Morgunblaðið - 01.04.2005, Side 1

Morgunblaðið - 01.04.2005, Side 1
STOFNAÐ 1913 86. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Dansar Franz Jósef Ívar Helgason syngur, dansar og leikur í Stuttgart | Menning Bílar og Íþróttir í dag Bílar | 200 hestafla Volkswagen  Hvernig líta nýj- ustu gerðirnar út? Íþróttir | Ítölum þóttu Íslend- ingar grófir  Shearer heldur áfram Páfagarði. AP, AFP | Talsmenn Páfagarðs fóru í gær hörðum orðum um þá ákvörðun dómstóla í Bandaríkjunum að koma ekki í veg fyrir and- lát Terri Schiavo, alvarlega heilaskaddaðrar konu, sem lést á sjúkrahúsi í Flórída, þrettán dögum eftir að næringarslanga, sem hélt í henni lífinu, var tekin úr sambandi. Renato Martino, kard- ináli í Páfagarði, sagði að þeir sem hefðu látið hjá líða að koma í veg fyrir dauða Terri Schiavo væru samsekir um manndráp. Þegar slík mál kæmu upp ætti alltaf að „velja lífið og forðast það sem án veigrunarorða myndi jafngilda manndrápi sem ekki er hægt að fylgjast aðgerðalaus með án þess að teljast samsekur“. Annar kardináli í Páfagarði, Jose Saraiva Martins, lýsti dauða Schiavo sem „árás á lífið og þar með árás á Guð, sem er höfundur lífs- ins“. Lýsa máli Schiavo sem árás á Guð  Dauði Schiavo/21 25 ÁRA lamaður Bandaríkjamaður, Matthew Nagle, er fyrsti maðurinn sem notið hefur góðs af nýjum tölvubúnaði sem getur lesið hugsanir manna, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Nagle lamaðist fyrir fjórum árum og gekkst undir skurðaðgerð á Sinai-sjúkrahúsinu í Massachusetts í fyrra. Kísilflögu var þá komið fyrir í heilanum. Hún sendir hugsanir Nagle í tölvu sem les úr þeim og gerir honum kleift að stjórna tækjum og hlutum sem hann þarf á að halda. Nagle getur t.a.m. kveikt eða slökkt á sjónvarpinu með hugsuninni einni, skipt um rás og hækkað eða lækkað í tækinu. Í búnaðinum eru um 100 örþunn rafskaut sem grædd voru í það svæði heilans sem stjórnar hreyfingum líkamans. Tölva sem les hugsanir manns Páfagarði. AFP, AP | Heilsu Jóhannesar Páls II páfa hrakaði ört í gær og talsmenn Páfagarðs sögðu að hann væri með háan hita og lágan blóðþrýsting vegna þvagfærasýkingar. „Páfi er mjög, mjög veikur,“ hafði frétta- stofan ANSA eftir læknum hans í gærkvöldi. Heimildarmenn ítalskra fjölmiðla í Páfa- garði sögðu að páfi yrði ekki fluttur á sjúkra- hús að svo stöddu þar sem hann væri of veik- burða. Hann hefur tvisvar sinnum verið lagður inn á sjúkrahús í Róm frá 1. febrúar. Ítalskar sjónvarpsstöðvar sögðu að páfi Valls, sagði að hópur lækna fylgdist grannt með páfa og hann hefði fengið sýklalyf. Hefur lést um 19 kíló Fyrr um daginn sögðu heimildarmenn í Páfagarði að páfi hefði lést um 19 kíló á nokkrum vikum og samstarfsmenn hans ótt- uðust að hann næði ekki bata eftir skurð- aðgerð í hálsi sem hann gekkst undir 24. febrúar. Páfi, sem er 84 ára gamall, þjáist einnig af Parkinsonsveiki, hægfara tauga- sjúkdómi. hefði fengið síðustu smurningu en það var ekki staðfest í gærkvöldi. Í kaþólskum sið fær alvarlega veikt fólk oft síðustu smurningu þótt það sé ekki dauðvona. Páfi fékk t.a.m. síðustu smurningu eftir að honum var sýnt banatilræði árið 1981. Talsmaður Páfagarðs, Joaquin Navarro- AP Fólk safnast saman á Péturstorginu í