Morgunblaðið - 01.04.2005, Side 55

Morgunblaðið - 01.04.2005, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 55 MENNING Átt þú réttu græjurnar? Láttu áhugasama vita! Glæsilegt vinnuvélablað fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 12. apríl og nú er tíminn til að auglýsa atvinnutæki fyrir sumarið. Fjallað verður um atvinnubíla, landbúnaðartæki og vinnuvélar, stórar og smáar. Auglýsendur, pantið fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 7. apríl. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is STOFNUN Sigurðar Nordals hefur hlotið rúmlega 500 þús- und króna styrk frá Norræna menningarsjóðnum til að standa fyrir átta námsstefnum í Norræna húsinu um áhrif al- þjóðavæðingar á menningu. Ráðgert er að fá þekkta fræði- menn frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Ísrael til að halda fyrirlestra og taka þátt í um- ræðum. Á námsstefnunum verður fjallað um hvernig viðhorf til tungumála, bókmennta, sögu og trúarbragða hafa breyst á undanförnum áratugum með auknum flutningum fólks milli landa og aukinni alþjóðavæð- ingu. Meðal annars verður rætt um norræna málstefnu, miðlun menningararfs, fjölmiðla og menningu og fjármögnun menningarstarfsemi. Fyrirlestrarnir eru haldnir í samstarfi við Norræna húsið. Náms- stefnur um alþjóða- væðingu NÚ Í vor útskrifar tónlistardeild Listaháskóla Íslands 13 nemendur en það er annar árgangur sem út- skrifast frá deildinni sem hefur nú starfað í 4 ár. Í kvöld kl. 20 hefst röð útskrift- artónleika tónlistardeildar Listahá- skóla Íslands en þá verða fluttar tón- smíðar Ásrúnar Ingu Kondrup og Guðmundar Steins Gunnarssonar, í Salnum í Kópavogi, en bæði ljúka þau námi í tónsmíðum við tónlist- ardeildina í vor. Útskriftartónleikarnir eru átta talsins og standa til 9. maí nk. Á tón- leikunum verða m.a. flutt ný verk eftir tónsmíðanemendur auk þess sem fram koma söngvarar og ungir einleikarar á flautu og píanó. Í fyrsta sinn útskrifast nemandi úr nýmiðlanámi og fjórir nemendur með almennt tónlistarnám til BA- gráðu. Slagorð mótmælenda „Lokaverk mitt, Solus Christus, er samið í kringum fjögur slagorð mótmælendakirkjunnar, þ.e. það sem aðgreinir hana í áherslum frá þeirri kaþólsku,“ segir Ásrún. „Það er í fjórum köflum og ber hver þeirra heiti eins af slagorðunum: Solus Christus (við tilbiðjum aðeins Krist, en ekki styttur dýrlinganna og ímynd); Sola scriptura (ritningin leiðbeinir, fremur en t.d. rit kirkju- feðranna); Sola fide (aðeins trúin á Jesúm Krist gefur endurlausn, ekki yfirbót gegnum refsingu og fórnir); Sola gratia (Náðin er óverðskulduð gjöf Guðs, ekki skömmtuð eftir verkum eða trúarstyrk). Fyrsti kafl- inn lýsir hreinleika og stefnufestu. Annar kafli er rytmískur og jarð- bundinn, en vers héðan og þaðan úr Biblíunni mynda eins konar vörður á leiðinni. Þriðji kafli brokkar á milli svipmynda og tilfinninga eins og í lífshlaupið sjálft, en missir aldrei sjónar á fasta punktinum, trúnni. Sá fjórði er saminn við texta um náðina eftir hollensku hljómsveitina „This Beautiful mess“.