Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hin umdeilda kvikmynd „The Pass-ion of the Christ“ eða „PíslarsagaKrists“, sem Mel Gibson fram-leiddi og leikstýrði, var að mestuleyti kvikmynduð í bænum Matera í héraðinu Basilicata á Suður-Ítalíu en myndin fjallar um síðustu 12 klukkustundirnar í lífi Krists. Ferðamálafrömuðir í Matera eru nú þegar farnir að selja pakkaferðir til Matera til að skoða staðina sem voru kvikmyndaðir. Epos Gea skipuleggur, með stuðningi Matera bæj- arfélagsins, „Tour della Passione“ (Píslarsögu- ferð ). Boðið er upp á skoðunarferðir með leið- sögumanni á þá staði þar sem Mel Gibson kvikmyndaði. Japanar eru mjög hrifnir af þess- um skoðanaferðum. Jim Caviezel, sem lék Jesú Krist, svaf á meðan á upptökunum stóð í íbúð- arhótelinu „Casa di Lucio“. Áður en upptökur á kvikmyndinni hófust var það einkaheimili og þurfti að breyta mörgu húsnæði í lítið hótel til að hýsa leikara, kvikmyndargerðarmenn og fylgdarlið. Mel Gibson gisti á „Albergo Italia“. Matera er sögð vera elsta borgin í heiminum og hefur hún verið á heimsminjaskrá Menning- armálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) frá árinu 1993. Matera er talin eiga sér að minnsta kosti 10.000 ára sögu, ef marka má heimildir í safninu í Ridola. Á miðöldum bjuggu munkar, meinlætamenn og grísk-býs- anskir einsetumenn í Matera og gerðu þeir hana að einu stærsta trúarsamfélagi í Miðjarð- arhafslöndum. Elsti hluti Matera er í klettum og var búið í hellum, sem grafnir voru inn í klettana. Einnig voru gerðar kapellur, kirkjur og klaustur inni í klettunum. Þegar á leið reistu íbúar Matera hús fyrir neðan klettana og not- uðu hellana sem geymslur og gripahús. Mesti uppgangstími í Matera var frá árinu 1663 til ársins 1806 en á þeim árum var hún höfuðstað- ur Basilicata héraðsins, en árið 1806 var Pot- enza gerð að höfuðstað Basilicata-héraðsins. Dómkirkjan í Matera er frá 13. öld og þar er að finna eitt af mikilvægustu jötusöfnum á Ítal- íu frá 15. öld. Einnig eru kirkjur í barokk-stíl og þónokkur klaustur sem í dag eru notuð sem opinberar byggingar og undir menningarstarf- semi. Frá fyrsta áratug 19. aldar til ársins 1952 voru erfiðir tímar fyrir Matera og þá sérstak- lega fyrir landbúnaðinn. Fátækustu íbúar Mat- era þurftu að flytjast í hellana og búa þar ásamt búfé sínu. Þetta húsnæðisástand stóð yf- ir til ársins 1952 þegar yfir 15.000 íbúar, en þá voru íbúar Matera 30.000, voru fluttir úr hell- unum í nýjan borgarhluta. Stóðu þessir flutn- ingar yfir frá árinu 1953 til 1968. Þessi nýi borgarhluti var byggður samkvæmt lögum frá ítalska þinginu. Þegar hinir 15.000 íbúar Matera fengu nýja húsnæðið varð ítalska ríkið eigandi að hellum þeirra og í dag eru 70% hell- anna í ríkiseign. Í dag stendur yfir enduruppbygging á hell- unum til að viðhalda hinum miklu verðmætum þeirra bæði umhverfis-, sögu- og listalega séð. Á næstu tveim árum verður lokið við að gera upp 80% af húsnæðum í Matera. Þegar hafa 380 íbúðir verið gerðar upp og áætlað er að gera upp aðrar 138 verða þær þá samtals 518. 27 hellar, sem tengjast listum, hafa verið gerðir upp og aðrir 24 eru á áætlun, samtals 51. Þar af eru 20 vinnustofur/gallerí. Það er mikið líf í fasteignamarkaðinum í Matera og eru kaup- endurnir bæði Ítalir og útlendingar og eru þar Bretar í fararbroddi. Fermetrinn af íbúðarhús- næði kostar 163.700 íslenskar krónur. Matera er ekki í nágrenni við áfangastaði ís- lenskra ferðaskrifstofa. Næsti flugvöllur er í Bari og er hann 60 km. frá Matera. Til dæmis er flogið beint frá Mílanó Malpensa og Bol- ogna. Næsta lestarstöð við Matera er 35 km í burtu. Svo er náttúrulega hægt að fara akandi. Hellabyggðir og tökustaður Píslarsögu Gibsons Matera á Ítalíu er þekktust fyrir að þar var kvikmynd Mels Gibsons um píslarsögu Krists fest á filmu, en ekki eru síður áhugaverðar miklar hellabyggðir, sem notaðar voru til búsetu langt fram á tuttugustu öldina. Bergljót Leifsdóttir fjallar um Matera. Bærinn Matera er í héraðinu Basilicata á Ítalíu. Þar kvikmyndaði Mel Gibson Píslarsögu Krists. TENGLAR ................................................................... www.eposgea.com www.casagrotta.it www.aptbasilicata.it www.lacasadilucio.it www.albergoitalia.com Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins á Ítalíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.