Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Þess er nú minnst að hundraðár eru liðin frá fæðinguRagnars Jónssonar í Smára og eiga margir honum skuld að gjalda, ekki síst rithöfundar. Í lok sjötta áratugar var ekki auðvelt að koma út ljóðabókum ungra skálda, allra síst ljóðaþýð- ingum. Ragnar gaf út fyrstu ljóðaþýð- ingabók mína, Af greinum trjánna (1960), með fulltingi Kristjáns Karlssonar að mig minnir. Síðan gaf Ragnar út eftir mig tvær ljóðaþýð- ingabækur í viðbót. Varla hefur hann hagnast af þessu til- tæki. Eins og oft hefur verið sagt frá var ekki auðvelt að ná í Ragnar og eltust sumir við hann lengi. Mér tókst að komast í samband við hann eftir nokkra fyrirhöfn. Við mæltum okkur mót á kaffi- húsi eða heima hjá honum. Ritlaun voru hverju sinni greidd í eitt skipti með ávísun sem ekki var há en með þeim for- mála að hún miðaðist við sölu bókarinnar. Höfundurinn var sátt- ur við þetta enda voru ritlaun fyr- ir ljóðabækur sjaldgæf á þessum árum.    Ýmsar sögur gengu af Ragnari.Sú saga var sönn að hann gaf stundum út bækur á Þorláks- messu og fyrir kom að hann sendi ekki bækur í dreifingu. Það nægði honum þá að hafa þær til sölu hjá forlaginu. Ég veit ekki hvort hann las handrit vandlega. En hann vildi hafa þau hjá sér, að minnsta kosti eina nótt. Dreymdi hann Erlend í Unuhúsi var útgáfa bókarinnar tryggð. Stór hluti íslenskra samtíma- bókmennta hefði ekki komið á bók án Ragnars. Bjartsýni hans og ljúft skap fleytti bókunum áfram. Ég var ekki einn þeirra sem naut launa hjá Ragnari eða var ausinn gjöfum af honum. Í hópi slíkra var töluverður hópur skálda og listamanna, skildist mér. Kannski sá hann að mér var unnt að bjarga mér og aldrei ræddi hann neins konar aðstoð við mig. Aftur á móti þekkti ég menn sem höfðu þegið launagreiðslur hjá honum og menn sem fengið höfðu auk bóka hljómflutnings- tæki og plötur þegar þeir síst áttu von á slíku. Ragnar hældi mér stundum fyr- ir greinar í Morgunblaðinu og var vel heima í menningarumræðunni yfirleitt. Sjálfur var hann ritfær og hefur skrifað ýmislegt sem hefur gildi. Hann skrifaði til dæmis ágæt- lega um Magnús Ásgeirsson fram- an við Ljóðasafn hans sem hann gaf sjálfur út. Þar stendur margt viturlegt um Magnús og listina, m.a. hvernig að loknu erfiðu átaki „við hinir eig- um alltaf þann heillandi kost að grípa til verka listamannanna og láta þau fylla þetta hræðilega auða rúm í sálinni, eyða þessum skerandi tómleika hugans, sem oft fær bugað hina hraustustu menn, sem ekki þekktu hinn endurnýj- andi kraft, sem listin býr yfir“.    Ragnar vann í þágu þessakrafts sem hann fann á ýms- um sviðum listanna og má auk bókmennta nefna tónlist og mynd- list. Eftirprentanir listaverka sem hann kom á framfæri áttu sinn þátt í að fleiri nutu listar en efna- fólk. Eftirprentanirnar fóru inn á mörg heimili og voru til sýnis víða. Ótaldir eru þeir tónleikar sem Ragnar var hvatamaður að. Starf Ragnars Jónssonar var í raun afrek og hann þess vegna jafnoki helstu listamanna; lesand- inn, áheyrandinn, áhorfandinn tók sér stöðu þar sem listin var sköp- uð og bar hana fram til sigurs þótt ekki væri hún alltaf jafn há- timbruð. Erindi hennar var engu að síður augljóst. Útgefandinn ’Starf Ragnars Jóns-sonar var í raun afrek og hann þess vegna jafnoki helstu lista- manna.