Morgunblaðið - 20.02.2005, Page 38

Morgunblaðið - 20.02.2005, Page 38
38 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÚ ER flestum heilbrigð- isstéttum og stofnunum óheimilt samkvæmt lögum að auglýsa sína starfsemi. Vegna þessa þarf al- menningur að treysta orðrómi, ímynd og um- tali þegar kemur að vali á heilbrigðisþjón- ustu. Slíkt er tíma- skekkja að mínu mati og hef ég nú lagt fram tillögu á Alþingi um að rýmkaðar verði heim- ildir heilbrigðisstétta og -stofnana til að aug- lýsa og kynna sína starfsemi. Með afnámi á tak- mörkunum á auglýs- ingum er ljóst að al- menningur fengi aðgang að betri upplýsingum um heilbrigðisþjón- ustu. Í nágrannaríkjum gildir mun frjálslegri lagasetning hvað varðar auglýsingar heilbrigðisstétta og -stofnana en það sem gildir hér- lendis. Bætt þjónusta við almenning Í auglýsingum er að finna marg- víslegar upplýsingar til almennings. Auglýsingar hjálpa almenningi að átta sig á hvað er í boði og með hvaða hætti. Samkvæmt núgildandi lögum hefur almenningur hins veg- ar mjög takmarkaðan möguleika á að vita hvar t.d. hentugasta augn- lækninn sé að finna eða hvar megi fá sérhæfðan barnatannlækni o.s.frv. Með því að heimila auglýsingar lækna, tannlækna og annarra heil- brigðisstétta ásamt auglýsingar heilbrigðisstofnana er því fyrst og fremst komið á móts við almenning í landinu. Gjörbreytt umhverfi er nú að finna víða í heilbrigðisþjónustunni. Almenningur á oft fjölbreytilega valkosti milli lækna og heilbrigð- isstofnana sem keppa um þjónustu og aðstöðu fyrir almenning þrátt fyrir að í flestum tilvikum sé það hið opinbera sem greiðir fyrir þjón- ustuna. Enn ríkari ástæður eru fyrir því að afnema auglýs- ingabann hjá tann- læknum þar sem þeir hafa frjálsa gjaldskrá og keppa m.a. í verði á frjálsum markaði. Agi og ákvæði um 40 cm skilti Á sínum tíma var auglýsingabann lækna og tannlækna talið nauðsynlegt vegna fá- mennis í landinu og kunningsskapar og tal- ið halda uppi aga innan stéttarinnar. Ég tel að þessi rök eigi ekki við í dag, hafi þau einhvern tímann átt við. Núverandi auglýsingabann er sömuleiðis erfitt og flókið í fram- kvæmd. Núna mega læknar og tannlæknar einungis auglýsa þegar þeir breyta um aðsetur með efnis- legum og látlausum hætti, sem get- ur verið umdeilanlegt hvað sé. Mörkin milli upplýsingagjafar t.d. á heimasíðu og hefðbundinna auglýs- inga geta einnig verið óljós. Upp hafa komið álitamál hvort umfjöllun í fjölmiðlum s.s. í viðtali teljist aug- lýsing eða ekki. Sömuleiðis eru til mörg grá svæði um hvort um sé að ræða auglýsingu eða almenna um- fjöllun um þjónustu, tækni, getu, tæki eða ákveðna læknisaðferð. Mörk heilsuræktar og forvarna ann- ars vegar og læknisþjónustu hins vegar geta jafnvel í sumum tilfellum skarast. Sömuleiðis hafa komið upp álita- mál hvort einkenni eða kennileiti lækna- eða tannlæknastofu, s.s. skilti, samræmist núgildandi reglum. Í siðareglum tannlækna er t.d. nákvæm útlistun á hvað skilti við tannlæknastofu megi vera stór, þ.e. 40 cm á lengd og 15 cm á hæð, og um að þau eigi að vera við inn- gang, anddyri eða dyr stofu. Samkeppnislög og siðareglur eigi áfram við Auglýsingar um heilbrigðisþjón- ustu munu að sjálfsögðu vera bundnar reglum samkeppnislaga og lúta eftirliti samkeppnisyfirvalda. Samkeppnislögin koma m.a. í veg fyrir rangar, ófullnægjandi eða vill- andi upplýsingar og setja ýmsar takmarkanir á svokallaðar sam- anburðarauglýsingar. Siðareglur fagfélaga leggja sömuleiðis ýmsar kröfur á sína félagsmenn s.s. um drengskap og háttvísi gagnvart öðr- um í stéttinni. Ég legg ríka áherslu á að afnám auglýsingabanns lýtur einungis að því að auka upplýsingaflæði til al- mennings en ekki að einhvers konar markaðsvæðingu heilbrigðisþjón- ustunnar. Til eru mörg dæmi þess að gjaldfrjáls almannaþjónusta aug- lýsi sína þjónustu og má þar nefna t.d. framhaldsskóla. Eðlileg upplýsingagjöf og tjáningarfrelsi Það getur vel verið að fjárráð við- komandi heilbrigðisaðila veiti ekki svigrúm til auglýsinga eða það sé í sumum tilfellum fullkomlega óþarfi. Hins vegar er mikilvægt að þessir aðilar hafi rétt á að fara þessa leið til að kynna sína starfsemi sé ein- hver þörf á því. Lengi vel komu siðareglur lög- manna í veg fyrir auglýsingar lög- manna en nú hefur því verið breytt. Þrátt fyrir það hafa lögmenn ekki séð ríka ástæðu til að auglýsa sína starfsemi mikið. En aðalatriðið er að þeir hafa rétt á því og almenn- ingur nýtur góðs af betri upplýs- ingum um þjónustuna og jafnvel verð þar sem það á við. Að mínu mati snýst þetta mál um eðlilega upplýsingagjöf og almanna- hagsmuni. En þetta snýst einnig um tjáningarfrelsi. Auglýsingar eru ekki einungis upplýsingar heldur einnig eitt form tjáningar. Það þarf ætíð veigamikil rök til að skerða tjáningarfrelsið sem ég tel ekki að sé að finna í þessu máli. Ég álít að lokum að það sé fullvel hægt að treysta viðkomandi stétt- um að fara með vel með frelsi sitt svo að allur almenningur njóti góðs af. Heimilum auglýsingar lækna Ágúst Ólafur Ágústsson fjallar um auglýsingar lækna ’Vegna þessa þarf al-menningur að treysta orðrómi, ímynd og um- tali þegar kemur að vali á heilbrigðisþjónustu.