“ Um verk sitt, Hafkross, segir Guðmundur Steinn: „Tónlist er best lýst með andstæðunum sem í henni felast. Í verkinu Hafkross eru marg- ar andstæður sem mynda hring. Óreiða mætir skipulagi á mismun- andi máta sem styrkir hvað annað í lífrænum hljóðheimi. Mikil áhersla er lögð á lífræna hrynjandi þangað til í lokaþættinum sem verður vél- rænn. Hver kafli hefst á inngangi þar sem notuð eru hljóðfæri sem hafa verið endurstillt. Þau eru sem- sagt stillt þannig að hlutföll nátt- úrulegra tóna ráða ferðinni og áhersla er lögð á tónbil sem virðast fölsk en innihalda sterka hljóm- rænu. Í þessum inngöngum koma fyrir smáir hlutir sem einkenna síð- an það sem á eftir kemur. Þegar lengra er komið inn í kaflana kemur hljómræna sem bundin er frekar við hefðbundna stillingu með ákveðnum útúrdúrum. Í gegnum verkið eru lítil brot alltaf að birtast sem síðan mynda saman á endanum stef í loka- þættinum.“ Hafa komið víða við Ásrún Inga Kondrup fæddist á Akureyri árið 1959 og ólst þar upp. Hún lærði á píanó við Tónlistarskól- ann á Akureyri og hélt síðan til Dan- merkur þar sem hún lærði „Rytmik- pædagogi“. Þaðan lá leiðin í tón- menntakennaradeild Tónlistar- skólans í Reykjavík og starfaði hún um skeið á þeim vettvangi. Ásrún lýkur námi í tónsmíðum við tónlist- ardeild LHÍ í vor. Guðmundur Steinn Gunnarsson er fæddur í Reykjavík 1982. Hann hóf tónlistarnám sjö ára gamall og hefur síðan tengst tónlistinni í einni eða annarri mynd. Hann hefur kom- ið fram með ýmsum hljómsveitum og tónlistarhópum í nánast flestum tónlistargeirum sem fyrirfinnast á Íslandi, ýmist sem höfundur, gít- arleikari eða útsetjari. Guðmundur hefur fengið verk flutt á hátíðum s.s. U.N.M. og hefur komið fram opin- berlega bæði á meginlandi Evrópu og Ameríku. Meðal tónsmíða Guð- mundar, sem ná aftur til ársins 1992, eru verk fyrir alls kyns ólíka kamm- erhópa, djasshópa, stórsveit, raf- hljóðfæri, innsetningar, rokk- hljómsveitir, tónlist fyrir leikrit og stuttmyndir. Helstu hljóðfærakenn- arar hans hafa verið Hilmar Jensson og Símon H. Ívarsson en við Listaháskólann hefur hann lært tón- smíðar hjá Úlfari Inga Haraldssyni og Hilmari Þórðarsyni. Guðmundur hefur sótt sumarnámskeið hjá Karl- heinz Stockhausen. Tónlist | Útskriftartónleikar tónlistardeildar LHÍ Óreiða mætir skipulagi á mismunandi hátt Guðmundur Steinn Gunnarsson Ásrún Inga Kondrup MIÐASALA á viðburði sem verða á dagskrá Listahátíðar í Reykja- vík í vor hefst kl. 12:00 í dag í Bankastræti 2. Eins og þegar hefur verið greint frá er fjöl- breytt hátíð fram- undan, en fram kemur meðal annars mezzo- sópransöngkonan Anne Sofie von Otter, sem er í hópi dáðustu söng- kvenna samtímans. Hún verður með tón- leika ásamt Bengt Forsberg í Háskólabíói hinn 4. júní. Franski sirkusinn Cirque sýnir söguna um Gústa trúð á hafnarbakkanum í Reykjavík í samvinnu við Hátíð hafsins og Sím- ann. Tvennir tónleikar á sviði heims- tónlistar verða á hátíðinni; barka- söngvararnir í Huun Huur Tu frá Tuva, við landamæri Mongólíu, sem koma fram í Nasa opn- unarhelgina 15. og 16. maí, og fado-söngkonan Mariza, sem sögð er mest spennandi rödd heimstón- listarinnar í dag verður á Broad- way 27. og 28. maí. Bergmál Ragnhildar Gísladóttur verður frumflutt í Skálholts- dómkirkju 21. maí og síðan í Lang- holtskirkju 24. maí. Þar nýtur hún liðsinnis Stomu Yamash’ta, eins þekktasta slagverksleikara heims, og Sjón semur textann. Lady and Bird, dúó skipað þeim Barða Jóhannssyni og Keren Ann, sem er ein skærasta poppstjarna Frakka, flytja