Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BORGARYFIRVÖLD boða nið- urrif 25 húsa við Laugarveg og segja það málamiðlun milli sjón- armiða verktaka og stefnu borg- aryfirvalda um „þéttingu byggðar“ í miðborg Reykjavíkur. Næsta skref mun vera að kynna íbúum þessa niðurstöðu í anda stefnu sömu yfirvalda um „skipulag í anda lýðræðislegs samráðs“. Grein þessi fjallar um framkvæmd þess- ara stefnumála R-listans í Skugga- hverfi Reykjavíkur. „101 Skuggahverfi hf.“ Árið 2001 boðaði borgin niðurrif á nær öllum húsum milli Skúla- götu, Hverfisgötu, Frakkastígs og Klapparstígs vegna framkvæmda á vegum „101 Skuggahverfis hf“. Innan þessa svæðis er deiliskipu- lagsreitur milli Vatnsstígs og Frakkastígs sem Aðalskipulag Reykjavíkur 1996–2016 leggur til að vernda. Á þessum reit áformaði borgin að reisa verslunarmiðstöð. Íbúar fengu arkitekta Glámu- Kím til að gera faglega úttekt á tillögum borgaryfirvalda og ósk- uðu eftir viðræðum í anda íbúða- lýðræðis. Ekkert varð af við- ræðum en vegna mótmæla íbúa, leiðara Morgunblaðsins og grein- argerðar Glámu-Kím (Morg- unblaðið 12.05 og 15.06. 2001) ákváðu borgaryfirvöld að tak- marka nýbyggingar við svæðið norðan Lindargötu. Á þessum tíma var haft eftir formanni skipu- lagsnefndar, Árna Þór Sigurðs- syni, „sjálfsagt að taka tillit til sjónarmiða íbúa“ og borgarstjóra Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur „hugmyndir um niðurrif ganga of langt“. Stúdentaíbúðir Í október 2003 lögðu borgaryf- irvöld fram nýja tillögu sem gerði ráð fyrir að sjö hús ofan við Lind- argötu vikju fyrir stúdentabygg- ingum. Ekki var gert ráð fyrir að stúdentar hefðu ráð á að eiga bif- reið og var því reiknað með hálfu bílastæði á íbúð sem væru staðsett ofanjarðar. Að sögn kunnugra var tillagan ekki eingöngu talin á skjön við verndunarstefnu Að- alsskipulags 1996–2016 heldur einnig stefnu borgarinnar um glæsilega uppbyggingu á svæði Skugga og bílastæðavandamál miðborgarinnar. Að beiðni íbúa gerði Gláma-Kím faglega úttekt á tillög- unni og komst að eft- irfarandi niðurstöðu „tillagan ber sterk einkenni bílastæða og húskroppa sem ekki eru fallnir til að upp- hefja götumyndir og rýmismyndir innan reitsins. Engin rök eru færð fyrir því að byggja íbúðir fyrir stúdenta innan reits- ins og óskað er eftir rökstuðningi skipu- lagsyfirvalda á fráviki frá áður markaðri stefnu um verndun byggðamynsturs á reitnum“. Beiðni um samráð í anda íbúa- lýðræðis var ítrekuð. Ekkert varð af við- ræðum og samþykktu borgaryfirvöld í apríl 2004 tillögur að ný- byggingum stúdenta en jafnframt að götu- mynd við Hverfisgötu yrði áfram nær óbreytt. Ný atlaga Um mitt sumar 2004 kom í ljós að verktakinn „Stafna á milli“ var að kaupa upp fasteignir við Hverf- isgötu á þeirri forsendu að fyr- irhugað væri að reisa stúd- entaíbúðir á öllum reitnum. Fulltrúi íbúa við Hverfisgötu fór á fund sviðsstjóra skipulags- og byggingasviðs borgarinnar sem staðfesti að deiliskipulagið frá apr- íl 2004 væri enn í fullu gildi. Sviðs- stjórinn neitaði allri vitneskju um að verktakar væru að fara fram á breytingu á nýsamþykktu skipu- lagi og vísaði á formann skipulags- nefndar Steinunni Valdísi. Aðkoma verktakans Stjórnendur „Stafna á milli“ upplýstu að þeir