Morgunblaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 31 MENNING ANDI manns er yfirskrift sýningar á 20 glerverkum sem Leif- ur Breiðfjörð opnar í Forrými Salarins, Tónlistarhúsi Kópa- vogs á morgun kl. 15. Þetta er óvenjulegt sýningarrými fyrir myndlist, þar sem Forrýmið er eins konar glerskáli en Leifur segir þetta einmitt henta glerverkum sínum mjög vel þar sem birtan kemur að utan, lýsir í gegnum verkin eins og svo nauð- synlegt er með glerverk. „Það er líka gaman að því hvað birtan er breytileg eftir tíma dagsins og á kvöldin er ljós hér inni svo áhorfendur geta upplifað verkin á fjölbreyttan hátt,“ segir Leif- ur. Hafði rýmið í huga Það er reyndar ekki tilviljun að Leifur kýs að sýna í þessu rými, hann hefur unnið að verkunum á sýninguna undanfarin þrjú ár þó flest þeirra séu unnin á síðasta ári og nokkur á því sem af er þessu ári. „Mér var boðið að vera með þessa sýningu þegar ákveðið var að halda hér alþjóðlega ráðstefnu um nú- tímaglerlist,“ segir Leifur og verkin eru því öll unnin með þetta rými sérstaklega í huga. „Andi mannsins er táknaður með höf- uðforminu og gengur í gegnum allar myndirnar á sýningunni. Þetta eru steindir gluggar og svífandi glerdrekar sem ég hef hengt upp í loftið hér í forsalnum en einnig sýni ég eitt verk sem unnið er með blandaðri tækni. Í verkunum má sjá óræðan texta, fljúgandi fugla og dulúðugar forynjur, spurul höfuð, sum með grímur og huliðshjálma í litríkri veröld furðufyrirbæra,“ segir Leifur þegar hann er beðinn að lýsa myndefninu nánar. Í sýningarskrá ritar Pétur Pétursson prófessor í guðfræði eftirfarandi um verk Leifs á þessari sýningu: „Hausinn“ hans Leifs er gegnumgangandi þema á þessari sýningu. Stundum er eins og það sé hula eða hjálmur yfir þessum hausum sem hlífa persónuleikanum. Við getum sett þessa huliðshjálma á okkur þá erum við komin inn í annan heim. Þótt þeir séu óræðir eru þeir samt alltaf í tengslum við efnislegan veruleika – hvort sem er á himni, á jörðu eða neðan jarðar. Myndir Leifs minna okkur flestar á eitthvað sem við þekkjum en um leið benda þær okkur út fyrir það í áttir sem við höfum ekki gert okkur grein fyrir að séu til, áttir sem virðast heillavænlegar og óræðar í senn.“ Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns, segir í sýningarskránni að Leifur Breiðfjörð hafi „þá sérstöðu meðal íslenskra listamanna að hafa helgað sig glerlistinni og óhætt að segja að í meðförum hans hafi þessi aldni miðill aldrei verið angi af annarri listgrein heldur ætíð gegnt lykilhlutverki. Fyrir réttum áratug hélt Leifur Breiðfjörð yfirlitssýningu í Gerð- arsafni í tilefni 50 ára afmælis síns. Sú sýning markaði tímamót í sögu þessa nýstofnaða safns . Hún fékk fádæma góða viðtökur hjá almenningi og var betur sótt en flestar aðrar sýningar í safninu fram til þess dags. Það er sérstakt fagnaðarefni að fá aftur tækifæri til að sýna verk Leifs þegar hann sjálfur stendur á sextugu og liðin eru 10 ár frá yfirlitssýningu hans í Gerðarsafni. Og ekki skyggir það á gleðina að sýning Leifs er í tengslum við alþjóðlegt gler- listaþing, Ísland 2005, sem Leifur hefur ásamt eiginkonu sinni Sigríði Jóhannsdóttur lagt mikla vinnu í að skipuleggja.