Morgunblaðið - 01.04.2005, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hrútnum hefur verið ráðlagt að
fegra ummæli þín við foreldra og
yfirboðara. Í dag kemur í ljós
hvort hann fór eftir þeim ráðlegg-
ingum eða ekki.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Almenn svartsýni virðist ríkja í
kringum þig augnablikinu. Ekki
láta það draga þig niður. Ástandið
batnar innan tíðar.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn er ekki í þeim stell-
ingum að deila með náunganum í
dag. Í gær var hann hress, rausn-
arlegur og vakandi. Núna er hann
íhaldssamur og varkár.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Tunglið er beint á móti krabbanum
núna. Þessi afstaða leiðir ekki
beinlínis til samvinnu, því er ráð
að fara varlega og sýna þolinmæði.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Besta leiðin til þess að bregðast
við straumunum í umhverfinu
núna er að vinna eins og skepna.
Brettu upp ermarnar og taktu til
við að leysa fyrirliggjandi verk-
efni.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú finnur hugsanlega til aukinnar
ábyrgðar vegna barna í dag. Taktu
því með ró. Börn þurfa umönnun,
þannig er það bara, hvað sem taut-
ar og raular.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Ábyrgðin sem hvílir á þér heima
fyrir gæti íþyngt þér dálítið í dag.
Reyndar er hér um tilfinningalegt
viðhorf að ræða. Þú skiptir um
skoðun um helgina.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Glasið er ekki hálffullt í dag held-
ur hálftómt að þínu mati. Það er
spurning um viðhorf. Hafðu engar
áhyggjur, andi svartsýni svífur yf-
ir vötnum núna.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaðurinn finnur til óöryggis
vegna fjárhagsstöðu sinnar í dag.
Hann finnur hjá sér hvöt til þess
að geyma eitthvað til mögru ár-
anna. Ekki hafa of miklar áhyggj-
ur.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Tunglið er í þínu merki í dag og
þar að auki í spennuafstöðu við
þrjár stórar plánetur. Þér finnst
þú kannski á kafi í erfiðleikum á
meðan, en svo er ekki í raun.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vingjarnlegar samræður við
náungann létta lund vatnsberans í
dag. Hann þarf að spjalla við ein-
hvern og fá útrás fyrir innibyrgðar
tilfinningar.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Manneskja þér eldri og reyndari
gefur góð ráð í dag. Líklega er um
að ræða ráðleggingar sem þú vilt
alls ekki heyra. Hlustaðu og spáðu
í þær seinna.
Stjörnuspá
Frances Drake
Hrútur
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert hreinskiptin og beinskeytt persóna.
Markmið þín eru skýr og þú berð þig
eftir því sem þú ætlar þér. Einlægni er
einn kosta þinna.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 bænar, 8 gangi,
9 landspildu, 10 veiðar-
færi, 11 undirnar, 13
skyldmennin, 15 hungruð,
18 skattur, 21 höfuðborg,
22 ákæra, 23 kynið, 24
komst í veg fyrir.
Lóðrétt | 2 stenst, 3 dug-
legur, 4 staðfesta, 5 ráfa, 6
olíufélag, 7 kvenfugl, 12
greinir, 14 illmenni, 15
poka, 16 tíðari, 17 háski,
18 átelja, 19 hindri, 20
beitu.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 sýpur, 4 högum, 7 rótum, 8 ýlfur, 9 mör, 11 part,
13 maka, 14 undra, 15 garð, 17 norn, 20 hró, 22 tófur, 23
lækur, 24 rúmar, 25 kanna.
Lóðrétt | 1 skráp, 2 pútur, 3 römm, 4 hlýr, 5 gifta, 6 murta,
10 öldur, 12 tuð, 13 man, 15 getur, 16 rifum, 18 orkan, 19
narra, 20 hrár, 21 ólík.
Tónlist
Hvítakot | Útgáfuveisla hljómsveitarinnar
Skakkamanage vegna plötunnar Hold Your
Heart í kvöld kl. 20. Skemmtikraftar
kvöldsins eru: Eysteinn Pétursson, Músík-
vatur, DJ Talnapúkinn og Baldur Björns-
son.
Ráðhús Reykjavíkur | „Ég hef taktinn.“
Opnir skólatónleikar á vegum Tónlistar fyr-
ir alla/Skólatónleika á Íslandi í dag kl.
12.10–12.50. Flytjendur: Djasskvartett
Reykjavíkur með Sigurði Flosasyni, saxó-
fón, Eyþóri Gunnarssyni, píanó, Tómasi R.
Einarssyni, kontrabassa og Gunnlaugi
Briem, trommum.
Stúdentakjallarinn | FöstudagsDjamm
með Tómasi R. og Havanabandinu föstu-
daginn 1. apríl kl. 16 – 17.30 í Stúdentakjall-
aranum á vegum JazzAkademíunnar. Að-
gangur ókeypis og veitingar á djazztilboði.