verk sem frumflutt var í Amerísku kirkjunni í París í Íslensku óperunni 28. maí ásamt Monicu Abendroth hörpuleikara og íslenskum kór. Kórstjórar eru þeir Árni Harðarson og Michael Dravigny. Pacifica-kvartettinn, sem er m.a. skipaður Sigurbirni Bernharðs- syni, er talinn einn fremsti kvartett Bandaríkjanna í dag. Tvennir tón- leikar með ólíkri efnisskrá verða með kvartettinum 28. og 29. maí og einir á Ísafirði 4. júní. Í millitíðinni mun hann m.a. annars halda tón- leika á Litla-Hrauni og leika fyrir íslensk skólabörn. Sigrún og Beethoven Einnig verða Beethoven- sónöturnar fyrir píanó og fiðlu fluttar í heild sinni á Íslandi í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Flytj- endur eru þau Sigrún Eðvalds- dóttir, konsertmeistari Sinfón- íuhljómsveitar Íslands, og Gerrit Schuil. Flutningur allra tíu són- atanna fer fram í þremur hlutum þrjá sunnudaga í röð í Ými, dagana 15., 22. og 29. maí kl. 11:00. Sama gildir um sýningar dans- flokkanna þriggja frá Finnlandi, Tékklandi og Frakklandi sem Ís- lenski dansflokkurinn, í samvinnu við Listahátíð, býður upp á. Sýn- ingar fara fram í Nasa 27. maí og Borgarleikhúsinu 29. maí. Víóluhátíð verður einnig á Listahátíð í tengslum við alþjóð- lega víóluráðstefnu sem haldin er dagana 2. til 5. júní. Tónleikar verða í Ými 3. júní. Frumflutt verða ný verk eftir Hafliða Hall- grímsson, Daníel Bjarnason og Garth Knox. Einleikari er Þórunn Ósk Marinósdóttir. Síðast en ekki síst má nefna tón- leika Yuris Bashmets og Sinfón- íuhljómsveitar Íslands 2. júní. Miðasala á þá fer fram hjá Sinfón- íuhljómsveitinni. Sala á pössum sem gilda á allar myndlistarsýningar á Listahátíð í vor verða til sölu á kr. 1.000 frá og með 1. maí í Bankastræti 2, Lista- safni Íslands, Listasafni Reykjavík- ur og upplýsingamiðstöð ferða- manna, Ingólfsnausti. Hátíðir | Miðasala á Listahátíð í Reykjavík hefst í dag Fjölbreytt hátíð fram undan Franski sirkusinn Cirque sýnir söguna um Gústa trúð á Hafnarbakkanum í Reykjavík. INNTÖKU í leikaranám og nýja námsbraut í dansi í leiklistardeild Listaháskólans fyrir næsta skólaár er nú lokið. Frestur til að sækja um í Fræði & framkvæmd – nýtt BA-nám í leiklist er til 1. apríl. Umsóknir í leikaranám voru 134 og af þeim hópi voru 8 teknir inn. Átján sóttu um í nýja námsbraut í dansi og voru sex nemendur teknir inn og munu þeir hefja nám við deildina í haust. Um eins ár nám er að ræða sem lýkur með diplóma frá skólanum. Námið er starfstengt og unnið í samstarfi við Íslenska dans- flokkinn. Almennt markmið dans- námsins er að undirbúa hæfi- leikaríka dansnemendur af framhaldsstiginu fyrir fjölbreytt starfssvið sem danslistamenn og er um nýjung í íslensku menningarlífi að ræða. Umsóknarfrestur í námsbraut til BA-prófs, Leiklist – Fræði & fram- kvæmd rennur út 1. apríl. Það nám er hugsað fyrir þá sem áhuga hafa á að kljást við leiklistarformið í sem víðustum skilningi og hugsað sem vettvangur fyrir bæði fræðilegar og listrænar rannsóknir á leiklist. Í náminu er lögð áhersla á sögu, eðli, hlutverk og mörk leiklistarinnar, tungumál hennar og snertifleti við aðrar listgreinar. Nemendum er gef- inn kostur á að kynna sér leikstjórn, dramatúrgíu og/eða leikritagerð. 134 sóttu um leiklistarnám

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.