Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Lesendur Morgunblaðsins vita betur á morgun Í síðasta pistli varð mér á í messunni þegar ég vék að óperuhúsinu í Kaupmanna- höfn sem hinn víðfrægi 79 ára gamli arkitekt Henning Larsen er aðalhöfundur að. Liðlega fjögur ár síðan hann og að- stoðarmaður hans Per Teglgaard Jeppesen gerðu fyrstu frumriss að hinni miklu byggingu. Auðvelt að misskilja mig gróflega svo mér er ekki til setunnar boðið um skilvirka leiðréttingu sem ég skulda lesendum pistla minna, um leið bið ég þá vel að virða ófullkomleika minn. Alls ekki rétt með farið að Larsen hafi gagnrýnt staðsetninguna sem slíka, að baki framslætti mínum saga af skammhlaupi sem ber að fara nánar í saumana á, kryfja marga þræði. Gefur mér þó blessunarlegt tækifæri til að herma sitthvað fleira af þessu mikla og lofsverða framtaki, sem gæti jafn- vel orðið nytsamur vegvísir vænt- anlegra framkvæmda um byggingu tónlistarhúss í Reykjavík. Svo eru vít- in að varast þau síður draga dám af, sem því miður er þekkt stærð hér á landi. Svo er mál, að í byrjun október á liðnu ári las ég athygl- isvert viðtal við Henning Larsen í Weekendavisen sem blaðakonan Marianne Krogh Andersen tók sama dag og Margrét Þórhildur drottning skoðaði hina svo til fullgerðu byggingu. Hátignin í fylgd gefandans Mærsk McKinney Møller og myndlistarmannsins Per Arnoldi, ásamt nokkrum öðrum mik- ilvægum persónum þar á meðal borg- arstjóranum Søren Pind. Hins vegar var sjálfur arkitekt byggingarinnar ekki með í föruneytinu, þvert á móti var hann mjög vinsamlega beðinn um að yfirgefa bygginguna ásamt blaða- konunni. Henni fór þá að líða hálfilla og spurði arkitektinn hverju sætti að höfundur hússins væri ekki með í fylgdarliðinu. Larsen svaraði að bragði; allt slíkt uppistand skarar síð- ur áhugasvið mitt, um leið vottaði fyrir óræðu brosi á ásjónu hans sem hún átti erfitt með að spá í. Skömmu áður hafði ungur maður munstraður óað- finnanlegum svörtum jakkafötum vik- ið sér að þeim og sagt: Herra Larsen, við erum afar leið yfir því að neyðast til að ryðja forsalinn, hátignin kemur eftir 10 mínútur, en bara rólegur, enn er nógur tími ætli ekki 10–12 mínútur! Blaðakonan og arkitektinn hurfu fljótlega á brott, og þá út kom brugðu þau sér inn í vinnuskúr nokkurn hvar gæslu- og iðnaðarmenn héldu til sem heilsuðu þeim hjartanlega og buðu upp á kaffi. Kom þá í ljós að kaffivélin var úr leik; gerir sosum sem ekki mik- ið til fyrir okkur sögðu þeir og kímdu, við erum hvort sem er að verða búnir hér, – allt á léttu nótunum. Í þann mund renndi glæsikerra drottningar, kóngablá kóróna nr. 1, að aðal- innganginum. Daginn áður hafði Hen- rik prins verið í heimsókn og ein- hverjum dögum áður Friðrik krón- prins með sinni hávelbornu áströlsku ektakvinnu Mary Donaldson. Annars skildist blaðakonunni að drottningin hafi komið nokkrum sinnum áður og fylgst með framvindunni, sem er í góðu samræmi við ótakmarkaðan og lofsverðan áhuga hátignarinnar á við- gangi menningar í landinu. Hér komið sögu hafði blaðakonan dvalið í nokkrar klukkustundir með arkitektinum í óperubyggingunni á Hólminum, þar áður hafði hún ekki minna en 25 sinnum reynt að fá viðtal við hann á fjórum árum. Höfund hinn- ar allt frá stríðslokum 1945, stórbrotn- ustu og viðamestu byggingu yfir menninguna á landinu, en þagnarmúr í kringum framkvæmdirnar. Loks ekki úr vegi að upplýsa, að Henning Larsen sem er frá Vestur-Jótlandi og ólst upp við fábrotin kjör er hvoru- tveggja trésmiður og arkitekt að mennt. Ennþá kemur hinn aldni en vaski halur nokkrum sinnum á viku á teiknistofu sína, hefur þó látið yngri kynslóðum eftir mesta erfiðið. Þetta er frjálsleg þýðing á upphafi viðtalsins