Morgunblaðið - 01.04.2005, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Viljið þið að ég setji ykkur á lista öxulvelda hins illa?
Hvað leyfist manniað segja um ann-að fólk? Hvenær
eru ummæli metin æru-
meiðandi eða á annan hátt
rógur, smán eða ógnun við
t.d. ákveðinn kynþátt eða
þjóð? Í samtölum við lög-
fræðinga verður ljóst að
spurningin um tjáningar-
frelsið er í raun sífelldur
núningur milli annars
vegar 71. gr. stjórnar-
skrárinnar, þar sem kveð-
ið er á um friðhelgi einka-
lífs, heimilis og fjölskyldu,
og hins vegar 73. gr., þar
sem tjáningarfrelsið er tryggt.
Að sögn Jakobs R. Möller
hæstaréttarlögmanns, hefur æra
manna löngum notið verndar
samkvæmt lögum. Minnir hann á
að á söguöld hafi menn drepið
aðra fyrir að vega að æru sinni.
Núverandi hegningarlög eru frá
1940 og hegningarlögin á undan
þeim voru frá 1869 að stofni til og
því er í íslenskum lögum hægt að
rekja ákvæði um verndun á æru
manns beinlínis 150 ár aftur í tím-
ann. „Raunar er hægt að fara al-
veg aftur til Grágásar eða laga
þjóðveldisins og sjá ákvæði um að
æran njóti verndar,“ segir Jakob
og bendir á að hugmyndir manna
um sjálfa sig hafi alltaf verið tald-
ar þess virði að þær væru vernd-
aðar.
Í opinberri umræðu um mikil-
væg mál eru gildisdómar, þ.e.
skoðanir sem mælandi telur
byggðar á staðreyndum, almennt
refsilausir um þá sem kosið hafa
að taka þátt í opinberu lífi, jafnvel
þau ummæli, sem eru meiðandi,
móðgandi eða særandi. En full-
yrðing um staðreynd verður að
vera rétt. Sé þannig sagt um
ímyndaðan Jón Jónsson, sem er
þátttakandi í stjórnmálum: „Ég
er þeirrar skoðunar að Jón sé
óheiðarlegur“ þá myndi það ekki
teljast ærumeiðing ef mælandi
getur rökstutt á hverju hann
byggir þessa skoðun sína. Segi
hans hins vegar: „Jón Jónsson
dró sér fé“ væri um að ræða meið-
yrði sem bryti í bága við 234.–236.
gr. hegningarlaga, nema mælandi
geti sannað fullyrðingu sína. Ef
viðkomandi getur þannig sýnt
fram á að ummæli í opinberri um-
ræðu séu sönn þá eru þau refsi-
laus. „Hins vegar er ekki alveg
ljóst hvort minna frjálsræði er
gagnvart því að tjá sig um venju-
legt fólk sem ekki hefur troðið sér
í sviðljósið, en sönn ummæli sem
ekki eru höfð að tilefnislausu eru
þó ávallt refsilaus,“ segir Jakob.
Ákvæði sett inn til að
vernda minnihlutahópa
Árið 1996 var sérstök grein, 233
gr. a, sett inn í hegningarlögin í
því skyni að vernda minnihluta-
hópa, en þar er kveðið á um að:
„Hver sem með háði, rógi, smán-
un, ógnun eða á annan hátt ræðst
opinberlega á mann eða hóp
manna vegna þjóðernis þeirra, lit-
arháttar, kynþáttar, trúarbragða
eða kynhneigðar sæti sektum eða
fangelsi allt að tveimur árum.“
Samkvæmt upplýsingum blaða-
manns hefur samsvarandi ákvæði
verið sett inn í hegningarlög víða í
N-Evrópu. Að sögn Brynhildar
Flóvenz, lögfræðings og stjórnar-
formanns Mannréttindaskrifstofu
Íslands, hefur aðeins einu sinni
reynt á þetta ákvæði hérlendis
þegar ungur maður var dæmdur
fyrir niðrandi ummæli sín um
blökkumenn í viðtali við DV. Þess
má geta að samsvarandi ákvæði
og 233 gr.a hefur verið prófað fyr-
ir Mannréttindadómstóli Evrópu
og talið standast.
Ljóst er að ekki er hægt að
gefa út neina forskrift um hvað sé
leyfilegt að segja og hvað ekki,
þar sem það er ávallt háð mati
dómstóla hvað telst háð, rógur,
smánun og ógnun. „Sem betur fer
er það nú þannig að siðferðisvit-
und fólks og lögin fara langoftast
saman. Ef þú veist að það ljótt að
segja eitthvað um einhvern, þá
eru líka líkur fyrir því að það sé
ólöglegt,“ segir Jakob. Brynhild-
ur tekur undir þetta og segir mat-
ið ávallt liggja hjá dómstólum.
