Morgunblaðið - 01.04.2005, Side 11

Morgunblaðið - 01.04.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 11 FRÉTTIR PÁLL Torfi Önundarson, yfirlæknir blóðmeina- fræðideildar Landspítala – háskólasjúkrahúss og forstöðumaður kennslu í blóðsjúkdómum við læknadeild Háskóla Íslands, hefur sent Morg- unblaðinu eftirfarandi yfirlýsingu: „Kristján fjórði Danakonungur notaði ofan- greind orð þegar hann tók stjórnvaldsákvarðanir eftir eigin hentisemi. Kóngur átti við það, að orð sín væru lög. Ráðherra heilbrigðismála hefur nú sent mér undirrituðum bréf dagsett 30. mars 2005, en ég hafði að gefnu tilefni sent ráðuneytinu lögfræðilega álitsgerð til umsagnar 14. desember sl. Niðurstaðan undirrituð af ráðherra og ráðu- neytisstjóra er í stuttu máli sú, að ráðuneytið hafi með staðfestingu ráðherra árið 2000 „þegar tekið afstöðu til lögmætis skipuritsins“. Í því felst að ráðuneytið telur, að skipurit LSH sé í fullu sam- ræmi við lög um heilbrigðisþjónustu. Þá segir efn- islega í bréfinu að hlutverk og starfslýsing sviðs- stjóra sé í samræmi við lög. Sem sagt er skipulagið löglegt að áliti ráðuneyt- isins vegna þess að ráðuneytið og ráðherra ákváðu það! Enginn rökstuðningur. Af því bara. Jafnvel þótt svo virðist sem stjórnendur LSH hafi stungið undir stól vel rökstuddu lögfræðilegu áliti um hið gagnstæða. Shakespeare orðar stjórnkerfisvandamál þann- ig: „Something is rotten in the state of Denmark.“ Í opinberri stjórnsýslu í lýðveldinu Íslandi gildir svokölluð lögmætisregla. Í henni felst að embætt- ismenn og ráðherrar verða að fylgja lögum. Jafn- framt hvílir sú skylda á stjórnvöldum, að svör op- inberra stofnana og ráðuneyta verða að vera málefnaleg. Ekki er nóg að segja að skipurit sé löglegt af því ráðherra skrifaði upp á það. Svör ráðuneytisins eru ómálefnaleg. Þau taka í engu á þeim efnis- atriðum sem koma fram í áliti lögmannanna Hreins Loftssonar og Þórðar Bogasonar. Kjarninn í áliti þeirra er sá, að nýtt sviðafyrirkomulag á LSH árið 2000 og starfslýsing sviðsstjóra samrým- ist ekki lagaákvæðum um stöðu yfirlækna. Þetta hefur ekki verið hrakið. Svo einfalt er það mál. Ég tel, að rétt ráðnir yfirlæknar sérdeilda hafi verið sviptir lögvernduðum réttindum og ég sem yf- irlæknir á LSH hlýt að eiga rétt á málefnalegri umfjöllun um þau sjónarmið sem lögmenn mínir hafa sett fram. Skattborgarinn hlýtur einnig að krefjast þess, að þeirri óvissu sem komin er upp um skipulag LSH verði eytt og að skipulagið sé sem faglegast og hagkvæmast (m.ö.o. sem minnst yfirbygging). Á þessum undirstöðuatriðum er ekki tekið í greindu bréfi ráðherrans. Á LSH sagði einn stjórinn við mig að „lög væru bara lög“. Það gildir ekki einu sinni í tónlistinni. Orðið „bara“ er ekki til í góðri stjórnsýslu. Reyndar örlar á gagnrýni á yfirstjórn LSH í bréfi ráðherrans til mín. Í bréfinu segir orðrétt: „Að svo miklu leyti sem skoðanir eru skiptar á því hvað sé heppileg verkaskipting sviðsstjóra og yf- irlækna telur ráðuneytið eðlilegt að þau mál séu leidd til lykta innan spítalans og hvetur málsaðila til að vinna að því.