og má af því marka að ein- hvers staðar var pottur brotinn, allt ekki fullkomlega eins og átti að vera sem bæði kemur ótvírætt fram í við- talinu og enn frekar getur að lesa milli lína. Fyrir nokkrum vikum rakst ég svo á annað viðtal og nú við rektor arkitektaskólans sem var ómyrkur í máli um eitt og annað varðandi bygg- inguna, en þá ég settist við skriftir fann ég hvorugt þeirra og hlutirnir skoluðust til í minni mínu. Er ég óforvarendis hafði loks upp á fyrra viðtalinu var of seint að leiðrétta mis- tökin, blaðið að fara í prentun. Arkitektinn var engan veginn að setja út á sjálfa staðsetninguna, hins vegar vísar hann með áherslu til þess að öllu varði að framtíðarbyggð á Hólminum verði af manneskjulegum toga. Sem dæmi segir hann mikla synd að ferjur skuli vera að hverfa, þær skapi líf, og helst á allt að iða af lífi í kringum óperuna, vonar að sundlaug rísi upp á Pappírseyjunni svonefndu í nágrenninu, eins og hönnuðirnir hafa stungið uppá og hann vill að verði teiknuð af Jørn Utzon, sem einmitt hefur lengi verið með slíka byggingu við Søerne í huga. Jafnframt verði íbúðabyggð í nágrenni óperunnar eins og ráðgert er, helst tvær íbúðablokkir til beggja hliða og jafnháar henni til að rjúfa einangrun og mynda öflugt heildarsamræmi. Vandamálið sé Pap- irøen sem liggur sunnan Dokkeyj- unnar, og eins og nafnið gefur til kynna er nýtt sem pappírslager, í þessu tilfelli dagblaðanna, og blöðin eru með fastan leigusamning allmörg ár fram í tíman, en það verður þá að finna nýjan stað fyrir lagerinn. Segir óperuna hafa fengið hið að vissu marki álúta yfirbragð fyrir skort á rými og peningum, að auki hafði hann gert ráð fyrir að byggingin tæki fimm ár en varð að skila henni á fjórum. Hin knappa tímasetning hafi gert sér ókleift að útfæra bygginguna full- komlega í smáatriðum eins og hann hafði upprunalega hugsað sér hana. Ljóst að þetta verður dýr byggð bætir hann við og brosir, engin skúraborg, rýmið mun kosta drjúgan skilding. Það er athyglisvert hvernig Larsen útskýrir upphafið og framvinduna fyr- ir blaðakonunni: „Svo við lítum aftur til ársins 2000 fékk teiknistofan mín það verkefni að vinna að skipulagi hafnarinnar. Við áttum að taka að okk- ur svæðið frá Knippelsbrú til Löngu- línu. Tveir hollenskir arkitektar unnu að skipulagi Norður- og Suðurhafn- arinnar. Við unnum beint frá hjarta svæðisins, frá Nýhöfn til Amalíen- borgar. Á Dokkeyjunni og Kristjáns- höfn mæltum við með tilkomumiklum byggingum vegna þess að staðsetn- ingin við höfnina er mjög glæsileg. Fyrsta hugmyndin var garður á Dok- keyjunni, umkringdur húsum en þró- aðist í stærri byggingar. Fram komu tillögur um sjóminjasafn, og við gerð- um uppköst að leikhúsi og mismun- andi gerðum af söfnum, og svo kom ópera einnig til tals. Á borðinu voru margvíslegir möguleikar og módel sem við prófuðum en sameiginlegt með þeim öllum voru stórar til- komumiklar byggingar og opið svæði á Dokkeyjunni andspænis Amal- íuborg. Hugmyndin var að byggingin eða byggingarnar á Dokkeyjunni og Kristjánshöfn kórónuðu öxulinn frá Marmarakirkjunni og Amalíuborg, yf- ir á hina hlið sundsins og Hólmsins… Öll ævintýri hafa sitt upphaf, ogbygging óperunnar engin und-antekning: Þetta byrjaði allt vetrardag nokkurn á útmánuðum árs- ins 2000, er síminn hringdi hjá Else- beth Gerner Nielsen þáverandi ráð- herra menningarmála. Hún mundi vel eftir að þetta hafði verið mjög rólegur dagur, fundi nokkrum aflýst og hug- leiddi að fara einfaldlega til síns heima. Mærsk McKinney Møller reyndist í símanum og á þann mann er hlustað, erindið var að biðja um fund, ráðherrann brá skjótt við og sagði að hann gæti komið án tafar. Útgerð- armaðurinn birtist von bráðar og lagði