Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AFP, BBC, CNN. | Sú var tíðin, að Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, var hetja í augum landa sinna og mikið hampað á Vesturlöndum. Hann hafði verið einna fremstur í frelsisbaráttunni gegn stjórn hvíta minnihlutans í landinu og þegar hann komst til valda í sjálfstæðu Zimb- abwe 1980, lagði hann áherslu á lýðræði, frið og samstarf beggja kynþátta. Á þessum tíma var Zimbabwe eða Ródesía eins og það hafði heitið velmeg- unarríki miðað við það, sem var og er í Afríku. Landbúnaðarframleiðslan var mikil, einnig námagröftur og ferða- mennska og hagvöxtur einhver sá mesti í álfunni. Á níunda áratugnum gekk allt vel en þegar kom fram á þann tíunda fór held- ur að halla undan fæti, jafnt í efnahags- málunum sem stjórnmálum landsins. Mugabe, sem áður hafði predikað lýð- ræði, einn maður, eitt atkvæði, fór nú að sýna af sér ýmsa einræðistilburði. Hann vakti upp aftur umræðuna frá því á ný- lendutímanum og andstæðingar hans voru nú orðnir að föðurlandssvikurum, sem gengu erinda hvítra manna og er- lendra ríkja, ekki síst Bretlands og Bandaríkjanna. Fyrir fimm árum tók steininn úr en þá réðst Mugabe í að skipta upp bújörð- um hvítra manna, helstu undirstöðu efnahagslífsins í landinu, milli land- lausra blökkumanna. Naut sú aðgerð í fyrstu nokkurs skilnings en Mugabe fór ekki að neinum lögum, heldur sigaði hann stuðningsmönnum sínum á hvítu bændurna og stal af þeim landinu og öðrum eigum. Voru nokkrir þeirra drepnir í þessum aðgerðum. Fyrrverandi samstarfsmaður Mugabes sagði einu sinni, að þegar pólitík og efnahagsmál tækjust á hjá honum, yrði pólitíkin ávallt ofan á. Afleiðingin af landtökunni er líka sú, að landbún- aðarframleiðslan hefur minnkað um helming, efnahagslífið er í rúst, atvinnu- leysið geigvænlegt og hungursneyð ógn- ar allt að helmingi landsmanna. „Mugabe hafa orðið á mistök á mistök ofan og þau skýra að hluta vaxandi harð- neskju hans,“ sagði Brian Nkarogo, stjórnmálaskýrandi í Zimbabwe. Grimmilegar ofsóknir gegn ZAPU Robert Gabriel Mugabe er fæddur ár- ið 1924 og hlaut sína fyrstu menntun í skólum trúboða. Síðar stundaði hann nám við Fort Hare-háskólann í Suður- Afríku. Að því búnu eða 1960 sneri hann aftur til Ródesíu þar sem hann gekk til liðs við ZAPU, skæruliðahreyfingu Joshua Nkomos. Þremur árum síðar stofnaði hann sína eigin hreyfingu, ZANU. Ári síðar var Mugabe dæmdur í 10 ára fangelsi án réttarhalda en þegar hann losnaði 1974 fór hann til Mósambík og stjórnaði þaðan stærstu skæruliðahreyf- ingunni í st Ian Smiths. um sjálfstæ Þjóðhetjan sem brást Mugabe er að úrslitin t Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is Í slenskir vísindamaður hefur sýnt fram á að hægt er að láta blóðmynd- andi stofnfrumur manna úr bein- merg mynda starfhæfar tauga- frumur. Þetta vekur upp vonir um að hægt verði að nýta stofnfrumur sem upp- sprettu fyrir frumur sem hugsanlega megi nota til lækninga á taugasjúkdómum eins og Alzheimers og Parkinsons. Mannastofn- frumum var komið fyrir í skaddaðri mænu kjúklingafóstra og endurmyndunarhæfileiki kjúklingafóstursins nýttur til að þroska stofnfrumurnar yfir í taugafrumur. Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, doktors- nemi við Háskólann í Ósló, hefur um nokk- urt skeið ásamt samstarfsfólki, unnið að rannsóknum á myndun taugafrumna með því að nýta kjúklingafóstur sem líkan. Voru niðurstöður birtar í grein í vísindaritinu Pro- ceedings of the National Academy of Sciences (PNAS) í liðinni viku og fjallað hef- ur verið um þessar niðurstöður í mörgum af stærstu fjölmiðlum heims. Þessar rannsókn- ir eru hluti af doktorsverkefni Ólafs en hann er aðalhöfundur greinarinnar. Munu gegna veigamiklu hlutverki Spurður um klínískt gildi rannsóknanna vill Ólafur fara varlega og segir rannsóknir í raun skammt á veg komnar. „Ég tel þó öruggt að í framtíðinni munu stofnfrumur gegna veigamiklu hlutverki í meðferð sjúk- linga með taugasjúkdóma eins og Parkin- sons eða Alzheimers, jafnvel í meðferð á mænuskaða. Þó verður að hafa í huga að rannsóknir eru enn á frumstigum og erum við því að tala um áratugi frekar en nokkur ár þar til slík meðferð verður orðin að stöðluðu meðferðarúrræði.