Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 12
H ann man tímana tvenna í Holly- wood. Gat fengið Taylor og Burton til að leika í myndum sínum og núna Roberts og Law – án þess að hér sé verið að bera þessi pör tveggja tíma saman, hreint ekki. En Mike Nichols er búinn að vera með puttann á púlsinum í Holly- wood í heil fjörutíu ár og hefur sjald- an eða aldrei notið eins mikillar virð- ingar og hann gerir nú um mundir, sérstaklega eftir hinn glæsta sigur sem sjónvarpsþáttaröðin Angels in America er talin hafa verið. Leikhúsmaður á gríngrunni „Ég er leikhúsmaður að upplagi. Þess vegna gerist það oftar en ekki að ég reyni að færa á hvíta tjaldið leik- verk sem hreyft hafa við mér. Aðrir kjósa að gera kvikmyndir úr skáld- sögum, ég sæki í skáldabrunn leik- hússins,“ segir þessi 73 ára gamli kvikmyndagerðarmaður í samtali við Morgunblaðið skömmu áður en nýj- asta kvikmynd hans Closer var frum- sýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkj- unum seint á síðasta ári, en hún er nú sýnd í Smárabíói, Regnboganum og Borgarbíói á Akureyri. Og líkt og flest, ef ekki allt, annað sem Nichols hefur tekið sér fyrir hendur er hér um hið merkilegasta verkefni að ræða, kvikmyndagerð á bresku verð- launaleikriti sem í senn hefur fengið lof og valdið deilum. Í fyrstu virðist valið svolítið lang- sótt, að annálaður Hollywood-maður skuli hafa valið sér ágengt breskt leikverk sem fjallar á kaldhæðinn og hispurslausan máta um þá meintu ringulreið og firringu sem einkennir samskipti kynjanna á mótum ald- anna. En þegar betur er að gáð kemur þetta alveg heim og saman. Þannig er að þrátt fyrir að um hádramatískt verk sé að ræða er húmorinn beitt- asta vopn og öruggasta vörn titilper- sónanna; kaldhæðnin, baneitraðar hæðnispillur sem þær senda sín á milli, án umhugsunar eða iðrunar. Skýringin liggur í því að verkið og einnig handritið sjálft var skrifað af manni sem á sér bakgrunn í hrein- ræktaðri breskri grínhefð. Áður en Patrick Marber gerðist virðulegt leikritaskáld var hann nefnilega vin- sæll grínisti, samdi og lék í geysivin- sælum sjónvarpsþáttum í heimalandi sínu; þáttum á borð við The Day Today og Knowing Me Knowing You, þar sem hann lék og samdi með Steve Coogan, sem lék í 24 Hour Party People og Around The World in 80 Days en er betur þekktur í grínheim- inum sem maðurinn á bak við fjöl- miðlastjörnuna Alan Patridge. Svo vill til að rétt eins og Marber hóf Nichols feril sinn í gríninu. Stofn- aði grínflokkinn Compass á 6. ára- tugnum ásamt leikkonunni Elaine May og öðrum stúdentum við Chic- ago-háskólann og síðan urðu þau tvö eitt vinsælasta gríndúó vestanhafs á þeim árum. Flestar myndir Nichols eru gamanmyndir, hafa gamansaman undirtón og eru gjarnan gráglettin drama, eins og t.d. Closer. „Ég skal segja þér það að hæfi- leikaríkasta fólkið byrjaði í gríninu. Ótrúlegasta fólk skal ég segja þér; sjáðu bara Maggie Smith, Emmu Thompson, Harold Pinter. Ég fann strax til slíkrar samsvörunar með Patrick, að við ættum margt sameig- inlegt, skynjuðum dramað út frá sams konar kómískum sjónarhornum þess sem kýs að bregða því sem er of flókið og alvarlegt undir spéspegilinn til að geta skilið það betur.“ Samskipti kynjanna Það var reyndar samstarfsmaður Nichols til fjörutíu ára, framleiðand- inn John Calley, sem fyrstur fékk þá flugu í höfuðið að gera kvikmynd úr þessu magnaða handriti Marbers sem hann las fyrir einum sjö árum. Þegar hann bar hugmyndina undir höfundinn leist honum í fyrstu ekki á að láta verk sitt í hendurnar á Holly- wood-framleiðanda, í það minnsta ekki fyrr en hann vissi fyrir víst hver myndi leikstýra myndinni. Nokkrum árum síðar sá Nichols verkið á Broadway, hreifst mjög af því enda var það um margt í ætt við þau leik- verk er hann hefur undanfarið byggt kvikmyndir sínar á, Wit og Angels in America þar sem tekið er á afar við- kvæmum viðfangsefni af kímni og hugvitssemi. „Ég hef lýst þessu áður og ætla líka að gera það hér – væntanlega hefur þetta hvort eð er ekki verið haft eftir mér í öðrum íslenskum fjölmiðl- um í ljósi þess að þetta er í fyrsta sinn sem ég tala við íslenskan blaðamann – samskipti kynjanna, dínamíkin milli karla og kvenna sem leikverkið tekur á er þungamiðja lífs okkar allra hér á jörðu,“ segir Nichols áhugasamur og laus við að virka eins og hann væri að fara með einhverja tuggu sem hann er orðinn þreyttur að þurfa að end- urtaka enn og