Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 53 DAGBÓK                       Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó alla föstudaga og ýmsar uppákomur. Vinnustofa og baðstofa opnaðar kl. 9, allir velkomn- ir. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10– 13 námskeið, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14–15 söngstund, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir leikritið Ástandið sunnudagskvöldið 3. apríl kl. 20 í Iðnó. Ath. breyttan sýningartíma. Næsta sýning verður miðvikudaginn 6. apríl kl. 14. Miðasala í Iðnó. Ath. allra síðustu sýningar. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Slökunarjóga og teygjur kl. 10.30 og kl. 11.30, félagsvist kl. 13 í Garðabergi. Furugerði 1 | Kl. 9, aðstoð við böðun, smíðar og útskurður. Kl. 14.15 söng- stund með Aðalheiði og Önnu Siggu. Allir velkomnir. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu, postulínsmáln- ing. Böðun virka daga f.h. Fótaað- gerðir. Háteigskirkja – Kvenfélag Háteigs- kirkju | Farið verður í vorferð að Stokkseyri og Eyrarbakka þriðjudag- inn 5. apríl frá Setrinu kl. 16.30. Skráning eftir hádegi laugardag og mánudag í síma 511 5405. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna, bútasaumur. Útskurður. Hár- greiðsla. Kl. 10 fótaaðgerð. Kl. 12 há- degismatur. Kl. 14 bingó. Kl. 15 kaffi. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Fjölbreytt námskeið og klúbbar af ýmsu tagi. Hárgreiðslu- stofa, fótaaðgerðarstofa og aðstoð við böðun. Skráning hafin í námskeið í framsögn og leiktúlkun í apríl. Kenn- ari Soffía Jakobsdóttir leikkona. Skráning hafin á námskeið í þæfingu. Allar upplýsingar í síma 568 3132. Norðurbrún 1 | Kl. 9 opin hárgreiðslu- stofa, kl. 9 myndlist, kl. 10 boccia, kl. 14 leikfimi, smíði. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14.30 hann- yrðir, kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs, kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sigvalda. Gott með kaffinu, allir velkomnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, leirmótun og hárgreiðsla kl. 9, morgunstund og fótsnyrting kl. 9.30, leikfimi kl. 10, bingó kl. 13.30 allir vel- komnir. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn föstudaga kl. 10. Kaffi og létt spjall. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja unga fólksins, samkoma kl. 19.30. bænastundin kl. 19 fyrir samkomu. Kirkja Jesú Krists, Hinna síðari daga heilögu, mormónar | Aðalráð- stefna kirkjunnar sem fer fram í Utah verður móttekin í kapellunni á ensku og íslensku sem hér segir: 2. apríl kl. 15–16.30 (ekki beint) og kl. 17–19 (beint) 3. apríl kl. 9–11 (ekki beint), kl. 12–14 (ekki beint) og kl. 16–18 (beint). Allir velkomnir. Laugarneskirkja | Samtals- og bænahelgi Laugarneskirkju er haldin í Vatnaskógi um helgina. Hjónin Vig- fús Bjarni Albertsson cand.theol. MTH og Valdís Ösp Ívarsdóttir mast- er í fjölskyldu- og fíkniráðgjöf fjalla um samskipti og fjölskyldutengsl kl. 10 í fyrramálið. Frjálst að koma og fara. Matur og gisting í boði. Gallerí Skuggi Sunnudaginn 3. apríl, kl. 17, lýkur sýningu Önnu Jóa og Ólafar Oddgeirsdóttur Mæramerking II í Galleríi Skugga, Hverfisgötu 39. Gallerí Skuggi er opið fimmtu- daga til sunnudaga kl. 13–17. Að- gangur er ókeypis. Hafnarborg Sýningu Jónínu Guðnadóttur, Vötnin kvik, og sýningu banda- rísku listakonunnar Barböru Westman, Adam og Eva og Minn- ismyndir frá Vestmannaeyjum, lýkur á mánudag. Sýningarnar eru opnar kl. 11 til 17. Listasafn ASÍ Sunnudaginn 3. apríl lýkur tveimur sýningum í Listasafni ASÍ, sýningu Sigrid Valtingojer „Hörund jarðar“ og sýningu Kristínar Sigfríðar Garðarsdóttur „Handleikur“. