Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 35 UMRÆÐAN Í SKÝRSLU sem The Fraser Institue í Kanada gaf út og fjallaði um kanadiska heilbrigðiskerfið 2004 kom fram ný hugmynd um mat á heilbrigðiskerfum OECD-landanna. Í skýrslunni kemur fram að 42,5% kostn- aðar fara til að þjóna fólki sem er 65 ára og eldra. Þær þjóðir sem fjallað er um eru tölu- vert mismunandi að aldurssamsetningu, t.d. eru 11,6 % Ís- lendinga og 12,6 % Kanadamanna yfir þessum aldri. Með- altalið í OECD-löndunum er 14,6 %. Kanadamennirnir telja því nauð- synlegt þegar verið er að bera saman kostnað hinna ýmsu þjóða, sem hlutfall af vergri þjóðarfram- leiðslu, að taka tillit til aldurs- samsetningarinnar. Niðurstaðan er sú að heilbrigðisþjónusta Kan- ada og Íslands er dýrust allra þessara þjóða, þ.e. 10,8% af vergri þjóðarframleiðslu. Það er því ljóst að með mikilli fjölgun fólks á þess- um aldri og auknu langlífi mun kostnaður heilbrigðisþjónustu á Íslandi vaxa mjög á næstu árum. Fjármögnun þjónustunnar Á undaförnum aldarfjórðungi hefur rekstur meginhluta kerfisins á Íslandi verið fjármagnaður á föstum fjárlögum. Á síðasta ári gaf OECD út skýrslu um rekstur heilbrigðiskerfanna sem þeir kalla „Towards High-Performing Health Systems“. Þar telur OECD að föst fjárlög stuðli að óhagkvæmni í rekstri en afkastastengd fjár- mögnun leiði til aukinna afkasta og meiri hagkvæmni. Öll lönd í þessum hópi hafa því tekið upp af- kastatengda fjármögnun nema við Íslendingar. DRG-fjármögnunarkerfið Fyrir aldarfjórðungi fékk trygg- ingakerfi aldraðra í Bandaríkj- unum (Medicare) starfsmenn Yale- háskólans til að skoða hvernig best væri að koma greiðslum fyrir nauðsynlega þjónustu fyrir. Kerfi var búið til þar sem kostnaður var greindur fyrir hvern sjúkling og þeim síðan skipað í hópa eftir sjúkdómsgreiningu og meðferð (Diagnosis Related Groups). Kostnaður við rekstur Medicare- kerfisins lækkaði um 30%, þegar þetta kerfi var tekið í notkun og fjöldi illa rekinna spítala varð ein- faldlega gjaldþrota. DRG-kerfið hefur síðan verið tek- ið upp um allan heim, t.d öllum löndum inn- an OECD nema á Ís- landi. Við erum í þessum efnum meira en áratug á eftir hin- um Norðurlöndunum. Þetta kerfi er eingöngu ætlað til notkunar í bráða- þjónustu vefrænna (somatiskra) sjúk- dóma. Kerfið nær í dag einnig til ferli- þjónustu sjúklinga þessara sviða , DRG-O. Önnur kerfi hafa verið búin til fyrir öldr- unarþjónstu (RAI), svipað kerfi fyrir geðsjúkdómaþjónustu (RAI- Mentalhealth) og FIM kerfi fyrir endurhæfingu. Breytt fjármögnun Landspítala Þegar rekstur Landspítala er skoðaður er nauðsynlegt að greina kostnað niður á DRG-svið og hin sviðin. Rekstur DRG-sviðanna (þ.e. lyflækningasvið I og II, skurðlækningasvið, svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusvið, barnasvið, kvennasvið, slysa- og bráðasvið) er um tveir þriðju hlut- ar af heildarreksturskostnaði. Því erum við að tala um u.þ.b. 19 milljarða króna á árinu 2003. Fjöldi innlagðra sjúklinga þessara sviða er rúmlega 28 þúsund. Það þýðir um 30 þúsund DRG- einingar. Ferlistarfsemi LSH er ótrúlega lítil miðað við þróun í öðrum löndum. Gera má ráð fyrir að þessi ferlistarfsemi ásamt slysadeild sé um 10 þúsund ein- ingar. Þessar tölur um fjölda DRG-eininga eru ekki nákvæmar en auðvelt væri að leiðrétta þær þegar betri upplýsingar liggja fyr- ir. En samkvæmt því er með- alkostnaður á DRG-einingu um 450–475 þúsund krónur. Miðað við önnur lönd er þetta há tala. Við skoðun á tölum frá Norðurlöndum