“ Sjálfur hafði ég staðið þannig að málum, að unnt yrði að leysa málið innan spít- alans. Þess vegna var lögfræðiálitið afhent for- stjóra, en ekki ráðherra á sínum tíma. Með þeim hætti gaf ég yfirstjórninni færi á, að kynna sér málefnaleg sjónarmið að baki afstöðu okkar yf- irlæknanna. Yfirstjórnin brást við með því að hundsa sjónarmið okkar árum saman. Þá virðist einnig liggja fyrir að yfirstjórnin hafi leynt þess- um alvarlega ágreiningi fyrir stjórnarnefndinni og ráðuneytinu. Á meðan hefur óánægjan kraum- að undir niðri eins og fram kemur í endurteknum ályktunum læknaráðs og hjúkrunarráðs spítalans. Eftir að upp úr sauð hlýtur það að standa upp á yf- irstjórn LSH að kynna fyrir starfsfólki spítalans hvernig hún hyggst bregðast við tilmælum ráð- herra um að leysa málið innan spítalans. Í því sam- bandi dugir ekki lengur að sópa vandanum undir teppið.“ „Vér vitum einir“ HÉR fer á eftir „Minnisblað (17. janúar 2001) um störf yfirlækna og lög um heilbrigðisþjón- ustu“ sem lögmennirnir Hreinn Loftsson og Þórður Bogason, tóku saman fyrir tilstilli Páls Torfa Önundarsonar, yfirlæknis á LSH, og fleiri yfirlækna spítalans og kynnt var á fundi í heilbrigðisráðuneytinu 25. febrúar 2001. 1. Stjórnsýslan hvílir á svokallaðri lögmæt- isreglu, þ.e. allar ákvarðanir innan stjórnsýsl- unnar verða að byggjast á lögum og vera í samræmi við þau. Lögmætisreglan gildir und- antekningarlaust í allri stjórnsýslu. 2. Um málefni starfsmanna ríkisins gilda al- menn lög nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Í 3. gr. laganna er kveðið á um að sérákvæði í lögum; sem öðruvísi mæla um réttindi og skyldur einstakra flokka starfs- manna, skuli haldast. 3. Heilbrigðisþjónusta er einn af þeim þáttum í starfsemi ríkisvaldsins sem er að stórum hluta lögákveðinn. Um störf heilbrigðisstétta og starfsemi heilbrigðisþjónustu í landinu hafa verið sett margvísleg lög sem hafa verður til hliðsjónar þegar ákvæði starfsmannalaganna eru túlkuð. Í þessum sérlögum er lögð ábyrgð á heilbrigðisstéttir en þeim jafnframt skap- aður réttur. Sem dæmi má nefna 32. gr. laga um heilbrigðisþjónustu en samkvæmt henni ber stjórnendum sjúkrahúss að leita álits læknaráðs um allt sem varðar læknisþjónustu þess. Í greininni eru einnig ákvæði um starfs- mannaráð sjúkrahúsa. 4. Ákvæði laga um heilbrigðisþjónustu er varða yfirlækna hafa að meginstofni staðið óbreytt í 18 ár. Gert er ráð fyrir því að á hverju sjúkrahúsi séu alla jafna þrír aðalyfirmenn; yf- irlæknir, hjúkrunarforstjóri og fram- kvæmdastjóri, sbr. 1. mgr. 29. gr. Samkvæmt 2, mgr. 29. gr. laganna skulu á svæðis- og deildasjúkrahúsum vera yfirlæknar sérdeilda, sem bera ábyrgð á lækningum, sem þar fara fram. Yfirlæknir hefur eftirlit með starfsemi deildarinnar og skal stuðla að því að hún sé ávallt sem hagkvæmust og markvissust. 5. Öll framangreind ákvæði um yfirlækna hafa verið í gildi í 18 ár. Jafnframt hefur verið í gildi sú regla að yfirlæknar við ríkisspítala fá ekki starf nema að fenginni jákvæðri umsögn sér- stakrar matsnefndar um hæfi viðkornandi læknis, sbr. 31. gr. laganna, sérstaklega 5. mgr., og umsögn stjórnarnefndar. Það sem hefur breyst í kjölfar starfsmannalaga er að nú eru yfirlæknar ekki skipaðir af ráðherra held- ur ráðnir af forstjóra eða framkvæmdastjóra, sbr. 2. mgr. 31. gr. laga um heilbrigðisþjón- ustu, sbr. 64. gr. 1. nr. 83/1997. 