Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 13
isvott – Al Pacino og Meryl Streep á Golden Globe- og Emmy-verð- launahátíðunum í fyrra og Clive Owen og Natalie Portman á Golden Globe-hátíðinni nú í janúar – þakka honum fyrir samstarfið, allt það sem hann hefur gert fyrir þau, að hafa auðgað þau sem listamenn og mann- eskjur. Vonandi auðgar hann undir- ritaðan sem blaðamann og mann- eskju. Muna: Þakka Mike Nichols við veitingu næstu blaðamannaverð- launa. Hættur nálægðarinnar Marber virtist líka meðvitaður um þennan bakgrunn Nichols, að þar færi maður sem hefði ómælda reynslu og innsýn í þau viðfangsefni sem hann fæst við í verki sínu. Það var nefnilega ekki fyrr en Nichols kom að máli við Calley félaga sinn og lýsti yfir áhuga sínum á að leikstýra kvikmyndagerð á verkinu, sem Marber samþykkti að selja kvik- myndaréttinn, með því skilyrði að hann fengi sjálfur að skrifa kvik- myndahandritið; skilmálar sem Nich- ols var meira en fús til að ganga að. „Ég sá samstundis fyrir mér að verkið gæti orðið að góðri kvik- mynd,“ skýrir Nichols. „Sjáðu til, frá- sagnarstíllinn er að mörgu leyti kvik- myndalegur. Marber segir nefnilega söguna eins og persónurnar muna hana – eins og gegnum kíki minning- anna, linsu myndavélarinnar.“ Þá segist Nichols hafa trúað því að innileikinn í verkinu, þessar ofurvið- kvæmu senur, myndi jafnvel skila sér betur á hvíta tjaldinu en á sviðinu. „Það getur verið erfitt að koma mikl- um innileika til skila í lifandi leikhúsi fyrir framan fullan sal af áhorfend- um, á meðan áhorfandinn er einn í myrkrinu með sögupersónunum í bíósalnum.“ Carnal Knowledge þótti óvenju djörf Hollywood-mynd er hún var frumsýnd árið 1971 og var þá talin eitt af merkjunum um breytta sam- félagsvitund, opinskárri og frjáls- lyndari sjónarmið til kynlífsumræð- unnar. Nichols segist ekki nema að litlu leyti vilja tengja þessar tvær myndir saman hvað þetta varðar, Carnal Knowledge og Closer. „Það var ekki út af hispurslausri kynlífsumræðu sem ég kaus að gera Closer heldur vegna samskiptanna almennt milli karla og kvenna. Og ef ég ber myndirnar saman hvað það varðar sýnist mér nokkur munur hafa orðið á. Almenn viðhorf okkar til samskipta kynjanna hafa breyst síð- an þá og ekkert endilega til hins betra. Í Carnal Knowledge fékkst ég við Hefner-kynslóðina [á þar við Hugh Hefner eiganda Playboy-tíma- ritsins] og það hvernig karlmenn litu á konur sem hluti, nokkuð sem að mestu er liðin tíð að ég held og vona. Closer fjallar á hinn bóginn um hræðslu fólks við náin samskipti, að sýna ástvini sínum sannan innileika. Fjallar um það að maður geti gengið of langt ef maður hættir sér of nærri einhverjum.“ Nichols telur eitt ákveðið atriði í myndinni fanga fullkomlega inntak hennar. „Þessi lykilsena þar sem Anna til- kynnir Larry að hún ætli að yfirgefa hann, og hann neyðir hana sorgbitinn til að lýsa því hvað hún gerði með þessum gaur sem hún hélt framhjá með. Þetta tel ég að sé nokkuð sem svo mörg okkar höfum upplifað í sam- böndum. Höfum næstum öll upplifað slíka sjálfstortímingu: „Ég lofa að verða ekki reiður. Mig langar bara að fá að vita hvað gerðist.“ Og allir sem eru eldri en 11 ára vita að þeir eiga ekki að svara þessari spurningu því það leiðir til ennþá frekari þjáningar beggja aðila.“ Prinsessan í kuldanum Þótt breskir gagnrýnendur hafi hallmælt kvikmyndagerð Nichols og sakað hann um að hafa tekið allt bit úr því, vísvitandi mildað persónur og gert þær viðkunnanlegri hefur um- ræðan í Bandaríkjunum verið þver- öfug; myndin og sögupersónurnar þótt óvenju kuldalegar og fráhrind- andi, enginn til að taka afstöðu með, enginn til að fyrirlíta fremur en ann- an. „Þessi tilhneiging í Hollywood að allar söguhetjur þurfi að vera við- kunnanlegar er sem betur fer að verða svolítið gamaldags,“ skýrir Nichols. „Persónur í verkum Shake- speares voru fjarri því að vera við- kunnanlegar en samt fyrirlítum við ekki verkin fyrir þær sakir. Ef allir eru dásamlegir, verður ekki til neitt drama. Það gerist ekkert. Því taldi ég mig ekki þurfa að mýkja persónurnar og ítrekaði við Marber að ég vildi ekki gera það. Hvað breska pressan er að fara, skil ég einfaldlega ekki. Sá held- ur aldrei fyrir mér að ég, bandaríski leikstjórinn, ætti hvort eð er eftir að vinna þá á mitt band með því