er hún nálægt 300 þúsund krónur. Reikna má hinsvegar með óeðli- lega háu gengi íslensku krónunnar svo að erum kannski að tala um 330–350 þúsund krónur til sam- anburðar. Ef þetta er nálægt sannleik- anum hljóta menn að velta fyrir sér af hverju LSH er svona dýr stofnun. Flatur niðurskurður er röng aðferð og kostnaðarsöm. Fjöldi hjúkrunarsjúklinga á bráða- deildum skiptir tugum á hverjum degi. Það kostar kerfið hundruð milljóna á hverju ári. Það er flest- um sem hafa skoðað sameiningu spítala í öðrum löndum ljóst að hagræðing næst ekki nema hægt sé að flytja meginstarfsemi spít- alans á einn stað. Það má áætla, samkvæmt reynslu erlendis frá, að það tapist 1–1,5 milljarðar króna á ári í rekstri spítalans. Samkvæmt þeirri stefnu sem nú er fylgt í uppbyggingu spítalans mun það taka 10–15 ár að ná því takmarki og því má reikna 10–15 milljarða króna í kostnað í viðbót við bygg- ingakostnað upp á 40–50 milljarða króna. Rekstur heilbrigðis- þjónustu á Íslandi Það er því enginn vafi á að rekstur heilbrigðisþjónustu á Ís- landi er í röngum farvegi. Fram- sóknarmenn hafa nú stjórnað þessum málaflokki samfellt í heil- an áratug. Skilningur þeirra á rekstri þessarar þjónustu er rang- ur. Það gildir hér eins og í öllum öðrum rekstri að menn verða að þekkja hvernig kostnaðurinn verð- ur til og síðan verður að finna leið- ir til að fá sem mesta þjónustu fyrir það fé sem veitt er til henn- ar. Þetta hefur verið gert í öllum nágrannalöndum okkar með góð- um árangri. Hagsmunir þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda í framtíðinni skiptir öllu máli. Það þarf ekki meira fjármagn til reksturs heilbrigðisþjónustunnar hér á landi. Það þarf að nota það fjármagn sem er fyrir hendi rétt með hagsmuni almennings í huga. Dýrt heilbrigðiskerfi Ólafur Örn Arnarson fjallar um kostnað við rekstur heilbrigðis- þjónustunnar hér á landi ’Það þarf ekki meirafjármagn til reksturs heilbrigðisþjónustunnar hér á landi. Það þarf að nota það fjármagn sem er fyrir hendi rétt með hagsmuni almennings í huga.‘ Ólafur Örn Arnarson Höfundur er læknir. ÞAÐ FARA fáir í fötin hennar Margrétar Indriðadóttur þegar hún tekur sér penna í hönd. Þar fer saman rökfesta, yfirsýn og orð- snilld. „Öll þau 36 ár sem ég vann á frétta- stofu útvarps leit ég svo á að ég væri í þjónustu almennings, hlustenda,“ sagði Mar- grét í ræðu sem hún flutti á Hvanneyri þegar henni voru af- hent Nordfag- verðlaunin nokkrum árum eftir að hún lét af starfi. Þetta eru verðlaun norrænna ríkisútvarps- og sjón- varpsstöðva og Mar- grét fékk þau fyrir frábært framlag til fréttaflutnings í útvarpi. Þegar einn dómnefndarmanna stakk upp á Margréti Indriðadóttur voru allir hinir sammála um að enginn annar kæmi þá til greina. Þeir sem reyna að kveða Mar- gréti Indriðadóttur í kútinn grípa gjarnan til útúrsnúninga. Þannig fer fyrir útvarpsstjóra RÚV þegar hann svarar grein hennar um fag- mennsku. (Greinin birtist í Morg- unblaðinu 29. mars, svarið daginn eftir.) Fréttastjóramálið nú og fréttastjóramálið gamla frá árinu 1968 er af gerólíkum toga. Nú er ráðinn fréttastjóri sem getur engan veginn talist fagmaður í frétta- mennsku og gengið framhjá hópi umsækjenda sem allir eru fagmenn. Í fréttastjóramálinu gamla voru tveir umsækjendur, báðir fagmenn eins og Margrét Indriðadóttir, benti á. Ívar Guðmundsson var ráð- inn og það gátu fréttamenn og aðr- ir samstarfsmenn hennar ekki sætt sig við þar sem þeir töldu hana hæfari. Þar með var ekki kastað neinni rýrð á Ívar Guðmundsson en hann hafði dvalist lengi erlendis og gat því ekki verið þaulkunnugur ís- lensku þjóðlífi eins og Margrét sem hafði starfað óslitið í blaða- og fréttamennsku, fyrst á Morg- unblaðinu, síðan í nær tvo áratugi á útvarpinu, verið þar vara- fréttastjóri og gegnt fréttastjóra- starfi eftir að Jón Magnússon féll frá. Í ræðunni á Hvanneyri minntist Margrét fyrirrennara síns. „Ég var svo lánsöm að alast upp á frétta- stofunni hjá Jóni Magnússyni, vammlausum heiðurs- og gáfu- manni.