Af einu miklu óperuhúsi SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is KAMMERSVEIT Reykjavíkur efnir til tónleika í Listasafni Íslands á þriðjudag kl. 20. Á efnisskrá eru fjög- ur sönglög og Píanókvintett eftir Atla Heimi Sveinsson, Klarínettukvintett eftir John Speight, sem er frumflutn- ingur en verkið er samið fyrir Einar Jóhannesson og verkið Dover Beach eftir Samuel Barber. Gestur hljómsveitarinnar í síðast- nefnda verkinu er Ágúst Ólafsson barítonsöngvari. Hann syngur Dover Beach nú í fyrsta sinn og segir það hafa verið ánægjulega glímu. „Barb- er, sem var mikill áhugamaður um söng, frumflutti verkið sjálfur á sín- um tíma og tók upp, þó ekki sé það nú talin besta útgáfan af því. Það hafa margir frægir söngvarar spreytt sig á Dover Beach gegnum tíðina og fjöl- margar hljóðritanir verið gerðar, meðal annars með Dietrich Fischer- Dieskau. Ég þekki því verkið vel og það hefur verið mjög gaman að takast á við það sjálfur.“ Dover Beach er skrifað fyrir strengjakvartett og rödd sem er, að sögn Ágústs, sjaldgæf samsetning. Hún henti verkinu á hinn bóginn ákaflega vel. Fallegar myndir séu dregnar upp í ljóðinu sem strengirnir komi vel til skila, einkum lýsingum á ölduganginum við ströndina. Ágúst hefur ekki í annan tíma komið fram með Kammersveit Reykjavíkur. „Það er mikill heiður að vera boðið að syngja með Kammer- sveitinni sem um árabil hefur verið í forystuhlutverki í íslensku tónlistar- lífi,“ segir hann en svo skemmtilega vill til að söngvarinn er fæddur sama ár og Kammersveitin var sett á lagg- irnar 1974. Í vor mun Ágúst ljúka MA-gráðu frá Síbelíusar-akademíunni í Helsinki en hann vinnur einmitt að lokaverk- efni sínu þessa dagana. Hann hefur verið í Finnlandi undanfarin átta ár og ber frændum okkar vel söguna. „Mér hefur liðið mjög vel þarna. Það er mikið gert fyrir tónlist og menn- ingu almennt í Finnlandi, ekki síst óperulistina sem virðist eiga greiðan aðgang að fjárhirslum ríkisins.“ En hvað tekur við að námi loknu? „Það er góð spurning. Bara að ég gæti svarað henni,“ segir Ágúst og hlær. „Það má með sanni segja að ég standi á tímamótum. Þegar maður er búinn með prófið hefur maður ekki lengur afsökun til „dandalast“, allra síst þegar maður er orðinn þrítugur. Það hefur líka verið ágæt stígandi í þessu hjá mér á síðustu árum og í raun ekkert að vanbúnaði. Nú er bara að verða sér út um verkefni.“ Og Ágúst er þegar með einhver járn í eldinum. „Framundan hjá mér eru meðal annars tónleikar í Þýska- landi og Finnlandi og síðan stefni ég að því að komast sem fyrst í prufu- söng hjá óperuhúsum í Evrópu. Við sjáum hvað kemur út úr því.“ Verðurðu áfram í Helsinki? „Það er ennþá betri spurning. Því get ég alls ekki svarað,“ segir Ágúst og hlær aftur. „Þó ég sé með íbúð í Helsinki og það eigi að heita svo að ég búi þar hef ég aðeins verið í Finnlandi í tvo daga síðan í september. Fyrst var ég hérna heima meðan sýningar stóðu yfir á Sweeney Todd í Íslensku óperunni, svo var ég með tónleika í Þýskalandi og loks sótti ég söngtíma í Chicago. Líf söngvarans getur verið býsna mikið flökkulíf og best að gefa sem minnstar yfirlýsingar um það hvar maður hyggst búa á næstu miss- erum.“ Einsöngvari í lögum Atla Heimis á tónleikunum á þriðjudag er Rannveig Fríða Bragadóttir mezzósópran. Morgunblaðið/Þorkell Þau verða í eldlínunni á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur: Rut Ing- ólfsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Ágúst Ólafsson, Rannveig Fríða Bragadóttir, Inga Rós Ingólfsdóttir og Einar Jóhannesson. Jafnaldrar koma saman Tónlist | Ágúst Ólafsson gestur Kamm- ersveitar Reykjavíkur á tónleikum orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.