Morgunblaðið - 17.02.2005, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.02.2005, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 25 MINNSTAÐUR ERTU Á LEIÐ Í LEIFSSTÖÐ? Alltaf 25% ódýrari gleraugu og linsur í stað 19,68% vsk. áður w w w . o p t i c a l s t u d i o . i s Djúpivogur | Þorrablót hafa verið haldin víða um land að undan- förnu. Börnin á leikskólanum Bjark- artúni á Djúpavogi héldu sitt þorrablót á Hótel Framtíð. Ekki var annað að sjá en að börnin kynnu vel að meta kræsingarnar og voru þau ófeimin við að smakka harðfisk, hákarl og hangi- kjöt. Eftir borðhald voru svo sungin þorralög af mikilli innlifun og að lokum dansað fram eftir degi. Börn blóta þorra Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Kátir krakkar á þorra Börnin á leikskólanum Bjarkartúni á Djúpavogi gerðu þorranum góð skil. Bilun hjá hitaveitu | Á mánudag bilaði mótor við meginborholu Hita- veitu Egilsstaða og Fella við Urr- iðavatn, með þeim afleiðingum að talsverð röskun varð á vatnsmiðlun á þjónustusvæði Hitaveitunnar. M.a. þurfti um tíma að skammta heitt vatn til íbúa og stærri notendur eins og sundlaugin á Egilsstöðum fengu ekkert heitt vatn á mánudag. Mót- orbilunin varð við holu 8 þaðan sem um 90% af heitu vatni þjón- ustusvæðisins er dælt upp. Viðgerð stendur yfir en á meðan er notast við varamótor. Stækkun íþróttahúss | Nýverið var lokið við stækkun íþróttahússins í Brúarási í Jökulsárhlíð. Breytingin eykur notkunarmöguleika hússins verulega og er góð viðbót við fjöl- breytta íþróttaaðstöðu á Fljótsdals- héraði. Í Íþróttahúsinu eru m.a. þrír badmintonvellir, löglegur æfinga- völlur í körfubolta (12 x 28 m) og fullgildur blakvöllur. Magnús Sæ- mundsson, skólastjóri Brúarásskóla, er umsjónarmaður íþróttahússins.    Njarðvík | Bæjarstjórn Reykja- nesbæjar hefur samþykkt, að lok- inni grenndarkynningu, að Atl- antsolía geti komið upp bensínstöð með sjálfsafgreiðslufyrirkomulagi við Hólagötu í Njarðvík. Stöðin verður í nágrenni við Biðskýlið þar sem rekinn er söluturn. Bæjarstjórn bauð Atlantsolíu lóðina á sínum tíma. Bygging bensínstöðvar þar þurfti að fara í grenndarkynningu. Umhverfis- og skipulagsráð bæjarins taldi ekki að framkomnar athugasemdir hefðu áhrif á erindið og samþykkti áform fyrirtækisins. Var sú afgreiðsla staðfest af meirihluta bæjarfulltrúa á bæj- arstjórnarfundi í fyrrakvöld. Einn bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar greiddi atkvæði gegn staðfestingu málsins og annar sat hjá. Guð- brandur Einarsson, sem greiddi atkvæði á móti, lét bóka þá af- stöðu sína að svæðið væri við- kvæmt vegna fjölda gangandi veg- farenda, á leið í skóla og íþróttamannvirki. Umferð aukist og hætta sam- fara því. Taldi hann að eðlilegra hefði verið að finna stöðinni aðra lóð. Bensínstöð Atlantsolíu í Njarð- vík verður væntanlega fyrsta al- menna bensínstöð fyrirtækisins á Suðurnesjum. Tilboð í innisundlaug | Keflavík- urverktakar áttu lægsta tilboð í byggingu 50 metra innisundlaugar við Sundmiðstöð Keflavíkur og vatnagarð. Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. hyggst byggja mann- virkið fyrir Reykjanesbæ. Verkið felst í að reisa nýbygg- ingu fyrir 50 metra langa innisund- laug við Sundmiðstöðina auk laug- arkers og sundlaugarkerfis. Tilboð Keflavíkurverktaka var um 10% undir kostnaðaráætlun, að því er fram kemur á vef Reykjanesbæjar. Tilboð Hjalta Guðmundssonar ehf. var einnig undir kostnaðaráætlun en Íslenskir aðalverktakar buðu hærra. Áætlað er að verkinu ljúki eigi síðar en 23. mars á næsta ári.       Sparkaupaverslun | Kaupfélag Héraðsbúa, sem rekur Sparkaup í Neskaupstað, ætlar innan skamms að ráðast í framkvæmdir við nýtt verslunarhúsnæði. Verslunarhúsið verður við Hafnarbraut og byggt af Viðhaldi fasteigna í Fjarðabyggð. Reiknað er með að verkinu verði lok- ið í sumarbyrjun. Verið er að athuga hvort Sparkaupsverslunin getur verið í núverandi húsnæði uns nýja húsið er tilbúið, en Kaupfélag Hér- aðsbúa hefur selt húsnæðið og átti að flytja út fyrir 1. mars nk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.