Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 29 DAGLEGT LÍF Í Tímariti Morgunblaðsins um helgina er rifjaður upp dularfullur fundur njósnatækja á botni Kleifarvatns fyrir röskum 30 árum Annað efni blaðsins Spjall við spjallþáttadrottninguna Joan Rivers Unnur og Elísabet Jökulsdætur lýsa systrasambandi Hver er Ástráður sem fræðir unglinga umkynlíf? Viktor Kristmannsson fimleikameistari er klifurköttur Jamie Oliver og skyndibitinn Staðgóð næring í viðskiptaferðum Matur og vín Stjörnuspá aprílmánaðar BRÉFASKRIFTIR SYSTRANNA ELÍSABETAR OG UNNAR JÖKULSDÆTRA MILLI HEIMSÁLFA GÆTU VERIÐ EFNI Í HEILA BÓK. NJÓSNATÆKIN SEM KOMU UPP ÚR KAFINU Tískulögga rauða dregilsins, Joan Rivers, vill gjarnan skemmta á Íslandi. Sunnudagur 03.04.05 - spegill á íslenskt samfélag Áhugi minn á skógrækt vaknaði fljótt í gegnumofurlitla ungmennafélagsplöntun en svo varekkert meira með það gert því hagsmunir bú-fjárins gengu frekar fyrir í minni sveit,“ segir Jóhannes Gunnarsson, sem ólst upp á Skarði í Gnúp- verjahreppi. „Ég held að hann hafi ekki vaknað af al- vöru fyrr en ég hafði búið erlendis í nokkur ár og fundið skjólið af skóginum.“ Nokk0ur ár eru síðan þau hjónin festu kaup á um fimm hekturum á Suðurlandi og tóku til við gróðursetn- ingu. „Það tók okkur í upphafi langan tíma að finna land- skika sem hentaði,“ segir hann. „Og svo hefur gengið á ýmsu eins og gerist hjá öllum sem eru í skógrækt. Sér- staklega hjá þeim sem eru að byrja. Það drepast fleiri plöntur heldur en komast upp svona fyrst á meðan verið er að kynnast landinu. Okkar land er mjög fjölbreytt. Sumt er mjög grasgefið, sumt er mjög blautt og annað er þurrt og rýrt. Það tekur sinn tíma að læra á þetta allt saman. Sumar plöntur fara á kaf í gras, sem erfitt er að eiga við og þó tosast þær upp smátt og smátt. Við erum farin að sjá í tré þegar litið er yfir og þá fer maður að kætast.“ Jóhannes segir að birkið gangi langbest af þeim teg- undum sem settar hafa verið niður. „Það lifir við allar þessar skringilegu aðstæður, sem þarna er boðið upp á en síðan hef ég verið með greni og furu og það gengur alveg þolanlega. Og svona í vætuna höfum við verið að stinga niður bæði víði og öspum og það gengur allt mjög vel.“ Jóhannes segir að búið sé að gróðursetja 15 til 20 þús- und plöntur í landinu. „Reyndar var búið að planta í lít- inn hluta áður en við tókum við,“ segir hann. „Mest höf- um við náð að plantað fjögur þúsund plöntum eitt árið en síðustu árin hefur það verið heldur minna en það fer aldrei niður fyrir þúsund.“ Jóhannes segist vera alinn upp við að moka skít, þeg- ar hann er spurður um hvers vegna hann kjósi að eyða frítímanum í skógrækt. „Það er eins og maður þurfi að fá líkamlega útrás en svo finnst mér gaman að fylgjast með plöntunum. Ég geng um landið á vorin og kanna hvað hefur lifað af vet- urinn og hvað ekki og svo bara það að fylgjast með vext- inum. Það gefur mikið og er sennilega eitthvað gamalt úr sveitinni. Við erum ein í þessu gömlu hjónin að mestu en svo hafa krakkarnir aðeins komið með og það er ægi- lega gaman að hafa barnabörnin með sér. Þeim finnast þetta stórmerkilegar framkvæmdir og sennilega verða það þau sem fá að njóta skjólsins af þessu brambolti.“  ÁHUGAMÁL | Jóhannes Gunnarsson lækningaforstjóri Land- spítala – háskólasjúkrahúss Frítíminn fer í skóg- rækt Jóhannes Gunnarsson lækningaforstjóri stundar skógrækt í frístundum. Afabörnin þau Ármann Óli og Guðný Halldórsbörn hjálpa afa við gróðursetninguna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fullur bali af stiklingum er verða gróðursettir í sumar. Jóhannes Gunnarsson hefur gam- an af að renna fyrir lax og silung en með vorinu fer hann að skipu- leggja gróðursetningu sumarsins. Kristín Gunnarsdóttir ræddi við Jóhannes um áhugamálin. krgu@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.