Morgunblaðið - 20.02.2005, Page 49

Morgunblaðið - 20.02.2005, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 49 DAGBÓK Myndefni frá tímum Loftleiða Sagafilm vinnur að gerð heimildarmyndar um starfsemi Loftleiða frá 1944 til 1973. Við erum að leita að myndefni frá framangreindu tímabili, bæði lifandi myndum og ljósmyndum. Þeir sem eiga slíkar myndir eða geta bent okkur á þær, vinsamlegast hafið samband við Önnu Sigurjónsdóttur hjá Sagafilm í síma 515 2600 eða 822 2511 NLP-nám Hrefna Birgitta Bjarnadóttir er alþjóðlegur NLP- kennari og verður með 3ja daga grunnnámskeið í NLP dagana 10.-12. apríl nk. Námskeið þetta er hægt að nýta sem hluta af Practitionar-menntun sem er í heild 120 tímar. Allar nánari upplýsingar veita Guðrún Harðardóttir í síma 863 0800 og Hrefna Birgitta í síma 00-47-99509750 og 00-47-71254642 Noregi. Kennari er Hrefna Birgitta Bjarnadóttir NLP-kennari/ meðhöndlari/þjálfari. Samskipti og sjálfstjórnun Kryddið MSG ÞRIÐJA kryddið er þekkt undir skammstöfuninni MSG eða E 621 og er hvítt kristallað duft, unnið úr glút- anatsýru sem er ein af hinum 22 am- ínósýrum. Þessi náttúrulega am- ínósýra er ýmist fengin úr þangi, grænmeti, kornglútanati eða afgöng- um af sykurrófum. Þriðja kryddið hefur verið notað í Kína frá ómunatíð. Japanir kynntust kryddinu hjá Kínverjum á þriðja ára- tug þessarar aldar og voru fljótir að tileinka sér það við japanska mat- argerð. Við lok síðari heimsstyrjald- arinnar varð kryddið vinsælt hjá bandarískum hermönnum í Japan og átti í kjölfarið greiða leið í matargerð á Vesturlöndum, sérlega í Bandaríkj- unum. Nú á seinni árum hefur fólk verið varað við MSG, það er talið valda óþoli og jafnvel krabbameini. MSG er í flestum tilbúnum pakkasós- um og súpum. Aromat og picanta eru með MSG og einnig flestar tegundir af kartöfluflögum og kornflögum. Helga Guðmunds. Gengur út yfir allt ÉG las í Morgunblaðinu og sá í öðr- um fjölmiðlum umfjöllun um dreng- inn í Texas í Bandaríkjunum sem er í stofufangelsi. Þetta mál gengur út yfir allt. Móðursystir drengsins sagði í fjölmiðlum að það sé betur hugsað um að koma Bobby Fishcher til landsins frekar en að koma þessum dreng til bjargar. Ég vona að það sé eitthvað hægt að gera þessum dreng til hjálpar og allir leggist á eitt að koma honum heim til Íslands. Finnst skelfilegt að hann þurfi að bera tæki sem fylgist með honum eins og hann væri morðingi eða eitthvað verra. Laufey Elsa Sólveigardóttir. Góð þjónusta Fjarðarkaupa ÉG bý úti á landi og fór til Hafn- arfjarðar nýlega og ákvað að versla í Fjarðarkaupum í leiðinni. Fannst mér það æðislegt, starfsfólkið var frábært, allir brosandi og mikil og góð þjónusta. Og þetta var ekki dýr verslunarferð því bros kostar ekkert. Ánægður viðskiptavinur. Gleraugu týndust SVÖRT nærsýnisgleraugu sem voru í svörtu Hugo Boss-hulstri týndust. Skilvís finnandi hafi samband í síma 695 6702. Kettlingar fást gefins 4 gullfallegir kettlingar óska eftir framtíðarheimili. Upplýsingar í síma 553 7054. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is • Iðnfyrirtæki með matvæli. Ársvelta 120 mkr. • Sérverslun með byggingavörur. Ársvelta 170 mkr. Góð afkoma. • Rótgróið fjölskyldufyrirtæki. Heildverslun með sérhæfða tæknivöru. Ársvelta 540 mkr. • Stór blómaverslun í góðu hverfi. • Heildverslun-sérverslun með rafmagnsvörur. Ársvelta 200 mkr. • Lítil heildverslun með tæki fyrir byggingaiðnaðinn. Heppilegt fyrir trésmið sem vill breyta til. • Þekkt veitingahús í eigin húsnæði. Velta 10-12 mkr. á mánuði. • Útgerðarfélag á Reykjavíkursvæðinu með tvo netabáta. • Lítið kaffihús í Kringlunni. • Þekkt veitingahúsakeðja með austurlenskan mat. • Innflutningsfyrirtæki með fatnað. 100 mkr. ársvelta. Góður hagnaður. • Gott fyrirtæki í kynningar- og markaðsþjónustu. • Rótgróið þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 250 mkr. • Sérvöruverslun með 220 mkr. ársveltu. EBIDTA 25 mkr. • Arðbært útgáfu- og prentþjónustufyrirtæki. • Stór fiskvinnsla í eigin húsnæði í nágrenni Reykjavíkur. • Sérverslun með fatnað. • Fiskbúð í rótgrónu hverfi. • Kaffihús, veislusalur og aðstaða fyrir veisluþjónustu við Engjateig. • Iðnfyrirtæki með mikla sérstöðu og öruggan markað. 