Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 46
46 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðni Hanssonfæddist að Eyj-
um í Kjós 6. október
1944. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut að
morgni páskadags,
27. mars síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Unnur
Hermannsdóttir, f.
27. júlí 1912, d. 24.
nóvember 1994, hús-
móðir og kennari,
og Hans Guðnason,
f. 27. ágúst 1911, d.
22. september 1983,
bóndi að Eyjum og síðar Hjalla í
Kjós. Guðni var fjórða barn
þeirra en hin eru Guðrún banka-
fulltrúi, gift Rúnari G. Sigmars-
syni verkfræðingi, Ragnheiður
tannlæknir, gift Bernharð Har-
aldssyni, fyrrv. skólameistara,
Hermann, fyrrv. kaupfélagsstjóri,
kvæntur Heiðrúnu Þorsteinsdótt-
ur, Högni, umhverfisstjóri í
Landskrona í Svíþjóð, kvæntur
Karin Loodberg umhverfisfræð-
ingi, Sigurður Örn aðstoðaryfir-
dýralæknir, kvæntur
Helgu Finnsdóttur
dýralækni, Helga að-
stoðarleikskóla-
stjóri, Erlingur
framhaldsskólakenn-
ari og Vigdís, yfir-
læknir í Gautaborg,
gift Lars-Peter Sør-
ensen lyfjafræðingi.
Guðni lauk lands-
prófi í Reykjavík
1961 lærði vélvirkj-
un í vélsmiðjunni
Héðni og lauk prófi
úr undirbúnings-
deild Tækniskóla Ís-
lands. Þá hélt hann til Danmerk-
ur og lauk prófi í véltæknifræði
frá Tækniháskólanum í Álaborg
árið 1971. Guðni starfaði alla tíð
sem vélvirki og tæknifræðingur,
fyrst hjá teiknistofu SÍS, síðan
Sindra stáli, en síðustu árin rak
hann eigið fyrirtæki, Ura ehf.
Guðni var ókvæntur og barn-
laus.
Úför Guðna verður gerð frá
Áskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Síðasta bréfið frá Svíþjóð.
Besti bróðir!
Með þessari stuttu kveðju frá
Lundi viljum við minna þig á að þú
hefur alltaf verið mjög mikilvægur í
lífi okkar allra. Litla kyrrláta risíbúð-
in þín var alltaf vís sumarívera okkar.
Þú tókst því alltaf með jafnaðargeði,
þó að kyrrðin væri rofin af gráti og
hlátri, gamni og alvöru. Það var ekki
allt heilt eða á sama stað þegar sum-
arfjölskyldan þín hvarf til Svíþjóðar.
Það eru fáir staðir á Íslandi sem við
höfum ekki skoðað saman og tjaldað í
mörgum skjólgóðum hvömmum og
næðingssömum melum. Fyrst urðu
Ari og Tim þolinmæði þinnar aðnjót-
andi, svo Kalli með félögum sínum
Óskari og öðrum. Í lokin komum við
Karin með þriðja hópinn, Fjalar,
Unnu og nafna þinn Örn Guðna.
Loksins gátum við í litlum mæli end-
urgoldið gestrisnina, þegar þú hélst
nafna þínum undir skírn í fyrrasumar
þungt haldinn af veikindum. Þá fórum
við okkar síðustu ferð saman, um sól-
ríkan Skán.
Þú varst alltaf reiðubúinn að veita
okkur hjálp án nokkurrar endur-
kröfu. Það skipti engu máli hvernig
stóð á fyrir þér eða okkur; alltaf var
skjólshús og kröfulaus vinátta hjá
þér. Sama var hvort við vorum hrjáð
eða sæl, glöð eða reið; Blönduhlíðin
var opin fyrir okkur án skilyrða. Ef
lífið væri réttlátt, þannig að þeir sem
gefa mikið en krefjast lítils ættu langt
líf, þá yrði líf þitt lengra en flestra
annarra. En svo réttlátt er það ekki.