að voga mér að leikstýra einu af verkum þeirra,“ segir hann og kímir kald- hæðnislega. Þeir ráku því margir upp stór augu í Bandaríkjunum þegar augasteinn þeirra og yndi, sjálf Hollywood- drottningin Julia Roberts, féllst á að fara með hlutverk í svona kuldalegu og klúru leikhúsdrama. „Ég hafði reyndar fyrst reynt að fá Cate Blanchett en þegar hún afþakk- aði sökum annríkis leitaði ég til Juliu. Mér finnst það býsna djörf ákvörðun hjá henni að hafa tekið að sér hlut- verkið, sem sýnir bara hversu hug- rakkur listamaður hún er. Hún náði líka ágætis tökum á hlutverkinu, er kannski ekki að sýna sína bestu frammistöðu, veit ekki hvort hlut- verkið bjóði heldur uppá það mikil tilþrif.“ Hinir þrír leikararnir í burðarhlut- verkunum, Clive Owen, Jude Law og Natalie Portman, voru hinsvegar fyrsta val Nichols. Owen hafði reyndar verið viðriðinn verkið allt frá því það sló fyrst í gegn á fjölunum í Lundúnum árið 1997. Þá lék hann Dan en bað Nichols sérstaklega um tækifæri til að spreyta sig á Larry og Nichols fannst sjálfsagt að verða við því. „Owen er einhver fjölhæfasti leikari sinnar kynslóðar og virðist geta sett sig í spor hvaða persónu sem er,“ segir Nichols um þennan breska leikara sem nú er sterklega orðaður við hið eftirsótta hlutverk James Bond. Nichols segist hafa unnið áður með hinni ísraelskættuðu Portman, er hún lék í uppfærlu hans á Máv- inum eftir Chekov, þegar hún var ennþá unglingur. „Ég er ekki viss um að menn átti sig almennt á því hversu frábær leikkona hún er, held að fegurð hennar rugli menn svolítið í ríminu,“ segir Nichols. „Hún var fyrsti leikarinn sem ég valdi, sá hana strax fyrir mér í hlutverki Alice.“ Hinn heilagi húmor Python-gengisins Þrátt fyrir að hafa fengist í meira mæli við dramað en grínið uppá síð- kastið mætti segja að hann hafi með- fram því verið að endurupplifa rætur sínar, því hann leikstýrði nýrri leik- uppfærslu á kvikmynd Monty Pyth- on-gengisins Holy Grail. „Einn úr genginu, Eric Idle, bað mig um að leikstýra þessu en okkur hefur lengi verið vel til vina. Verkið heitir Spamalot og skartar í aðalhlut- verkum David Hyde Pierce [Niles úr Frasier], Hank Azaria [Simpsons] og Tim Curry [Rocky Horror Picture Show]. Það var sérlega gaman að fá að vinna með efni þessara miklu snill- inga sem ég hafði svo mikið dálæti á hér á þeim árum þegar ég var sjálfur að fást við svolítið absúrd húmor. Hann hefur elst alveg ótrúlega vel þessi húmor sem sýnir hvað hann var langt á undan sinni samtíð.“ Þá undirbýr Nichols sína næstu kvikmynd, sem verður nokkurs kon- ar nútímaútgáfa af 1001 nótt, en úr því hefur verið unnin glæpasaga sem gerast á í Los Angeles nútímans. „Ég er hvergi nærri hættur. Hvers vegna ætti ég að hætta? Ég hef nóg að segja, nóg að gera.“ skarpi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 13 13:00 Innritun 13:30 Ávarp Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra 13:45 Lærdómur sögunnar Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur 14:10 Og hvað svo? Elfar Aðalsteinsson framkvæmdastjóri 14:30 Að verða fær í flestan sjó Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja 14:50 Sjávarfang að kröfum neytenda Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins (RF) 15:10 Kaffihlé 15:40 The Buying and Marketing Strategy for Fish in Waitrose Quentin Clark, innkaupastjóri Waitrose Co., Bretlandi 16:00 Future Sales and Supply of Seafood in the U.S. Magnús Gústafsson, forstjóri Icelandic USA Inc. 16:20 European Consumer Trends and the Seafood Opportunities Johann Lindenberg, stjórnarformaður Unilever, Þýsklandi 16:40 Pallborðsumræður Stjórnandi: Erla Guðrúnardóttir, framkvæmdastjóri Marz sjávarafurða 17:30 Móttaka í boði sjávarútvegsráðherra 18:30 Ráðstefnulok Ráðstefnustjóri er Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor, Raunvísindadeild Háskóla Íslands Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 540-8800 eða með tölvupósti á netfangið kom@kom.is Föstudaginn 4. mars 2005 á Nordica Hotel FISKURINN FRAMTÍÐIN & Ráðstefna haldin í tilefni 100 ára afmælis togaraútgerðar á Íslandi SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ Fyrsti íslenski togarinn kom árið 1905 til Hafnarfjarðar. Var hann keyptur á Englandi og nefndur Coot.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.