Rómaborg eftir að skýrt var frá því í gærkvöldi að heilsu Jóhannesar Páls II páfa hefði hrakað. Heilsu páfa hrakar ört Sagður hafa fengið síðustu smurningu um árásir á kennara. Í þeim skólum þar sem árásir voru til- greindar var algeng- ast að ein til tvær árásir hefðu verið gerðar á síðustu tveimur árum. Í 13 skólum voru engar árásir tilgreindar. Gerður G. Óskars- dóttir, fræðslustjóri Reykjavíkur, segir að niðurstaðan komi sér ekki á óvart. „Það eru börn hjá okkur sem eiga við geð- vandamál að stríða og í sumum skólum eru mikið veikir einstaklingar. Og þó að í sumum skólum séu margar Á UNDANFÖRNUM tveimur ár- um hafa kennarar í 20 af grunn- skólum Reykjavíkur orðið fyrir 85 líkamsárásum af hendi nemanda. Í einum þessara skóla voru gerðar 20 líkamsárásir á kennara og í tveimur þeirra var tilkynnt um 10 árásir á þessu tímabili. Auk þess kom fram að í tveimur sérskólum voru líkams- árásir daglegar og skólastjórar tveggja skóla sögðu að ráðist væri á kennara oft eða mjög oft. Grunn- skólar í Reykjavík eru 37 talsins. Þetta kemur fram í nýrri athug- un Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur sem var gerð í kjölfar þess að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menntaráði lögðu fram fyrirspurn líkamsárásir á ári getur verið að þær séu marg- ar, jafnvel allar, af hálfu sama barnsins,“ segir hún. Með geðræn vandamál Gerður telur að árás- irnar valdi sem betur fer sjaldnast verulegum áverkum en þær felist t.d. í höggum, klóri eða biti. Þetta á við um al- menna grunnskóla en í Brúarskóla, sem er sér- skóli fyrir nemendur með mjög alvarleg geð- ræn vandamál, á aldr- inum 9–16 ára, hafi kennarar orðið fyrir talsvert alvarlegum árásum. „Barn sem gerir svona er í miklum vanda og því miður eru lítil úrræði í heilbrigðiskerfinu fyrir börn á grunnskólaaldri sem eiga í geð- vanda. Þau eru bara í skólanum. Fullorðið fólk getur lagst inn á geð- deild og fengið þar meðferð en sam- bærileg innlagnarmeðferð til langs tíma virðist ekki í boði fyrir börn á grunnskólaaldri,“ segir Gerður. Í athugun Fræðslumiðstöðvar eru árásirnar ekki flokkaðar eftir því hversu alvarlegar þær eru. Gerður segir að skráning á árásum sé ekki fyllilega samræmd milli skóla, erfitt sé að koma því við þar sem eðli og afleiðingar líkamsárása séu alltaf háðar mati. Þá geti fjöldi skráðra árása farið eftir því hversu nákvæmlega skólastjórnendur skrái atvikin hjá sér. Tugir árása á tveimur árum Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is                                             Dæmi um daglegar líkamsárásir á kennara í úttekt Fræðslumiðstöðvar GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokks, segir að niðurstöð- urnar séu slá- andi og hann efast um að menn hafi gert sér grein fyrir að árásir á kenn- ara séu jafnmargar og raun beri vitni. Guðlaugur segir að í mennta- ráði í gærmorgun hafi, að tillögu sjálfstæðismanna, verið samþykkt tillaga um að málið yrði tekið fyrir á næsta fundi ráðsins og hratt yrði unnið að úrbótum. „Að þetta sé eins oft og raun ber vitni í sumum skólum er auðvitað ástand sem verður að taka á, það segir sig sjálft,“ segir hann. Sláandi niðurstöður ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.