Mörg og löng símtöl milli landa um
einkamál og þjóðfélagsmál voru
merki um sterkan áhuga þinn, þótt þú
kappræddir ekki á stærri samkom-
um. Þó að höf og lönd hafi skilið okkur
að í mörg ár hefur sameiginlegur upp-
vöxtur og náin samvera allt frá leikj-
unum við Bræðraborg á Nautahjalla
og sem sessunautar alla skólatíð
fyrstu 15–16 árin bundið okkur sterk-
um böndum sem erfitt er að rjúfa.
Þegar þessi bönd endanlega rofna
veldur það sársauka sem erfitt er að
lýsa. Það verður tómt eftir þig og við
söknum þín takmarkalaust öllsömul,
Ari, Tim, Kalli, Fjalar, Unna, Örn
Guðni og Karin.
Þinn bróðir
Högni.
Í Prédikaranum segir, að öllu sé af-
mörkuð stund og að sérhver hlutur
undir himninum hafi sinn tíma. Að
fæðast hafi sinn tíma og að deyja hafi
sinn tíma.
Óhrekjanlegur sannleikur, mynd
upphafs og endis hér á jörðu.
Á páskadagsmorgun, þegar kirkju-
klukkur hringdu til upprisuhátíðar,
var Guðna Hanssyni afmörkuð stund.
Sjúkdómurinn, sem okkur varð ljós á
páskadag fyrir réttu ári, hafði sigrað,
sál hans reis upp af þjáðum líkama,
baráttunni var lokið, eilífðin ein var
eftir.
Guðni mágur minn var ljúfur
drengur, maður starfs og reglusemi.
Glaðværð hans var við brugðið, greið-
vikninni engin takmörk sett. Þeim í
fjölskyldunni, sem ekki eru banghag-
ir, var hann traust hjálparhella. Hann
var mikil barnagæla, þess nutu systk-
inabörn hans í ríkum mæli og síðar
börn þeirra.
Í öllu lífi stórfjölskyldunnar var
Guðni ómissandi, hljóðlátur en bros-
mildur. Í áratugi festi hann á filmu
augnablik sem annars væru löngu
gleymd, ótrúlegan sjóð minninga.
Guðni ferðaðist mikið, bæði innan-
lands, þar sem gjarnan var gengið um
ótroðnar slóðir og einnig erlendis.
Lengstu ferðina fórum við saman fyr-
ir sex árum til að heimsækja son okk-
ar hjóna, sem var við nám í Kína,
sáum keisarans hallir skína og príl-
uðum á múrnum. Síðustu ferðina fór
hann til Svíþjóðar á miðju liðnu sumri
og hélt þá bróðursyni sínum undir
skírn, sem fékk nafn hans.
Kjósin var hans annað heimili á
fullorðinsárunum. Hann var foreldr-
um sínum stoð og stytta við búskap-
inn, ekki síst eftir að heilsa þeirra fór
að þverra. Eftir að þau brugðu búi og
fluttu til Reykjavíkur var hann
óþreytandi við að liðsinna þeim.
Frændfólk hans í Kjósinni átti í hon-
um öflugan liðsmann við smíðar og
viðhald. Síðust vikuna dvaldi Guðni á
sjúkrahúsi. Þar vann hann að verk-
efni á tölvuna uns kraftana þraut.
Ljúfur drengur, bróðir, frændi og
mágur er horfinn á braut. Skarðið er
stórt, söknuðurinn er sár, staðreynd-
in óumflýjanleg.
Guðna Hanssyni hefur verið af-
mörkuð stund.
Bernharð Haraldsson.
Guðni var hetjan okkar krakkanna
á Hjalla. Hann gat gert við bíla og
traktorinn og allar vélarnar ef eitt-
hvað bilaði; hann var sannkallaður
þúsund þjala smiður. Og svo átti hann
líka fullkomna myndavél og tók alltaf
bestu myndirnar í fjölskyldunni.
Guðni var einstaklega barngóður
og þolinmóður og lét það ekki á sig fá
þótt á Hjalla þyrfti hann oft að vinna
með hóp af krökkum yfir sér, hvort
sem hann fékkst við flóknar vélavið-
gerðir eða vann að því að einangra og
klæða íbúðarhúsið. Hann útskýrði
frekar fyrir okkur hvað hann var að
gera, fékk okkur verkefni og gerði
okkur að þátttakendum í fram-
kvæmdunum. Og um leið kenndi hann
okkur svo ótalmargt. Ég man þegar
hann kenndi mér að halda á borvél.
