Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 45 MINNINGAR inn megni að gefa henni það sem hún hefur misst … Þú mátt vera fullviss þess, að við erum í huganum með ykk- ur þessa erfiðu daga, og ég veit og trúi því fastlega, að það sé vakað yfir sorg- arheimilinu í Fossvogi. Ekkjan með blessuð litlu börnin á verndara, sem skilur sorg hennar og styrkir í þyngstu raunum lífsins.“ Ekki þarf að hafa um það mörg orð hversu erfiðar aðstæður Dúddu voru. Hún var orðin ekkja, aðeins tæplega þrítug og með þrjú ung börn á framfæri sínu. En hin danska tengdamóðir hennar, sem sjálf varð ekkja aðeins tæpum tveim- ur árum áður, reyndist henni svo sannarlega betri en enginn í þessum miklu raunum. Um það hefur Dúdda sjálf vitnað í minningarkafla í bókinni „Man ég þann mann“ (1971) sem Gunnar M. Magnúss rithöfundur skráði um tengdaföður hennar, tónskáldið og lækninn Sigvalda S. Kaldalóns. Þar kemst Dúdda (bls. 192) svo að orði: „Ég átti í miklum erfiðleikum eftir að ég missti manninn. Þá var Margrét mín stoð og stytta. Hún hafði líka misst mikið. Og þessi ágæta mann- eskja gerði allt, sem í hennar valdi stóð, til að létta undir með mér, svo ég gæti unnið fyrir heimilinu. Við Mar- grét bjuggum svo saman frá því í október 1948 í þrjú ár á Seltjarnar- nesi.“ Sjálfum er mér úr æsku minn- isstæð mynd sem stóð á áberandi stað í skrifstofunni heima á Selfossi. Myndin var af ungum manni, dökk- hærðum og mjög laglegum. Það kom sorgarsvipur á andlit mömmu þegar hún svaraði því hver þetta væri. Þetta var hann Daddi bróðir hennar sem hafði dáið aðeins 33 ára. Hann var pabbi frændsystkina minna sem stundum komu í heimsókn frá Reykjavík, þeirra Sigvalda Snæs, Arnar Sigmars og Grétu. Í hugann koma þó fleiri minningar um Dúddu en um konu sem kom endrum og sinnum í heimsókn úr Reykjavík. Um skeið sá hún t.d. um heimili okkar á Selfossi er foreldrar mínir voru í burtu svo og elstu syst- urnar. Dúdda reyndist okkur systk- inunum góð og það leyndi sér ekki að hún kunni að umgangast börn og var auk þess fyrirmyndar húsmóðir. Þorbjörg systir mín, sem giftist rúmlega tvítug til Kanada, og hefur búið þar í tæp 40 ár, sagði í símtali nú á páskadag að einhver persónulegasti gripur sem hún ætti tengdan Íslandi væri gríðarstórt heklað ullarteppi sem Dúdda hafði gefið henni við brottflutninginn til Kanada. „Öll þessi ár hefur þetta fallega teppi daglega minnt mig á hana,“ sagði hún. Sömu sögu reyndist Sólveig systir mín hafa að segja, en hún hefur um langt árabil búið í Danmörku. Hún hafði þegið slíkt teppi í brúðargjöf og átti enn sem dýrmæta minningu um gjafmildi Dúddu og hæfileika hennar á sviði hannyrða. Nú þegar Arnþrúður Sigurðardótt- ir er fallin frá á 86. aldursári og horft er yfir lífshlaup hennar hlýtur maður að dást að þrautseigju hennar og dugnaði. Hún var ekkja í rúmlega 55 ár, barðist í sárri fátækt við að koma börnum sínum til manns af miklum dugnaði og ósérhlífni. Er óhætt að segja að það hafi tekist með miklum ágætum. Börnum hennar hefur öllum vegnað vel í lífinu og hafa haldið uppi merki Kaldalónsfjölskyldunnar á tón- listarsviðinu. Dúdda sá til þess að hlúð var að þeirri gáfu þeirra þegar í bernsku. Sjálf var hún af tónelskri fjölskyldu og hafði vaxið úr grasi í Ísafjarðar- djúpi, skammt frá Kaldalóni, eins og Þórður Kaldalóns, eiginmaður henn- ar, þó að ekki vissu þau þá hvort af öðru enda Dúdda aðeins tæpra tveggja ára þegar Sigvaldi Kaldalóns læknir og tónskáld fluttist á brottu með fjölskyldu