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis. Sýningum lýkur LÍNA Langsokkur hefur átt langa viðdvöl í Borgarleikhúsinu að þessu sinni. Fyrsta sýningin var í september haustið 2003. Lína ætlaði upphaflega að drífa sig í siglingu til suðurhafseyja með pabba sínum fyrir páskana, en hún frestaði för og gaf færi á tveimur sýningum til viðbótar. Enn eru nokkur sæti laus á sýn- ingarnar á laugardag og sunnu- dag. Ilmur Kristjánsdóttir leikur Línu Langsokk en auk hennar taka fjölmargir leikarar og dans- arar þátt í sýningunni að ógleymdum apanum herra Níels og hestinum góða. Það er María Reyndal sem leikstýrir Línu Langsokk. Morgunblaðið/Kristinn Lína á förum ÞVÍ er fagnað víða um lönd um þessar mundir að H.C. And- ersen hefði orð- ið 200 ára á þessu ári, nánar tiltekið laug- ardaginn 2. apr- íl. Af því tilefni verður afmæl- isveisla í Leik- húskjallaranum þennan dag frá kl. 15–17. Boðið verður upp á ævin- týralega dagskrá fyrir gesti og gangandi á laugardaginn. Persónur og tón- listarmenn úr hinni sprellfjörugu fjölskyldusýningu Klaufar og kóngs- dætur, sem byggist á ævintýraheimi H.C. Andersen, munu að sjálfsögðu líta við í afmælisveislunni. Gísli Marteinn Baldursson, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og Þórarinn Eldjárn munu lesa uppáhaldsævintýri sitt eftir skáldið sem einnig lítur við í eigin persónu! Þá geta fingrafimir gestir spreytt sig í klippimyndagerð. Dómnefnd mun velja athyglisverðustu klippimyndina. Umsjón með dagskránni hefur Ágústa Skúladóttir sem jafnframt er leikstjóri Klaufa og kóngsdætra. Léttar veitingar verða til sölu en aðgangur er ókeypis. Afmælisveisla fyrir H.C. Andersen BELGÍSKA listakonan Leen Voet sýnir nú innsetningu í Nýlistasafninu og ber hún titilinn Limbo. Leen Voet hefur að því er Netið gefur upplýs- ingar um unnið í margvíslega miðla, málverk og módel en ekki síst skyggnur og hefur að því að mér skilst m.a. sýnt skyggnur af eigin málverkum. Hún hefur því að ein- hverju leyti sérhæft sig í þeim miðli og eiginleikum hans. Innsetningin Limbo er nokkurs konar stór kassi sem áhorfandinn gengur inn í og þar má finna stóla fyrir áhugasama. Inni í kassanum/ herberginu varpar Voet skyggnum af tómum áhorfendabekkjum, af ljós- mynd af svarthvítri ljósmynd af landslagi með trjám, og mynd af við- vaningslegri teikningu af fjallakofa á vegg. Síðan sýnir hún DVD mynd af ljósmyndinni af ljósmyndinni af landslaginu utan á kassanum/ her- berginu. Leen Voet einbeitir sér í þessu verki að skynjun áhorfandans, af upplifun okkar á myndum og myndum af myndum. Í texta með verkinu, sem er á svo vondri ensku að erfitt er að ráða í hann, er m.a. spurt „Does the image of the rephoto- graphed photo strokes with the orig- inal depiction of a landscape?“ Hvað orðið „strokes“ merkir hér er hægt að ímynda sér með góðum vilja sem einhvers konar tengingu, en mál- fræðilega séð er þetta bull. Næsta spurning er hvort myndin sé ljós- mynduð sem þrívíður hlutur og þar- afleiðandi sem þrívíður raunveru- leiki? Spurning er hvort áhorfandinn hafi áhuga á að reyna að svara því, en margt og mikið hefur verið rætt og ritað um eðli ljósmynda og tengsl þeirra við raunveruleikann. En ég mæli með því að Nýlistasafnið fái sér enskumælandi manneskju til að yf- irfara texta erlendra listamanna, eða hreinlega þýða þá á íslensku. Þá sleppur áhorfandinn við að ráða í setningar á borð við: „Besides circling within a frame of an earlier existing photograph, and an at that image related context …“ o.s.frv. Ég get ekki ímyndað mér hver upp- haflega setningin sem þýdd er sem „and an at that image ...