Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 39 UMRÆÐAN Jakob Björnsson: „Mannkynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennuöldinni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu for- setans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóðfélaginu sem varð kringum undir- skriftasöfnun Umhverfisvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Vilj- um við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamn- ingana.“ Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu sam- ræmi við áður gefnar yfirlýsingar framkvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bíla- leigurnar.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöðunni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður framhalds- og háskólanáms í tónlist í land- inu.“ Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrðu ekki bankið þegar vágesturinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekning- arlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is TONY Blair hefur lýst því yfir að ákvörðun um að taka upp beinar viðræður við Tyrki um aðild að ESB sé sönnun fyrir því að þeir sem ótt- uðust „árekstur tveggja menningar- heima“ hafi á röngu að standa. Þarna er Blair að segja tóma vit- leysu. Þó að toppklíka í ESB taki einhverja slíka ákvörðun sannar það ekkert í þessum efnum. En nokkurra ára reynsla af veru Tyrkja í ESB gæti hins vegar sann- að ýmislegt og það er ekki víst að Tony Blair yrði sáttur við allt sem þá gæti komið fram. En þegar að því kemur verða trúlega aðrir leið- togar að glíma við hugsanlegar af- leiðingar þeirrar skammsýni sem virðist ráða hjá þeim sem nú stjórna málum. Sumir leiðtogar hafa talað um nýjan kafla í sögunni varðandi þetta mál og víst má það til sanns vegar færa. Einn þeirra er forsætis- ráðherra Hollands, en það er mikil spurning hvort hann tali þar í nafni Hollendinga almennt og hvort þeir séu tilbúnir til að blanda inn í menn- ingarheim sinn svo sem 1 milljón af Tyrkjum, því hvað er 1 milljón af 70? Það er heldur ekki víst að það verði nema svo sem 100.000 öfga- menn í þeim hópi, svo kvikmynda- gerðarmenn í Hollandi ættu vart að þurfa að óttast mikið í framtíðinni – eða hvað? Ég nefni þetta vegna þess að það hefur komið fram í fréttum að mikill fjöldi Tyrkja gæti vel hugsað sér að flytja úr heimalandinu til einhverra Evrópulanda, ef aðild að ESB næst í gegn. Þjóðverjar geta sjálfsagt lengi á sig blómum bætt í þessum efnum, enda heilu borgarhverfin í þeirra landi orðin al-tyrknesk og af- þýsk. Þannig skilar fjölmenningin sér í veruleikanum og sáir fyrir árekstrum í framtíðinni. Þegar virð- ist sums staðar komið að uppsker- unni hvað það varðar. Eitt af því sem hvað helst er í vegi fyrir því að þjóðir Evrópu geri sér grein fyrir hættunni sem því mun fylgja að opna álfuna fyrir inn- rás annarra þjóða, með þeim hætti sem hér um ræðir, er sú augljósa staðreynd að Evrópa er sem óðast að afkristnast. Þjóðir Evrópu leggja núorðið lítið upp úr kristindómi miðað við það sem var og telja því fátt mæla á móti því að múslímaríki taki sér stöðu innan þeirra vébanda. En málið er hins vegar ekki svo ein- falt. Múslímar eru yfirleitt menn sem taka trú sína alvarlega og hún er aflið sem