Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ALAN McGee varð þekktur á níunda áratugn-
um fyrir að fara með öll völd hjá Creation-
útgáfunni sem varð snemma mjög öflugt neð-
anjarðarmerki, lóðsaði sveitir eins og Primal
Scream, House of Love, Jesus & Mary Chain,
Pastels, My Bloody Valentine og Ride inn í
hjörtu nýbylgjuþyrstra.
Þegar Creation virtist vera að missa damp-
inn á tíunda áratugnum rambaði McGee inn á
tónleika með Oasis, þegar þeir voru nýbyrjaðir,
og kom í kjölfarið bretapoppinu svokallaða í
gang. McGee fékk taugaáfall stuttu síðar, eitur-
lyfjaneyslan var farinn að taka stóran toll enn
fremur sem McGee var gersamlega úttaugað-
ur.
Hann þurrkaði sig upp og kom ferskur inn
aftur í „leikinn“ eftir tvö ár. Stuttu síðar fór þó
að halla undir fæti og McGee lagði merkið niður
árið 2000.
McGee virðist athafnamaður af Guðs náð og
hann hefur verið iðinn við kolann það sem af er
þessu árþúsundi. Hann rekur útgáfuna Popton-
es, umboðsskrifstofuna Creation Management
auk Creation Studios og Creation Songs, sem
er höfundarréttarfyrirtæki.
Að ógleymdum Death Disco kvöldunum sem
hafa slegið í gegn, en þess má geta að það eitt af
fyrstu ævintýrum McGee í tónlistarbransanum,
voru klúbbakvöld sem nefndust The Living
Room.
Fyrstu dauðadiskóin voru í London en
McGee er nýfarinn að ferðast með þau til ann-
arra landa. Á spilunarlistanum er rokk og ról,
allt frá Who til White Stripes (sjá ramma).
Hvert er leyndarmálið?
„Ég er spenntur að sjá loksins hvort þetta sé
satt sem sagt er um Ísland,“ segir Skotinn
McGee með afar þykkum hreim í gegnum sím-
ann. Röddin er glaðvær.
„Damon Albarn og strákarnir í Super Furry
Animals eru alltaf að tala um landið, segja að
það sé ótrúlegt.“
McGee segir dauðadiskóið byggjast á ein-
faldri hugmynd, þetta sé bara rokk og ról út í
gegn og engar refjar með það.
„Ég reyni svo að meta stemninguna hverju
sinni, hvort maður keyri þetta upp í eitthvað
brjálæði eða ekki. Stundum dettur maður inn í
rólega stemningu og setur „Wonderwall“ undir
nálina. Stundum verður hreinlega allt vitlaust,
ég var í Póllandi á dögunum og mannskapurinn
sleppti sér algerlega.“
Ég segi McGee að hann þurfi ekki að kvíða
neinu, þetta verði ábyggilega algjör geðveiki og
við það rekur hann upp allsvakalega hláturroku.
„Flott. Ég og Íslendingarnir verðum þá í góð-
um málum.“
McGee segist samt ekki hafa velt þessum
kvöldum neitt fyrir sér þannig. Hann líti á þau
sem áhugamál fyrst og fremst enda nóg annað í
gangi hjá honum eins og áður hefur komið fram.
McGee er einnig umboðsmaður bresku sveit-
arinnar Libertines, en um fátt meira hefur verið
rætt í tónlistarpressunni þar í landi en ævintýri
hennar, sem hafa verið æði skrautleg. Libert-
ines búa svo vel (illa?) að hafa gefið út mjög svo
burðuga tónlist um leið og þeir búa yfir sjálfseyð-
andi rokk og ról sjarma sem tónlistarblöðin hafa
að sjálfsögðu kolfallið fyrir. Fremstur í skrípa-
leiknum hefur farið Pete Doherty, gítarleikari og
söngvari, sem nú er hættur en mikið hefur verið
smjattað á eiturlyfjaneyslu hans og hinum ýmsu
afbrotum, en hann er sem stendur á skilorði.
McGee dæsir þegar hann er spurður út í
Libertines.
„Já, ég sé um þá ... eða það sem eftir er af þeim
(hlær).“
Hann segir það vera algjört helvíti að reyna að
sjá um Libertines.
„Upphaflega fólst starf mitt í því að reyna að
halda bandinu saman, sjá til þess meðlimir
gengju ekki hver frá öðrum. Þetta var mjög erf-
itt.“ Enn hvernig hefur McGee farið að því að
uppgötva allar þessar sveitir í gegnum tíðina?
Hvert er leyndarmálið við það að vera stöðugt
á tánum?
