Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Steinunn Fyrirhugað er að stækka virkjunina við Lagarfljót. FORMLEGT virkjunarleyfi fyrir stækkun Lagarfossvirkjunar um 20 MW liggur fyrir af hendi iðn- aðarráðuneytis, en sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur ekki enn veitt RARIK framkvæmdaleyfi. Fyrirtækið á í deilum við eigendur lands á áhrifasvæði Lagarfoss- virkjunar og verður framkvæmda- leyfi ekki veitt fyrr en úr þeim deilum hefur verið skorið. Deilurnar snúast um átján ára gamlan gerðardóm þar sem land- eigendum voru dæmdar bætur frá RARIK vegna landeyðingar sem vatnsborðsbreytingar hafa valdið. Hefur lögmaður landeigenda nú kallað eftir því að gerðardómurinn verði tekinn upp að nýju og tillit m.a. tekið til frekari landrýrnunar sem hafi verið ófyrirsjáanleg fyrir átján árum. Uns úr ágreiningi hef- ur verið skorið fær RARIK því ekki leyfi til að hefja framkvæmdir við stækkunina. Lagarfossvirkjun hefur nú 7,5 MW afl. Áætlaður kostnaður við stækkunina er um 2.800 milljónir króna. Miðað er við að stækkuð virkjunin komist í gagnið árið 2007. Orkuvinnsla eykst um 130GWh Keflavíkur verktakar og Hér- aðsverk áttu lægsta tilboð í jarð- vinnu vegna stækkunarinnar, en tilboð voru opnuð í liðinni viku. Boðið nam tæpum 598 milljónum króna, en kostnaðaráætlun fyrir verkið hljóðaði upp á 1.112,7 millj- ónir. Bjóðendur í verkið voru einn- ig Arnarfell, Ístak og ÍAV. RA- RIK reiknar með að semja við verktaka í mars nk. og hefja fram- kvæmdir snemma í vor. Nýlega gerði RARIK einnig samning við slóvenska fyrirtækið Litostroj og króatíska fyrirtækið Koncar um véla- og rafbúnað vegna stækkunarinnar. Kostnaður er 862 milljónir króna. Lagarfoss- virkjun er stærsta virkjun RA- RIK. Með tilkomu Kárahnjúka- virkjunar mun rennsli aukast um Lagarfljót og er talið að orku- vinnsla muni aukast um 130 GWh á ári. Stækkun strand- ar á deilum við landeigendur Fljótsdalshéraði. Morgunblaðið. UM tíu til tólf grænlenskir sjúkling- ar nýta sér íslensku heilbrigðisþjón- ustuna á ári hverju, segir Asii Chemnitz Narup, heilbrigð- isráðherra Grænlands. Nýta þeir sér aðallega íslensku heilbrigðisþjón- ustuna þegar um bráðatilfelli er að ræða. Ráðherrann hefur verið á Íslandi undanfarna daga, ásamt Sören Ren- dal ráðuneytisstjóra, til að kynna sér íslenska heilbrigðiskerfið. Hittu þau m.a. Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra þar sem rædd var sam- vinna landanna á sviði heilbrigð- ismála. Íslendingar og Grænlendingar undirrituðu samning um samvinnu í heilbrigðismálum í lok tíunda ára- tugarins, og segir Narup að verið sé að skoða hvort hægt sé að útvíkka það samstarf enn frekar. Rendal segir, í þessu sambandi, að á Græn- landi séu langir biðlistar eftir margs konar aðgerðum í heilbrigðiskerfinu. Grænlendingar vilji því ræða hvort íslenska heilbrigðiskerfið geti tekið á móti sjúklingum á slíkum biðlistum. Hagstæðara geti verið að senda sjúklingana til Íslands, frem- ur en til Danmerkur, Rússlands eða Bandaríkjanna, vegna nálægðar Ís- lands við Grænland. Eftirspurn eftir starfsfólki Þegar Narup er spurð út í græn- lenska heilbrigðiskerfið segir hún m.a. að skortur sé á fagfólki, s.s. læknum og hjúkrunarfæðingum. Grænlendingar þurfi því að sækja heilbrigðisstarfsfólk út fyrir Græn- land. Það sé erfitt því víða annars staðar sé mikil eftirspurn eftir heil- brigðisstarfsfólki. Þá segir hún ákveðna áskorun felast í því, eins og hún orðar það, hve íbúar Grænlands búi víða um landið. „Við erum aðeins um 57 þúsund og búum á yfir sextíu stöðum á land- inu,“ útskýrir hún. Narup og Rendal heimsóttu m.a. Heilsugæsluna í Efstaleiti í gær, og sögðust mjög hrifin af starfsemi Heilsugæslunnar. Þau vilja kanna hvort hægt sé að taka upp sams kon- ar stöð á Grænlandi. Síðdegis hittu þau forystumenn tannlæknastéttarinnar. Þau höfðu ekki rætt við forystumenn tann- lækna, þegar Morgunblaðið ræddi við þau í gær, en þau segjast hafa mikinn áhuga á samstarfi við ís- lenska tannlækna, enda sé mikill skortur á tannlæknum á Grænlandi, eins og öðru heilbrigðisstarfsfólki. Kynna sér íslensku heilbrigðis- þjónustuna Morgunblaðið/Þorkell Ráðherrann heimsótti meðal annars Heilsugæslustöðina í Efstaleiti. 