“ hefur verið. Og hér er á ferðinni listakona sem leitast við að koma vitsmunalegri og hugmyndafræðilegri innsetningu á framfæri. Hugmyndir Leen Voet um birting- armyndir raunveruleikans og myndir af myndum eru ekki nýjar af nálinni og það þarf töluvert hugmyndaflug hjá listamönnum til þess að skapa áhugaverð listaverk er byggja á slík- um hugmyndum í dag. Innsetning Voet nær engan veginn að vekja áhuga áhorfandans eða kveikja með honum vangaveltur um tengsl raun- veruleika, hluta, ljósmynda eða mynda af myndum. Hér eimir líka enn sterklega eftir af hugmyndafræði listamanna á síðari hluta síðustu ald- ar sem forðuðust hið persónulega eins og heitan eldinn af ótta við að detta í pytt takmarkalausrar og til- gangslausrar sjálfstjáningar. En per- sónulegt þarf ekki að vera tengt einkaheimi listamannsins, persónuleg sýn getur allt eins verið abstrakt. Einhverja sýn skortir alla vega í þetta verk, eitthvað sem kemur áhorfandanum af stað, einhvern neista. Mynd af mynd af … MYNDLIST Nýlistasafnið Til 10. apríl. Nýlistasafnið er opið mið- vikudaga til sunnudaga kl. 13–17. Limbo, Skyggnur, Leen Voet Ragna Sigurðardóttir Staðurogstund http://www.mbl.is/sos „ÞETTA verður að stórum hluta íslensk sönglög frá aldamót- um 1900 til okkar tíma, nokkur þýsk ljóð og þrjár óperu- aríur,“ segir Kristinn Sigmundsson söngv- ari um efnisskrá þeirra Jónasar Ingi- mundarsonar á fyr- irhuguðu tónleika- ferðalagi þeirra um Norðurlönd í maí. Norræni menning- arsjóðurinn hefur styrkt þá félaga um 750 þúsund krónur til fararinnar, en í umsögn sjóðsins sagði að fátítt væri að þekktir ís- lenskir tónlistarmenn færu í tón- leikaferðir um Norðurlönd til að flytja klassíska tónlist. Því væri það mikilvægt að Norðurlandabúar gætu séð að Íslendingar ættu tón- listarmenn í fremstu röð, og fengju að upplifa íslenska tónlist. „Við byrjum í Ósló, en það hittist þannig á að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður í opinberri heimsókn þar á þessum tíma. Við syngjum því þar á vegum forsæt- isráðuneytisins 16. maí. Daginn eft- ir verðum við í Kaupmannahöfn, 18. í Stokkhólmi og 20. í Helsinki.“ Kristinn segir að það hafi verið draumur þeirra Jónasar lengi að syngja á Norðurlöndunum, en það hafi verið Svavar Gestsson, sendi- herra í Stokkhólmi, sem átti frum- kvæðið að ferð þeirra nú. Um þessar mundir er Kristinn að syngja í Valkyrjunni eftir Wagner í Napólí, en kemur heim í byrjun apríl. Þeir Jónas verða með tónleika í Salnum 19. apríl, með þýskum ljóðum, og masterklassa dagana þar á eftir. Kristinn syngur svo á óperutónleikum Sinfóníuhljómsveit- arinnar í lok apríl þar sem óperan Fordæming Fásts eftir Berlioz verður flutt. Tónlist | Kristinn og Jónas fá norræn- an styrk til að halda í tónleikaferð Jónas Ingimundarson og Kristinn Sigmundsson syngja fyrir Norðurlandabúa á næstunni. Draumur að syngja á Norðurlöndunum begga@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart MENNING ÍSLENSKA óperan og Listaháskóli Íslands starfa saman að Óperu- stúdíóí annað árið í röð og að þessu sinni er það óperan Apótekarinn eftir Haydn sem verður frumsýnd í Íslensku óperunni 29. apríl nk. en sýningar standa til 10. maí. Íslenska óperan og Íslandsbanki gerðu með sér samstarfssamning í haust sem felur í sér að Íslands- banki kostar verkefnið að hluta til. Þátttakendur í Óperustúdíóínu eru nemendur í tónlistarskólum á höf- uðborgarsvæðinu og hafa krakk- arnir sótt námskeið í leikrænni tjáningu hjá Kára Halldóri í Listaháskólanum. Í framhaldi af því taka nú við æfingar í Óperunni und- ir handleiðslu Ingólfs Níelsar Árna- sonar leikstjóra og Kurt Kopeckys hljómsveitarastjóra. Verkefnið er hluti af Vorhátíð Listaháskólans en Útskriftar- tónleikar hans eru samtímis sýn- ingum óperunnar. Alls verða 5 sýn- ingar á Apótekaranum í Óperunni og er aðgangur ókeypis. Einsöngvarar í sýningunni eru Jóna Fanney Svavarsdóttir, Ólafía Línberg Jensdóttir, Guðbjörg Sand- holt, Sólveig Samúelsdóttir sem skipta með sér tveimur aðalkven- hlutverkunum. Erlendur Elvarsson og Þorvaldur Þorvaldsson syngja aðalkarlhlutverkin. Æfingar hafnar á Apótekaranum www.opera.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.