sína vegna heilsu- brests. Margt í lýsingunni á hinni vænu konu í 31. kafla Orðskviða Gamla testamentisins á vel við Dúddu, meðal annars: Hún sér um ull og hör og vinnur fúslega með höndum sínum. Hún fer á fætur fyrir dag … á lampa hennar slokknar ekki um nætur … Hún býr sér til ábreiður … Hún vakir yfir því, sem fram fer á heimili hennar og etur ekki letinnar brauð. Að leiðarlokum skal hér fyrir hönd barna Selmu Kaldalóns og Jóns Gunnlaugssonar þökkuð löng sam- fylgd og vinátta. Börnum Dúddu, tengdabörnum og niðjum öllum votta ég samúð mína, fjölskyldu minnar og systkina. Guð blessi minningu þessarar miklu dugnaðar- og sómakonu. Gunnlaugur A. Jónsson. Hvíldu í friði. Drottinn þig blessi. Ég minnist þín, Dúdda, eins og við systurnar kölluðum þig. Man ég þeg- ar þú komst til okkar í Höfðaborgina þar sem ég átti heima og þegar þú komst til okkar með börnin þín um jólin. Við Örn erum jafngömul og við áttum margt sameiginlegt. Hann var mikill leikari eins og ég. Hann var Heródes konungur og það var hægt að lita með Export-kaffibréfi og ég smurði andlitið með þessu. Þá varð hann eldrauður í framan. Svo fór hann upp á stól, sveipaður laki. Ég var María mey. Þegar krakkarnir komu inn þekktu þau okkur ekki. Ég minnist þess þegar ég bjó til dúkku handa Gretu úr rauðu bandi og gaf henni, grenjuskjóðunni litlu. Svo urð- um við Örn bekkjarsystkini í Laug- arnesskólanum. Þá fékk ég að finna fyrir því hvað var að vera lausaleiks- barn og eiga heima í Höfðaborginni. Engin stelpnanna vildi sitja hjá mér í skólanum en í þrjú ár sátum við Örn saman. Honum var alveg sama þó að okkur væri strítt. Svona var hann; alltaf sami góði vinurinn. Greta hringdi í mig daginn fyrir skírdag og sagði að Dúdda ætti ekki langt eftir. Eina nóttina dreymdi mig mömmu og Dúddu. Þær vinkonurnar héldust í hendur og mamma sagði: „Hún vill fara á föstudaginn langa eins og Drottinn. Mundu það, Gerða mín.“ Daginn eftir hringdi ég í Gretu og sagði henni drauminn. Komdu á skírdag klukkan 3, og hún kom. Hún var undir það búin að kveðja mömmu sína. Guði sé lof. Dúdda var yndisleg manneskja. Hún elskaði allt sem lifði, bæði dýr og menn og ekki má gleyma blómunum hennar. Hún og mamma voru báðar miklar blómakonur. Þær voru svo líkar. Ekki mun ég gleyma fyrstu bibl- íunni minni sem hún gaf mér. Guð blessi ykkur systkinin og styrki. Blessuð sé minningin um Dúddu. Gerður Benediktsdóttir. Nýlátin er á hjúkrunarheimilinu Grund frú Arnþrúður Kaldalóns. Er þar gengin merk kona bæði til orðs og æðis, sem ljúft er að minnast. Arn- þrúður var fædd og uppalin á Snæ- fjallaströndinni, einni harðbýlustu sveit þessa lands, og var ellefta í röð- inni í stórum systkinahópi. Eru öll systkinin látin ef frá er talinn Ólafur bróðir hennar. Það mun vera sann- mæli að löngum hafi harðduglegt fólk komið frá Snæfjallaströndinni, enda lífsbaráttan oftast erfið og stormur- inn í fangið, en allar þessar ytri að- stæður hertu huga og hönd og meitl- uðu svip og stæltu kjark. Arnþrúður ólst upp í foreldrahús- um til 18 ára aldurs en gekk þá í Hér- aðsskólann á Reykjanesi þar sem hún lauk m.a. sundkennaraprófi og kenndi sund um skeið í Unaðsdal, ekki langt frá Kaldalóni. Hún fluttist nokkru síð- ar til Reykjavíkur og hóf störf á gróðrarstöð í Reykjavík. Þar kynntist hún manni sínum, Sigvalda Þórði Kaldalóns, syni tónskáldsins góða, en hann var garðyrkjumaður að mennt. Þau giftust í lok árs 1941. Lifðu þau saman í farsælu hjónabandi aðeins í sex ár, en þá sýktist