ræður mestu í lífi þeirra. Það þýðir að verði Evrópa opnuð upp á gátt fyrir þeim verður álfan múslímsk eftir svo sem hálfa öld. Þeir sem taka trú sína alvarlega munu vaxa þeim sem gera það ekki yfir höfuð. Sagan sannar það og nægir þar að benda á að Rómaveldi, heimsveldi síns tíma, varð að beygja sig fyrir kristindóminum, sem þá var borinn uppi af mönnum sem tóku trú sína alvarlega. Niður- staðan getur ekki orðið önnur. Sú var tíðin að múslímar réðust yfir Pýreneafjöll inn í Frakkland en þá var Karl Martel til staðar og stöðvaði innrásina. Nú er enginn Karl Martel þar og Chirac forseti harla ólíklegur til slíkra afreka. Sú var tíðin að Tyrkir sátu um Vín- arborg meðan kristnu ríkin börðust hvert við annað. En þá sáu hinir kristnu leiðtogar hættuna og sam- einuðust gegn henni góðu heilli. Nú eru leiðtogar Evrópu hins vegar blindir og kristnin aðeins hefð og yf- irborðsmál. Vín mun því falla þegar þar að kemur og verða tekin innanfrá eins og aðrar höfuðborgir Evrópu. Hálf- máninn á eftir að blakta yfir álfunni í stað krossins! Múslímar munu vinna sigur í þessu óviðurkennda stríði, því þeir standa fast á sinni trú – öfugt við þjóðir Evrópu, sem virðast núorðið telja Mammon sinn eina guð. Það þarf eitthvað mikið að gerast til að þeirri fyrirsjáanlegu nið- urstöðu verði breytt úr þessu. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. Aðild Tyrkja að ESB Frá Rúnari Kristjánssyni NOKKRAR spurningar til Mark- úsar Arnar Antonssonar útvarps- stjóra í tilefni af grein hans í Morgunblaðinu á miðvikudaginn: Þú segir að starfsmenn frétta- stofunnar hafi „látið allt faglegt mat lönd og leið“ fyrirfram, er þeir lögðust gegn skipun Ívars Guð- mundssonar í fréttastjórastarfið forðum. Þeir einblíndu bara á að fá einn úr sínum hópi sem hæstráð- anda. Telur þú að það hafi verið óheppilegt fyrir fréttastofuna að Margrét Indriðadóttir var ráðin fréttastjóri, þegar þú lítur yfir 19 ára feril hennar? Hvaða faglega mat telur þú að fréttamenn hafi látið lönd og leið á sínum tíma? Telur þú að fréttastofa Útvarps- ins verði betur komin í höndum þess unga, reynslulitla manns sem nú hefur verið ráðinn í stöðu fréttastjóra Útvarps en til að mynda Friðriks Páls Jónssonar, sem hefur starfað nær 30 ár á fréttastofunni við góðan orðstír, var varafréttastjóri í mörg ár og hefur nú verið fréttastjóri í hálft ár? Þú segir að sú fullyrðing að ný- ráðinn fréttastjóri standist ekki faglegt mat sé fyrirsláttur. Hver telur þú að sé þá hin raunverulega ástæða fyrir því að fréttamenn- irnir telja hann ekki hæfan til að stjórna fréttastofunni? Mér finnst vera kominn tími til að menn segi það sem þeir meina. Ég velti því líka fyrir mér hvernig blaðamenn á Morgun- blaðinu brygðust við ef stjórn Ár- vakurs réði ungan, reynslulítinn mann í stöðu fréttaritstjóra. Ég sendi fyrrum félögum mínum á fréttastofunni bestu kveðjur og óska þeim alls góðs í þeirri erfiðu baráttu fyrir faglegri frétta- mennsku, sem þeir standa nú í. ÞORGRÍMUR GESTSSON, var fréttamaður á Útvarpinu á árunum 1983–1991. Faglegur fyrirsláttur? Frá Þorgrími Gestssyni JÆJA, nú getum við Íslendingar fagnað því að frægur snillingur telst nú einn af okkur. Hann hefur aldrei búið hér, en hvað með það, hann hef- ur ekki