr eru fræðslumálin fyrir- ferðarmest í rekstri sveitarfélagsins en til þeirra er áætlað að verja kr. 254,5 milljónum eða u.þ.b. 68% heildartekn- anna. Til fjárfestinga er áætlað að verja kr. 91,3 milljónum sem að stærstum hluta er varið til endurnýjunar á sundlaug við Hrafnagilsskóla, áætlaður kostnaður við það verkefni er kr. 85 milljónir króna. Aðrar fjárfestingar felast að mestu í ný- byggingu gatna í Reykárhverfi. Þá var einnig samþykkt að verja 12 milljónum króna til viðhalds fasteigna og búnaðar. Stærstu einstöku verkefnin þar eru til viðhalds og endurnýjunar á búnaði Tón- listarhússins Laugarborgar, 3 milljónir, og 5 milljónir til viðhalds heimavist- arhúss. „Í heild má segja að áætlunin end- urspegli sterka fjárhagsstöðu Eyjafjarð- arsveitar,“ segir um áætlunina á vef sveitarfélagsins. MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið: mán. - föstud. 11-18 laugard. 11-15 áður kr. 86.900 nú kr. 73.800 MIRALE er eini umboðsaðili Cassina á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.