hefðu verið í sam- bandi við Steinunni Valdísi. Hún væri hlynnt hugmyndum þeirra um nýbyggingar á svæðinu svo fremi þeir leystu til sín allar eign- ir á reitnum. Fyrirtækið væri því á fullu að kaupa þessi hús og stæði til að rýma reitinn fyrir mis- háum stúdentabyggingum. Ljóst var að verktakinn hafði lagt töluvert fjármagn í þessi upp- kaup og treysti á pólitískan stuðning. Aðkoma R-listans Steinunn Valdís staðfesti að stjórn- endur fyrirtækisins hafi rætt við hana. Engin bindandi loforð hafi verið gefin en þeim var tjáð að þó hugmyndirnar féllu ekki að nýlega sam- þykktu deiliskipulagi þá féllu þær að mörgu leyti að eldri áformum borgarinnar um „þéttingu byggð- ar“ sem væru íbúum svæðisins vel kunn. Í október vísaði borgarráð formlegri fyrirspurn um málið til sviðsstjóra skipu- lags- og bygg- ingasviðs. Í formlegu svari sviðs- stjórans er enn á ný neitað allri vitneskju um málið en þar kemur fram eftirfarandi yfirlýsing: „Sam- kvæmt skipulags- og bygging- arlögum er heimilt að breyta deili- skipulagi óháð því hversu nýlega það hefur verið samþykkt og al- gengt er að deiliskipulögum sé breytt ef forsendur á viðkomandi svæði breytast.“ Það er mat kunnáttumanna á sviði skipulagsmála að yfirlýsing sviðsstjórans endurspegli pólitíska stefnu R-listans um þéttingu byggðar í miðborg Reykjavíkur hvort sem íbúum líki það betur eða verr. Það væri enda sannreynt að verktökum hafi jafnframt verið gefið skotleyfi á nærliggjandi deiliskipulagsreiti (Viðskiptablaðið 04.02. 2005 „You Ain’t Seen Noth- ing Yet“). Lokaorð Hugmyndir R-listans um þétt- ingu byggðar í Skuggahverfinu hafa tekið kollsteypur á liðnum árum. Íbúar hafa ítrekað gert fag- legar athugasemdir og árangurs- laust óskað eftir samráði en hefur þess í stað verið haldið föngnum í áralangri gíslingu skipulagsleysis. Ofangreind atburðarás staðfestir að yfirlýsingar R-listans um „skipulag í anda lýðræðislegs samráðs“ er íbúum haldlítið reipi þegar á reynir og bera vinnu- brögðin vott um brothætt pólitískt siðgæði. Stefnumál R-listans – Þétt- ing byggðar og íbúalýðræði Kristján Sigurðsson fjallar um skipulagsmál og þéttingu byggðar ’Hugmyndir R-listans um þétt- ingu byggðar í Skuggahverfinu hafa tekið koll- steypur á liðn- um árum. ‘ Kristján Sigurðsson Höfundur er læknir. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Opið hús í dag frá kl. 15-17 4ra herb. íbúð - Ásbraut 9 + bílskúr - 200 Kópavogi - Efsta hæð/endaíbúð merkt á bjöllu Grétar 4ra herbergja íbúð á fjórðu og efstu hæð. AFHENDING MÖGULEG VIÐ KAUPSAMN- ING. Íbúðin er endaíbúð með gluggum í austur og suður. Svalir snúa í suður. Íbúðinni fylgir 24,2 fm bílskúr sem stendur við hlið hússins. Nánari lýsing á íbúðinni: Komið er inn í snyrtilega sameign. Inn í íbúðina er komið í flísalagt anddyri með skápum sem opnast inn í flísalagt hol sem er rúmgott og opið þaðan inn í öll rými íbúðarinnar. Á vinstri hönd eru herbergi, tvö þeirra eru með ljósum dúk og eitt þ.e. svefnherbergið er með dökkum dúk. Baðherbergið er með nýlegum flísum og nýlegri innréttingu. Eldhús- ið er með flísum á gólfi, borðkrók með glugga, eldri innréttingu sem hefur verið endur- nýjuð að hluta s.s. sett ný borðplata og flísalagt milli innréttinga. Stofan er