hreint sakavottorð, en hvað með það, hann er dálítið klikkaður, en hvað með það, hann á vafalaust eftir að verða baggi á skattborg- urum en hvað með það? Við fögnum þessu öll, ekki satt? Ég er ekkert svekkt yfir því að Bobby fái ríkisborgararétt á þennan hátt þó að mér undirritaðri hafi ver- ið gert að sækja um hann eftir lög- boðnum leiðum og það þrátt fyrir að eiga íslenska móður, hafa fæðst hér og alist upp meira eða minna til 16 ára aldurs. Og ekki skipti máli að þegar ég sótti um ríkisborgararétt- inn þá hafði ég búið í Reykjavík með Íslendingi í tíu ár og alið hon- um tvö sveinbörn, nei það skipti engu, ég sótti um eins og hver ann- ar nýbúi. En nú hafa hlutirnir breyst og for- dæmið hefur ver- ið gefið. Ég fagna því innilega vegna þess að nú getur tvíburabróðir minn sem býr í San Francisco fengið rík- isborgararétt NÚNA en ekki eftir að hafa búið hér í tvö ár eins og lögin kveða á um. Mundi minn, kæri bróðir, þú þarft ekki að búa á hér í tvö ár áður en þú sækir um íslenskan ríkisborgararétt eins og þér var sagt þegar þú kann- aðir það fyrir u.þ.b. þremur mán- uðum. Ég bendi þér einnig á að þú þarft ekki að vera með hreint saka- vottorð þannig að ekki væri úr vegi að hætta að borga skatta í Ameríku sem allra fyrst og safna dálitlu áður en þú kemur heim. Mundi minn, fljótlega geturðu fagnað með okkur, stoltur og stæltur (og kannski dálítið ríkur) Íslend- ingur eins og Bobby. Já, ég fagna þessu eins og allir landar hljóta að gera og þakka Fischer karlinum for- dæmið! TOBY SIGRÚN HERMAN, fjölskyldu-, náms- og starfsráðgjafi, Ægisgata 10, 101 Reykjavík. Fagna því að frægur snill- ingur telst nú einn af okkur Frá Toby Sigrúnu Herman Toby Sigrún Herman ÉG FAGNA ráðningu þinni að Rík- isútvarpinu. Ríkisútvarpið er eign okkar allra og því kemur það mér við sem hlust- anda og njótanda að þar sé valinn maður í hverju rúmi. Ég treysti yfirmönnum hverrar stofnunar til þess að ráða og reka fólk, enda bera þeir ábyrgð á öllum starfsmönnum. Í ljósi aðkomu þinnar í nýtt starf veit ég að þú munt leggja þig sér- staklega fram í því að gera þitt allra besta. Ég óska þér góðs gengis. PÁLL PÁLSSON, framkvæmdastjóri, Mánastíg 6, Hafnarfirði. Velkominn til starfa, Auðun Georg Ólafsson Frá Páli Pálssyni FYRIR mörgum árum keypti ég bókarkorn sem nefndist „Teach Yourself Salesmanship“. Í henni var lesandanum kennt hvernig hann ætti að verða góður sölumað- ur og afgreiða menn þannig að þeir hændust að fyrirtækinu og kæmu þangað aftur þegar þeir þyrftu á þeirri aðstoð að halda sem þar væri unnt að veita. Mörg atriði þessarar bókar lagði ég mér á hjarta, vonandi þeim til gagns og ánægju sem komu í bankann þar sem ég starfaði. En því miður var reynsla mín sú úti í þjóðfélaginu að víða væri afgreiðslufólk því fegnast að þeir sem álpuðust þangað inn hypjuðu sig sem fyrst út aftur. Og þeir afgreiðsluhættir hafa farið síversnandi í rás tímans. Frá einu slíku dæmi langar mig til að segja: Fyrir nokkrum árum skrifaði mér dönsk kona sem rak verslun með jólamerki og aðra bréfmiða sem mönnum þykir gaman að safna. Mér er meðfætt að vilja gjarnan gera mönnum greiða ef það er á mínu færi og því varð ég við bón konunnar. Hana vantaði það sem fáanlegt væri af jóla- merkjum