Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 11
Anna. „Hér á landi höfum við ekki farið þá leið að taka land eignarnámi, og hvað snertir eign- arhald á landi innan þjóðgarðsins mælir ekkert á móti því að þar sé að finna land í einkaeigu, svo fremi sem samningar náist við landeigend- ur. Þar að auki eiga hefðbundnar nytjar og bú- skapur að geta farið fram innan þjóðgarðs- markanna, en að sjálfsögðu á forsendum sjálfbærrar nýtingar. Á þessu svæði hafa verið kvikfjárrækt og veiði, bæði á hreindýrum og fuglum, ásamt ferðaþjónustu og svo á að geta orðið áfram.“ Miklar gjaldeyristekjur Samkvæmt mati nefndarinnar ætti kostnað- ur við uppbyggingu þjónustumiðstöðva í þjóð- garðinum norðan Vatnajökuls að nema um 600 milljónum króna og rekstRarkostnaður að verða um 130 milljónir á ári. „Miðað er við að þrjár þjónustumiðstöðvar verði norðan til í þjóðgarðinum og aðrar þrjár fyrir sunnan. Þjónustumiðstöðvarnar verða opnar allt árið, en þeim til viðbótar munu rísa svæðismiðstöðv- ar og jaðarmiðstöðvar, sem verða opnar þann tíma sem flest fólk kemur í þjóðgarðinn. Vega- gerð er ekki inni í þessum tölum, enda heyrir hún undir samgönguráðuneytið, en sú upp- bygging er auðvitað mjög mikilvæg. Ekki hefur enn verið lagt mat á kostnað við uppbyggingu á þjónustumiðstöðvum á svæðinu sunnan jökuls- ins, en gera má ráð fyrir að hún verði með svip- uðum hætti og norðan hans.“ Áætlað er að tekjur af ferðaþjónustu í tengslum við Vatnajökulsþjóðgarð verði marg- faldar á við kostnaðinn. „Í greinargerð sem fylgir skýrslunni og unnin var af Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar er áætlað að að- sókn erlendra ferðamanna til landsins geti auk- ist um 1,5–2% að lágmarki með stofnun Vatna- jökulsþjóðgarðs, sem myndi hafa í för með sér aukningu á gjaldeyristekjum um 1,2–1,5 millj- arða króna á ári. En með stofnun þjóðgarðs sem næði til alls jökulsins og svæðanna bæði norðan og sunnan hans er áætlað að ferða- mönnum muni fjölga um 5% til viðbótar, sem þýddi 4 milljarða króna aukningu á gjaldeyr- istekjum. Ég tel að þetta sé varlega áætlað og að ávinningurinn gæti jafnvel orðið enn meiri,“ segir Sigríður Anna. Mikil sátt um þjóðgarð Með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs verður Jökulsá á Fjöllum og vatnasvæði hennar friðað, auk Eyjabakka, en hugmyndir um virkjanir á þessum svæðum hafa sem kunnugt er valdið miklum deilum á umliðnum árum. Spurð hvort stofnun þjóðgarðsins sé til þess fallin að frið- mælast við náttúruverndarsinna svarar Sigríð- ur Anna því að viðbrögð við tillögunum hafi ver- ið ákaflega jákvæð og öll á einn veg. Ljóst sé að mikil sátt sé um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs meðal þjóðarinnar. „Segja má að verið sé að sýna í verki ríkan vilja til þess að gera nátt- úruvernd mjög hátt undir höfði hér á landi. Ég er mjög stolt af því að fá að taka þátt í þessu sem umhverfisráðherra og mun leggja metnað minn í að vel takist til. Ég er reiðubúin að leggja mikið á mig til þess að svo megi verða.“ Sigríður Anna bendir einnig á náttúruvernd- aráætlun sem samþykkt var á Alþingi síðast- liðið vor. „Þetta er fyrsta áætlun sinnar teg- undar hér á landi og samkvæmt henni er unnið að friðun fjórtán svæða, til dæmis vegna fjöl- skrúðugs fuglalífs eða merkilegra jarðmynd- ana. Þetta eru metnaðarfull áform og náttúru- verndarmál eru svo sannarlega í brennidepli í starfi ráðuneytisins.