„Það verður nú bara að segjast eins og er, að
mikið af þessu hefur hreinlega verið heppni,“
segir hann. „Til dæmis með Libertines, þetta
var allt saman til staðar þegar ég komst í
kynni við þá. Útgáfan þeirra (Rough Trade)
þrýsti á mig og vildi að ég tæki þá að mér. Ég
var líka beðinn um að taka að mér
Babyshambles (ný sveit Pete Doherty) en ég
neitaði því!“
Glæpir gegn tónlist
Blaðamaður spyr hvort þetta hafi verið eins
og þegar Úlfurinn (Harvey Keitel) var fenginn
til að redda málum í mynd Quentin Tarantino,
Pulp Fiction. Hvort menn hafi hugsað: „Við
verðum að fá Alan McGee í málið!“
„Ja…eitthvað svoleiðis líklega,“ segir hann.
„Þeir voru að vonast til að ég næði að halda
þessu saman. En það bara tókst ekki (hlær
hátt).“
Áðurnefndur Doherty virðist á sömu leið og
Kurt Cobain, þunglyndið kannski ekki neitt
svakalegt en neyslan því meiri. Ef það verður
ekki sjálfsmorð verður það of stór skammtur.
McGee líst heldur ekkert á blikuna.
„Þetta er mikill hæfileikamaður, mjög klár.
En jafnframt er allt í tómu rugli hjá honum.“
McGee segir breska tónlist í dag við mjög
góða heilsu.
„Í augnablikinu er staðan mjög góð, svo á
þetta eftir að taka dýfur eins og gengur og
gerist.“
McGee er líklega frægastur í seinni tíð fyrir
að hafa komið Oasis á kortið, en sú sveit hélt
lífi í Creation undir það síðasta. Stuttu eftir út-
gáfu fyrstu plötu Oasis, Definitely Maybe
(1994), brast á tónlistarleg bylting í Bretlandi,
kallað bretapopp eða Brit-pop. Í huga margra
var það bæði bölvun og blessun; ferskar afurð-
ir komu út í blábyrjun en snemma fór að syrta
í álinn, súrar og lítt geðslegar plötur komu
fljótlega í hrönnum. McGee finnur þó ekki til
sérstakrar ábyrgðar.
„Alls ekki. Mest af þessu var algjört rusl
reyndar. Oasis, Blur og Pulp voru einu sveit-
irnar sem eitthvað var varið í. Ég er þó að ein-
hverju leyti ábyrgur fyrir þessum „glæpum
gegn tónlistinni“ (hlær).“
McGee var reyndar í hljómsveitum sjálfur á
upphafsárum Creation, Biff Bang Pow! þeirra
þekktust en fyrst var hann í Laughing Apples
ásamt Andrew Innes (síðar í Primal Scream).
„Jú jú… en ég er ekkert að fikta í þessu
lengur,“ segir McGee. „Ég er ekki með neitt
hár lengur. Ég er orðinn sköllóttur. Þegar svo
er komið finnst mér að menn eigi ekkert að
standa í hljómsveitastússi lengur!“
Tónlist | Skoski rokkmógúllinn Alan McGee þeytir skífum á Gauknum um helgina
Fáir hafa haft jafn rík áhrif á þróun breskrar dægurtónlistar undanfarna áratugi og Alan McGee.
„Ég er ekki með neitt hár lengur“
Alan McGee, helsti tónlistar-
mógúll Bretlandseyja
síðustu tuttugu árin, mað-
urinn sem stofnaði Creation
Records, uppgötvaði Oasis
og umbar fyrir Libertines,
býður upp á dauðadiskó á
Gauki á Stöng í kvöld og á
morgun. Arnar Eggert
Thoroddsen ræddi við þessa
„lifandi goðsögn“.
Það sem McGee spilar
Clash, Ramones, Jesus & Mary Chain,
MC5, David Bowie, Strokes, Fall,
Echo & The Bunnymen, Prince,
Jam, Cult, Who, Bítlarnir, Rolling
Stones, Magazine, Dexy’s Midnight
Runners, Primal Scream, Black Rebel
Motorcycle Club, Sisters of Mercy,
Ruts, Motorhead, Slits, Hives,
T.Rex, X-Ray Spex, Siouxsie and the
Banshees, Talkin Heads, Gayr
Numan, Pixies, Dinosaur Jr., Queens of
the Stone Age, Hot Hot Heat,
White Stripes, New York Dolls,
My Bloddy Valentine, Depeche Mode,
Faces, Pogues …
Oasis við upphaf ferils síns. Alan McGee upp-
götvaði sveitina en gefur hins vegar lítið fyr-
ir Bretapoppið sem fylgdi í kjölfar vinsælda
hennar. „Ég er þó að einhverju leyti ábyrgur
fyrir þessum „glæpum gegn tónlistinni“,“
viðurkennir hann hlæjandi.
Aðgangseyrir á hvort kvöld er 1500 krónur.
Íslenskar hljómsveitir sjá um að hita upp,
á föstudagskvöldið eru það Sign og 9/11’s en
á laugardagskvöldið er það Dúndurfréttir.
Einnig gestar Óli Palli Rokklandskóngur sem
plötusnúður.
