Morgunblaðið - 01.04.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 01.04.2005, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                               GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra segir rétt að undirstrika að þótt gert sé ráð fyrir umtalsverðri lækkun framleiðslustyrkja í styrkja- kerfi landbúnaðarins á komandi ár- um, í tengslum við DOHA-viðræður um aukið frelsi í alþjóðaviðskiptum á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar, WTO, muni krónutala styrkja til landbúnaðarins ekki lækka. Breyta þurfi formi styrkjanna úr framleiðslutengdum styrkjum (gul- um styrkjum) í óframleiðslutengda styrki (græna styrki). Í nágranna- löndunum hefur verið unnið að breyttu styrkjakerfi með þessum hætti, og m.a. breytt úr styrkjum þar sem greidd var tiltekin upphæð til bænda á mjólkurlítra, svo dæmi séu nefnd, yfir í ákveðinn styrk á hvert býli, eða önnur form styrkja. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvernig breyttum stuðningi við landbúnað- inn verður háttað hér á landi. „Þegar lagt var upp í þessa WTO- samninga þá gerðu menn sér grein fyrir því að það yrðu breytingar, ekki síst á þessu sviði. Það var krafa stóru þjóðanna. Þannig að við höfum verið vel upplýstir um það og við höfum gert ráð fyrir því í öllum okkar samn- ingum að það gætu orðið breytingar frá því að vera framleiðslustyrkir yf- ir í að stuðningurinn verði að vera með öðrum hætti, meira í grænum greiðslum eða einhverju slíku.“ Í mjólkursamningi sem gerður var í fyrra við bændur hafi t.a.m. verið ákvæði um að hægt yrði að breyta styrkfyrirkomulagi ef WTO-samn- ingagerðin þróaðist í þessa veru. „Þetta eru ekkert nýjar upplýs- ingar fyrir okkur, við höfum vitað þetta allan þennan tíma,“ segir Guðni. Þess má geta að stefnt er að því að samkomulag í DOHA-samningalot- unni liggi að mestu leyti fyrir á ráð- herrafundi sem haldinn er í Hong Kong í desember á þessu ári. Þá þarf að útfæra samninginn og má gera ráð fyrir að hann taki gildi í fyrsta lagi 1. janúar 2008 hér á landi. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra um DOHA-viðræðurnar Krónutala mun ekki lækka Eftir Kristján Geir Pétursson kristjan@mbl.is ÍSLENSK olíumiðlun ehf., nýtt olíu- sölufélag sem stofnað var í fyrra, er að hefja olíusölu til skipa í Neskaup- stað á næstu dögum. Félagið er í meirihlutaeigu danska olíufélagsins Malik Supply Ltd., en nokkrir ís- lenskir aðilar standa einnig að því. Fyrirtækinu var úthlutað lóð fyrir tvo olíutanka í Naustahvammi utan- vert við höfnina í Neskaupstað og hef- ur nú fengið formlegt starfsleyfi frá Umhverfisstofnun fyrir tveimur 4.000 rúmmetra tönkum, sem gildir til árs- ins 2015. Ólafur Þ. Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Íslenskrar olíumiðlun- ar, sagði í samtali við Morgunblaðið að byggingu fyrri tanksins væri nú lokið og fyrirtækið að verða tilbúið til að afhenda olíu. „Við erum komnir með samninga við Landhelgisgæsl- una og Hafrannsóknastofnun um af- greiðslu á Austurlandi. Síðan eru greinilega margir sem hafa áhuga á viðskiptum við okkur en bíða eftir að við förum í gang. Fiskiskipin er okkar aðalmarkhópur og þá ekki síður er- lendar útgerðir sem koma mikið inn til Norðfjarðar. Höfnin þar býður upp á mjög góða þjónustu fyrir útgerðina, hvort sem er erlenda eða innlenda.“ Ólafur segir ekki ljóst ennþá hvað- an olía verði keypt, enda sé verð mjög hátt um þessar mundir og flökti mjög. „Olían verður tekin þar sem hún er ódýrust. Við verðum með hagstætt verð til kaupenda og lofum að gera okkar besta. Við gerum mjög hóg- værar áætlanir um sölu og áttum okk- ur á að þó svo að þetta mál um verð- samráð hafi komið upp eru menn nokkuð íhaldssamir.