Morgunblaðið - 01.04.2005, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 21
ERLENT
Genf. AP. | Vannærðum börnum í
Írak fjölgar stöðugt, að því er
fram kemur í nýrri skýrslu Sam-
einuðu þjóðanna. Meira en fjórð-
ungur barna í landinu á við þrá-
láta vannæringu að stríða og
hlutfall barna undir fimm ára
aldri, sem eru vannærð, hefur
næstum tvöfaldast frá því að
Bandaríkin og bandalagsþjóðir
þeirra réðust inn í Írak.
Skýrslan var sett saman fyrir
ársfund mannréttindanefndar SÞ
sem nú er haldinn í Genf í Sviss.
Jean Ziegler, sérfræðingur hjá SÞ
sem dró saman efni í skýrsluna,
kennir hernaðaríhlutun Banda-
ríkjamanna og Breta um versnandi
stöðu barna í Írak. Hann segir að
þegar Saddam Hussein var steypt
af stóli í apríl 2003 hafi 4% allra
barna undir fimm ára aldri þjáðst
af vannæringu. Nú væri talan 8%.
Segir í skýrslunni að ríki, sem
hernumið hefðu land, yrðu að
gangast við þeirri ábyrgð að
tryggja fólki aðgang að mat og að
þau megi ekki grafa undan að-
gangi þess að matvælum. Er þess-
ari gagnrýni augljóslega beint
gegn Bandaríkjastjórn. Fulltrúi
þarlendra ráðamanna á fundinum í
Genf, Kevin E. Moley, hafnar full-
yrðingum sem settar eru fram í
skýrslunni og segir skýrsluhöfund-
inn hafa látið skoðanir sínar stýra
umfjöllun sinni. „Ef eitthvað er
hafa bólusetningar, mataraðstoð
[...] færst gífurlega í vöxt síðan
stjórn Saddams Hussein féll,“
sagði hann.
Vannærðum
börnum
fjölgar í Írak
Pinellas Park í Flórída. AP. | Andlát
Terri Schiavo, heilaskaddaðrar konu
sem hafði verið í dái í fimmtán ár,
varð ekki til þess að deilum foreldra
hennar og eiginmanns, Michaels
Schiavo, linnti.
Schiavo bað foreldrana, Bob og
Mary Schindler, að yfirgefa sjúkra-
beð hennar fimmtán mínútum áður
en hún lést og heimilaði ekki að þau
sneru aftur inn á sjúkrastofuna fyrr
en að henni látinni. Var Schiavo fyrir
vikið sakaður um að vera „ótrúlega
harðbrjósta“.
Terri Schiavo lést um miðjan dag í
gær á Pinellas Park-meðferðar-
heimilinu í Flórída en þar hafði hún
verið mörg undanfarin ár; á sama
tíma tókust foreldrar hennar og eig-
inmaður á um það hvort henni skyldi
haldið á lífi, eða hvort nær-
ingarslangan skyldi tekin úr sam-
bandi.
Náðu þessar deilur þeirra inn á
borð til George W. Bush Bandaríkja-
forseta og inn í sali hæstaréttar
Bandaríkjanna áður en yfir lauk.
Schiavo var 41 árs gömul er hún
lést en þrettán dagar voru liðnir síðan
næringarslanga, sem hélt í henni líf-
inu, var tekin úr sambandi.
Hún varð fyrir alvarlegum heila-
skaða 1990 eftir að hjarta hennar
hafði tímabundið hætt að slá og lá hún
alla tíð síðan í dái. Sögðu læknar, sem
komu fyrir rétt í málinu á sínum tíma,
að engar líkur væru á bata. Hún var
þó ekki heiladauð og því um erfitt
álitaefni að ræða sem mjög hefur ver-
ið í fréttum vestanhafs undanfarnar
vikur.
Michael Schiavo, eiginmaður
Schiavo, sem hafði forræði yfir henni,
bar að eiginkona sín hefði tjáð sér á
sínum tíma að hún vildi ekki að sér
yrði haldið á lífi með tækjum árum
saman.
Foreldrarnir vildu hins vegar að
henni yrði áfram haldið á lífi og
kölluðu ákvörðun Michaels Schiavo
fyrir um það bil hálfum mánuði, að
láta taka næringarslönguna úr sam-
bandi, „dómsfarslegt manndráp“.
Inn í þessar deilur blönduðust ýmis
samtök fólks sem höfuðáherslu leggja
á heilagleika mannlegs lífs og Bush
forseti lýsti sig sammála málflutningi
Schindler-hjónanna og beitti sér fyrir
því á endasprettinum að þau gætu
rekið mál áfram fyrir dómstólum.
Dómstólar felldu hins vegar ítrek-
að úrskurði sem voru Michael Schiavo
í vil.
Gert var ráð fyrir að Michael
Schiavo, sem nú býr með annarri
konu, sendi frá sér yfirlýsingu í gær-
kvöldi.
Paul O’Donnell, liðsmaður frans-
ískanareglunnar og ráðgjafi Schindl-
er-hjónanna, sagði hins vegar að for-
eldrum Schiavo og tveimur börnum
þeirra hefði verið meinað tækifærið
til að vera með dóttur sinni er hún
skildi við.
Höfðu þau verið hjá henni en um
fimmtán mínútum áður en hún lést
fór Michael Schiavo fram á að þau yf-
irgæfu sjúkraherbergið, að sögn tals-
manns foreldranna.
Sakaði séra Frank Pavone, ráðgjafi
þeirra, Schiavo um að vera „ótrúlega
harðbrjósta“. „Þetta er ekki bara
andlát manneskju, þetta var mann-
dráp,“ sagði hann. „Við erum harmi
slegin yfir því að þjóðin skuli hafa
leyft þessu að gerast.“
Dauði Schiavo
sagður jafngilda
manndrápi
Reuters
Tvær konur sem vildu að Terri Schiavo væri haldið áfram á lífi syrgja hana
í Flórída í Bandaríkjunum í gær eftir að fréttist um andlát hennar.
Foreldrarnir fengu ekki að vera
viðstaddir er Terri Schiavo skildi við
david@mbl.is
Vilnius. AFP. | Tvær hollenskar her-
þotur af gerðinni F-16 lentu í Lithá-
en á miðvikudag og næstu mánuði
eiga þær að annast eftirlit með loft-
helgi Eystrasaltsríkjanna þriggja,
Eistlands, Lettlands og Litháens.
Tvær þotur að auki bættust við flot-
ann í gær, að sögn varnarmála-
ráðuneytisins í Vilnius.
Norðmenn hafa annast eftirlitið
síðan í janúar. Eftirlitið er í sam-
ræmi við ákvörðun Atlantshafs-
bandalagsins um að öflugri aðild-
arríki annist loftvarnir fyrir
smáþjóðir sem ekki hafa umtals-
verðan flugher eða engan flugher.
Öll Eystrasaltsríkin þrjú urðu að-
ilar að bandalaginu í fyrra. Gert er
ráð fyrir að Þjóðverjar og Banda-
ríkjamenn taki eftirlitið að sér síð-
ar á árinu.
Taka við
eftirliti