Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 55
Ókeypis krakkaklúbbur Sýnd kl. 5, 8 og 11. LEONARDO DiCAPRIO Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. Besta mynd, leikstjóri,og aðalleikari. 11 Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.15. H.L. Mbl. ÓÖH DV. Baldur Popptíví  Ó.H.T Rás 2Kvikmyndir.is Sýnd kl. 1.30 og 3.15. Ísl tal ATH! VERÐ KR. 500  Kvikmyndir.is.  S.V. Mbl. VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Ein vinsælasta grínmynd allra tíma þrjár vikur á toppnum í USA! Sýnd kl. 2, 5, 8 og 11. B.i. 12 ára. TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR KL. 2 - AÐEINS 400 KR.   ER ÓSKARSVERÐLAUNABÍÓIÐ 5 STÓRKOSTLEGAR MYNDIR TILNEFNDAR TIL 17 ÓSKARSVERÐLAUNA. UPPLIFÐU BESTU MYNDIR ÁRSINS! "Ein snjallasta mynd ársins...Ógleymanleg... ljúf kvikmyndaperla." SV MBL "Fullkomlega ómissandi mynd." SV MBL Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Sýnd kl. 3.20, 5.40 og 8. Sýnd kl. 5.30 og 10.20. Sýnd kl. 3, 8 og 10.20. B.i.16 ára. FRUMSÝND MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 55 NÝTT lag með Sálinni hans Jóns míns, „Aldrei liðið bet- ur“, verður frumflutt í útvarpi um helgina. Sveitin hélt sig til hlés nær allt síðasta ár, en hyggst nú senda frá sér nýja plötu í októbermánuði. Fyrsta lagið sem samið var á plötuna, „Tíminn og við“, var frumflutt í október í fyrra, en „Aldrei liðið betur“ verður einnig á plötunni. Lagið er eftir Guðmund Jónsson og textinn eftir Stef- án Hilmarsson. Stefán segir að það sé í léttari dúr en Sálin hafi verið þekkt fyrir upp á síðkastið. „Við höfum verið svolítið dramatískir að undanförnu, en þeir sem hlýtt hafa á þetta lag segja að það líkist því sem við gerð- um í gamla daga. Væntanlega verður næsta plata í þess- um stíl; aðeins rólegri í dramatíkinni,“ segir Stefán. Lúðrablástur er mjög áberandi í nýja laginu, en „hinn þokkafulli Samúel Samúelsson var fenginn til að setja út lúðrapartana og blæs þá ásamt Kjartani Hákonarsyni, félaga sínum úr Jagúar. Og að sjálfsögðu er það Jens Hansson sem er þriðja hjólið undir blástursvagninum“, segir í fréttatilkynningu frá Sálinni. Hægt er að hlýða á nýja lagið á vefsvæði Sálarinnar: www.salinhansjonsmins.is, en einnig er þar að finna ýmsan fróðleik um sveitina. Tónlist | Nýtt lag frá Sálinni hans Jóns míns frumflutt Aldrei liðið betur með Sálinni WILL Oldham er einn sá allra iðnasti í bransanum, gefur út efni reglubundið undir hinum og þess- um nöfnum og oft þá í samstarfi við aðra listamenn (víðförli hans til sönnunar má nefna að hann á innslag á nýj- ustu plötu hipp hopparans Sage Francis og bara skrambi gott innslag það). Þegar menn dæla efninu svona út eykst alltaf hætta á að gæðin verði gloppótt og Oldham hefur fallið í þá gryfju, ekki oft þó (dæmi: Seafarers Music). Síðasta „stóra“ platan ef svo má kalla, Bonnie Prince Billy sings Greatest Palace Music var þá mis- heppnuð og maður var svei mér þá farinn að hafa áhyggjur af kallinum. Það er því gaman frá því að segja að Oldham kemur sterkur inn hér, Superwolf er mjög vel heppnuð listræn endurreisn, er ekkert minna en frábær plata. Hvílíkur léttir því að þegar Old- ham er góður þá er hann góður. Eins og bestu verk Oldham þá sígur Superwolf inn hægt og ró- lega. Lagasmíðarnar eru óhefð- bundnar að uppbyggingu, flest- allar lágstemmdar og Matt Sweeney fer á kostum á gítarnum, veri það í ljúfsáru pikki eða há- vaða, en lögin eru stundum brotin upp með smekklegum, háværum rafgítarleik. Sweeney var áður í Chavez og Zwan og var einnig í sveit Oldham sem lék hér á landi árið 1999 á Gauki á Stöng, mjög svo sællar minningar. Superwolf er á heildina litið innblásið verk og heilsteypt og þeir félagar eiga auðheyranlega samleið í listinni. Lög eins og hið Sigur Rósar-lega „Beast for Thee“, „What Are You?“ og „Death in the Sea“ eru gullfalleg, yfir þeim töfrum slegin höfgi sem aðeins gæti verið runnin undan rifjum Oldham. Reyndar er Old- ham skráður fyrir textum (sem eru súrrealískir og skuggalegir í senn) og Sweeney fyrir tónlistinni. Mig grunar þó að samkrullið sé meira en svo. En hvað um það, glæsilega að verki staðið hjá Oldham í þetta sinnið, hann er enn með þetta! Úlfur á meðal manna TÓNLIST Erlendar plötur Matt Sweeney/Bonnie ’Prince’ Billy – Superwolf  Arnar Eggert Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.