Morgunblaðið - 01.04.2005, Síða 54

Morgunblaðið - 01.04.2005, Síða 54
54 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ARTHUR Miller – eitt helsta leik- skáld síðustu aldar – lést fyrir nokkr- um vikum. Hann skrifaði sín helstu stórvirki um miðbik aldarinnar, og þó að það væri fjarri sanni að segja að hann hafi sest í helgan stein eftir það, var hann oft spurður að því hvers vegna hann hefði ekki skrifað meira en raun bar vitni. Leikskáldið svaraði eitthvað á þá leið að hann hefði örugglega skrifað meira ef hann hefði haft leikhús til að skrifa fyrir. Eftir að markaðsleikhúsið varð alls- ráðandi á Broadway hefði hann ekki haft neinn vettvang. Fjárfestar hefðu ekki áhuga á listrænni áhættu eða gagnrýnu leikhúsi – þeir sæktust eft- ir gróða. Í ljósi þessara ummæla Millers er ekki úr vegi að nota Al- þjóðaleiklistardaginn – sem Alþjóða- leiklistarstofnunin efnir til ár hvert – til að beina sjónum að aðstæðum hér á landi og huga að hvert stefnir. Stöðugildum fastráðinna lista- manna í leikhúsum landsins hefur fækkað um þriðjung á nokkrum ár- um án þess að nokkur virðist gefa því sérstakan gaum. Stór hluti þeirra leiksýninga sem líta sviðsins ljós eru unnar af vanefnum og listamennirnir fá lítið eða ekkert fyrir vinnu sína. Leiklist, og reyndar allri lista- starfsemi, bæði stofnunum, ein- yrkjum og gras- rótarstarfsemi, er í æ ríkara mæli vísað á fyrirtæki eða fjársterka einstaklinga til fjáröflunar. Í leiklistinni er Þjóðleik- húsið eitt nokkurn veginn ósnortið af þessari þróun. Það er varhugavert að reiða sig um of á þessa leið til fjáröflunar. Hún er hvergi studd í lögum, ekki einu sinni óskráðum, og menn geta kippt að sér hendinni þegar minnst varir – allt eftir því hvernig árar. Hætt er við að menn verði fúsastir að stökkva á þann vagninn sem er á mestri ferð, fremur enn hinn sem ætlar ótroðnar slóðir; að hengja nafnspjaldið sitt þar sem ljósið skín skærast hverju sinni, ekki í myrkri óvissunnar og áhætt- unnar. Leiklist sem er háð markaðs- öflunum getur vissulega bæði skemmt og glatt, sem síst skal van- metið, en meira getur hún sjaldnast lagt til. Einungis atvinnuleikhús, styrkt af opinberu fé, þar sem listamönnunum er tryggð samfella í starfi og að- stæður til þróunar listar sinnar, get- ur axlað margbreytilegt hlutverk listarinnar. Hlutverk sem erfitt er að skilgreina eða færa sönnur á, en áhrifaríkast er kannski að hver og einn reyni að setja sér fyrir sjónir mannlegt samfélag án listar – án sköpunar. Hvers konar samfélag blasir þá við? En leikhúsið getur því einungis gert kröfur til nauðsynlegs stuðnings samfélagsins, að það rísi undir hlut- verki sínu. Líti í eigin barm, bæði stofnanir og einstaklingar, og spyrji gagnrýninna spurninga. Er leikhúsið lifandi þátttakandi í samfélaginu? Er það að skoða og skilgreina marg- breytileika mannlegrar hegðunar og samfélaga, örva til nýrrar sköpunar og skilnings, hugsana og gagnrýni? Er það sá málsvari mannúðar, friðar og mannréttinda sem allri list ber að vera? Viðleitnin verður að hníga í þessa átt og þó að markinu verði aldrei náð ber að stefna að því. Leikhús sem starfar, hugsar og andar með og fyrir fólkið í landinu uppsker áhuga og stuðning áhorfenda. Ávarp í tilefni Alþjóða- leiklistardagsins 2005 Þórhildur Þorleifsdóttir Höfundur er leikstjóri. Eftir Þórhildi Þorleifsdóttur UM HELGINA verður mikið um dýrðir í Kaupmannahöfn vegna tveggja alda afmælis H.C. And- ersens. Íslenskir og danskir rithöf- undar mæla sér mót í dag og