Morgunblaðið - 01.04.2005, Síða 37

Morgunblaðið - 01.04.2005, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 37 UMRÆÐAN LISTRÆN fullkomnun næst aldrei en hún á að vera keppikefli. Með þrotlausri vinnu við góðar að- stæður geta íslenskir tónlistarmenn skilað af sér verkefnum sem mega fá einkunnina „á heimsmæli- kvarða“. Meirihluti þess sem við fáum að heyra og sjá árið um kring eru vörður á leiðinni til þessa markmiðs. Hlutverk íslenskra menning- arstofnana, hvort sem er stórs leikhúss, Dansflokksins, Óper- unnar eða Sinfóníu- hljómsveitarinnar, er a.m.k. tvíþætt. Í einn stað er unnið mark- visst að því að flytja verk „á heims- mælikvarða“ en í ann- an stað að laða fólk að listunum, kynna þær og mennta fólk. Þetta má einnig segja t.d. um góðan kór, djass- sveit eða poppsveit. Í þessu skyni er árangursríkt að menning- arstofnun, hópur eða einstaklingur þræði illa skilgreinanlegan með- alveg milli þess að flytja íslenskt efni og erlent, sígilt efni og nýtt, „kassastykki“ og nýjabrum. En að- al listamannanna er að teygja sig sífellt að því sem er „varla gerlegt“ eða „allt of erfitt“. Aðstæður eru ólíkar á hverjum tíma. Um hríð verður að rækta flutning á vinsælu hugarfóðri og kassastykkjum til að geta stutt við tilraunastarfsemi eða ráðið íslenska höfunda. Síðan breytast aðstæður og nýrækt blómstrar. Þetta er alþekkt á frum- býlingsárum menningarstofnana. Þetta borgar sig En listir, t.d. tónlist, eru fjármál ekki síður en löng vegferð að „heimsmælikvarðanum“. Ágúst Einarsson prófessor hefur kannað hagrænt gildi tónlistar og sýnt fram á að íslensk tónlist gefur af sér, eins og menn segja. Og vissu- lega gæti hún gefið enn meira af sér. Sem dæmi má nefna frekari útrás á erlenda markaði með upp- tökum á tónlist og margaukin til- boð til erlendra ferðamanna á lif- andi tónlistarflutningi, svo sem klassískum tónleikum, óperum, söngleikjum og íslenskri tónlist á sumrin þegar hingað koma 80% ár- legra gesta. Núna leggst mikill hluti tónlistarlífsins í sumarfrí eða dvala. Og þá kemur að hinni hlið fjármálanna. Ef ungi, íslenski tón- listarheimurinn á að ná enn meiri árangri þarf meira fé, meiri fjár- festingar og betri starfsaðstöðu. Um 20 stórhýsi í land- inu hýsa ágætt og þróttmikið íþrótta- starf. Starfið og húsin hafa mikið for- varnagildi, segja allir. Tónlist hefur það líka og síst minna. Það ber skammsýni vott að ekki séu hér til stærri, sérhönnuð tónlistarhús en Salurinn í Kópa- vogi. Auðvitað á sam- félagið eða félög að leggja fé í fáein stór- hýsi undir listir, rétt eins og gert var þegar menn þurftu Þjóðleikhús, Egilshöll eða myndlistarsöfn. Tónlistin er það ekki undanskilin. Engin hald- bær rök mæla gegn 800-1000 manna alvöru óperusal í næsta átaki. Hvað má í listum? Í þessu ljósi tel ég rangt að segja sem svo að Sinfónían eða Óperan eigi ekki að flytja tiltekin verk við þær aðstæður sem stofnanirnar búa við. Vissulega eru til verk sem ekki er unnt að flytja en þau eru fá. Myndum við ekki vilja heyra 9. sinfóníu Beethovens í Þjóðleikhús- inu, Carmina Burana í Háskólabíóí, Aidu í Gamla bíói, Töfraflautuna í flugskýli eða sjá og heyra Svana- vatnið í íþróttahöll ef við hefðum aldrei komist í tæri við verkin í lif- andi flutningi? Auðvitað. Þannig verður til áhugi á svona tónlist, á óperum og á ballet, þannig þróast listamennirnir og þannig hefja menn þroskagöngu til að njóta sömu verka við betri aðstæður og jafnvel í bestu húsum