„Það er mjög erfitt að gefa út eitt-
hvert viðmið um hvað má og hvað
má ekki, sökum þess að það er svo
háð aðstæðum. Hvert og eitt mál
er það sérstakt í svona tilfellum.“
Brot gegn 233 gr.a sætir op-
inberri ákæru, sem merkir að það
er í verkahring ríkissaksóknara
að saksækja. Er meginreglan sú
að sérstök brot sem eru talin
mjög alvarleg sæta opinberri
ákæru eða ef enginn einn er sér-
staklega til þess fallinn að eiga að-
ild að málinu, s.s. heilir kynþættir
eða þjóðir. Almenningur sækir
hins vegar sjálfur mál vegna æru-
meiðinga sé um brot á 234.–236.
gr. laganna að ræða. Mál geta þó
varðað opinberri ákæru eftir
kröfu þess sem misgert er við, ef
hann hefur eða hefur haft með
höndum starf sem opinbera skip-
un, leyfi eða viðurkenningu þarf
til að rækja. Aðspurður segir Jak-
ob meiðyrðamál vera mjög fá á
ári. Þannig séu að jafnaði aðeins
eitt til tvö mál dæmd árlega í
Hæstarétti. Segir hann að sjaldan
sé gerð krafa um refsingu, heldur
sé meginmarkmiðið yfirleitt að fá
ómerkingu ummælanna sem
stefnt er fyrir.
Fréttaskýring | Meiðyrði og fjölmæli
Er ávallt háð
mati dómstóla
Sé ljótt að segja eitthvað um einhvern
eru allar líkur á að það sé ólöglegt
Hæstiréttur dæmir 1—2 meiðyrðamál á ári.
Séu niðrandi ummæli sönn
teljast þau refsilaus
„Hver, sem meiðir æru annars
manns með móðgun í orðum eða
athöfnum, og hver, sem ber slíkt
út, skal sæta sektum eða fangelsi
allt að einu ári. Ef maður dróttar
að öðrum manni einhverju því,
sem verða myndi virðingu hans
til hnekkis, eða ber slíka að-
dróttun út, þá varðar það sektum
eða fangelsi allt að einu ári. Sé
ærumeiðandi aðdróttun höfð í
frammi eða borin út gegn betri
vitund, þá varðar það fangelsi
allt að tveimur árum.“ Þetta
kemur fram í 234.–236. gr. al-
mennra hegningarlaga.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„VIÐ vildum færa hagsmunabarátt-
una niður í grasrótina,“ segir Kristín
Svava Tómasdóttir, formaður nem-
endafélags Kvennaskólans og einn
meðlima í nýstofnuðu hagsmunaráði
íslenskra framhaldsskólanema,
spurð um tilurð ráðsins. Segir hún
hagsmunaráðið hafa þann tilgang að
sinna hagsmunagæslu nemenda í ís-
lenskum framhaldsskólum og taki
það í raun við því hlutverki af Félagi
framhaldsskólanema (FF) sem virð-
ist vera í andarslitrunum, en allt
stefnir í að FF verði lagt niður áður
en langt um líður. Að stofnun hags-
munaráðsins standa sex framhalds-
skólar, þ.e. Borgarholtsskóli,
Kvennaskólinn í Reykjavík, Mennta-
skólinn á Akureyri, Menntaskólinn
við Hamrahlíð, Menntaskólinn í
Reykjavík og Verzlunarskóli Ís-
lands.
Að sögn Kristínar var hagsmuna-
ráðið stofnað í kringum fyrsta verk-
efni þess sem er mótmæli gegn fyr-
irhugaðri styttingu framhalds-
skólans, en 7. apríl nk. hyggst ráðið
efla til mótmælafundar fyrir framan
Stjórnarráðið í Lækjargötu milli kl.
9 og 10.
„Rétt er að taka fram að ráðið tek-
ur ekki afstöðu til styttingar náms til
stúdentsprófs, en leggst gegn stytt-
ingu náms á framhaldsskólastigi. Við
sjáum margt athugavert við þær
hugmyndir sem settar hafa verið
fram um þessa styttingu og lítum
ekki svo á að stytting framhaldsskól-
ans sé rétta leiðin,“ segir Kristín og
bendir á að röksemdirnar fyrir því
að ekki megi stytta grunnskólann
haldi, að mati ráðsins, ekki vatni.
Spurð hvað mæli gegn styttingu
framhaldsskólans nefnir Kristín í
fyrsta lagi hættuna á því að skólarnir
verði allir einsleitnari eftir breyt-
ingu. „Einnig má nefna að nú þegar
er í mörgum skólum boðið upp á
þriggja ára nám til stúdentspróf sem
er nýtt af mörgum, en það að það
hafi ekki verið nýtt af fleirum bendir
til þess að það sé ekki nein aðkall-
andi þörf fyrir það. Enda má benda á
að margir taka menntaskólann á
fimm og jafnvel sex árum.“ Nánari
upplýsingar um ráðið megi nálgast á
slóðinni: www.hagsmunir.is.
Nýtt ráð vill sinna hagsmunagæslu framhaldsskólanema
Nemar mótmæli styttingu
framhaldsskólanámsins
ÞAU létu ekki komu farþegaferjunnar Norrænu hrófla
við sér, þessir selir og endur sem dormuðu í Seyðisfirði
í vikunni. Veður var gott og vorlegt um að litast fyrir
þá 60 farþega sem komu með ferjunni. Búast má við
meiri erli þegar nær dregur sumarvertíð því bókanir
munu góðar með skipinu til og frá landinu. Þó er hugs-
anlegt að sjófarendur úr dýraríkinu láti þau umsvif sig
ekki miklu varða.
Ljósmynd/Einar Bragi Bragason
Dormað í lognkyrrum Seyðisfirði