“ Íslensk olíumiðlun tilbúin Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Búið er að reisa fyrri tankinn af tveimur sem Íslensk olíumiðlun mun ráða yfir í Neskaupstað. ÞESSI hópur álfta var á vappi skammt frá Flúðum í Hrunamannahreppi þegar ljósmynd- ari kom auga á hann og þar á meðal var einn suðurhveli. Þar af er önnur svört um höfuð og háls en hvít að öðru leyti og á uppruna sinn í Suður-Ameríku og hin er svört að lit á hausi, hálsi og bol en vængirnir eru hvítir og á teg- undin uppruna í Ástralíu. Sennilega tilheyrir þessi svanur áströlsku svanategundinni. svartur svanur. Alls eru þekktar sex tegundir núlifandi svana, þar af eru fjórar á norður- hveli, sem allar eru hvítar að lit, og tvær á Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Svartur svanur í nágrenni Flúða HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur sýknaði í gær tæplega átt- ræða konu af kröfum tæplega sjötugs manns sem krafðist refsingar yfir konunni og 7,2 milljóna kr. bóta fyrir ólög- mæta meingerð gegn friði hans og æru og persónu. Málið höfð- aði maðurinn í kjölfar þess að konan kærði hann fyrir kyn- ferðisbrot en málið gegn honum var fellt niður hjá ríkissaksókn- ara. Konan hafði greinst með Alz- heimer og taldi dómurinn að ekki yrði annað ráðið en að hún hafi trúað því sjálf að kæran á hendur manninum væri rétt- mæt. Var kæra hennar til lög- reglunnar ekki talin brot á hegningarlögum. Maðurinn vís- aði til þess að konan hefði komið með tilhæfulausar ásakanir í sinn garð sem hefðu leitt til mikillar streitu og sálræns álags á fjölskyldu hans. Dómurinn taldi m.a. að konan hefði borið fram ásakanir á hendur manninum á réttum vettvangi fyrir réttu stjórnvaldi og hefði ekki breitt út óhróður um hann í venjulegum skilningi. Málið dæmdi Páll Þorsteins- son héraðsdómari. Jóhannes Albert Sævarsson hrl. flutti málið fyrir manninn og Halldór H. Backman hrl. fyrir konuna. Sýknaður af ólög- mætri meingerð DÓMSMÁLARÁÐHERRA fær heimild til að binda happdrættisleyfi því skilyrði að sett verði ákveðið þak á útgjöld til auglýsinga, í frumvarpi til laga um happdrætti sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Í frumvarpinu er einnig lagt til að ráðherra hafi heimild til að binda leyfið því skilyrði að leyfishafi leggi fé af mörkum til rannsókna og aðgerða sem miða að því að sporna gegn spilafíkn og af- leiðingum hennar. Tilgangur þessara ákvæða er að sporna gegn spilafíkn, að því er fram kemur í athugasemdum frumvarps- ins. Í frumvarpinu er ekki mælt fyrir um hve hátt þak á auglýsingar eða gjald til rannsókna og aðgerða gegn spilafíkn skuli vera. Í athugasemdum segir að afstaða til þess verði tekin í sérlögum um peningahappdrætti. Markmið frumvarpsins um happ- drætti er að setja almenna lagaum- gjörð um leyfisskyld happdrætti og heildstæðar reglur um leyfisveiting- ar til starfrækslu happdrætta, að því er segir í athugasemdum frumvarps- ins. Í frumvarpinu eru ákvæði um hvernig fjallað skuli um leyfisum- sóknir, hverjir geti sótt um leyfi, skil- yrði fyrir þeim, undanþágur, leyfis- gjald og þær skyldur sem hvíla á leyfishöfum. Frumvarp um happdrætti lagt fram á Alþingi Leyfishafi styrki rannsóknir á afleiðingum spilafíknar Morgunblaðið/Kristinn GREININGARDEILD Lands- banka Íslands svarar gagnrýni Birg- is Ísleifs Gunnarssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, í Veg- vísi sínum í gær en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær gagnrýndi Birgir Ísleifur viðskiptabankana. „Þessar ávirðingar seðlabanka- stjóra koma nokkuð á óvart og hljóma óneitanlega sem endurómur gamalla tíma, þegar lánsfjár- skömmtun og haftastefna einkenndu íslensk efnahagsmál,“ segir m.a. Enn fremur segir þar að vissar hættur fylgi því samkeppnisum- hverfi sem bönkunum hefur verið skapað og að reynsla erlendis frá sýni að opnir fjármálamarkaðir geti ógnað fjármálastöðugleika. „Þetta gerir vissulega meiri kröfur til hag- stjórnar en áður, en það er ekki góð latína að gera fjármálafyrirtækin að blórabögglum. Ábyrgðin á hags- tjórninni liggur hjá stjórnvöldum en ekki hjá fyrirtækjum og heimilum.“ Endurómur gamals tíma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.