Ég man þegar hann kenndi mér að
keyra traktor þótt ég næði vart niður
á pedalana. Ég man líka þegar hann
kenndi mér að láta gamla traktorinn
renna í gang á hlaðinu á Hjalla sem
var mikið ævintýri þótt vélstjórinn
ungi kæmi traktornum reyndar ekki í
gang fyrr en komið var langt niður á
tún!
Guðni var greiðvikinn með afbrigð-
um. Hann var jafnan boðinn og búinn
að hjálpa þegar einhver í fjölskyld-
unni stóð í verklegum framkvæmdum
og þar nutum við ríkulega handlagni
hans og traustrar verkþekkingar. Það
var líka gaman að vinna með Guðna,
spjalla um heima og geima, ekki síst
um stjórnmál sem hann hafði mikinn
áhuga á, og aldrei var langt í hæglát-
an húmorinn.
Guðni var að eðlisfari þrautseigur
og bjartsýnn. Sú lífsafstaða hans bil-
aði aldrei í erfiðu veikindastríði und-
anfarinna mánaða, jafnvel þótt í lokin
væri við ofurefli að eiga. Það er
óskaplega sárt að þurfa að kveðja
Guðna frænda svona snemma.
Haraldur Bernharðsson.
Ef þú vilt verða vitur þá skaltu setj-
ast niður og hlusta (afrískt máltæki).
Mig langar til að minnast föður-
bróður míns, Guðna Hanssonar.
Guðni var „litli bróðir“ hans pabba
þrátt fyrir að vera einungis 15 mán-
uðum yngri en hann, en milli allra
systkinanna frá Hjalla hefur alltaf
ríkt mikil væntumþykja.
Það var gaman þegar Guðni kom í
heimsókn heim á Hornafjörð. Í minn-
ingunni finnst mér eins og hann hafi
komið á hverju sumri og það var mikil
tilhlökkun ef maður vissi að hann
væri á leiðinni. Guðni hafði svo góða
nærveru. Hann var spurull og skipti
það engu hvort viðmælandinn var
ungur eða gamall, alltaf leið manni
eins og maður skipti máli í nærvist
hans. Þegar Guðni hélt svo af stað,
keyrandi suður eða austur um firði á
leið sinni um landið, þá slógumst við
fjölskyldan stundum í för með honum
áleiðis. Þá var alltaf skemmtilegast að
fá að sitja í hjá Guðna frænda.
Guðni var hjálpsamur maður. Þeg-
ar við systur hófum nám í Reykjavík
leituðum við oft til hans þegar okkur
vantaði hjálp, t.d. ef festa þurfti upp
gardínustöng eða ljós. Ógleymanlegt
er þegar Fíatinn okkar stöðvaðist á
miðjum gatnamótum á Miklubraut,
sökum þess að gírstöngin datt af! Þá
kom Guðni fyrst upp í hugann og auð-
vitað bjargaði hann okkur með bros á
vör.
Ég man varla eftir Guðna öðruvísi
en takandi myndir. Myndavélina
skildi hann sjaldnast við sig og þegar
við hittumst ættingjarnir þá tók hann
myndir af fjölskyldunni. Og hann
passaði það að taka alltaf myndir af
öllum sem mættir voru.
Þessar myndir af Guðna frænda
sem eru í fátækum orðum settar hér á
blað bera vitni um hjartahlýjan og
góðan dreng.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Kristín Hermannsdóttir
og fjölskylda.
GUÐNI
HANSSON
✝ Gylfi Gígja fædd-ist í Reykjavík 9.
júní 1936. Hann lést á
líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi
laugardaginn 26
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Geir Gígja náttúru-
fræðingur, f. 5. nóv.
1898, d. 6. okt 1981,
og Kristjana Gísla-
dóttir, f. 23. nóv.
1900, d. 15. apríl
1998. Alsystkini
Gylfa eru, Hulda, f.
29. ág. 1925, látin,
Björn Kristján, f. 10. okt. 1928,
látinn, Gunnar, f. 23. jan. 1932, lát-
inn, Haukur Haraldur, f. 22. nóv.