‘ AF LISTUM Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is Ragnar Jónsson í Smára. Fréttir í tölvupósti Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Í dag kl 14 Su 27/2 kl 14, Su 6/3 kl 14 - AUKASÝNING SÍÐUSTU SÝNINGAR HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau SÝNINGAR HALDA ÁFRAM EFTIR PÁSKA AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Lau 26/2 kl 20, Su 6/3 kl 20 Ath: Miðaverð kr 1.500 AUSA - Einstök leikhúsperla BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Í kvöld kl 20 - UPPSELT Fi 24/2 kl 20, Fö 25/2 kl 20 - UPPSELT Fi 3/3 kl 20, Fö 4/3 kl 20, Lau 5/3 kl 20 Fi 10/3 kl 20, Fö 11/3 kl 20, Lau 12/3 kl 20 Allra, allra síðustu sýningar AMERICAN DIPLOMACY eftir Þorleif Örn Arnarsson Í samstarfi við Hið lifandi leikhús Forsýning má 21/2 kl 20 - 1.000 Forsýning þri 22/2 kl 20 - 1.000 Aðalæfing mi 23/2 kl 20 - 1.000 Frumsýning fi 24/2 kl 20 - UPPSELT Fö 4/3 kl 20, Lau 5/3 kl 20 SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS Fö 25/2 kl 20, Mi 2/3 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Í kvöld kl 20, Su 27/2 kl 20 HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana Forsala aðgöngumiða hafin SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Lau 26/2 kl 20, Su 27/2 kl 20 Su 6/3 kl 20, Su 13/3 kl 20 VESTURFARARNIR - NÁMSKEIÐ Í samstarfi við Mími-símenntun Mi 23/2 - Böðvar Guðmundsson Innifalið: Boð á Híbýli vindanna LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Frumsýning fö 4/3 kl 20 Su 6/3 kl 20, Fö 11/3 kl 20, Su 12/3 kl 20, Fö 18/3 kl 20, Lau 19/3 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Fö 25/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20- UPPSELT Fö 4/3 kl 20 - UPPSELT, Lau 5/3 kl 20, Su 13/3 kl 20, Fi 17/3 kl 20, Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR: OPEN SOURCE eftir Helenu Jónsdóttur Frumsýning su 27/2 kl 20 Fi 3/3 kl 20, Su 6/3 kl 20 geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.is “HREINLEGA BRILLJANT” • Föstudag 4/3 kl 23 XFM SÝNING Takmarkaður sýningafjöldi Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 EB DV Mið. 23.2 nokkur sæti laus Fös 25.2 Lau 26.2 Sun 27.2 Upplýsingar og miðapantanir í síma 555 2222 www.hhh.is Brotið sýnir eftir þórdísi Elvu ÞorvaldsdótturBachmann Það sem getur komið fyrir ástina 4. sýn. 20. feb. kl. 19 – Uppselt • 5. sýn. 25. feb. kl. 20 – Uppselt 6. sýn. 27. febrúar kl. 19 – Uppselt • 7. sýn. 4. mars kl. 20 – Örfá sæti laus 8. sýn. 6. mars kl. 19 – Örfá sæti • 9. sýn.12. mars kl. 19 - Uppselt. – Síðasta sýning AUKASÝNING: Mið. 2. mars kl. 20 AUKASÝNING: Fim. 10. mars kl. 20 í boði Vinafélags Íslensku óperunnar Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst Tosca – Vetrarkvöld með Puccini og Verdi, í Laugarborg mið. 23. feb. kl. 20.30 Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór og Kurt Kopecky, píanó flytja aríur og dúetta úr Toscu og öðrum óperum eftir Puccini og Verdi. Miðasala á netinu: www. opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga. 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími Snjór í Hlíðarfjalli Óliver! Eftir Lionel Bart Sun. 20.2 kl 14 aukasýn. Örfá sæti Fös. 25.2 kl 20 Örfá sæti Lau. 26.2 kl 20 UPPSELT Fös. 04.3 kl 20 Örfá sæti Lau. 05.3 kl 20 Örfá sæti Sun. 06.3 kl 20 Örfá sæti Fös. 11.3 kl 20 Nokkur sæti Lau. 12.3 kl 20 Nokkur sæti Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! Gul tónleikaröð #5 Sími 545 2500 I www.sinfonia.is Ólympíu- meistarar Gagnrýnandi þýska blaðsins Die Welt staðhæfði að „ef hljóðfærablástur væri ólympíugrein myndi Raschèr- kvartettinn klárlega vinna gullið.“ HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 24. FEBRÚAR KL. 19.30 Jónas Tómasson: Kárahnjúkar, sinfóníetta I Philip Glass: Konsert fyrir saxófónkvartett Wolfgang Amadeus Mozart: Sinfónía nr. 38 í D-dúr, K 504, „Pragsinfónían“ Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson Einleikarar: Raschèr-kvartettinn                                                !   "   #     $%  $#   Sun. 20.feb. kl. 20.30 Sun. 27.feb. kl. 20.30 Fös. 4.mars. kl. 20.30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.