“ Þrátt fyrir að áður hafi tekist að mynda frumur í frumu- rækt sem líkjast taugafrumum að ýmsu leyti, er það nú í fyrsta skipti sem tekst að mynda frumur sem tjá allt í senn tauga- frumusameindir á yfirborði sínu, hafa útlits- leg einkenni taugafrumna og eru raunveru- lega virkar og bera taugaboð til og frá öðrum taugafrumum. Þetta sýndi Ólafur og hans fólk fram á með mismunandi aðferðum. Fullorðinsstofnfrumur, sem svo eru nefndar til aðgreiningar frá fósturstofn- Taugafrumur myndað um manna með aðstoð Ólafur Eysteinn Sigurjónsson vinnur að rannsóknum á m Ólafur Eysteinn Sigurjóns- son telur að stofnfrumur muni gegna veigamiklu hlut- verki í meðferð ýmissa sjúk- dóma. Í samtali við Björgvin Hilmarsson lýsir hann rann- sóknum sínum. frumum, m en einnig á frumur eru sérhæfst í m stofnfrumu inni mynda ónæmisker andi stofnfr inn til að m staðar í þes eru fyrir he VIÐHORF TIL INNFLYTJENDA Viðhorf íslenskra unglinga í efstubekkjum grunnskóla til innflytj-enda er mun neikvæðara en það var fyrir nokkrum árum að því er fram kemur í nýrri rannsókn, sem unnin var fyrir Rauða kross Íslands og greint er frá í Morgunblaðinu í gær. Um 41% svarenda í rannsókninni er þeirrar hyggju að of margir innflytjendur séu á Íslandi og 27% telja að innflytjendur hafi ekki jákvæð áhrif á samfélagið. Kemur fram að stúlkur séu almennt já- kvæðari en piltar gagnvart innflytjend- um. Miklar breytingar hafa átt sér stað á Íslandi á undanförnum árum og mannlíf hér er orðið mun fjölbreyttara en það áður var. Segja má að hér séu nú að eiga sér stað breytingar, sem hófust fyrir nokkrum áratugum í nágrannalöndum okkar. Í löndunum í kringum okkur hef- ur nýjum íbúum gengið misvel að laga sig að aðstæðum í nýju landi. Hefur vilj- að brenna við að stórir hópar útlendinga einangra sig og lifa í nokkurs konar hlið- arþjóðfélagi, sem er nánast ekki í tengslum við það þjóðfélag, sem fyrir er. Í Hollandi á sér nú stað mikil umræða um fjölmenningarsamfélagið eftir að kvikmyndagerðarmaðurinn Theo Van Gogh, sem hafði gagnrýnt mjög sam- félag múslíma í landinu, var myrtur á götu úti af íslömskum öfgamanni. Hefur jafnvel verið gengið svo langt að lýsa yf- ir því að fjölmenningarhyggjan sé dauð. Augljóst er að það er of langt gengið og nægir í þeim efnum að benda á að allt annað andrúmsloft er í Bandaríkjunum en í Norður-Evrópu um þessar mundir og Bandaríkjamenn hafa ávallt átt mun auðveldara með að taka á móti innflytj- endum en Evrópumenn. Verður í raun að teljast að mörgu leyti aðdáunarvert hvernig Bandaríkjamenn greindu á milli múslímasamfélagsins í Bandaríkjunum og öfgamanna úr röðum múslíma eftir að hryðjuverkin voru framin 11. sept- ember 2001. Íslendingar lifa ekki í tómarúmi og nauðsynlegt er hér á landi að fylgjast grannt með þróun mála erlendis og forð- ast þau mistök, sem þar hafa verið gerð. Eins og fram kemur í viðtölum Morg- unblaðsins við íslensk ungmenni í gær beinast fordómar ekki síst að fólki, sem nýkomið er til landsins, en í minna mæli að þeim, sem hafa náð að aðlagast og læra málið. Hér hefur verið lögð áhersla á að innflytjendur læri íslensku. Sú áhersla á ekki aðeins að vera formsat- riði. Samkvæmt lögum er útlendingum, sem setjast hér að, skylt að ljúka 150 stunda íslenskunámskeiði. Sú gagnrýni hefur komið fram að ekki hafi verið hug- að að því hvernig ætti að fylgja þeim eft- ir. Fólk, sem hingað kemur, er misjafn- lega í stakk búið til að læra íslensku. Bæði er menntun þess misjöfn og móð- urmál þess getur verið alls óskylt ís- lenskunni. Þá getur verið misjafnt