1933, og Guðmundur, f. 8. mars
1935, látinn. Samfeðra eru Guð-
mundur, f. 9. mars 1940, Elísabet,
8. mars 1944, Guðríður, f. 8. mars
1944, og Þorbjörg, f. 21. júní 1946.
Sammæðra er Sæbjörn Björnsson.
Árið 1957 kvæntist Gylfi Guð-
rúnu S. Magnúsdóttur, f. 12.1.
1936, þau skildu. Börn þeirra eru:
1) Hörður, skipasmiður, f. 16. maí
1954. 2) Kristjana,
hjúkrunarfræðing-
ur, f. 23. jan. 1956,
gift Kjartani Guð-
bjartssyni, börn:
Guðbjartur, Dæja
Björk, Guðrún Helga
og Davíð Kári. 3)
Davíð Hinrik, vél-
virki, f. 16. mars
1959, kvæntur Nínu
Ingimarsdóttur,
börn: Ingi Valur, Vil-
hjálmur Þór og Ingi-
björg Ellen. 4) Geir,
tæknistjóri, f. 3. des.
1960, í sambúð með
Guðrún Helgadóttur, börn: Matt-
hildur, Gylfi, Rakel og Sara. 5)
Friðrik, f. 13. nóv. 1961, í sambúð
með Kristínu Ösp Kristjánsdóttur,
börn: Heiðrún Villa, Kristján Örn,
Matthías Örn, Sandra Björk, Stef-
án Þór, Júlía Marie og Sævar
Steinn.
Gylfi var stálsmíðameistari og
vann að iðn sinni alla ævi.
Útför Gylfa verður gerð frá Ár-
bæjarkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 15.
Elsku pabbi. Þakka þér fyrir þann
tíma sem við áttum saman. Þakka
þér fyrir allt sem þú kenndir mér og
fyrir lífið sem þú gafst mér. Þú þurft-
ir að ganga í gegnum margt á lífsleið
þinni og oft var á brattann að sækja
en þér tókst það sem dýrmætast er,
að finna sjálfan þig, okkur börnin þín
og við fundum þig. Á síðustu og erf-
iðustu tímum lífs þíns kenndir þú
mér dýpstu merkingu æðruleysis,
trúar og hugrekkis.
Pabbi minn, ég þakka fyrir að hafa
fengið að annast þig í veikindum þín-
um og í mínum augum varst þú hetja
hvers dags, aldrei gafst þú meira né
var meira frá þér tekið, en bak þitt
var beint og brosið svo fallegt.
Mundu að þú varst og verður alltaf
elskaður.
Þín dóttir
Kristjana.
Sannleikurinn sagði; Orðið er andi
og Orðið er líf.
Nú dvelur þú í Orðinu og Orðið
dvelur í mér og saman erum við öll-
um stundum.
Geir.
Hæ, hæ. Þetta var kveðjan okkar
sem við notuðum alltaf þegar við
hittumst. Elsku kallinn minn, þær
eru svo blíðar minningarnar sem ég
á um okkar samveru gegnum árin,
þó sérstaklega þau síðustu. Alltaf
tókstu vel á móti mér og alltaf áttir
þú servíettu undir bollann minn. Til
þín var gott að koma og alltaf var ég
þakklátur fyrir þig og auðmjúkur yf-
ir því að hafa náð góðu sambandi við
þig aftur. Við misstum hvor af öðrum
alltof lengi en fundumst aftur sem
betur fer. Við áttum í sameiginlegri
baráttu, sem við gátum rætt fram og
aftur, stillt saman strengina og snúið
bökum saman. Þegar við vorum sam-
an var baráttan eintóm gleði. Þá
þvældust hlutirnir ekki mikið fyrir
okkur. Þá vorum við sáttir. Lífið þitt
var oft erfitt en samt varstu alltaf
svo jákvæður. Þú varst einfari, ekki
allra en þeir sem áttu þig að vini voru
ríkir. Síðustu árin áttir þú í baráttu
við illvígan sjúkdóm sem að lokum
lagði þig að velli. Það var barátta
sem þú einn háðir þótt við hin stæð-
um við hlið þér. Það var vont, svo
vont að horfa á þig, elsku pabbi, sjá
hvernig þrekið þvarr smátt og smátt
og af þér dró. Þú vissir hvað var
framundan og tókst á við það af full-
komnu æðruleysi. Þú varst flottur og
til fyrirmyndar. Svo hógvær og lít-
illátur, en samt svo stór og glæsileg-
ur. Í auðmýkt minni er ég þakklátur
því að hafa fengið lifa með þér þenn-
an tíma en í dag er þetta allt eitthvað
svo endanlegt. En í huganum er haf-
sjór yndislegra minninga sem þú
bjóst til handa okkur með lífi þínu.