á morgun þar sem haldin verður bók- mennta-, rapp- og myndlistarhátíð á Café Jonas, steinsnar frá Kóngsins Nýjatorgi. Skáldin eru: Auður Jóns- dóttir, Eiríkur Örn Norðdahl, Krist- ian Bang Foss, Kristín Eiríksdóttir, Lars Frost, Mikael Torfason, Steinar Bragi og Sölvi Björn Sigurðsson. Ís- lensku rithöfundarnir hafa ýmist bú- ið í Kaupmannahöfn eða gert hana að sögusviði í bókum sínum, en skáldsögur Dananna gerast að hluta til á Íslandi. Upplesturinn verður í höndum Søren Lampe. Þá flytja þrír rapparar kveðskap sinn, þeir Dóri DNA frá Íslandi, Rux frá Næstved og Loke Deph, en hann er Kaupmannahafnarbúi af finnsk/ íslenskum ættum. Í dag verður einnig opnuð sýning á myndskreytingum Þórarins Leifs- sonar á ævintýrum H.C. Andersens, en þær komu út í Danmörku, Íslandi, Noregi og Svíþjóð sl. haust og vöktu athygli. Verndari hátíðarinnar er blaða- maðurinn Anders Lund Madsen en Magasin du Nord, Icelandair og menntamálaráðuneytið hafa stutt hátíðina. Menningarhátíð á Café Jonas Auður Jónsdóttir skáld. Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 2/4 kl 14 – AUKASÝNING Su 3/4 kl 14 – AUKASÝNING Lokasýningar HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20 AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Su 3/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20 - Síðasta sýning Ath: Miðaverð kr 1.500 SEGÐU MÉR ALLT - Taumlausir draumórar? AMERICAN DIPLOMACY eftir Þorleif Örn Arnarsson Í samstarfi við Hið lifandi leikhús Í kvöld kl 20 - Síðasta sýning SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Lau 2/4 kl 20, Lau 9/4 kl 20 Síðustu sýningar HOUDINI SNÝR AFTUR Í kvöld kl 20 - AUKASÝNING Síðasta sýning SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Í kvöld kl 20, Lau 9/4 kl 20, Su 17/4 kl 20 LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Lau 2/4 kl 20 - UPPSELT, Su 3/4 kl 20 - UPPSELT, Fi 14/4 kl 20 - UPPSELT, Fö 15/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 16/4 kl 20 - UPPSELT, Su 17/4 kl 20 - UPPSELT, Mi 20/4 kl 20 - UPPSELT, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20 - UPPSELT HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20 DRAUMLEIKUR eftir Strindberg Samstarf: Leiklistardeild LHÍ Lau 9/4 kl 20, Su 10/4 kl 20, Fi 14/4 kl 20 Síðustu sýningar RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds Í samstarfi við Leikhópinn KLÁUS Aðalæfing fi 7/4 kl 20 - kr. 1.000, Frumsýning fö 8/4 kl 20 - UPPSELT, Fö 15/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20 HÁSKÓLABÍÓI, LAUGARDAGINN 2. APRÍL KL. 15.00Tónsprotinn #4 Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Ævintýralegir tónleikar Hljómsveitarstjóri ::: Guðmundur Óli Gunnarsson Sögumaður og kynnir ::: Örn Árnason Árni Björnsson ::: Forleikur að Nýársnóttinni Fuzzy / H.C. Andersen ::: Förunauturinn Benjamin Britten ::: Hljómsveitin kynnir sig ER BAKHJARL TÓNSPROTANS Tónleikaröð fjölskyldunnar, Tónsprotinn, hefur slegið í gegn í vetur. Þessir ævintýralegu tónleikar eru tileinkaðir H.C. Andersen á 200 ára fæðingarafmæli hans. Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 Hljómsveitin SIXTIES í kvöld H.C. Andersen Afmælisveisla í Leikhúskjallaranum á morgun frá 15-17 Tónlist, leikur, gleði! Ókeypis aðgangur Brynhildur Guðjónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Kristín Helga Gunnarsdóttir og Þórarinn Eldjárn lesa uppáhaldsævintýrið sitt - Klippimyndasamkeppni 200 ára! í kvöld kl. 20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.