“ Samtímaglerlist í brennidepli Þau Leifur og Sigríður segja að með sýningunni og þinginu, sem hefst á þriðjudag, sé mikill áfangi að baki í starfi þeirra beggja undanfarin ár. „Þær Sigríður og Caroline Swash gler- listamaður og kennari við Central Saint Martin listaskólann í London eiga hugmyndina að þinginu,“ segir Leifur. Í tengslum við þingið koma hingað um 100 manns erlendis, allt þekktir listamenn og sérfræðingar á sviði glerlistar. „Samtímaglerlist verður í brennidepli hér í Kópavogi í næstu viku,“ segja þau Leifur og Sigríður að lokum. Glerlist | Leifur Breiðfjörð opnar sýningu á glerverkum í Forrými Salarins, Tónlistarhúss Kópavogs Steindir gluggar og svífandi drekar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Leifur Breiðfjörð með glerdreka og steind gluggaverk í bak- sýn. „Andi mannsins er táknaður með höfuðforminu og geng- ur í gegnum allar myndirnar á sýningunni. Þetta eru steindir gluggar og svífandi glerdrekar sem ég hef hengt upp í loftið hér í forsalnum en einnig sýni ég eitt verk sem unnið er með blandaðri tækni.“ Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Djasskvartett Reykjavíkurleikur á opnum tónleikumTónlistar fyrir alla í Ráð- húsinu í dag kl. 12.10. Þar með lýk- ur kvartettinn tónleikaferð sinni um þá grunnskóla borgarinnar sem eiga aðild að Tónlist fyrir alla. Tónlist fyrir alla hóf starfsemi sína snemma á tíunda áratugnum og hefur tilgangur verkefnisins frá upphafi verið að kynna íslenskum grunnskólabörnum ólíkar tegundir tónlistar í lifandi flutningi fremstu listamanna. Tónlist fyrir alla er faglegt upp- eldisstarf og hefur á undanförnum árum orðið að reglubundnum þætti í tónmennta- og tónlistarkennslu barna og unglinga á Íslandi. Tón- listarfólkið er í samstarfi við kenn- ara um tónleikana og fræðslu tengda þeim og eru árlega haldnir á fjórða hundrað slíkir tónleikar í flestum grunnskólum landsins. Dagskrárnar eru mjög fjölbreyttar, en börnunum er jöfnum höndum boðið upp á sígilda tónlist, djass, nú- tímatónlist, tangó, óperutónlist, vísnatónlist, heimstónlist og fleira. Tónlist fyrir alla er samstarfs- verkefni ríkis og sveitarfélaga. Það er sérstakur liður á fjárlögum og nýtur stuðnings frá sveitarfélögum í formi hóflegs gjalds sem er kr. 165 fyrir hvern nemanda. Yfirbygging er hins vegar mjög lítil, en aðeins einn starfsmaður er í hálfu starfi sem framkvæmdastjóri. Pétur Jón- asson gítarleikari tók við starfi framkvæmdastjóra verkefnisins í haust, af Áshildi Haraldsdóttur flautuleikara. Það blés ekki byrlega þegar nýi framkvæmdastjórinn tók við, því fella þurfti niður alla tón- leika síðasta misseris vegna kenn- araverkfallsins.    Á vormisseri verða hins vegarhaldnir 187 tónleikar um allt land. Tónleikaröð Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands á Suðurnesjum og í Reykjavík er nýlokið. Bergþór Páls- son, Áshildur Haraldsdóttir og Nína Margrét Grímsdóttir luku ferð sinni um Suðurnesin í dag og hafa þau kynnt tónlist eftir Mozart. Diddú og Anna Guðný Guðmundsdóttir heim- sækja skóla á Vesturlandi. KK og Guðmundur Pétursson eru á Aust- fjörðum og kynna þar íslensk þjóð- lög og djasslandsliðið lýkur sinni reisu með tónleikunum í dag. Syngj- andi skóli heldur yfir 30 tónleika á Suðurlandi, tónlistarmennirnir Hundur í óskilum, sem voru upphit- unarband Stuðmanna í Royal Al- bert Hall um síðustu helgi, slá á létt- ari strengi á Vestfjörðum. Daði Sverrisson píanóleikari ferðast um Norðurland með tvískipta dagskrá um fílinn Babar og leikur tónlist við mynd Chaplins Ævintýramanninn. Hljómsveitin Tónlist frá tunglinu kemur frá Þýskalandi með glæsi- lega dagskrá þar sem saman fer vönduð tónlist frá fimm mismun- andi heimalöndum meðlimanna, brúðuleikhús og vídeólistaverk. Ný dagskrá, Raddir þjóðar, þeirra Sig- urðar Flosasonar og Péturs Grét- arssonar hefur göngu sína með vor- inu, en samnefnd dagskrá þeirra var m.a. tilnefnd til Tónlist- arverðlauna Norðurlandaráðs á síð- asta ári.    