Hljómsveitirnar og Óli Palli stíga á stokk upp
úr 22.00 og McGee síðan eftir það.
ÍSLANDSVINURINN Chris Martin og félagar hans úr
Coldplay eru staddir hér á landi um þessar mundir. Eru
þeir hingað komnir til að taka upp lög sem verða notuð á
b-hliðar þeirra smáskífna sem gefnar verða út í
tengslum við plötuna nýju, X&Y. Notast þeir við hljóðver
Leaves til þeirra verka, en sveitirnar eru málkunnugar.
„Við höfum hitt þá félaga nokkrum sinnum þegar við
höfum verið að spila úti,“ segir Arnar Guðjónsson,
söngvari og gítarleikari Leaves.
„Chris er orðinn mikill Íslandsvinur eins og fólk þekk-
ir, dýrkar Sigur Rós og svona. Þeir æsktu þess að fá að
nota aðstöðuna okkar við þessar upptökur og það var
ekkert mál enda erum við í upptökuhléi.“
Arnar segir að sveitin ætli einnig að taka upp allsér-
stakt myndband hér á landi en meðlimir muni auk þess
nota tímann í hálfgert frí, eins og vinsælt er orðið hjá er-
lendum hljómsveitum. Hyggjast meðlimir hlaða rafhlöð-
urnar fyrir væntanlegt tónleikaferðalag um heiminn.
Árni Benediktsson, umboðsmaður Leaves, staðfestir
þetta í samtali við blaðamann og segir ennfremur að
myndbandið umrædda verði tekið upp við Reykjavík-
urhöfn og Chris Martin hafi jafnframt biðlað til sín um
hjálp, en í tökur þarf dágóðan slatta af „statistum“.
„Um er að ræða myndband við væntanlega smáskífu
af plötunni. Þetta er epískt lag og langt, dálítið gosp-
elskotið og það endar með miklum kórsöng. Meðlimir
vilja fá Íslendinga til að stilla sér upp og leika þennan
kór. Björk Guðmundsdóttir hafði svipaða háttu þegar
hún tók upp myndband við lagið „Triumph of a Heart“
sem var tekið upp á Sirkus með hinum og þessum Ís-
lendingum.“
Áhugasamir geta mætt niður á Miðbakka Reykjavík-
urhafnar, sem er gegnt Kolaportinu, klukkan 17.00 og
fá þar frekari fyrirmæli.
Tekur upp lög
og myndband
Íslandsvinirnir í Coldplay treysta nú á hjálp
Íslendinga við væntanlega listsköpun.
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Skráning í aukahlutverk í tónlistarmyndband Coldplay
fer fram á Fólksvef mbl.is.
Tónlist | Coldplay stödd á Íslandi
BLAÐAMAÐURINN
Thomas H. Green hefur
sent frá sér yfirlýsingu
vegna gagnrýni sinnar í
The Daily Telegraph
um tónleika Stuðmanna
í Royal Albert Hall.
Hann telur að einhverjir
íslenskir fjölmiðlar hafi
misskilið sig og vill leið-
rétta það. Hann segist
hafa skemmt sér stórvel
á tónleikunum og staðið
í þeirri trú að rýni hans hafi borið vott
um það. Þess má geta að Bretinn er
jafnan kaldhæðinn og beittur í skrifum
og getur það verið ástæðan að ein-
hverjir Íslendingar hafi misskilið
gagnrýnina, sem greint var frá í Morg-
unblaðinu í fyrradag.
„Það var einfaldlega margt sem
virkaði skrýtið fyrir Breta vegna þess
að fylgst var með þekktri sveit fara í
gegnum vanabundnar tónleikavenjur
frá sjónarhorni utangarðsmanns. Ég
lýsti þessu en gerði
ekki lítið úr því. Mér
virðist að Stuðmenn
hafi nálgast frægð sína
á svipaðan hátt og Tom
Jones – þeir gera grín
að ímynd sinni á póst-
módernískan og létt
súrrealískan hátt á
meðan þeir njóta þess
að eiga þrjátíu ára feril
að baki,“ segir hann
m.a. í yfirlýsingunni og
heldur áfram: „Allir sem voru í Al-
bert Hall kunnu að meta þetta. Ég
veit að ég gerði það. Ég myndi gjarn-
an vilja sjá þá aftur og hef í raun ósk-
að þess að fá eintök af kvikmyndum
þeirra svo ég geti komist nær því um
hvað Stuðmenn snúast.“ Hann segir
að lokum að Stuðmenn líti ekki út fyr-
ir að hafa of miklar áhyggjur af því
hvað „sjálfskipaðir fjölmiðlafræð-
ingar skilgreini sem svalt. Það er
svalt í sjálfu sér.“
Tónlist | Blaðamaður The Daily Tele-
graph sendir frá sér yfirlýsingu
Ragnhildur Gísladóttir á
sviði Royal Albert Hall.
Morgunblaðið/Björg Sveinsd.
Stuðmenn eru flottir