6. Sú breyting sem varð með lögum 83/1997, um ráðningu yfirlækna, sbr. sérstaklega 62. gr. þeirra, felur það einnig í sér að forstjóra er bæði rétt og skylt að setja yfirlækni erind- isbréf, sbr 2. mgr. 8. gr. starfsmannalaga. Að sjálfsögðu þarf það að miðast við lögákveðnar skyldur og ábyrgðarsvið yfirlækna. 7. Rétt er að ítreka þann meginmun sem er á ábyrgð og störfum framkvæmdastjóra/ forstjóra og yfirlæknis samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, sbr. 29. gr. laganna. Yf- irlæknir ber ábyrgð á þeim lækningum sem fram fara á hans deild, er eftirlitsaðili með starfsemi hennar og tryggir að hún sé hag- kvæm og markviss. Framkvæmdastjóri ann- ast um fjármál og daglegan rekstur, auk þess sem hann skipuleggur og samhæfir rekstur. Honum til ráðgjafar eru yfirlæknir sjúkrahúss og hjúkrunarforstjóri. Þannig má í stórum dráttum segja að yfirlæknir sérdeildar sé fag- lega ábyrgur á sínu sviði en framkvæmdastjóri beri ábyrgð á rekstrarþætti. 8. Með reglug. nr. 127/2000 var ákveðið að sameina Ríkisspítala og Sjúkrahús Reykjavík- ur undir nafninu Landspítali – háskólasjúkra- hús. Jafnframt ákveðið nýtt skipurit, sbr. greinargerð stjórnarnefndar til heilbrigð- isráðherra hinn 16. febrúar 2000. Fram kemur í því skipuriti að lækningaforstjóri sé yf- irlæknir spítalans og annist samskipti við læknaráð. Í 8. lið greinargerðarinnar segir að starfsemi spítalans skiptist í svið, deildir og starfseiningar sem njóta sjálfstæðis í fjár- málum eða hafa þjónustusamninga. Sviðs- stjórar og forstöðumenn bera faglega ábyrgð á faglegri starfsemi og rekstri sviða og starfs- eininga gagnvart framkvæmdastjórn og fram- kvæmdastjórum. Sviðsstjórar lækninga og hjúkrunar skulu sjá til þess að þjónusta við sjúklinga sé ávallt í samræmi við lög, stefnu og markmið spítalans, þekkingu og gæðaviðmið. Sviðsstjórar hafa skyldur gagnvart yfirmönn- um og starfsmönnum deilda og annarra starfs- eininga spítalans skv. nánari ákvörðun. At- hygli vekur að ekki er í skipuritinu vikið sérstaklega að stöðu yfirlækna þrátt fyrir að hún sé lögákveðin og ekki á valdi stjórnvalda að breyta henni. 9. Hinn 1. október 2000 gáfu forstjóri og lækn- ingaforstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss út starfslýsingu sviðsstjóra lækninga. Er þar í mjög grófum dráttum gert ráð fyrir því að sviðsstjóri lækninga beri ábyrgð á fram- kvæmd læknisþjónustu sviðsins, þ.e. beri hina faglegu ábyrgð, auk þess sem hann ber ábyrgð á rekstri og fjármálum. 