Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 31 Gagnrýni byggist ekki á: Lélegum árangri í skól- um (þeir standa sig vel í alþjóðlegum samanburði), hún byggist ekki á lélegum rekstri (skólastjórar sýna rekstrarvitund sem er til fyrirmyndar); hún byggist ekki á óánægju notenda (80–90% foreldra eru ánægðir með skóla); hún byggist ekki á mis- munun (í Reykjavík er svo mikið jafnræði milli skóla að þykir til fyrirmyndar erlendis). Hvert er vandamálið? Góður opinber rekstur samræmist ekki pólitískri hugmyndafræði hægri-öfgasinna í menntamálum!“ Lesendum til glöggvunar er rétt að rifja upp hver er kjarninn í Morgunblaðsræðunni. Enginn ágreiningur er um að grunnskólamenntun barna skuli greiða af almannafé. Hins vegar felast mikil tækifæri í að greina á milli fjármögnunar mennt- unar og veitingar þjónustunnar. Til að nýta kosti samkeppni og fjölbreytni í skólakerfinu telur Morgunblaðið að foreldrar eigi að geta valið um skóla fyrir börn sín. Það vill ekki leggja niður skóla sveitarfélaganna. Það vill hins vegar fjölga skólum sem einkaaðilar reka, t.d. söfnuðir, félagasamtök, hópar kennara eða samtök foreldra. Þannig telur blaðið að nýjar hugmyndir og aðferðir muni fá að njóta sín. Mikil fjölbreytni er í dag í skólunum, sem sveitarfélög reka, og mismunandi stefnum fylgt. En ef foreldrar eiga ekki val um skóla fyrir börnin sín, nýtist sú fjölbreytni ekki sem skyldi. Hver og einn nemandi á þess ekki kost að fara í þann skóla, þar sem skólastefna og kennsluhættir henta honum bezt. Blaðið hefur talið að sveitar- félögin ættu að láta sömu upphæð fylgja hverjum nemanda, sem fer í grunnskóla. Þannig myndu kostir samkeppninnar nýtast; hver og einn skóli fengi hvata til að standa sig betur. Þetta er kjarn- inn í Morgunblaðsræðunni. Stefán Jón telur að opinberu skólarnir séu nógu góðir. Það er rétt að þeir eru góðir. Margt er t.d. gífurlega vel gert í grunnskólum Reykjavíkur. En stefna Morgunblaðsins byggist á því, að það sé hægt að gera betur; búa til úrvalsskóla. Nýleg sænsk könnun, sem Morgunblaðið hefur sagt frá, sýnir að í sveitarfélögum, þar sem einkareknir skólar veita skólum sveitarfélagsins samkeppni, standa þeir sig enn betur en ella – og kemur ekki á óvart. Stefán Jón nefnir að opinberu skólarnir komi vel út í alþjóðlegum samanburði og foreldrar séu ánægðir með þá. En er ekki staðreyndin sú, að þeir fáu einkaskólar, sem starfræktir eru í Reykjavík, koma enn betur út en opinberu skól- arnir? Nemendur Landakotsskóla hafa til dæmis staðið sig afburðavel á samræmdum prófum. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hefur látið IMG Gallup gera kannanir meðal foreldra, bæði í grunnskólum borgarinnar og í einkareknu skól- unum. Í niðurstöðum þeirra kemur skýrt fram að ánægja foreldra barna í einkareknu skólunum með stjórnun og skólastarf er að meðaltali mun meiri en foreldra barna í grunnskólum Reykjavík- ur. Þetta eru kannanir, sem formaður menntaráðs þekkir væntanlega til og hefur lesið, þótt hann hafi lítið gert af því að flagga niðurstöðunum. „Hægri-öfga- stefna“ Samfylk- ingarfólks Er það svo að það séu fáeinir öfga-hægri- sinnar, aðallega á Morgunblaðinu, sem vilja einkarekstur og valfrelsi í grunnskól- anum? Í áfangaskýrslu framtíðarhóps Samfylk- ingarinnar, sem lögð var fyrir flokksstjórnarfund í október sl., segir m.a.: „Samfylkingin telur að besta leiðin til þess að tryggja einstaklingum að- gang að góðri og öruggri menntun sé með því að ríki og sveitarfélög skuldbindi sig til þess að veita þegnunum ókeypis menntun auk þess sem skýr viðmið liggi fyrir um það í hverju hún er fólgin á hverju skólastigi um sig, hvaða reglur gildi um inntöku nemenda, gjaldtöku o.s.frv.. Það geta hins vegar bæði verið opinberir aðilar og einkaaðilar sem sjá um framkvæmdina. Mikilvægt er að fjöl- breytileiki og svigrúm til þróunar mismunandi rekstrarforma sé til staðar. Það gerir aftur auknar körfur um skýrar reglur. Grundvallaratriði er að leikreglur lýðræðis, jafnréttis og jafnræðis séu hafðar að leiðarljósi. Tryggja verður að allir skólar sem njóta opinberra styrkja uppfylli þau skilyrði, m.a. með því að þeim verði ekki heimilt að inn- heimta skólagjöld. Skólar sem reknir eru af hinu opinbera annars vegar og einkaaðilum hins vegar verða að sitja við sama borð hvað þetta varðar. Mikilvægt er að fjölbreytileiki og svigrúm til þró- unar mismunandi rekstrarforma sé til staðar en það má ekki leiða til mismununar nemenda.