maður Arnþrúð- ar af illkynja blóðsjúkdómi sem dró hann til dauða frá konu og þremur börnum, sem öll lifa móður sína. Arn- þrúður var ekki þeirrar gerðar að gef- ast upp. Stofnaði hún eigin gróðrar- stöð sem hún rak af miklum myndarbrag ásamt dönskum manni sem síðar varð sambýlismaður henn- ar um alllangt skeið. Eignuðust þau einn son sem einnig lifir móður sína. Kynni okkar hjóna af frú Arnþrúði hófust fyrir um það bil hálfum fjórða áratug. Ég var þá nýkominn heim eft- ir áralanga dvöl erlendis ásamt er- lendri konu minni og tveimur börnum sem kunnu þá lítið í íslensku. Bæði vorum við hjónin útivinnandi í fullu starfi og þörfnuðumst traustrar og ábyggilegrar konu til að sjá um heim- ilishald og gæta barnanna. Úr hópi margra umsækjenda völdum við Arn- þrúði og er það ýkjulaust einn af stóru happdrættisvinningunum í lífi okkar. Hún reyndist börnum okkar hinn besti uppalandi, sífræðandi, kenn- andi, tillitssöm, geðgóð en þó ákveðin og ól þau upp sem væru þau hennar eigin barnabörn. Minnast þau hennar með mikilli hlýju nú er vegir skiljast. Það hefur löngum þótt góður þjóð- legur siður á Íslandi að þakka fyrir sig. Það viljum við hjónin nú gera með þessum fátæklegu línum. Með Arn- þrúði Kaldalóns er gengin vitur, vammlaus kona sem gott er að minn- ast. Hún lifði sorgar- og gleðistundir á sinni löngu ævi, en það bíður vinur í varpa við hið gullna hlið. Þórður réttir fram hægri hönd og segir: „Vertu vel- komin, Dúdda mín.“ Með samúðar- kveðju til allra ættingja. Maj og Stefán Skaftason og börn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JAKOBÍNA GUÐRÚN JÚLÍUSDÓTTIR, sem lést miðvikudaginn 23. mars, verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 4. apríl kl. 13.30. Indriði Geirsson, Anita Henriksen, Sigrún Geirsdóttir, Ragnar Gunnþórsson, Jóhann Geirsson, Kristín Inga Hilmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls elsku hjartans sonar okkar, bróður og barnabarns, HELGA FANNARS HELGASONAR, Heiðarbrún 2, Stokkseyri. Helgi Grétar Helgason, Ása Ólafsdóttir, Berglind Sunna Guðmundsdóttir, Daniel Steinmo, Ólafur Guðmundsson, Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir, Helgi Helgason, María Friðþjófsdóttir, Sunna Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Sigurðsson. Innilegar þakkir til allra sem hafa sýnt okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns míns, föður, sonar, bróður, tengda- sonar og mágs, GUÐMUNDAR ÁRNA JÓNSSONAR, Skúlagötu 61, Reykjavík. Sigríður B. Árnadóttir, Stefanía Ösp Guðmundsdóttir, Jón Gunnarsson, Nína S. Hannesdóttir, Árni Kristmundsson, Geirlaug Egilsdóttir, Gunnar Jónsson, Nína Karen Jónsdóttir, Karl Gunnarsson og aðrir aðstandendur. Okkur systurnar langar að minnast afa okkar með nokkrum orðum. Afi var alltaf til taks ef eitthvað var að. Hann var mjög barngóður og fór hann oft með okkur litlar að gefa öndunum brauð eða í bátsferðir út á Meðalfellsvatn, þar sem hann og amma Stella áttu sum- arbústað. Hann átti alltaf stærstu og flottustu ánamaðka sem maður hafði séð og dugði einn maðkur t.d. þrisvar sinnum á litla öngulinn hjá okkur! Þetta endurtók sig svo með okkar dætur, þegar þær fengu að fara með langafa í bátsferðir og veiða nokkrar bleikjur eða urriða. Afi var alltaf að snyrta og dytta að, hvort heldur var í sumarbústaðnum eða heima í Hæðargarði, enda báru bæði þessi heimili þess merki. Alltaf var fínt og flott hjá þeim hjónum og alltaf fullt borð af mat. ERNST ZIEBERT PÁLSSON ✝ Ernst ZiebertPálsson fæddist í fríríkinu Danzig (Gdansk) 12. janúar 1933. