Morgunblaðið - 17.02.2005, Síða 25

Morgunblaðið - 17.02.2005, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 25 MINNSTAÐUR ERTU Á LEIÐ Í LEIFSSTÖÐ? Alltaf 25% ódýrari gleraugu og linsur í stað 19,68% vsk. áður w w w . o p t i c a l s t u d i o . i s Djúpivogur | Þorrablót hafa verið haldin víða um land að undan- förnu. Börnin á leikskólanum Bjark- artúni á Djúpavogi héldu sitt þorrablót á Hótel Framtíð. Ekki var annað að sjá en að börnin kynnu vel að meta kræsingarnar og voru þau ófeimin við að smakka harðfisk, hákarl og hangi- kjöt. Eftir borðhald voru svo sungin þorralög af mikilli innlifun og að lokum dansað fram eftir degi. Börn blóta þorra Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Kátir krakkar á þorra Börnin á leikskólanum Bjarkartúni á Djúpavogi gerðu þorranum góð skil. Bilun hjá hitaveitu | Á mánudag bilaði mótor við meginborholu Hita- veitu Egilsstaða og Fella við Urr- iðavatn, með þeim afleiðingum að talsverð röskun varð á vatnsmiðlun á þjónustusvæði Hitaveitunnar. M.a. þurfti um tíma að skammta heitt vatn til íbúa og stærri notendur eins og sundlaugin á Egilsstöðum fengu ekkert heitt vatn á mánudag. Mót- orbilunin varð við holu 8 þaðan sem um 90% af heitu vatni þjón- ustusvæðisins er dælt upp. Viðgerð stendur yfir en á meðan er notast við varamótor. Stækkun íþróttahúss | Nýverið var lokið við stækkun íþróttahússins í Brúarási í Jökulsárhlíð. Breytingin eykur notkunarmöguleika hússins verulega og er góð viðbót við fjöl- breytta íþróttaaðstöðu á Fljótsdals- héraði. Í Íþróttahúsinu eru m.a. þrír badmintonvellir, löglegur æfinga- völlur í körfubolta (12 x 28 m) og fullgildur blakvöllur. Magnús Sæ- mundsson, skólastjóri Brúarásskóla, er umsjónarmaður íþróttahússins.    Njarðvík | Bæjarstjórn Reykja- nesbæjar hefur samþykkt, að lok- inni grenndarkynningu, að Atl- antsolía geti komið upp bensínstöð með sjálfsafgreiðslufyrirkomulagi við Hólagötu í Njarðvík. Stöðin verður í nágrenni við Biðskýlið þar sem rekinn er söluturn. Bæjarstjórn bauð Atlantsolíu lóðina á sínum tíma. Bygging bensínstöðvar þar þurfti að fara í grenndarkynningu. Umhverfis- og skipulagsráð bæjarins taldi ekki að framkomnar athugasemdir hefðu áhrif á erindið og samþykkti áform fyrirtækisins. Var sú afgreiðsla staðfest af meirihluta bæjarfulltrúa á bæj- arstjórnarfundi í fyrrakvöld. Einn bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar greiddi atkvæði gegn staðfestingu málsins og annar sat hjá. Guð- brandur Einarsson, sem greiddi atkvæði á móti, lét bóka þá af- stöðu sína að svæðið væri við- kvæmt vegna fjölda gangandi veg- farenda, á leið í skóla og íþróttamannvirki. Umferð aukist og hætta sam- fara því. Taldi hann að eðlilegra hefði verið að finna stöðinni aðra lóð. Bensínstöð Atlantsolíu í Njarð- vík verður væntanlega fyrsta al- menna bensínstöð fyrirtækisins á Suðurnesjum. Tilboð í innisundlaug | Keflavík- urverktakar áttu lægsta tilboð í byggingu 50 metra innisundlaugar við Sundmiðstöð Keflavíkur og vatnagarð. Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. hyggst byggja mann- virkið fyrir Reykjanesbæ. Verkið felst í að reisa nýbygg- ingu fyrir 50 metra langa innisund- laug við Sundmiðstöðina auk laug- arkers og sundlaugarkerfis. Tilboð Keflavíkurverktaka var um 10% undir kostnaðaráætlun, að því er fram kemur á vef Reykjanesbæjar. Tilboð Hjalta Guðmundssonar ehf. var einnig undir kostnaðaráætlun en Íslenskir aðalverktakar buðu hærra. Áætlað er að verkinu ljúki eigi síðar en 23. mars á næsta ári.       Sparkaupaverslun | Kaupfélag Héraðsbúa, sem rekur Sparkaup í Neskaupstað, ætlar innan skamms að ráðast í framkvæmdir við nýtt verslunarhúsnæði. Verslunarhúsið verður við Hafnarbraut og byggt af Viðhaldi fasteigna í Fjarðabyggð. Reiknað er með að verkinu verði lok- ið í sumarbyrjun. Verið er að athuga hvort Sparkaupsverslunin getur verið í núverandi húsnæði uns nýja húsið er tilbúið, en Kaupfélag Hér- aðsbúa hefur selt húsnæðið og átti að flytja út fyrir 1. mars nk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.