fram- boð á íslenskunámskeiðum, einkum á landsbyggðinni, og þess eru dæmi að út- lendingar hafi tekið sama námskeiðið þrisvar af því að annað var ekki í boði til þess að uppfylla tímaskylduna. Augljóst er að slíkt er ekki aðeins sóun á tíma og peningum, heldur þvert á anda laganna og tilgang. Fordómar eru hættulegir og það ber ekki að taka niðurstöðum könnunar Rauða kross Íslands á viðhorfum ung- menna til innflytjenda af léttúð. Ef tryggja á að hér þrífist öflugt og þrótt- mikið fjölmenningarsamfélag þarf að leggja ofuráherslu á að auðvelda nýjum Íslendingum aðlögun að nýju þjóðfélagi. Þeir þurfa ekki að vera eins og þeir, sem fyrir voru, en þeir þurfa að vera þátttak- endur í þjóðfélaginu, en ekki standa ut- an þess. Takist að koma því til leiðar munu allir njóta góðs af. MISST AF MANNAUÐNUM Óhætt er að taka undir með ValgerðiSverrisdóttur iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, sem segir í Morgunblaðinu í dag að það séu vonbrigði hversu lítið kon- um í stjórnum 15 veltumestu fyrirtækj- anna í Kauphöll Íslands fjölgaði í aðal- fundahrinunni, sem nú er að ljúka. Þeim fjölgaði raunar aðeins um eina, úr fimm í sex. Samtals eru sætin í stjórnum úrvals- vísitölufyrirtækjanna fimmtán 87, þann- ig að 81 sæti er skipað körlum. Af fyr- irtækjunum fimmtán eru tíu enn með enga konu í stjórn, fjögur með eina og hjá einu, Burðarási, eru tvær konur í stjórn. Valgerður Sverrisdóttir bendir á það í Morgunblaðinu í dag að hún hafi fengið góðar fréttir úr öðrum fyrirtækjum og vilji bíða með stórar yfirlýsingar þar til aðalfundalotu í helztu fyrirtækjum landsins verður lokið í næsta mánuði. Vissulega hefur frétzt af því að konum hafi fjölgað í stjórnum fyrirtækja, sem ekki eru í úrvalsvísitölunni eða ekki skráð á hlutabréfamarkað. Þannig bætt- ist til dæmis kona í hóp stjórnarmanna Samskipa fyrir stuttu og í gær var þriðja konan kjörin í stjórn Fasteignafélagsins Stoða. Þar með er meirihluti stjórnar fé- lagsins skipaður konum, sem er eins- dæmi í stærri fyrirtækjum hér á landi. Engu að síður liggur það alveg ljóst fyrir að viðbrögð atvinnulífsins við hvatningu Valgerðar Sverrisdóttur um að fjölga konum í stjórn, sem hún sendi hátt í 90 fyrirtækjum í febrúarmánuði, hafa verið dræm. Og auðvitað hljóta menn að horfa á úrvalsvísitölufyrirtækin, sem hóp leiðandi fyrirtækja í íslenzku at- vinnulífi, og spyrja af hverju í ósköpun- um tveir þriðju hlutar þeirra hafi enga konu fundið er leitað var að hæfu, reyndu og vel menntuðu fólki til að setjast í stjórn. Framboðið af hæfum konum er áreiðanlega ekki vandamál. Undanfarin misseri hafa meira að segja hópar afar frambærilegra kvenna stigið fram fyrir skjöldu og gefið beinlínis kost á sér til stjórnarstarfa í fyrirtækjum. Spurn eftir kröftum þeirra hefur ekki verið í sam- ræmi við framboðið. Hvað veldur? Ræð- ur eitthvað annað en menntun, reynsla og hæfileikar þegar raðað er í stólana í stjórnarherbergjum íslenzkra fyrir- tækja? Valgerður Sverrisdóttir hefur viljað fara leið hvatningar til fyrirtækjanna, fremur en að hóta þeim lagasetningu um kynjakvóta í stjórnum eins og starfs- systkin hennar í Noregi og Svíþjóð hafa gert. Í þeim löndum hefur konum í stjórnum fyrirtækja fjölgað hratt undan- farið. Morgunblaðið hefur verið sammála ráðherranum um að lagasetning sé ekki rétta leiðin í þessu efni. Það hefur talið að fyrirtækin hlytu að sjá sjálf að það væru beinlínis peningalegir hagsmunir þeirra að hætta að horfa framhjá þeim mann- auði, sem býr í konum í viðskiptalífinu. Kröfur um lagasetningu hafa hins veg- ar verið áberandi hér á landi að undan- förnu. Í kjölfar aðalfundalotunnar, sem nú er að ljúka, má gera ráð fyrir að þær verði enn háværari og umræður um við- skiptalífið neikvæðari. Og þá munu stjórnendur íslenzkra fyrirtækja ekki geta neinum um kennt nema sjálfum sér.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.