“ r á heimsvísu Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Færunestindar í Skaftafellsfjöllum. Áætlað er að tekjur af ferðaþjónustu í tengslum við Vatnajökulsþjóðgarð verði margfaldar á við kostnaðinn.                                    !     "  !  ! #$ !   %   &   ' &   '        !    "        adalheidur@mbl.is Gert er ráð fyrir að Vatnajökulsþjóðgarður muni í endanlegri mynd ná frá strönd til strandar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 11 ’Saddam Hussein hróflaði ekki við þeim,enda eiginkonan Sadía ein af forustukon- unum. Konur hafa yfirleitt haft hátt hlut- fall á þingi, oftast yfir 30% en fóru reynd- ar niður í 10% í stríðinu við Íran, en þá héldu írakskar konur þjóðfélaginu gang- andi.‘Rannveig Guðmundsdóttir , þingmaður Samfylking- arinnar, í umræðum um málefni Íraks á Alþingi. ’Kæruleysi hvað þetta varðar, ofbeldi ogkynlífssenur, er í raun ekkert annað en ill meðferð á börnum.‘Úr grein í læknatímaritinu Lancet um skaðleg áhrif ofbeldis í sjónvarpi, tölvuleikjum og myndböndum á börn. ’Ég fagna yfirlýsingu hæstvirts for-sætisráðherra … hæstvirts utanrík- isráðherra … Hann er ekki einn um það hæstvirtur ráðherra að ruglast í ríminu.‘Ögmundur Jónasson , þingmaður Vinstri grænna, eft- ir að Davíð Oddsson utanríkisráðherra settist óvart í gamla forsætisráðherrastólinn sinn. ’Þessi skýrsla sýnir, án nokkurs vafa aðsíðustu tvö árin hafa nánast verið sem helvíti á jörðu fyrir fólkið í Darfur.‘Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundi öryggisráðsins um skýrslu nefndar á vegum SÞ þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að stjórn- arherinn í Súdan og arabískar vígasveitir, sem styðja stjórnina, hefðu að öllum líkindum framið stríðs- glæpi. ’Skilaboð okkar til fyrirtækja í okkareigu eru einföld: Ekki kvarta yfir sam- keppni. Hafið gaman af samkeppni og gerið betur.‘Úr athugasemd Jóns Ásgeirs Jóhannessonar , for- stjóra Baugs Group og stjórnarformanns Haga, við Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins. ’Beirút grætur píslarvott sinn. Beirútkveður Rafik Hariri.‘ Áletrun á borða eins syrgjendanna þegar fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem beið bana í sprengju- tilræði, var borinn til grafar. ’Þetta var bara eins og í eldgamla daga.Við gengum um með kertaljós, fórum snemma að sofa og stigum ekki fram úr fyrr en birta tók.‘Sigþór Þorgrímsson , bóndi á Búastöðum í Vopnafirði, sem var án rafmagns í 27 tíma um helgina. ’Þessi undraverða flugvél mun getatengt nánast hvaða borgir í heiminum sem er án millilendingar.‘Alan Mulally , aðalframkvæmdastjóri farþegavéla- deildar Boeing, þegar ný þota var afhjúpuð í Everett í Washington-ríki í fyrradag. ’Ég held að þetta séu verulega þýðing-armikil tengsl á milli þjóðarinnar sem á þjóðarútvarpið og stofnunarinnar sjálfr- ar.‘Kolbrún Halldórsdóttir , þingmaður Vinstri grænna, í umræðum um afnotagjöld Ríkisútvarpsins á Alþingi. ’Við erum ekki njörvuð niður í launatöfluheldur fáum umbun fyrir dug og metn- að.“ Jenný Guðrún Jónsdóttir , trúnaðarmaður kennara við Ísaksskóla ’Þetta samkomulag er að mínu viti aðförað kennarastarfinu í landinu.‘Eiríkur Jónsson , formaður Kennarasambands Ís- lands. Skóli Ísaks Jónssonar og tíu af sextán kenn- urum skólans gerðu kjarasamning, þar sem gert er ráð fyrir að kennarar geri einstaklingssamninga við skólastjóra og hæfni kennarans ráði mestu um kjörin. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.