heims, eða í íslensku húsi með íslenskum lista- mönnum. Og þannig hefja menn gönguna að því að njóta íslenskra verka í þessum listflokkum. Meðan Íslenska óperan getur aðeins flutt 2-4 óperur eða söngleiki á ári með e.t.v. 10 tapsýningum per verk er fjölbreytni í starfsemi hennar tak- mörkuð, hvað þá heldur möguleikar á að vera árlega með kammer- óperur, 1-2 íslenskar óperur og síðbúin 20. aldar verk. Of mikil áhersla á slíkt gerðu henni enn erf- iðara fyrir, a.m.k. í bili. Betri að- staða opnar aftur á móti fyrir slíkt. Gagnrýni á íslensku óperuna hefur ýtt af stað gagnlegum umræðum en hún hefur oft verið of ósanngjörn. Þó er það ekki aðalatriðið. Aðal- atriðin eru þau að við eigum stjórn- endur og listamenn sem eru á réttri leið, við getum ekki gefið þeim næg tækifæri og fjármagnið er enn of lítið. Allt kristallast þetta í hugsýn af veglegu tónlistarhúsi. Ef óperuflutningur verður ekki hafður þar inni væri það líkt og ef aðeins væri unnt að hafa hér eitt stórt myndlistarsafn en skipa t.d. höggmyndalist út fyrir veggina og reyna að koma henni fyrir „ein- hvers staðar“. Líklega er Íslenska óperan sú minnsta sinnar tegundar í veröldinni. Tosca í hennar flutn- ingi er ekki gallalaus en við eigum hana skilið. Við eigum líka skilið að fá að heyra nýja íslenska óperu. Þegar best tekst til eins og t.d. með Makbeð, La Bohéme eða Todd, er verið að dekra okkur. Sér- hæft óperhús, sérhæfð Sinfónía, rímnapopp eða sérhæft Þjóðleikhús dugar ekki ungu og smáu lista- samfélaginu. Fjölbreytni er enn sem komið er besta einkennið á listmenntun á Íslandi og hún varð- ar veginn að „heimsmælikvarð- anum“. Þess vegna tel ég óperuna okkar hafa verið á réttri leið, í megindráttum. Óperan stendur sig Ari Trausti Guðmundsson fjallar um tónlist ’Gagnrýni á íslenskuóperuna hefur ýtt af stað gagnlegum um- ræðum en hún hefur oft verið of ósanngjörn.‘ Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er leikmaður í tónlist með áhuga á óperum og ýmiskonar músík. HINN 13. mars fór ég á fyr- irlestur sem haldinn var á vegum Hugarafls og Íþrótta- og ólympíu- sambands Íslands. Hugarafl er hópur einstaklinga sem á við geð- sjúkdóma að stríða en er í bata nú og vill deila reynslu sinni með öðrum sem hafa áhuga á þessu málefni. Aðalfyrirles- ari var Ingibjörg Jónsdóttir frá streitu- rannsóknarstofnun Svíþjóðar, en hún er sérhæfð í íþrótta- lífeðlisfræði. Hún hélt fyrirlestur um rann- sókn sína á tengslum hreyfingar og þung- lyndis. Hún fjallaði um nýjar rannsóknir sem staðfesta að sterk tengsl séu á milli þess að hreyfa sig og bættra boðefnaskipta í heila. Minnkun á boðefnunum noradr- enalíni og serótónini veldur þung- lyndi hjá fólki og rannsóknir henn- ar sýna að hreyfing styrkir uppbyggingu heilafrumna. Þar sem ég hef kynnst geðheil- brigðiskerfinu vegna sjúkdóms míns komu niðurstöður þessara rannsókna mér ekki á óvart. Ég hef orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að öðlast bata með því að byggja mig upp með reglusemi og hreyf- ingu. Ég á góðan vin, Svein Sveins- son, sem rekur sjúkraþjálfunar- stöðina Gáska, en faðir hans var fyrrum formaður ÍSÍ. Í mínum veikindum bauð hann mér að koma og æfa hjá sér þegar líkamlegt og andlegt ástand mitt var ekki upp á marga fiska. Hann brýndi fyrir mér hversu mikilvægt það er að horfa fram á veginn. ,,Ekki hugsa hvernig þú verður eftir tvo mánuði, heldur tvö ár sagði hann ákveðinn. Þeir sem hafa verið í góðri æfingu