10. Uppbygging og skipulag spítala er lög- ákveðin sbr. IV. kafli laga um heilbrigðisþjón- ustu. Grundvallarþáttum og inntaki hennar verður ekki breytt með stjórnvaldsákvörð- unum, hvað þá með ákvörðunum í skjóli stjórn- unarlegs boðvalds sem m.a. er leitt af rétt- lægri almennum lögum (lögum um ríkisstarfsmenn). Ef þörf er á grundvallarend- urskoðun og breytingum á stjórnkerfi Land- spítala í kjölfar sameiningar og stækkunar spítalans ber að gera það með lögum. Upp- bygging sjúkrahúss byggist á sérgreinaskipt- um deildum sem yfirlæknir veitir forstöðu og hefur núverandi skipan verið óbreytt í 18 ár en verið við lýði mun lengur. Yfirlæknir ber laga- lega ábyrgð á lækningum á deildum. Ekki er í lögum gert ráð fyrir að deildir séu flokkaðar í yfirsvið eða að sérstakur sviðsstjóri geti yf- irtekið þá ábyrgð sem hvílir á yfirlæknum eða gefið þeim bindandi fyrirmæli enda sú staða ekki tillögum samkvæmt. Þetta kemur skýrt fram í 7. mgr. 30. gr. laga um heilbrigðisþjón- ustu en einmitt í þeirri málsgrein er ráðherra fengin heimild til að staðfesta stjórnskipulag ríkisspítala. Í athugasemdum þeim sem fylgdu með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 83/ 1997, kom fram að framkvæmdastjórn sam- kvæmt þágildandi stjórnskipulagi var mynduð af framkvæmdastjóra lækninga, hjúkrunarfor- stjóra, framkvæmdastjóra tæknisviðs og fram- kvæmdastjóra stjórnunarsviðs. Með vísan til þess að gert væri ráð fyrir því að ráðherra réði þessa starfsmenn, sbr, 5. málsl. 3. mgr. 30. gr. laga um heilbrigðisþjónustu. sbr. 63, gr. laga nr. 83/1997, var ákveðið að veita ráðherra heimild í niðurlagi 7. mgr. 30. gr. laganna að staðfesta slíkt stjórnskipulag sem gerði ráð fyrir meðlimum framkvæmdastjórnar. Hvergi er einu orði minnst á sviðsstjóra. Þessa heim- ild til setningar skipurits ber að túlka þröngt, hún takmarkast við framkvæmdastjórn, og gæti hún í öllu falli aldrei breytt ákvæðum lag- anna sjálfra. 11. Athygli vekur að í starfslýsingu sviðsstjóra lækninga er gert ráð fyrir því að hann sé val- inn til starfa af framkvæmdastjóra lækninga og forstjóra til að gegna starfinu til 4 ára í senn. Sviðsstjórn er aðalstarf og gegnir við- komandi ekki öðrum störfum á meðan nema samkvæmt samkomulagi við framkvæmda- stjóra lækninga. Hér virðist augljóst að bæði er verið að fara í bága við starfsmannalög og lög um heilbrigðisþjónustu. Í fyrsta lagi er brotin auglýsingaskylda 2. mgr. 7. gr. starfs- mannalaga en í öðru lagi getur tímabundin ráðning ekki verið lengri en tvö ár, sbr. 41. gr. starfsmannalaga. Þá virðist það einnig vera fullkomlega í bága við þau ströngu lagaákvæði sem sett hafa verið um hæfi yfirlækna og sér- fræðinga á sjúkrahúsum, sbr. 31. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, að sviðsstjóri geti verið án hæfismats og ekki sé gert að skilyrði að hann komi úr hópi yfirlækna. Sérstaklega er þó tek- ið fram í starfslýsingunni að staðgengill sviðs- stjóra lækninga skuli vera úr hópi yfirlækna. 12. Hér er sett fram sú skoðun að greinargerð með skipuriti Landspítala – háskólasjúkra- húss, frá 16. febrúar 2000, standist ekki þá skipan sem lög um heilbrigðisþjónustu áskilja um sjúkrahús, sérstaklega 8. liður lýsing- arinnar. Því síður stenst starfslýsing sviðs- stjóra lækninga frá 1. október 2000, sem und- irrituð er af forstjóra og lækningarforstjóra Landspítalans, lög um heilbrigðisþjónustu og virðist henni einnig ætlað að sveigja framhjá ákvæðum starfsmannalaga. Um störf