Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 29 fyrir hana hugmynd að byggingu mik- ils menningarseturs á Dokkeyjunni, sem hann hafði keypt af fram- kvæmdamógúlnum Kurt Thorsen. Þegar veldi byggingarisans féll saman og Thorsen kominn undir lás og slá hafði Mærsk verið eldsnöggur, án tafar fest sér einn besta bygging- arreit borgarinnar á Holmen. Þetta var upphafið… Fyrst höfðum við tónlistarhús íhuga en féllum frá því. Svokom fram hugmynd um óp- eruhús en féllum einnig frá henni, sjóðstjórnin áleit að það væri honum ofviða. Eftir umræður fram og til baka varð það samt að lokum ofan á að byggja óperuhús ekki síst eftir að nefndur ráðherra menningarmála hafnaði byggingu tónlistarhúss. Helst á þeim forsendum að ríkisútvarpið hafði þá þegar fengið vilyrði fyrir byggingu slíks í nágrenninu og út- varpsstjórinn lagst alfarið gegn allri samvinnu um byggingu tónlistarhúss á Dokkeyjunni…“ Blaðakonan tekur að spinna; „Það voru einu sinni þrír gamlingjar sem vildu byggja óp- eruhús, sá elsti hét Mærsk og var 91 árs. Hann átti stóran poka fullan af peningum. Getspakir giskuðu á að á kistubotninum lægju 37 milljarðar danskra króna. Sá í miðið hét Søren, hann var 80 ára, duglegur með skóflu og alveg frábær með skurðgröfu. Sá yngsti hét Henning og hann var bara 79 ára og teiknaði flestum öðrum bet- ur. Á þann veg var hægt að byrja að herma af ævintýrinu um óperuna sem í miklum mæli er verk þriggja öld- unga. Þriggja manna með óbilandi viljastyrk: Útgerðarmannsins Mærsk McKinney Møller, forstjórans og verkfræðingsins Søren Langvads, E. Phil & Søn A.S, - aðalverktaka óp- erunnar, – og arkitektsins Hennings Larsen.“ – Upp rann sá dagur að herra Møll- er spurði mig hvað langan tíma tæki að byggja óperu, heldur arkitektinn áfram. Fimm ár sagði ég þá, en hann sagði þú færð fjögur. Hverju svaraðir þú þá, spyr blaðakonan? Að það væri vandamál að ljúka verkinu á svo knöppum tíma? Nei, það sagði ég nú ekki. Jæja, en var það ekki vandamál að ekki var nægur tími til að ljúka verkinu spyr hún aftur? Reyndar hörkuvinna, yfirmáta mikil ekki síst fyrir samstarfsmenn mína, þegar mest var um að vera unnu 45 arkitekt- ar að teikningunum. Gerð voru ótal mörg módel, teiknistofan vinnur mikið með módel, og í þessu sértilfelli gerð- um við heil 10 módel í yfirstærð. Einn- ig ótal minni sem öll urðu til á teikni- stofunni á Vesturbrúgötu áður en hinu endanlega var nokkurn veginn lokið, að auki var í Fríhöfninni búið til svo- nefnt „mock-up“ úr gleri af framhlið- inni (líkan í fullri stærð, sem notað er til kennslu eða tilrauna). Loks var far- ið að grafa grunninn áður en teikning- arnar voru tilbúnar! Þegar tillagan var afhjúpuð olli hún uppistandi. Margir viðstaddir arkitektar gagnrýndu framhliðina móti höfninni. Þeir undruðust sér- staklega að hin fyrri og gagnsæja framhlið í ekta Henning Larsen stíl var horfin en þess í stað komin önnur ávöl úr gleri með röð breiðra málm- ræma. Þetta var ekki tillagan sem akademíráðið hafði lagt blessun sína yfir, því síður stutt. Ráðið samdi greinargerð og þar stóð meðal ann- ars: Sem framlag til menningararfs- ins er engum ávinningur af að áform- uð bygging verði að raunveruleika í þeirri mynd sem fyrir liggur. Og Kar- in Zahle formaður ráðsins sagði: „Við fengum fyrirheit um fallega gjöf en þegar við tókum pakkann upp kom annað í ljós.