vita að hreyfing veitir and- lega vellíðan. Í hraða þjóðfélagsins í dag og þeim kröfum sem við gerum til okkar á mörgum sviðum verð- um við að gera okkur grein fyrir því að við getum ekki gengið endalaust á orkubirgð- ir okkar. Minn geymir var al- veg botnfallinn. Góð líkamsrækt eða bara göngutúr hvílir hugann og ekki spillir það fyrir að gefa sér tíma í teygjur og hugleiðslu eða spjall í góðra vina hópi á eftir. Þetta vita þeir sem reynt hafa. Þórólfur Árnason var fundarstjóri og hann talaði einmitt um vinahópinn sem hittist í fótbolta og þá gleði og ánægju sem menn hafa af því að hittast og sprikla á vellinum. Ég spila sjálfur og það veitir mér ómælda ánægju. Það er skorið niður í geðheil- brigðiskerfinu og hvar þá, jú í þeim geira sem lýtur að hreyfingu og sjúkraþjálfun sjúklinga. Með þessu skrifum er ég ekki að beina gagn- rýni minni að læknastéttinni heldur þeim sem búa til rammann utan um þetta kerfi. Ég var sjálfur með frábæran lækni sem hvatti mig til hreyfingar og sem betur fer fór ég eftir ráðleggingum hans en meira þarf til. Einstaklingi sem hefur fót- brotnað er ekki skipað að fara út á hlaupabrautina þegar gifsið hefur verið fjarlægt heldur er hann end- urhæfður svo hann fái fyrri styrk. Þar kemur samfélagið við sögu svo og ábyrgð fjölskyldu og aðstand- enda. Lyf eru nauðsynlegur hluti af bataferlinu en ég á mjög erfitt með að skilja af hverju fólk er ekki endurhæft eða því gert kleift að byggja sig upp sjálft í gegnum þær fjölmörgu líkamsræktarstöðvar sem til eru á landinu. Af hverju í ósköpunum getur þetta verið? Tíðni þunglyndis er sláandi há á Íslandi og samkvæmt þeim tölum sem fram komu í rannsókninni er- um við þrisvar sinnum þunglyndari en Færeyingar og allt að fimm sinnum þunglyndari en Grænlend- ingar og ekki getum við skýlt okk- ur á bak við þá sögu að þetta hafi með ónóga dagsbirtu að gera. Ég fór á opinn fund hjá Samfylking- unni fyrir um mánuði þar sem rædd voru geðheilbrigðismál þar sem Sigursteinn Másson, Elín Ebba Ásmundsdóttir og Héðinn Unnsteinsson voru á meðal fyr- irlesara. Þar var einnig Eydís Sveinbjarnardóttir sem er sviðs- stjóri hjúkrunargeðsviðs Landspít- alans og varði þar gjörðir stofn- unarinnar og ég man eftir að hún hóf ræðu sína á þá vegu að hún væri þar fulltrúi „steinsteypunnar“ en í þeim orðum vísaði hún til þeirrar gagnrýni sem komið hafði fram á stofnunina. Hún fór með sögu Landspítalans í geðheilbrigð- ismálum og lauk ræðu sinni með þeim orðum að enn væri langt í land hvað snertir þekkingu lækn- isfræðinnar á þessum málum og kom með samlíkinguna um mann sem er hálfnaður yfir straumharða á. Ég man eftir því að frétt kom í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum þess efnis að rannsóknir hefðu leitt það í ljós að tengsl eru á milli lík- amlegrar og andlegrar líðanar. Þetta veit hver hugsandi maður, meir að segja vissu menn þetta fyrir mörgum öldum. En vita sér- fræðingarnir það ekki í dag eða horfa þeir bara fram hjá því vegna þess að það þjónar ekki hags- munum þeirra? Það sem ég tók hins vegar eftir í glærum Eydísar var að í samlíkingunni um að vita bara hálfan sannleikann var ekki mynd af nöktum manni að vaða yf- ir ána með fullan poka af grjóti (sem hefði gefið réttari mynd) heldur mynd af veiðimanni með stöng sem kannski hefur verið í boði Actavis. Hugarefling Bjarni Arnarson fjallar um fund Hugarafls ’Það er skorið niður ígeðheilbrigðiskerfinu og hvar þá, jú í þeim geira sem lýtur að hreyfingu og sjúkra- þjálfun sjúklinga.