rúmgóð með parketi og útgengi út á suðursvalir, stórir gluggar. Á jarðhæð er geymsla íbúðar- innar, ásamt stóru sameiginlegu þvottahúsi með aukaherbergi og þurrkherbergi. Húsið hefur verið tekið í gegn að stórum hluta á síðustu árum, m.a. gert við það að utan (sprunguviðgerð/málun) fyrir ca 3 árum, rafmagnstafla endurnýjuð nýverið, sameign á jarðhæð máluð, tvær nýlegar þvottavélar. Ráðgert er að sögn eiganda að Kópavogs- bær setji upp hljóðmön við umferðargötu sem liggur nærri húsinu. Ásett verð 18,9 millj. Eigandi (Jónsi) tekur á móti fólki milli kl. 15:00 og 17:00. Lyngmóar - 2ja herb. - Garðabæ - LAUS STRAX Nýkomin í einkasölu mjög falleg 68,4 fermetra 2ja herbergja íbúð á efstu hæð, ásamt 16,9 fermetra bílskúr, samtals um 85.2 fermetrar, vel stað- sett við Lyngmóa í Garðabæ. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, herbergi, baðherbergi, geymslu og bílskúr. Glæsilegar innréttingar og gólfefni. Góðar suðursvalir. Verð 15,9 millj. 109060 Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Íbúð við Hæðargarð eða Sólheima óskast - Rýming eftir 1 ár Traustur kaupandi óskar eftir 3ja-4ra herb. íbúð við Hæðargarð eða í há- hýsi við Sólheima. Staðgreiðsla í boði. Eignin þarf ekki að losna fyrr en eftir 1 ár. Nánari uppl. veitir Sverrir. Raðhús á Seltjarnarnesi (gjarnan í Kolbeinsstaðamýri) óskast Traustur kaupandi óskar eftir 180-280 fm húsi á framangreindum stað. Nánari uppl. veita Magnea og Sverrir. Einbýlishús á Seltjarnarnesi óskast - Staðgreiðsla Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 250-350 fm einbýlishús á Seltjarnarnesi. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir. Sérhæð við Hvassaleiti, Stóragerði eða Háaleitishverfi óskast Traustur kaupandi óskar eftir sérhæð á ofangeindum svæðum. Góðar greiðslur í boði. Nánari upplýsingar veita Sverrir og Kjartan. Hæð í Laugarnesi, Vogum eða Teigum óskast Óskum eftir 120-140 fm hæð á framangreindu svæði. Nánari uppl. veitir Sverrir. Hæð í Hlíðunum eða Kleppsholti óskast Traustur kaupandi óskar eftir 120-140 fm hæð í Hlíðunum. Sverrir veitir nánari uppl. „Penthouse“ í miðborginni óskast - Staðgreiðsla Óskum eftir 200-250 fm „penthouse“-íbúð eða (efstu) sérhæð í mið- borginni eða í nágrenni hennar. Rétt eign má kosta 40-75 millj. Nánari upplýsingar veitir Sverrir. Sérhæð við miðborgina óskast Fjársterkur kaupandi óskar eftir 150-200 fm hæð sem næst miðborginni. Staðgreiðsla. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir. 3ja herb. íbúð í vesturbæ óskast (svæði 101 eða 107) Nánari uppl. veitir Óskar. Fjársterkir aðilar óska nú þegar eftir góðu skrifstofuhúsnæði í Reykjavík Stærðir: 1.000 fm, 400 fm og 200 fm. Þeir sem hafa áhuga á að selja hafi vinsamlega samband við Sverri Kristinsson eða Óskar Harðarson. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur flestar stærðir íbúða, raðhúsa og einbýlishúsa víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu Síðumúla 33 - Sími 588 9490 - www.lyngvik.is - lyngvik@lyngvik.is F A S T E I G N A S A L A HRAUNBÆR - GÓÐ ÍBÚÐ Vorum að fá í sölu mjög góða 95 fm 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í Hraunbæ. Endurnýjað eldhús og gólfefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.