6 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VERNDARSJÓÐUR villtra laxa- stofna tekur þátt í því með áreig- endum í kringum Þrándheimsfjörð í Noregi að kaupa upp kvóta þeirra sem hafa veitt lax í net í innfjörðum, og náðist sá áfangi fyrir skömmu að 80% kvótans voru komin í eigu fé- lags sem stofnað var með fulltingi sjóðsins. Um er að ræða tilrauna- verkefni sem reikna má með að verði svo yfirfært á aðra norska firði. Orri Vigfússon, formaður Vernd- arsjóðs villtra laxastofna (NASF), segir að um 200 milljónir króna muni fara í verkefnið á næstu 5 ár- um, eða um 40 milljónir króna á ári. Hann segir að fyrstu tvö árin megi reikna með að sjóðurinn taki á sig um helming þeirrar upphæðar, en þegar fram líða stundir muni áreig- endur og stangveiðimenn á svæðinu taka meiri og meiri hluta kostnaðar- ins á sig, þar til þetta verði eðlilegur hluti af rekstrinum hjá þessum að- ilum. „Sjóðurinn hjálpar til við að koma svona verkefnum af stað, og svo taka áreigendur og stangveiðimenn á við- komandi svæði verkefnið yfir. Við komum verkefnunum í gang, skipu- leggjum hvernig kaupin eiga að ger- ast o.s.frv,“ segir Orri. Netveiði- menn í Þrándheimsfirði veiða um 53 tonn af laxi á ári, og greiddar eru 70.000 norskar krónur fyrir tonnið, eða um 680.000 ís- lenskar krónur. Með þessu er vonast til þess að fiskigengd í norskar laxveiði- ár aukist. „Þetta er tilraunaverk- efni fyrir Noreg sem við ætlum svo að yfirfæra í alla firði í Noregi. Norðmenn hættu að veiða lax í reknet árið 1989 en héldu öðrum netaveiðum áfram í innfjörðum, en í þau hafa 2⁄3 hlutar alls lax sem veiðist í Noregi verið teknir. Við hugsum okkur að reyna að kaupa þau upp,“ segir Orri. Fé skilar sér í seldum leyfum Það fé sem lagt er í að kaupa upp leyfi til netaveiða skila sér til baka í fleiri seldum veiðileyfum og hærra verði sem hægt er að fá fyrir veiði- leyfi, þar sem mun meiri líkur eru á því að fá lax séu ekki netaveiðar í ós- unum, segir Orri. Hann segir að baráttan við net- veiðimenn endi ekki með þessu verkefni í Noregi. Þá taki væntan- lega við barátta gegn reknetaveiðum Íra. Það er verkefni sem Orri reikn- ar með að verði afar kostnaðarsamt, kosti að líkindum um 50 milljónir dollara, eða 3,1 milljarð króna Keyptu 80% netakvóta á laxi í norskum firði Kostar um 40 millj- ónir króna á ári Orri Vigfússon UM 170 þúsund hita- og rafmagns- mælar eru hjá orkunotendum á höf- uðborgarsvæðinu og með ljósleið- arakerfinu opnast sá möguleiki að lesa rafrænt af mælunum. Í dag eru þessir mælar ekki útbúnir til aflestr- ar gegnum ljósleiðaratengingar að sögn Guðmundar Þóroddssonar, for- stjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Hann segir tæknina vera fyrir hendi og henni verði komið upp en ljóst sé að um langtímaverkefni sé að ræða. Fyrst verði mælum komið upp í fyr- irtækjum og stofnunum og svo á heimilum. Nú starfa um 16 manns við það að athuga mælana árlega og er lesið af hjá almennum notendum tvisvar á ári. Guðmundur sér fram á að þau störf komi til með að leggjast af í framtíðinni en töluverður tími eigi eftir að líða þar til það verður að veruleika, eða um 20–30 ár. Guðmundur segir að hægt sé að sjá orkustöðuna í kerfi OR með fjar- lestrarmælum. „Í dag erum við með nokkra viðskiptavini sem eru sí- mældir. Þeir geta farið á Netið og lesið þar um notkunina. Það eru að- ilar sem eru það stórir og réttlæta fjárfestingu í svona lagað,“ segir Guðmundur en bætir því við að ekki líði á löngu þar til ódýrari tegundir af mælum sem eru svipaðir venju- legum heimilismælum í kostnaði komi á markað. Guðmundur segir tæknina bjóða upp á ýmsa möguleika s.s. sérstakan næturtaxta þannig að ódýrara verði að nýta rafmagnstækin á kvöldin en á daginn, ekki ósvipað því sem var áður með símann. Hann segir einnig að boðið verði upp á svokallað augnabliksgjald þegar um umfram- magn af orku sé að ræða. Þá skynji heimilistækin, t.d. þvottavélar, að á þessum tíma yrði hagkvæmt að fara í gang. Aðspurður segir Guðmundur slíkt einna helst koma fyrirtækjum og stórnotendum til góðs, þ.e. sem sparnaður fyrir orkufrek tæki. Skipta þarf um 170 þúsund mæla á næstu 20–30 árum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.