‘ Bjarni Arnarson Höfundur er fjölskyldumaður. AÐALFUNDUR Ungra jafn- aðarmanna í Reykjavík, ungliða- hreyfingar Samfylkingarinnar í Reykjavík, var haldinn nýverið og fundurinn samþykkti ályktun þess efnis að Samfylkingin í Reykjavík bjóði fram í eigin nafni í borg- arstjórnarkosningunum sem verða haldnar í maí eftir rúmt ár. Samstarfið í Reykjavíkurlistanum hefur verið farsælt en Ungir jafn- aðarmenn í Reykjavík telja að kominn sé tími fyrir Samfylkinguna til að draga sig út úr kosningabandalaginu. Samfylkingin er orðin stór flokkur sem hefur átt mikilli velgengni að fagna í Reykjavík og bera úrslit síðustu al- þingiskosninga vott um það. Í samningaviðræðum milli flokkanna þriggja sem standa að Reykja- víkurlistanum fyrir seinustu borgarstjórn- arkosningar varð nið- urstaðan sú að af átta efstu sætunum fengu Samfylkingin, Vinstri- hreyfingin grænt fram- boð og Framsókn- arflokkurinn tvö sæti hver. Hin tvö sætin voru skipuð fulltrúa óháðra sem og sameig- inlegu borgarstjóra- efni. Úrslit síðustu al- þingiskosninga bera eins og áður sagði vott um að Samfylkingin hafi átt mikilli velgengni að fagna í Reykjavík, en þá fékk flokkurinn samanlagt 25.396 atkvæði í báð- um kjördæmum Reykjavíkur. Til sam- anburðar fékk Sjálf- stæðisflokkurinn 26.862 atkvæði, Frjálslyndi flokkurinn 4.450, Framsókn- arflokkurinn hlaut 8.384 atkvæði og Vinstri hreyfingin – grænt framboð 6.975. Hefðu þessir fimm flokkar boðið fram lista til borgarstjórnar og fengið sömu at- kvæðatölu, hefðu Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn fengið 6 borgarfull- trúa kjörna en fram- boð Frjálslynda flokksins, Vinstri grænna og Framsókn- arflokksins einungis einn borgarfulltrúa. Til enn frekari sam- anburðar má benda á að Framsóknarflokk- urinn fékk 8,3% fylgi og einn borgarfulltrúa kjörinn í kosningunum árið 1990. Frá því að R-listinn vann glæstan kosningasigur árið 1994 hefur orðið sú breyting að kosningabandalagið er ekki lengur sett saman úr fjórum smáflokkum, heldur einum stórum og tveimur litlum. R-listinn varð til m.a. svo það væri raunverulegt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn í borginni. Í dag er Samfylkingin það mótvægi. Þegar þessar staðreyndir eru skoðaðar hljótum við jafnaðarmenn að spyrja okkur hvort það sé for- svaranlegt, og í anda þeirra hug- mynda um lýðræðismál sem hinn nýi flokkur okkar jafnaðarmanna boðar, að afhenda smáflokkum eins og Framsóknarflokknum og Vinstrihreyfingunni – grænu fram- boði sæti borgarfulltrúa á silfurfati sem myndu að öllum líkindum falla í hendur Samfylkingunni byði hún fram undir eigin merkjum. Fyrir Unga jafnaðarmenn í Reykjavík er svarið einfalt. Samtökin telja hags- munum bæði borgarbúa og Sam- fylkingarinnar betur borgið með því að flokkurinn bjóði fram undir eigin merkjum í komandi borgarstjórn- arkosningum. Samfylkingin bjóði fram undir eigin merkjum í Reykjavík Hrafn Stefánsson og Magnús Már Guðmundsson fjalla um stöðu Samfylkingarinnar í R-listanum Hrafn Stefánsson ’Samtökin telja hags-munum bæði borgarbúa og Samfylkingarinnar betur borgið með því að flokkurinn bjóði fram undir eigin merkjum í komandi borgarstjórn- arkosningum.‘ Hrafn er formaður Ungra jafnaðar- manna í Reykjavík og Magnús er varaformaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Magnús Már Guðmundsson Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.