Caritas á Íslandi. Caritas er alþjóðleg hjálp- arstofnun kaþólsku kirkjunnar. Ég sendi henni það sem til var, marg- ar arkir af sumum merkjunum, en önnur voru uppseld. Þetta sendi ég henni og reikning með upp á 875 danskar krónur. Hún svaraði mér hið snarasta og sendi mér tékka sem hún gaf út til mín fyrir upphæðinni. Caritas hefur reikning í Íslands- banka við Lækjargötu og þangað hélt ég nú til þess að leggja þetta inn á hann. Vingjarnleg stúlka var við kassann og sýndi ég henni tékkann. Hún varð hálf vandræða- leg og sagðist ekki vera viss um að bankinn gæti keypt þennan tékka, en hann gæti að minnsta kosti sett hann í innheimtu. Ég vissi af reynslunni að sú þjónusta væri síður en svo ókeypis, sérstaklega nú á þessum síðustu og verstu ok- urtímum, og spurði hana af hverju bankinn gæti ekki keypt þetta eins og hvern annan tékka. Hún spurði mig hvort ég hefði reikning í þess- um banka og mig langaði mest til að segja að um það mundi ég aldr- ei biðja, þegar ég sæi hvers konar þjónustu hann veitti. Ég sagði henni að ég væri bara í sendiferð fyrir gjaldkera Caritas. Nú vildi blessuð stúlkan allt fyrir mig gera og sagðist skyldu fara upp á loft og spyrja hana Grímhildi um þetta. Hún kom aftur að vörmu spori og sagði að Grímhildur teldi af og frá að kaupa þetta. Mér lá við að hreyta í stúlkuna ónotum en það gerir maður ekki við svona fallegar og vingjarnlegar stúlkur svo ég sagðist fara út í Landsbanka, skipta tékkanum þar og koma svo aftur með peningana. Þar var viðmótið allt annað og tékkinn var keyptur orðalaust. Ég sagði gjaldkeranum frá heimsókn minni í Íslandsbanka og viðtök- unum þar og ætlaði stúlkan ekki að trúa þeirri sögu. Sagði hún mér að þessa synjun gæti hún ekki kallað annað en „óliðlegheit og ef ég væri í þínum sporum mundi ég flytja þessa peninga í einhvern annan banka þar sem þjónustan er betri,“ sagði hún. Ég arkaði aftur út í Íslands- banka og lagði peningana inn á reikninginn og var það leyft án þess að nokkur fjandskapaðist út í mig fyrir það. Um leið og ég gekk út fór ég að velta því fyrir mér, hvers vegna þessi Grímhildur í Ís- landsbanka væri höfð uppi á lofti en ekki niðri til að veita við- skiptamönnum sína sérkennilegu þjónustu þar. Datt mér helst í hug, miðað við þessa afgreiðslu, að hún væri höfð þar til þess að óánægðir viðskiptamenn gengju ekki í skrokk á henni fyrir „ólið- legheitin“ eins og gjaldkerinn í Landsbankanum kallaði það. Ég skil vel að fégráðugir kaupsýslu- menn losi sig við starfsfólk í óða önn og dragi saman þjónustu þar sem unnt er. Það gera þeir til þess að geta eftir áramótin montað sig af fleiri milljörðum sem þeir hafi haft af almenningi, en hvað kemur opinberum banka til að neita við- skiptamönnum um þá þjónustu sem honum ber áreiðanlega að inna af hendi, það er mér ráðgáta. Nema þar sé á ferðinni leiðinlegt lundarfar starfsmanna sem njóti þess að vísa saklausu fólki í neðra, ef það dirfist að ónáða það. En eitt er víst, ég ætla að ráðleggja gjald- kera Caritas að flytja fé sitt í banka þar sem fólki er ekki vísað á dyr fyrir að vilja leggja inn hjá honum peninga. TORFI ÓLAFSSON, Melhaga 4, Reykjavík. Um afleita þjónustu Frá Torfa Ólafssyni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.