Ásamt Tómasi leika í bandinu Óskar Guð-
jónsson, Ómar Guðjónsson, Matthías M.D.
Hemstock og Pétur Grétarsson.
Stúdentakjallarinn | Reggae-hljómsveitin
Hjálmar ásamt Samma, Kjartani og Óskari
úr Jagúar halda tónleika í kvöld kl. 23.
Myndlist
Energia | Málverkasýning aprílmánaðar á
Energia í Smáralind. Ólöf Björg er út-
skrifuð úr Listaháskóla Íslands ásamt því
að hafa stundað nám bæði í Kóreu og á
Spáni.
Gallerí Skuggi | Anna Jóa og Ólöf Odd-
geirsdóttir – Mæramerking II.
Gerðuberg | María Jónsdóttir – Gullþræðir.
Klippimyndir, verk úr muldu grjóti, olíu-
málverk og fleira í Boganum.
Gerðuberg | Ljósberahópurinn – Hratt og
hömlulaust.
Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir
(Gugga) sýnir málverk í forsal.
Hafnarborg | Jónína Guðnadóttir – lág-
myndir og innsetningar í aðalsal. Barbara
Westmann – Adam og Eva og Minn-
ismyndir frá Vestmannaeyjum.
Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sól-
stafir.
Hrafnista, Hafnarfirði | Gerða Kristín
Hammer sýnir akrílmyndir og fleiri list-
muni í Menningarsal á fyrstu hæð.
Kaffi Sólon | Auður Inga Ingvarsdóttir –
form, ljós og skuggar.
Listasafn ASÍ | Kristín Sigfríður Garðars-
dóttir – Handleikur. Sigrid Valtingojer –
Hörund Jarðar.
Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur
Jónsson og samtímamenn.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían –
Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs-
dóttir – Myndheimur/Visual World.
Safn | Ingólfur Arnarsson – Teikningar.
Samsýning listamanna frá Pierogi Gallerí í
New York.
Leiklist
Borgarleikhúsið | Segðu mér allt eftir
Kristínu Ómarsdóttur er sýnt á Nýja sviði
Borgarleikhússins.
Halaleikhópurinn | Halaleikhópurinn sýnir
Kirsuberjagarðinn eftir Anton Tsjekhov í
leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar í kvöld kl.
20 í Hátúni 12, Reykjavík.
Söfn
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra-
steinn – hús skáldsins er opið frá kl. 10–17.
Sími 586 8066 netfang: gljufrateinn@-
gljufrasteinn.is.
Þjóðmenningarhúsið | Hallgrímur Péturs-
son (1614–1674) er skáld mánaðarins í
Þjóðmenningarhúsinu.
Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning
Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menn-
ing og samfélag í 1.200 ár. Ómur – Landið
og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljósmynda-
sýningarnar Í vesturheimi 1955, ljósmyndir
Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í
Riccione, ljósmyndir úr fórum Manfroni-
bræðra. Opið kl. 11–17.
Skemmtanir
Ari í Ögri | Dúettinn Halli og Kalli skemmta
í kvöld.
Kaffi Sólon | Dj. Svali skemmtir dansfíklum
Sólon föstudags- og laugardagskvöld.
Klúbburinn við Gullinbrú | Dansleikur með
hljómsveitinni Þúsöld í kvöld. Hljómsveitin
Úlfarnir leika á laugardagskvöld.
Kringlukráin | Hljómsveitin Sixties heldur
fjörinu uppi alla helgina 1. og 2. apríl. Stuð-
ið hefst kl. 23 báða dagana.
Salthúsið | Hljómsveitin Tilþrif leikur í
Salthúsinu í Grindavík föstudagskvöldið 1.
apríl.
Vélsmiðjan, Akureyri | Rokksveit Rúnars
Júlíussonar leikur fyrir dansi föstudag og
laugardag. Húsið opnað kl. 22, frítt inn til
miðnættis.
Fréttir
Tungumálamiðstöð HÍ | Föstudaginn 13.
maí heldur Háskóli Íslands alþjóðleg próf í
spænsku. Prófin eru haldin á vegum Menn-
ingarmálastofnunar Spánar (Instituto
Cervantes). Innritun fer fram í Tungumála-
miðstöð HÍ: 525-4593, sabine@hi.is.
Frestur til innritunar rennur út 8. apríl.
Fundir
Grand hótel | Hópvinnukerfi ehf. standa
fyrir morgunverðarfundi á Grand hóteli
Reykjavík í dag kl. 8.30. Þar verða atriði
við innleiðingu kerfa rædd af stjórnendum
nokkurra fyrirtækja sem hafa gengið í
gegnum stór verkefni af þeim toga.
Kvenfélagið Heimaey | Fundur í Þrastar-
lundi mánudaginn 4. apríl kl. 19. Allar kon-
ur er tengjast Vestmannaeyjum velkomn-
ar. Rútuferð frá Mjóddinni kl. 18.15.
Þátttaka tilkynnist í síma 586–2175
(Gyða), 587–8575 (Ágústa), 552–1153
(Sigríður).
