Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í UMRÆÐUM um niðurrif gam- alla húsa við Laugaveg takast á tvö sjónarmið og hafa bæði nokkuð til síns ágætis. Fyrra sjónarmiðið er að við eigum að varðveita bárujárns- húsin vegna þess þau eru merkar minjar um húsagerðarlist sem er einstök. Útlit báru- járnshúsanna er það sem gerir Laugaveg- inn aðlaðandi og frá- brugðinn öllum versl- unargötum og verslunarmiðstöðvum heimsins. Ef við fjarlægjum báru- járnshúsin og setjum venjuleg hús í staðinn verður Laugavegurinn nákvæmlega eins og milljónir ann- arra verslunargatna um allan heim. Sérstaða hans og aðdráttarafl hverfur. Seinna sjónarmiðið er að til að verslun fái þrifist við Laugaveg er nauðsynlegt að byggja ný hús sem hönnuð eru fyrir slíka starfsemi. Það er al- menn sátt um að Laugavegurinn eigi að vera verslunargata og því nauðsynlegt að húsin þar uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til slíks húsnæðis. Auk þess eru sum báru- járnshúsanna illa farin og ódýrara er að byggja ný en halda þeim við. Þessi sjónarmið vegast á og flestir taka afstöðu með öðru þeirra og þá á móti hinu. Spurningin er sú hvort ekki sé hægt að sameina þessi tvö sjón- armið; að byggja ný hús en halda bárujárnsstílnum sem er sérkenni Laugavegarins (og næsta nágrenn- is). Svarið er að vel er hægt að sameina þetta tvennt. Reykjavíkurborg á að gera þá kröfu að öll ný hús við Laugaveg verði byggð í stíl bárujárnshús- anna. Kaupmenn fá þá ný hús til að höndla í og Laugavegurinn fær að halda sérkennum sínum. Þótt jarð- hæð flestra þessara húsa verði sjálfsagt aðallega gluggar mun heildarsvipur götunnar halda sér. Ágætt fordæmi þessa má sjá við Aðalstræti þar sem risið er nýtísku hótel með öllum þeim nútímaþæg- indum sem slík starfsemi þarf á að halda, en ytra útlit þess er í anda bárujárnshúsanna sem einkenna byggðina í Grjótaþorpinu. Hér er auðvelt að sjá hversu gífurleg áhrif þessi lausn hefur á allt umhvefi sitt; Aðalstræti, Túngötu, Suð- urgötu, Fógetagarðinn og Aust- urvöll. Ef hér stæði hótel sem liti út eins og aðrar nýbyggingar í Að- alstræti væri svipur miðbæjarins miklu síðri en hann er. Borgin hefur íhlutunarrétt um útlit þeirra húsa sem byggð verða við Laugaveg svo hugmyndin er vel framkvæmanleg. Það væri mjög spennandi að sjá íslenska arkitekta vinna með og þróa þennan sér- íslenska húsagerðarstíl áfram. Sér- stöku útliti Laugavegiarins væri ekki bara borgið – hann myndi ganga í endurnýjun lífdaga öllum borgarbúum (og gestum þeirra) til ómældrar ánægju. Borgin getur bjargað Laugaveginum Björn Brynjúlfur Björnsson fjallar um skipulagsmál ’Spurningin er sú hvortekki sé hægt að sameina þessi tvö sjónarmið; að byggja ný hús en halda bárujárnsstílnum sem er sérkenni Laugaveg- arins.‘ Björn Br. Björnsson Höfundur er formaður Félags kvikmyndagerðarmanna og býr í Reykjavík. Burknavellir - Hafnarf. - 4ra herb. m. bílageymslu Nýkomin í einkasölu mjög falleg ný 102 fermetra 4ra herb. íbúð með sérinngangi á þriðju hæð í góðu klæddu lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu vel staðsett á Völlum í Hafnarfirði. Eignin skiptist í for- stofu, hol, baðherbergi, tvö góð barnaherbergi, hjónaherbergi, stofu, eldhús, þvottahús og geymslu. Innréttingar eru allar úr eik og gólf- efni eru parket og flísar. Verð 20,5 millj. 