“ Morgunblaðið getur tekið undir hvert orð í þessum texta, þó með þeim fyrirvara, að framlög opinberra aðila til sjálfstæðra skóla verða að vera með þeim hætti að þeir neyðist ekki til að inn- heimta skólagjöld. Forsvarsmenn Reykjavíkur- listans tala oft um að þeir vilji ekki búa til einka- skóla fyrir þá efnameiri, en stuðla svo að sjálfsögðu að slíkri stéttskiptingu í skólamálum með því að skera framlög til einkaskólanna svo við nögl að þeir neyðast til að innheimta skólagjöld. Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður hefur að undanförnu haslað sér völl sem einn helzti tals- maður Samfylkingarinnar í skólamálum. Hann segir á heimasíðu sinni 10. þessa mánaðar: „Grunneiningin í grunnskólanum er og á að vera hverfisskóli þar sem sveitarfélagið tryggir jafn- rétti til náms og það er athyglisverð hugmynd að fleiri en einn skóli séu í hverju hverfi til að auka valfrelsi foreldra um skóla fyrir börnin sín. Til viðbótar við hverfisskólana eiga að fá að blómstra, sem valkostur fyrir utan þennan ramma, sjálfstætt starfandi skólar þar sem nem- endum er ekki mismunað á efnalegum forsendum. Sjálfstætt starfandi grunnskólar (einkareknir fyr- ir opinbert fé) eru að mínu mati góð viðbót við hverfisskólana. Grunnskólar sem eru reknir utan um ákveðna, tiltekna hugmyndafræði, standa öll- um opnir og innheimta ekki skólagjöld. Skóla á borð við Barnaskóla Hjallastefnunnar. Aukin fjölbreytni á grunnskólastigi getur af sér betra menntakerfi, betri menntun fyrir börnin. Það er markmiðið.“ Þetta tekur Morgunblaðið líka heils hugar undir. Í gær, föstudag, skrifar svo Kjartan Valgarðs- son, stjórnarmaður í Samfylkingarfélagi Reykja- víkur, grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni „Skólayfirvöld í Reykjavík á villigötum“. Kjartan sakar þar Reykjavíkurlistann réttilega um að reyna að ganga af einkaskólum í Reykjavík dauð- um. „Það ber vott um ótrúlega skammsýni. Um áratugaskeið hafa verið starfræktir einkareknir grunnskólar í Reykjavík. Þeir hafa orðið til vegna frumkvæðis frumkvöðla eins og Ísaks Jónssonar,“ segir Kjartan. Síðar í grein sinni segir hann: „Alltaf verður til fólk sem hefur sannfæringu fyrir því að hægt sé að gera betur, fara nýjar leiðir og ná betri árangri. Þennan vilja og áhuga á að nýta til góðra verka, fá samanburð, gera tilraunir og skapa opinberu skól- unum aðhald. Slíkum einstaklingum og hópum ættu skólayfirvöld í Reykjavík að fagna í stað þess að leggja stein í götu þeirra. Ísland mun eignast fleiri Ísaka Jónssyni og Margrétar Pálur.“ Og áfram heldur stjórnarmaðurinn í Samfylk- ingarfélagi Reykjavíkur: „Það er kaldhæðnislegt að skólastefnu, sem samræmist hugsjónum jafn- aðarstefnunnar, er helst að finna í Garðabæ.“ Morgunblaðið kann vel við sig í hópi „hægri- öfgasinna í menntamálum“ í Samfylkingunni, þeirra Hermanns Jóns Tómassonar og annarra, sem fjölluðu um menntamál í framtíðarhópi flokksins, Kjartans Valgarðssonar og Björgvins G. Sigurðssonar. Það er hér um bil algjör samhljóm- ur með hugmyndum þessa fólks um einkarekstur og valfrelsi og hugmyndum Morgunblaðsins. En getur verið að sjónarmið Stefáns Jóns Hafstein, formanns menntaráðs Reykjavíkur, sé að verða „smátt en hávært“ í hans eigin flokki?! Morgunblaðið/ÞorkellKrakkar í Ísaksskóla við morgunsöng á föstudagsmorgun. Morgunblaðið kann vel við sig í hópi „hægri-öfgasinna í menntamálum“ í Samfylkingunni, þeirra Hermanns Jóns Tómassonar og annarra, sem fjöll- uðu um menntamál í framtíðarhópi flokksins, Kjartans Valgarðssonar og Björgvins G. Sig- urðssonar. En getur verið að sjónarmið Stefáns Jóns Haf- stein, formanns menntaráðs Reykja- víkur, sé að verða „smátt en hávært“ í hans eigin flokki?! Laugardagur 19. febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.