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. mars síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey hinn 18. mars. Afi hafði gaman af að vera innan um fólk og er það mjög minnis- stætt þegar hann bauð okkur fimm dóttur- dætrum sínum, sem búum á Íslandi, í mat. Honum fannst við frænkurnar ekki hitt- ast nógu oft þrátt fyrir að stutt væri á milli okkar. Þetta var ógleymanlegt kvöld, og afi skemmti sér ekki síður vel. Hann sat, fylgdist með okkur og brosti og passaði að trufla ekki samræður og sögur okkar stelpnanna. Þegar afa fór að hraka í veikind- unum, reyndum við að vera duglegri að heimsækja hann, hvort sem var í Hæðargarðinn, á Líknardeildina eða á Landspítalann. Núna finnst okkur við kannski ekki hafa verið nógu iðn- ar við það, en munum að hann var alltaf þakklátur fyrir komurnar og reyndi að bera sig vel. Og við vitum að núna líður honum vel, kominn aftur til ömmu Stellu og örugglega farinn að dytta að í himna- ríki. Eftir lifa ljúfar minningar um sómahjón. Við biðjum guð að styrkja mömmu, Önnu, Lóló og fjölskyldur í sorginni. Helena og Hildur Halldórsdætur. SIGURLÍNA SNORRADÓTTIR ✝ Sigurlína Snorradóttir fædd-ist á Akureyri 23. ágúst 1956. Hún lést á heimili sínu 25. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey frá Akureyrar- kirkju. Línu. Búin að stofna netfang fyrir okkur þannig að við gætum sett inn fréttir og skilaboð en fyrst og fremst stutt hver aðra. Kynni okkar Línu voru ekki löng, en segir ekki æv- intýrið „Umhverfis jörðina á áttatíu dögum“? Áttatíu dagar geta skilað svo miklu og þeir gerðu það í okkar vináttu. Hún starfaði á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri til fjölda ára. Eft- ir veikindi hennar hóf hún fljótt störf aftur. Þegar ég hélt áfram að koma vikulega í viðtal og eftirlit, beið Lína ávallt eftir mér. Faðmlag og stuðn- ingur. Svo sátum við saman og spjölluðum um heima og geima. Ef við höfðum tækifæri fórum við á kaffihús eða heim í notalegu íbúðina hennar. Hún sagði mér drauma sína sem ekki rættust, talaði stolt um börnin sín Bjarka og Helgu Þóreyju. Bjarki sem flutti frá móður sinni um áramótin til að hefja nám í Noregi ásamt unnustu sinni og Helga Þórey sem flutti til móður sinnar um ára- mótin til að hefja aftur nám á Ak- ureyri. Þau hafa misst mikið og það eru þung skref fyrir ungt fólk að stíga út í lífið eftir móðurmissi. Okkar síðasta samtal var kvöldið áður en hún lést. Við hlógum, töl- uðum og hlustuðum hvor á aðra. Megi minning um góða konu lifa að eilífu. Jóna. Ég veit ekki hvort þú hefur huga þinn við það fest að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést ástúð í andartaki, augað sem glaðlegt hlær hlýja í handartaki, hjarta sem slær allt sem þú hugsar í hljóði heiminum breytir til gef þú úr sálarsjóði sakleysi, fegurð og yl. Við Lína kynntumst þegar við dvöldum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í desember sl. Það fór ekki mikið fyrir okkur konunum í byrjun, viðkvæmar og brothættar en kannski var það eitt af því sem dró okkur saman. Áður en vikan var lið- in var búið að setja borðin saman í matsalnum því þá gátum við, hóp- urinn, setið saman. Hópurinn sem samanstóð að mestu af fimm konum. Við hlógum saman, föndruðum, grétum og hugguðum. Þegar dvöl okkar lauk og hver hélt til síns heima, leið ekki dagurinn fyrr en fyrsta símaskilaboðið var komið. Frá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.