105375 Hringbraut - 4ra m. bílageymslu – Hafnarfirði LAUS STRAX Nýkomin í einkasölu 105,6 fm 4ra her- bergja íbúð á fyrstu hæð með sér- inn- gangi og stæði í bílageymslu í suðurbæ Hafnarfjarðar. Eignin skiptist í forstofu, hol, tvö barnaherbergi, baðherbergi, hjónaherbergi, þvottahús og geymslu. Á efri hæð er eldhús, borðstofa og stofa. Stæði í bílageymslu. Verð 19,9 millj. 50471 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Nýtt á skrá. Mjög góð 2ja herbergja íbúð í kjallara, samtals 67,6 fm. Íbúðin skiptist í gang með holi, í holi er tölvu- horn, baðherbergi nýlega tekið í gegn, sturta, handklæðaofn, skápur, hiti í gólfi. Herbergi með skáp. Eldhúsið er opið í stofu, nýl. birkiinnrétting og tæki, eldavél og háfur úr burstuðu stáli, stof- an og eldhúsið er afar rúmgott. Á gólf- um er plastparket og flísar. Við hlið íbúðar er gott sameiginlegt þvottahús, sérgeymsla er einnig í sameign. Stutt er í sundlaug, skóla og aðra þjónustu. Garður í einstaklega góðri rækt. Gler íbúðar þarfnast endurnýjunar. Verð 13,7 millj. Sigurður sýnir eignina frá kl. 14–16 í dag, sunnudag. OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 OG 16 BUGÐULÆKUR 8 - KJALLARI SPENNANDI TÆKIFÆRI JÖRÐ TIL SÖLU! BJARNASTAÐIR Í GRÍMSNES- OG GRAFNINGSHREPPI Jörðin Bjarnastaðir liggur við Biskupstungnabraut og er 257 ha, þar af ræktað land 13,9 ha. Jörðin, sem er vel staðsett, er að mestu algróin og skiptist í tún, framræstar mýrar og vallendisholt. Jörðin er í fallegu umhverfi í þjóðleið á vinsælu sumarbústaðasvæði og er þaðan stutt í þéttbýli t.d. Selfoss, Hveragerði, Laugarás, Reykholt, Laugarvatn og einnig í ýmsa afþreyingu og útivist, s.s. golfvelli, sundlaugar og fleira. Heitt og kalt vatn er til staðar frá veitum sveitarfélagsins. Landið liggur að Biskupstungnabraut og Sólheimavegi. (Sjá meðf. mynd). Húsakostur á jörðinni er m.a.: Íbúðarhús, fjós, fjárhús, 4 svínahús, fóður- og áburðargeymslur. Notkunarmöguleikar: Hefðbundinn búskapur, svínarækt, hrossarækt, sumarhúsabyggð o.fl. Brunabótamat á húsakosti ásamt mati á jörð og ræktun er um kr. 166 milljónir. Upplýsingar verða gefnar í síma 444 8706 og einnig má senda fyrirspurnir á henryg@kbbanki.is Óskað er eftir tilboðum þar sem fram kemur tilboðsverð og greiðsluskilmálar. Tilboðsfrestur er til 4. mars 2005. Tilboð sendist til Kaupþings Búnaðarbanka hf., b.t. Henrýs Þórs Rekstrarfélaginu Viðjum ehf., Borgartúni 19, 105 R. Kaupþing Búnaðarbanki hf. áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Garðhús 12 - 5 herb. íbúð Opið hús frá kl. 15-17 Stórglæsileg 122 fm 5 herb. íbúð á tveimur hæðum, íbúð 0302, í góðu fjölbýli. Eignin skiptist m.a. í eldhús m. sérsmíð. nýlegri inn- rétt. úr hlyn og góðri borðað- stöðu, rúmgóða stofu m. útgangi á stórar flísalagðar suðursvalir og nýlega endurnýjað flísalagt bað- herb. m. sérsmíð. innrétt. og 4 herb. auk sjónvarpshols. Flísar og parket á gólfum. Verð 22,4 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 15-17. Verið velkomin. VOR 2005 Sölustaðir: sjá www.bergis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.