‘ Ágúst Ólafur Ágústsson Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Kleppsvegur - Reykjavík Nýkomin í einkasölu mjög góð 118,7 fermetra 4ra-5 herbergja íbúð á fyrstu hæð í góðu fjölbýli. Eignin skiptist í forstofu, hol, sjónvarpshol, stofu, eldhús, baðherbergi, borðstofu (hægt að nota sem herbergi), hjóna- herbergi og barnaherbergi. Geymsla í kjallara ásamt sameiginlegri þvotta- aðstöðu. Hjóla- og vagnageymsla. Verð 17,1 millj. 108423 Sumarhús Lóubraut – Hjá Flúðum Bústaðurinn er 77 fm að stærð sem skiptast þannig: Aðalrými 54 fm sem er með 2 rúmgóðum svefnherbergj- um, baði, samliggjandi stofu og eld- húsi, manngengt 20 fm svefnloft og 3 fm geymsla. Inntak fyrir heitt og kalt vatn verður í geymslu og einnig verð- ur komið fyrir rotþró. Bústaðurinn stendur á 6 steyptum veggjum á púða. Hann er tilbúinn til innréttinga og gólfefna, en hægt er að skila honum lengra komnum. Hann stendur á leigu- lóð með 50 ára samningi, leigan er ca 30.000 á ári. Verð 10 millj. 109036 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Nýtt á skrá. Mjög góð 2ja herbergja íbúð í kjallara, samtals 67,6 fm. Íbúðin skiptist í gang með holi, í holi er tölvu- horn, baðherbergi nýlega tekið í gegn, sturta, handklæðaofn, skápur, hiti í gólfi. Herbergi með skáp. Eldhúsið er opið í stofu, nýl. birkiinnrétting og tæki, eldavél og háfur úr burstuðu stáli, stof- an og eldhúsið er afar rúmgott. Á gólf- um er plastparket og flísar. Við hlið íbúðar er gott sameiginlegt þvottahús, sérgeymsla er einnig í sameign. Stutt er í sundlaug, skóla og aðra þjónustu. Garður í einstaklega góðri rækt. Gler íbúðar þarfnast endurnýjunar. Verð 13,7 millj. Sigurður sýnir eignina frá kl. 14–16 í dag, sunnudag. OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 OG 16 BUGÐULÆKUR 8 - KJALLARI SKÖMMU fyrir síðustu áramót samþykkti Alþingi Íslendinga lög um skattalækkanir, sem mundi veit- ast öllum lýðnum eins og sagt var, og var talað um að staðgreiðsla myndi lækka um 1%, en raunin varð sú að í Kópavogi var þessi lækkun 0,85%, sem þýðir að af hverjum 10.000 kr. sem ber að greiða af í staðgreiðslu, er greitt 85 kr. minna í ár, en á síðasta ári, eða sem þýðir að ef tekjur eru um 120 þúsund þá eru rúmlega 40 þúsund krónur sem þarf að greiða staðgreiðslu af eða 4 sinn- um 3.773 kr., samtals 15.092 kr. á mánuði. Af þessum 40 þúsundum króna hefði á síðasta ári þurft að greiða 4 sinnum 3.858 kr., samtals 15.432 kr. Þarna munar 340 krón- um, sem lækkunin er. Þetta er allt gott og blessað, en það var ekki tek- ið með í reikninginn að til er rík- istofnun, Fasteignamat ríkisins, sem sér um að hækka fasteignamat svo fasteignaskattar og eigna- skattar hækka verulega, og þar urðu hækkanir, sem eru mikið hærri en lækkanir á staðgreiðslu hjá stórum hluta ellilífeyrisþega. Skal hér nefnt eitt dæmi um hús- næði sem eldri borgari á. Í fyrra eða árið 2004 var lagt á fast- eignagjöld að upphæð 112.422 kr. frá dregið 35.800 kr. eða samtals 76.662 kr. Í ár eða árið 2005 er heildarupphæð af þessu sama húsi 132.304 kr. og frá dregið 37.000 kr. eða samtals eru þetta 95.304 kr. Mismunur þarna er 18.642 kr., sem þýðir hjá þessum aðila að hækkun fasteignagjalda er mikið meiri en nemur lækkun staðgreiðslu. Eignaskattur af þessu sama hús- næði, sem var enginn fyrir nokkrum árum, er í dag um 17.000 kr. Þannig er það hjá fjölda aldraðra, sem eru með litlar tekjur, en um 30% aldraðra eru með 110 þúsund krónur á mánuði eða minna, þeir borga margfalt meira í hækkun á fasteignagjöldum og eignasköttum í ár, en nemur lækkun staðgreiðslu. Er þetta það sem stjórnvöld ætl- uðu sér með áðurnefndri lagasetn- ingu eða hvað fór úrskeiðis? Er þetta skattalækkun til aldraðra? KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON, ellilífeyrisþegi, Kópavogi. Skattalækkun fyrir aldraða? Frá Karli Gústafi Ásgrímssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.