yfirlækna og lög um heilbrigðisþjónustu HEILBRIGÐISRÁÐHERRA staðfesti núverandi skipurit Landspítala – háskóla- sjúkrahúss og tók þar með afstöðu til lög- mætis skipuritsins sem að mati ráðuneyt- isins er í fullu samræmi við lög. Ráðherra hvetur til þess að deilumál verði til lykta leidd innan spítalans. Þetta kemur fram í bréfi Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráð- herra til Páls Torfa Önundarsonar, yfir- læknis á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, dagsettu 30. mars. Bréfið er svar við bréfi frá Páli Torfa frá því í desember. Í lagaáliti sem Páll Torfi lét vinna árið 2001 er komist að gagnstæðri niðurstöðu. Þetta álit afhenti hann ráðuneytinu í des- ember og óskaði eftir áliti þess en í bréfi ráðherra segir að ráðuneytið líti ekki svo á að hann hafi lagt fram stjórnsýslukæru vegna skipuritsins. Í bréfinu segir að Páll Torfi hafi m.a. gert athugasemdir við þau orð Jóhannesar M. Gunnarssonar, forstjóra spítalans, að álitsgerð lögfræðinga hafi ekki verið send LSH „þó svo efnisinnihald hennar hafi að einhverju leyti verið kynnt yfirstjórnend- um“. Páll Torfi hafi greint frá því að minn- isblaðið hafi verið kynnt og afhent forstjóra á fundi í febrúar 2001 og í bréfi hans til ráð- herra væri einnig fjallað um fund lækna- ráðs sem var haldinn í þeim tilgangi að kynna læknum meinta annmarka skipulags spítalans og fyrrnefnt lögfræðiálit. Fyrrnefnt lögfræðiálit, sem unnið var af lögmönnunum Hreini Loftssyni og Þórði Bogasyni, sendi Páll Torfi til ráðherra ásamt fyrrnefndu bréfi í desember og fór fram á að „lögfræðingar ráðuneytisins fjalli um álitsgerð lögmannanna og taki afstöðu til hennar til þess að menn velkist ekki í vafa um stöðu og ábyrgð löglega ráðinna yfirlækna sérgreina á LSH annars vegar og hins vegar þeirra yfirmanna sem ekki eru ráðnir með sama hætti“. Seinna hafi Páll Torfi vísað til lögfræðiálitsins og að það hafi verið sent sem stjórnsýslukæra. Af því tilefni tekur ráðherra fram að að- ila máls sé heimilt að kæra stjórnvalds- ákvörðun til æðra stjórnvalds til að fá hana fellda úr gildi eða henni breytt. Til þess að unnt sé að bera fram stjórnsýslukæru þurfi að liggja fyrir stjórnvaldsákvörðun en ráð- herra telur að með bréfi Páls Torfa sé ekki um að ræða stjórnsýslukæru heldur sé ver- ið að óska eftir umfjöllun ráðuneytisins um minnisblað tveggja lögmanna. Því telji ráðuneytið að ekki sé unnt að líta á bréfið sem stjórnsýslukæru. Vegna beiðni um umfjöllun um álit lögfræðinga er vísað til þess að heilbrigðisráðherra hafi staðfest skipuritið og þar með tekið afstöðu til lög- mætis þess. Í bréfi heilbrigðisráðuneytisins til for- stjóra Landspítalans kemur ennfremur fram að ráðuneytið telji æskilegt að reynt sé að leysa samskiptavanda stjórnenda spítalans og læknaráðs og það vænti þess að „læknaráðið og stjórnendur LSH geri allt sem í þeirra valdi stendur til að bæta þessi samskipti og leggi áherslu á að sú vinna hefjist sem allra fyrst“. Ekki stjórnsýslukæra að mati ráðherra Skipurit í fullu samræmi við lög

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.