aftur. „Þetta er það sem flestir brandarar ganga út á, flestar skáldsögur fjalla um, hvað mestöll tónlist kemur inná. Það er – hvort sem okkur líkar betur eða verr – það sem lífið snýst um. Samskipti kynjanna er og verður endalaus uppspretta fyrir okkur listamennina, enda eru þau endalaust áhugaverð. Ég sá það því í hendi mér að þetta væri tilvalin áskorun fyrir mig, eitt- hvað sem ég hef fengist við allan minn feril, allt síðan ég gerði myndir á borð við The Graduate, Who’s Afraid of Virginia Woolf? og Carnal Knowledge. Þetta eru allt myndir sem snúast um náin samskipti kynjanna af kímni og hugvitssemi. Ég er ennþá við sama heygarðshorn- ið hvað þetta varðar. Þessi samskipti kynjanna eru endalaust áhugavert viðfangsefni,“ segir hann og kímir sjálfur. Röddin á hinum enda línunn- ar er vingjarnleg og einkennist af gjafmildi enda hefur það vakið mikla eftirtekt hversu mjög leikurum og öðru samstarfsfóli hefur verið í mun í þakkarræðu að sýna honum þakklæt- Í nálægð við Nichols Við tökur á Closer í Lundúnum ásamt leikurunum Natalie Portman og Jude Law. Nichols tekur óvenju langan tíma í æfingar með leikurum áður en tökur hefjast. Hann var eini maðurinn sem ungt, breskt og tor- tryggið leikritaskáld, Patrick Marber, treysti fyrir verki sínu, Closer. Monty Python- gengið sá hann sem hinn eina rétta til að stýra nýrri uppfærslu í Chicago á The Holy Grail og Julia Roberts segir að hann sé „besta klappstýra sem nokkur leik- ari getur hugsað sér“. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við gamla Holly- wood-refinn um nýjustu mynd hans, Closer – eða Komdu nær – eins og ís- lensk leikgerð á verkinu var nefnd. 12 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MIKE Nichols er vafalaust einn virt- asti nústarfandi kvikmyndagerð- armaðurinn í Hollywood. Hann hefur fimm sinnum verið tilnefndur til Ósk- arsverðlauna og einu sinni unnið, fyr- ir The Graduate árið 1968. Þá hefur hann einnig unnið til sjö Tony- verðlauna, Emmy-verðlauna, Golden Globe-verðlauna, Silfurbjarnarins á Berlinalen og í fyrra fékk hann heið- ursverðlaun samtaka kvikmyndaleik- stjóra í Bandaríkjunum. Michael Igor Peschkowsky fædd- ist í Berlín 1931, þýskri móður og rússneskum föður. Þegar hann var sjö ára gamall flúðu foreldrar hans ógnarstjórn nasista alla leið til Bandaríkjanna og settust að í New York þar sem Nichols ólst upp eftir það. Áhuginn á leiklist og grínsmíði kviknaði í Chicago-háskóla þar sem hann stofnaði gríngengið Compass ásamt Elaine May og Paul Sills. Þau May héldu svo áfram samstarfi sínu að námi lokni og tróðu reglulega upp í næturklúbbum í New York við góð- ar undirtektir. Það leiddi til þess að þeim var boðið að koma fram í ýms- um grín- og skemmtilþáttum í sjón- varpi. Leiðir þeirra skildu árið 1960 eftir að hafa sýnt gríndagskrá á Broadway fyrir fullu húsi í heilt ár. Hann sneri sér að leikstjórn en hún hélt áfram á leiklistarbrautinni. Hann var ekki búinn að leikstýra lengi er hann fékk sín fyrstu Tony- verðlaun fyrir Broadway-uppfærslu á verki Neil Simons Barefoot in the Park og átti hann síðan eftir að stýra fjölda vinsælla leikrita á Broadway, samhliða kvikmyndagerðinni. Ferill hans sem kvikmyndagerð- armaður hófst glæsilega en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna 1967 fyrir fyrstu mynd sína Who’s Afraid of Virginia Woolf? sem skartaði Elizabeth Taylor og Richard Burton í aðalhlutverkum. Með næstu mynd, gamanmyndinni The Graduate með Dustin Hoffman, gekk honum ennþá betur því hann fékk sín fyrstu og einu Óskarsverðlaun. Meðal annarra mynda hans má nefna Catch-22, Carnal Knowledge, Silkwood, Working Girl, Biloxie Blues, Postcards from the Edge, Regarding Henry og Wolf. Fyrir nokkrum árum fóru þau May að vinna saman aftur þegar hún skrifaði handritin að myndunum The Birdcage og Primary Colors. Einnig hefur hann látið frekar til sín taka í sjónvarpi undanfarið, fékk mikið lof og Emmy-verðlaun fyrir myndina Wit með Emmu Thompson og sló í gegn með Englum í Ameríku sem fékk 11 Emmy-verðlaun, fleiri en nokkur önnur mynd eða þáttur hefur fengið. Mike Nichols er fjórgiftur og hefur verið giftur sjónvarpskonunni Diane Sawyer frá 1988. Hann á þrjú upp- komin börn. Michael Igor Peschkowsky Mike Nichols ræðir við Elizabeth Taylor á tökustað myndarinnar Who’s Afraid of Virginia Woolf? eftir leikriti Edwards Albee.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.