Það mun ég varðveita.
Elsku besti pabbinn minn, farðu í
friði, ég er stoltur af því að hafa verið
sonur þinn og mundu bara að þú ert
elskaður. Í hjarta mínu er helgur
staður og þar býrð þú. Og ég kveð
þig með sömu kveðjunni og við not-
uðum alltaf … bæjó, þangað til næst!
Friðrik (Bibbi).
Elsku Gylfi, takk fyrir allt sem þú
gafst mér.
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig
við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Æðruleysisbænin.)
Góða ferð.
Þín tengdadóttir
Ösp.
Elsku afi. Það var svo sárt að
þurfa að kveðja þig og ég vildi óska
þess að þú hefðir verið lengur hjá
okkur. Ég er þakklát fyrir að hafa átt
þig að og þann tíma sem við áttum
saman en ég mun samt sakna þín svo
mikið. Ég reyni að hugsa um að nú
sért þú kominn á betri stað og að þú
sért ekki lengur fastur í veika lík-
amanum þínum. Ég er viss um að þér
líður vel núna og að þú eigir eftir að
gæta okkar allra. Mér mun alltaf
þykja vænt um þig og megi Guð
passa þig, elsku afi minn.
Þín dótturdóttir
Guðrún Helga.
Elsku Gylfi minn. Mig langar til að
kveðja þig, minn góði vinur, með ör-
fáum orðum. Það var svo sárt að
fylgjast með hvað hinn illvígi sjúk-
dómur fór illa með þig. En þú stóðst
allan tímann með reisn, friði og
æðruleysi.
Ég varð vitni að því hvað Friðrik
sonur þinn og kona hans stóðu þétt
við hlið þína því eins og máltækið
segir fellur eplið sjaldan langt frá
eikinni. Ég ber virðingu fyrir þeim.
Ég var svo heppin að kynnast
Gylfa fyrir sjö árum. Fyrstu fimm
árin hittumst við tvisvar í viku og átt-
um við létt og ljúft spjall saman. Það
er fátt dýrmætara í lífinu en góð fjöl-
skylda og góður og sannur vinur, því
það varst þú. Ég var svo lásönm, að
viku fyrir síðustu aðgerð þína hitti ég
þig í Kringlunni þar sem þú sast í
sófa til að hvíla þig. Þrekið var farið
að láta sig. Ég var að flýta mér en
settist þó við hliðina á þér og gleymdi
mér. Þar áttum við gott samtal í
hálfa klukkustund. Þá minningu ætla
ég að varðveita í hjarta mínu.
Ég held að það sé ekki ofsagt að þú
hafir verið einn glæsilegasti karl-
maður sem ég hefi kynnst. Þú varst
líka með óvenju þroskaða og heil-
brigða sál. Það hefði verið mjög til-
finningaflöt kona sem ekki sá þetta.
Þú varst skarpgreindur og gaman að
heyra hvað þú varst rökfastur þegar
þjóðmál voru til umræðu en alltaf var
prúðmennska og háttvísi sem voru
þín sérkenni. Þú varst virkilega góð
fyrirmynd. Það hefði ekki verið í þín-
um anda að ég reiddist Guði þó að
hann hafi tekið þig svo langt um ald-
ur fram.
Þess í stað ætla ég að biðja Guð og
englana að taka vel á móti þér þó svo
að ég þykist þess fullviss að svo hafi
verið gert.
Ég vil senda börnum þínum og
fjölskyldum þeirra mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Hittumst brosandi í næsta lífi þeg-
ar ég kem.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég get ekki breytt,
hugrekki til að breyta því,
sem ég get breytt,
og vit til að greina þar á milli.
(Æðruleysisbænin.)
Þín vinkona,
Elín Stefánsdóttir.
GYLFI
GÍGJA