“ Við skyndilegt fráfall Jóns var trúlega fyrsta hugsun margra að eftirmaður hans yrði vandfund- inn. En við sem höfðum unnið með Margréti Indriðadóttur treystum henni til að feta í fótspor lærimeist- arans og báðum hana um að sækja um starfið. Hún hafði sýnt og sann- að að hún gat stjórnað fréttastof- unni með prýði og einurð. „Ef þið hafið góða samvisku hafið þið ekk- ert að óttast,“ voru kjörorð hennar. Hún hafði líka frábært vald á ís- lensku máli og var ljúfur og kíminn kennari okkar nýgræðinganna en þá þótti sjálfsagt að fréttastjóri væri jafnframt málfarsráðunautur. Svo var það jafnréttisbaráttan. Var það út af því að Margrét var kona að gengið var framhjá henni við stöðuveitinguna? Það þótti mörgum stuðningsmönnum hennar af báðum kynjum. Löngu seinna, þegar Mar- grét hafði verið farsæll fréttastjóri í mörg ár, spurði kunningi eins fréttamanns af karlkyni hann að því hvort ekki væri óþægilegt að yfirmaðurinn væri kona. „Hún er besti yfirmaður sem ég hef haft,“ var svarið. Við erum mörg sem get- um tekið undir þessi orð. Margrét hafði einstakt lag á fólki. Hún stjórnaði án þess að nokkur tæki eftir því að hún væri að stjórna. Hún sagði fólki til og leiðrétti vit- leysur án þess að tala niður til nokkurs. Hún naut trausts, virð- ingar og væntumþykju undirmann- anna sinna – hundrað prósent. Áður fyrr voru fréttamenn ráðnir til reynslu áður en þeir gátu sótt um fast starf. En fyrir allmörgum árum var tekin upp sú regla að sá, sem sækir um starf á fréttastof- unni, yrði að hafa staðist sérstakt fréttamannapróf og sýndi þannig fram á að hann væri gjaldgengur. Þeir sem þreytt hafa þetta próf hafa komið úr ýmsum áttum enda alltaf stefna fréttastjóranna á út- varpinu að fá menntað fólk á mörg- um sviðum. Þar er hægt að ráða til starfa fólk sem hefur aldrei komið nálægt fréttamennsku en það verð- ur að byrja á byrjunarreit í faginu og læra það. Hjúkrunarfræðingur er ekki ráðinn yfirmaður á lög- fræðiskrifstofu og lögfræðingur er ekki gerður að hjúkrunarforstjóra. Báða væri hægt að ráða sem byrj- endur í fréttamennsku stæðust þeir prófið en alls ekki í starf yfir- manns. Og eftir margra ára reynslu gætu þeir orðið prýðilegir frétta- stjórar. Ef Auðun Georg Ólafsson hefur áhuga á að vinna á fréttastofu út- varpsins ætti hann bara að drífa sig í næsta fréttamannapróf og ef hann stenst það getur hann sótt um starf næst þegar það verður auglýst. Honum yrði áreiðanlega vel tekið. Á fréttastofu útvarpsins er góður starfsandi og reyndir fréttamenn reiðubúnir að stíga í ístaðið með nýliðum. Enn um fagmennsku Árni Gunnarsson og Margrét E. Jónsdóttir fjalla um ráðningu fréttastjóra RÚV ’Þeir sem reyna aðkveða Margréti Indriðadóttur í kútinn grípa gjarnan til útúrsnúninga. Þannig fer fyrir útvarpsstjóra RÚV þegar hann svarar grein hennar um fagmennsku.