Pétur Jónasson segir að það séstefna Tónlistar fyrir alla og leiðarljós að dagskráin sé góð. „Við erum stolt af því að geta boðið upp á bestu tónlistarmenn landsins, og raunin hefur verið sú, að þeir bíða í röðum eftir að fá að taka þátt í þessu verkefni. Þetta er alveg ótrú- legt. Þetta er allt frá einleikurum og upp í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Fjölbreytnin skiptir mestu máli, og það eina sem við bjóðum ekki upp á er sú dægurtónlist sem krakkar hafa mest aðgengi að. Fyrsta krafan er sú að tónlistin sé af mikl- um listrænum gæðum. Í öðru lagi þarf þetta að vera skemmtilegt og höfða til krakkanna. Í þriðja lagi viljum við að dagskráin sé fræð- andi.“ Pétur segir að sér finnist alltaf svolítið skrýtið þegar talað sé um að ala upp hlustendur framtíðarinnar, aðalatriði sé að skólakrakkar fái tækifæri til að upplifa lifandi tónlist núna og að þeir verði fyrir áhrifum sem auðgi líf þeirra nú, – hvort sem þeir sæki tónleika síðar meir eða ekki. „Mér finnst mikilvægt að krakkar heyri eitthvað annað en þeir hafa fyrir eyrunum alla daga.“ Viðbrögð við tónleikum Tónlistar fyrir alla í skólum landsins hafa verið afar góð, að sögn Péturs. „Ég er þakklátur fyrir það hvað viðtök- urnar hafa verið góðar nú eftir ára- mót, eftir að við þurftum að fella niður alla tónleika haustannarinnar vegna verkfallsins. Ég mæti engu öðru en jákvæðu viðhorfi frá skól- unum, og ánægjan með verkefnið virðist vera gagnkvæm milli tónlist- arfólks og skólanna og það er gleði- legt.“ Pétur segir að þegar Tónlist fyrir alla var að hefja göngu sína, fyrir rúmum áratug, hafi verið augljóst að það hafi verið nýtt fyrir mörgum krakkanna að sitja í 40 mínútur og hlusta á tónlist. „Ár frá ári sé ég þó stóra breytingu á þessu, og í þeim skólum sem hafa verið lengst með okkur, mætir maður nú fullum sal af krökkum sem eru orðnir mjög sjóaðir í þessu, rétt eins og þau væru á tónleikum. Krakkarnir læra að hlusta og bera virðingu fyrir tón- listinni. Að sama skapi hefur dag- skrám tónlistarmannanna fleygt fram og þær verða stöðugt betri ár frá ári með þeirri áherslu sem við leggjum á að þarna sé ekki bara verið að spila tónlist, – heldur sé dagskráin vel smíðuð og vönduð og höfði til krakkanna án þess að list- rænum gæðum sé fórnað. Á þessa hluti mun ég leggja mikla áherslu í mínu starfi.“ Tónleikar Djasskvartetts Reykja- víkur á vegum Tónlistar fyrir alla hefjast sem fyrr segir kl. 12.10 í Ráðhúsinu í dag, standa í um 40 mínútur, og eru öllum opnir. Krakkar fái að upplifa lifandi tónlist ’Í þeim skólum semhafa verið lengst með okkur mætir maður nú fullum sal af krökkum sem eru orðnir mjög sjóaðir í þessu.‘ Morgunblaðið/Kristinn Börn í Árbæjarskóla fylgjast einbeitt með Tónlist fyrir alla. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Pétur segir að þegar Tónlist fyrir alla var að hefja göngu sína, fyrir rúm- um áratug, hafi verið augljóst að það hafi verið nýtt fyrir mörgum krakk- anna að sitja í 40 mínútur og hlusta á tónlist. AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.