“ Ljóst er að breyting- arnar á framhliðinni komu eins og blaut tuska framan í viðstadda. Og al- menningur tók fljótt við sér og líkir henni við brauðrist og/eða kælinn á Pontiac eðalvagni. Það var þannig ýmislegt á borðinu burtséð frá staðsetningunni, en víst er hún vandamál í fleiri en einum skilningi, menn komast þannig ekki á staðinn nema að taka á sig heilmikinn krók, stysta leiðin er um hina þröngu Prinssessugötu sem að óbreyttu er frátekin fyrir almenningsvagna. Hugmyndir á borðinu að ferja fólk yf- ir með bát sem tæki einungis fimm mínútur, eða byggja göngubrú, jafnvel jarðgöng sem er hugmynd Sørens Pind, en hefur ekki hlotið hljómgrunn í borgarráði. Þetta er allt í farvatninu en fyrst um sinn beinast augun að göngu- brú og vann einhver Marc Mimram samkeppni sem boðað var til og sem að hluta skyldi yfirbyggð, en margir svartsýnir á þá lausn. „Der bliver sus í skørterne,“ eins og nefnd Karin Zahle orðaði það. Íhvert skipti sem blaðakonan vékað samvinnu þeirra MærskMcKinney Møller vék hann tal- inu að öðru eða varð pirraður, en sjálfa bygginguna vildi hann mjög svo gjarn- an tala um í bak og fyrir. Að öðru leyti hefur samvinna hinna öldnu skörunga verið mjög góð í tímans rás og má nefna framkvæmdir í Svendborg, Óð- insvéum, Kaupmannahöfn og Cam- bridge hvar teiknistofan hannaði Churchill háskólastofnunina. Larsen virðist mjög ósáttur við að- komu myndlistarmannsins Per Arn- oldi að framkvæmdunum og vægt orð- að lítill vinskapur milli þeirra. Mærsk sem er fylginn sér og gríðarlegur ná- kvæmnismaður vildi skipta sér af öllu smáu sem stóru í byggingunni og þeg- ar verkið var hálfnað kallaði hann á þennan vin sinn sér til aðstoðar í þeim flókna leik. Arkitektinn einkum lítið hrifinn af vali Arnoldis á dökkbláum lit á stólana í salnum sem kostaði teikni- stofuna svo miklar yfirlegur að hanna, né leikhústjaldinu og fangamarki óp- erunnar, enn síður dökkrauðu súlun- um í salnum né öðru sem maðurinn kom nálægt, sem var eiginlega allt í húsinu sem fellur að skilgreiningunni „design“. Per Arnoldi var engan veg- inn mitt val segir Larsen heldur herra Møllers. Hins vegar ber hann mikið lof á lágmyndir Per Kirkebys úr bronsi í forsalnum, segir þær ótrúlega fínar og í góðu samræmi við hlyninn í veggjun- um. Við þetta má loks bæta að ósætti kom upp á milli Mærsk og Larsens sem ég rétt í þessu hef fengið greinar- góðar heimildir um, þær flóknar og efni í annan pistil og þó þær upplýsi margt og eigi allt eins erindi til okkar er óráðið um framhald. Hinn víðfrægi arkitekt Henning Larsen og hin nafnkennda blaðakona Marianna Krogh Andersen sátu drjúga stund að spjalli í veitingabúð forsalarins. Þrátt fyrir stærðirnar allt um kring er hún mettuð hlýleika og vænn staður til að fá sér drykk, setjast að snæðingi, eða einfaldlega njóta hins stórbrotna útsýnis hvar skipin líða hægt og hljótt framhjá. Ásamt því að ferjan til Bornhólms blasir við í beinu sjónmáli á hafnarbakkanum and- spænis… AP „Við fengum fyrirheit um fallega gjöf, en þegar við tókum pakkann upp kom annað í ljós,“ voru orð Karin Zahle, formanns akademí- ráðsins, þá verkefnið var kynnt. Margur álítur arkitektinn Henning Lar- sen jafnoka Arne Jacob- sens, ef ekki honum fremri. Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Aldrei fleiri áfangastaðir! Netverðdæmi Verð frá 47.066 kr.* Costa del Sol 57.438 kr. ef 2 ferðast saman. á Santa Clara í 7 nætur. *á mann m.v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting, 10.000 kr. bókunarafsláttur og flugvallarskattar. á Skala í 7 nætur. á Elimar í 7 nætur. á Pil Lari Playa í 7 nætur. á Halley í 7 nætur. Verð frá 49.400 kr.* Krít 60.100 kr. ef 2 ferðast saman. Verð frá 39.500 kr.* Portúgal 54.200 kr. ef 2 ferðast saman. Verð frá 38.730 kr.* Mallorca 47.730 kr. ef 2 ferðast saman. Verð frá 34.230 kr.* Benidorm 46.300 kr. ef 2 ferðast saman. Sumar Plús 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.