Norræna upplýsingaskrifstofan | Nor-
ræna ráðherranefndin og Norðurlandaráð,
í samvinnu við Norrænu uppl.skrifst. á
Akureyri, boða til fundar um þróun vel-
ferðarkerfisins í dag kl. 18–20 í Deiglunni.
Aðgangur ókeypis. Rannveig Guðmunds-
dóttir, Ingibjörg S. Gísladóttir og Sigrún B.
Jakobsdóttir fjalla um stöðu mála. Einnig
verða umræður.
Skógræktarfélag Reykjavíkur | Aðal-
fundur Skógræktarfélags Reykjavíkur
verður haldinn 13. apríl kl. 20, í sal Orku-
veitunnar, Bæjarhálsi 1. Á dagskrá eru
venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem
Herdís Friðriksdóttir verkefnastjóri félags-
ins segir ferðasögu starfsmanna félagsins
til Danmerkur og tengir hana nýjum fram-
kvæmdum á vegum félagsins.
Fyrirlestrar
Háskólinn á Akureyri | Borgaspjall auð-
lindadeildar Háskólans á Akureyri verður í
dag kl. 12, á 2. hæð (við kaffiteríu) í rann-
sóknarhúsinu Borgum. Rögnvaldur Hann-
esson flytur erindið: Loftslagsbreytingar
og áhrif þeirra á fiskistofna í NA-Atlants-
hafi. Allir velkomnir.
Námskeið
Kópavogsdeild RKÍ | Námskeið í almennri
skyndihjálp miðvikudaginn 6. apríl kl. 18–
22 í Hamraborg 11, 2. hæð. Þátttakendur
læra grundvallaratriði í skyndihjálp og end-
urlífgun. Námskeiðsgjald er 4.900 kr.
Skráning í síma 5546626 eða á kopavog-
ur@redcross.is eigi síðar en 4. apríl.
Krabbameinsfélagið | Reykbindindis-
námskeið Krabbameinsfélags Reykjavíkur
hefst miðvikudaginn 6. apríl. Fjallað verður
m.a. um fíkn, nikótínlyf, langvarandi afleið-
ingar tóbaksneyslu og mataræði. Þátttak-
endur hittast sex sinnum á fimm vikna
tímabili, að námskeiði loknu er þátttak-
endum fylgt eftir í eitt ár. Leiðbeinandi er
Halla Grétarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og
fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi
Reykjavíkur. Skráning á hallag@krabb.is
eða í síma 5401900.
www.ljosmyndari.is | Námskeið fyrir staf-
rænar myndavélar 2.–3. apríl, kl. 13–17. 16.–
17. apríl kl. 13–17. Skráning á www.ljos-
myndari.is eða 8983911.
Staður og stund
http://www.mbl.is/sos
NIKULÁS Sigfússon opnar á morgun, laugardag, sýningu á vatnslitamyndum í sýningar-
sal Íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17.
Nikulás hefur lagt stund á vatnslitamálun í áratugi. Hann var í skóla frístundamálara
og hefur notið einkakennslu þekktra vatnslitamálara en er annars sjálfmenntaður í þess-
ari listgrein.
Nikulás hefur haldið allmargar einkasýningar m.a. í Ásmundarsal, á Mokka, í Stöðla-
koti, Nýja galleríinu og víðar en einnig tekið þátt í samsýningum.
Allar myndir á þessari sýningu eru vatnslitamyndir og er viðfangsefni þeirra fyrst og
fremst sótt í íslenska náttúru, m.a. í Skaftafelli, á Þingvöllum, á Snæfellsnesi og víðar.
Sýningin verður opin í dag kl. 15–18 en síðar daglega kl. 14–18 til 18. apríl.
Nikulás í Íslenskri grafík
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
UM ÞESSAR mundir sýnir Norma Elísabet Samúelsdóttir 24 myndverk sín í sýningar-
salnum í veitingastaðnum Kjöt & kúnst, Hveragerði.
Norma er fædd í Glasgow í Skotlandi árið 1945 og er íslensk í móðurætt. Frá árinu
2000 hefur hún verið búsett í Hveragerði og eru flest verkin unnin þar.
Auk uppeldisstarfa og því að tjá sig með penslinum, hefur hún stundað ritstörf sl. 20
ár. Norma hefur sótt námskeið í myndlist hjá námsflokkum Reykjavíkur, Myndlistaskóla
Reykjavíkur, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Myndlistafélagi Árnessýslu en hún er þar fé-
lagi síðan 2001.
Norma sýnir í Hveragerði
ÞESSA dagana stendur yfir sam-
sýning Guðna Harðarsonar og Guð-
bjargar Björnsdóttur í Gjábakka,
Kópavogi.
Guðni sýnir 21 öðruvísi náttúru-
ljósmyndir og Guðbjörg sýnir 7 út-
saumaðar myndir (tvær af þeim
mjög stórar).
Sýningar
í Gjábakka