90 mkr. ársvelta. • Húsgagnaverslun í góðum rekstri. • Þekkt sportvöruverslun í miðbænum. Mjög góður rekstur. Mikill sölutími framundan • Íþróttavöruverslun með þekkt golfmerki og sérvörur. Góð viðskiptasambönd. Hagstætt verð. • Ferðaþjónustufyrirtæki miðsvæðis á Norðurlandi. Veitingar og gisting. • Gott fyrirtæki í ferðaþjónustu. • Þekkt verslun með föndurvörur. Ársvelta 60 mkr. • Vörubílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin húsnæði á góðum stað. • Vitum af mörgum sérverslunum, heildverslunum og iðnfyrirtækjum í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr. • Heildverslun með þekktan fatnað. • Þekkt þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði. • Glæsileg ísbúð, videó og grill á einstaklega góðum stað í austurbænum. Mikil veitingasala og góð framlegð. • Bakarí í góðu hverfi. • Þekkt vefnaðarvöruverslun. Ársvelta 60 mkr. Góð framlegð. Tilvalið fyrir „saumakonur“ með góðar hugmyndir. • Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu. Rekstrarhagnaður 11 m. kr. á ári. • Þekkt lítið framleiðslufyrirtæki í matvælageiranum. Hentugt til sameiningar. Löggiltur fasteignasali NEC-bikarinn. Norður ♠ÁK652 ♥8632 N/Enginn ♦752 ♣2 Vestur Austur ♠D3 ♠G7 ♥ÁKD10 ♥G975 ♦KD9 ♦Á864 ♣10965 ♣873 Suður ♠10984 ♥4 ♦G103 ♣ÁKDG4 Spil dagsins er frá 8-liða úrslitum NEC-keppninnar í Yokohama, þar sem japönsk sveit undir forystu Hanayama, lagði Steve Landen og félaga frá Bandaríkjunum. Á öðru borðinu varð Landen sagnhafi í þremur spöðum í suður eftir fágaðar sagnir: Vestur Norður Austur Suður Nagasaka Casen Hanayama Landen – Pass Pass 1 lauf 1 grand 2 lauf * Pass 2 spaðar Pass Pass Dobl Pass 3 hjörtu 3 spaðar Allir pass * hálitir Hanayama ýtti NS upp á þriðja þrep með baráttudobli á tveimur spöðum og í kjölfarið fylgdi nákvæm vörn. Nagasaka lagði niður hjartaás- inn í byrjun, en skipti strax yfir í tígulkóng. AV tóku þrjá tígulslagi, en síðan spilaði Hanayama þrettánda tíglinum og uppfærði slag á tromp- drottninguna. Einn niður. Á hinu borðinu gerðist þetta: Vestur Norður Austur Suður Mori Shimizu Koneru Kobayashi – Pass Pass 1 grand ! Pass 2 lauf Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass Grandopnun suðurs er ekki alveg eftir kerfisbókinni, en það verður stundum að bregða á leik og í þetta sinn heppnaðist leikaraskapurinn fullkomlega. Mori var skiljanlega lokaður fyrir þeim möguleika að suð- ur væri með einspil í hjarta, svo hann reyndi að taka þar tvo slagi í byrjun. Kobayashi trompaði, tók ÁK í trompi og fimm slagi á lauf: tólf slagir í allt og 480 fyrir spilið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 50 ÁRA afmæli. Á morgun, 21.febrúar, verður fimmtug Ósk Sigurðardóttir. Í tilefni dagsins býður hún vinum og vandamönnum til sam- sætis í dag, sunnudaginn 20. febrúar, frá kl. 15.30–18 í Húnabúð, Skeifunni 11. Árnaðheilla dagbók@mbl.is mbl.is smáauglýsingar BEETHOVEN og Sjostakóvitsj eru í aðalhlutverkum á fimmtu tón- leikum Kammermúsíkklúbbsins á sínu 48. starfsári, en þeir hefjast í kvöld kl. 20 í Bústaðakirkju. Það er Tríó Reykjavíkur, skipað þeim Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara, Gunnari Kvaran selló- leikara og Peter Maté píanóleikara, sem flytur í kvöld tríó í B-dúr op. 97, „Erkihertogatríó“, eftir Ludwig van Beethoven og Tríó í e-moll op. 67 eftir Sjostakóvitsj. „Það má segja að þetta séu hvort fyrir sig höfuðverk í kammerskáld- skap Beethovens og Sjostakóvitsjs. Tríó Beethovens er samið 1811 og hann tileinkaði það Rúdolf erki- hertoga, vini sínum, sem var honum mikil hjálparhella. Þetta er sjöunda tríó hans, það síðasta í röðinni. Með þessu tríói sýnir Beethoven að hann hefur náð fullkomnun í þessu formi fyrir þessa hljóðfærasamsetningu, þetta er stórbrotið verk á alla lund,“ segir Gunnar Kvaran. „Dim- itri Sjostakovitsj samdi tríóið sitt no. 2 árið 1944 í minningu um vin sinn Ivan Sollertinsky tónlistar- fræðing, sem hvarf skyndilega á tímum Stalíns. Systir Sollertinskys sagði að annar kafli tríósins lýsti bróður sínum ákaflega vel. Þá not- ar hann stef úr gyðingatónlist í verkinu, sem gætu verið vísbending um samúð Shostakóvitsj með því fólki sem þjáðist í seinni heimsstyrj- öldinni og ekki síst gyðingum.“ Vinakveðjur kammerskálda í Bústaðakirkju Morgunblaðið/Golli Tríó Reykjavíkur æfir fyrir tónleika Kammermúsíkklúbbsins..

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.