‘ Árni Gunnarsson Árni starfaði með Margréti Indriða- dóttur í rúman áratug. Margrét starf- aði með henni í 25 ár. Margrét E. Jónsdóttir NÚ ER íþróttafélagið Valur að hefja uppbyggingu á Hlíðarenda. Stendur til að byggja þar nýtt íþróttahús, íbúðir og húsnæði undir fyrirtæki. Mannvirkin munu skila Val auknum tekjum til öflugrar starfsemi í framtíðinni. Háskólinn í Reykjavík er að leita sér að framtíðarlóð. Reykjavíkurborg og Garðabær keppast um að fá skólann til sín. Metnaðurinn í Garða- bæ er að vekja Reyk- víkinga af værum svefni. Hér er hugmynd handa ykkur: Teiknið almenni- legan háskóla við íþróttasvæði Vals. Há- skólanám og íþrótta- iðkun fara vel saman. Það vita stjórnendur bestu háskóla heims, enda er þar góð íþróttaaðstaða lyk- ilatriði. Sjálfur hef ég komið í Columbia- háskólann í New York, það er upplifun að koma þangað. Guð- finna rektor hefur ef- laust séð margan er- lendan háskólann, og þann metnað og keppn- isanda sem þar svífur yfir. Hví skyldi hún ekki vilja reisa háskóla í samvinnu við Valsmenn? Báðir myndu hagnast verulega, á því er enginn vafi. Framundan er uppbygging nýs sjúkrahúss milli Landspítalans og Umferðarmiðstöðvarinnar. Þar er einnig gert ráð fyrir lóð undir há- tæknifyrirtæki og hótel, skv. skipu- lagshugmyndum. Ef HR hyggst bjóða í framtíðinni upp á nám í líf- tæknivísindum er gott að hafa þetta hlið við hlið. Nálægð við HÍ skapar enn meiri samkeppni, og er til góðs. Framtíð Íslands liggur í betri mennt- un og aðstöðu, samfélagið er að átta sig. Í skýrslu á vegum Reykjavík- urborgar um færslu Hringbrautar á bls. 5 (sjá slóð neðst) má sjá teikningu af svæðinu eins og áformað er að það líti út. Knattspyrnuvellir, íbúðablokk og fyrirtæki. Þetta eru byggingarnar vinstra megin við Hringbrautina. Valsmenn hafa lagt mikla vinnu á sig við gerð þessara áætlana. Málið er að það er hægt að gera miklu betur. Það sem gert er til bráðabirgða hefur til- hneigingu til að verða varanlegt. Há- skóli Íslands, með um átta þúsund nemendur, hefur afar lélega íþrótta- aðstöðu fyrir nemendur. Þetta er árið 2005. Byggjum upp alvöru íslenskan „háskólacampus“ undir Háskólann í Reykjavík og gerum það af metnaði. Stórhugur borgar sig, nýjasta dæmið er Laugar í Laugardal. Við byggjum bara einu sinni í Vatns- mýrinni, gerum það vel og hugsum málið til enda. Hver stórviðburð- urinn rekur annan þessa dagana í menningarlíf- inu. Þetta eru viðburðir á heimsmælikvarða, sem lyfta okkur á æðra plan í gráma hversdags- ins. Þarna er hæfi- leikafólk á ferð sem gleður okkur eina kvöld- stund. Áhrifin vara, ef vel heppnast í nokkra daga á eftir, hjá sumum lengur. Landinn nýtur þess- ara viðburða vegna ein- staklinga sem skipu- leggja atburðina, þeir eru í samkeppni um áhorfendur og vita að það er til stór hópur fólks sem vill gæði og er tilbúinn að greiða fyrir þau. Nýbyggingar eru stórviðburðir engu að síður. Akureyringar eru með á nótunum, nýbúnir að halda sam- keppni um miðbæinn og fengu 140 til- lögur víða að úr heiminum. Betur sjá augu en auga. Stefnum að varanlegum stór- viðburði að Hlíðarenda, á heims- mælikvarða. Íslenskir námsmenn og íþróttaiðkendur eiga það skilið, sem og Reykvíkingar allir. HR og Valur – íþrótta- félag og háskóli á heimsmælikvarða Sigurður Anton Ólafsson fjallar um lóð fyrir Háskóla Reykjavíkur Sigurður Anton Ólafsson ’Teiknið almennilegan háskóla við íþróttasvæði Vals. Háskóla- nám og íþrótta- iðkun fara vel saman.‘ Höfundur er nemi í háskólanemi og áhugamaður um betri Reykjavík. TENGLAR .............................................. http://www.rut.rvk.is/upload/files/ hringbraut_mars04.pdf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.