Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hákon Valtýssonfæddist í Reykja- vík 16. apríl 1963. Hann varð bráð- kvaddur föstudaginn 25. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Valtýr Guðmundsson bílstjóri, f. 25. júní 1928, frá Króki í Rangárvallasýslu, og Sigmunda Hákonar- dóttir afgreiðslu- stúlka, f. 7. desember 1934, frá Reykjavík. Systur Hákonar eru þrjár: Guðrún, f. 15. október 1964, maki Þórir Karl Jónasson, Inga Jónsdóttir, f. 18. janúar 1956 (sammæðra), og Anna María, f. 2. september 1960 (samfeðra), maki Jón Her- mannsson. Hákon hóf sambúð 1988 með Ágústu Rósu Finnlaugsdóttur, f. 28. október 1962. Foreldrar Rósu eru Finnlaugur Pétur Snorrason frá Syðri-Bægisá í Öxnadal, f. 11. apríl 1916, d. 23. júlí 2002, og Hermína Sigurðardóttir, f. 13. nóvember 1923 á Akureyri. Há- kon og Rósa gengu í hjónaband 1996. Þeirra sonur er Valtýr Már, f. 8. apríl 1994. Fyr- ir átti Rósa soninn Ingvar Andra Egils- son, f. 27. nóvember 1985, sem Hákon gekk í föðurstað. Hákon ólst upp í Reykjavík. Hann lauk grunnskóla- prófi frá Langholts- skóla og þaðan lá leiðin í Fjölbrauta- skólann í Breiðholti þar sem hann stund- aði nám í þrjú ár. En hugur hans stefndi annað og hann fór á samning hjá Bifreiðaverkstæðinu Átaki og hóf nám við Iðnskólann í Reykjavík þaðan sem hann lauk prófi í bifvélavirkjun. Hann rak bifreiðaverkstæði ásamt Þóri Karli mági sínum í fjölda ára en yfirtók reksturinn fyrir fáum ár- um. Einnig ók hann sendiferðabíl í nokkur ár á Sendibílastöðinni Þresti og fyrir Lýsi hf. en sneri sér síðan alfarið að bifvélavirkj- un. Útför Hákonar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Jarðsett verð- ur í Gufuneskirkjugarði. Elsku pabbi. Að þú skyldir fara frá okkur svona skyndilega. Þú sem komst inn í líf mitt og varst minn styrkur og stoð þegar á reyndi. Allt- af virtist þú vita allt best og vanda- málin var alltaf hægt að leysa. Man ég þær kvöldstundir, er við eyddum saman með poppskál í hendi og spennumynd í sjónvarpinu, ferða- lögin, útilegurnar og ferðirnar í sumarbústaðinn. Þegar ég fann með sjálfum mér að mig langaði að feta í fótspor þín og læra bifvélavirkjun bauðstu mér aðstoð og tókst mig undir vernd- arvæng þinn og miðlaðir af visku þinni og kunnáttu og gafst mér þannig færi á að öðlast ómetanlega reynslu, sem mun nýtast mér til framtíðar. Þegar ég lít til baka held ég að betri lærifaðir sé vandfundinn. Allt sem þú gerðir, hvort sem það var í vinnu eða heima fyrir, gerðir þú með yfirvegun. Mun ég reyna allt sem ég get til að gera þig stoltan, því ég veit að þú ert að fylgjast með okkur. Ég skal passa upp á mömmu, litla bróður og heimilið. Þú veist ég elska þig, kallinn minn, og einhvern tíma fáum við að hittast aftur. Þinn sonur, Ingvar Andri. Elsku pabbi minn. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Viltu passa Ingvar, mömmu og mig. Mér þykir svo vænt um þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þinn pabbastrákur Valtýr Már. Tíminn vinnur aldrei á okkar bestu stundum. Ævilangt þær anga frá urðar helgilundum. (Hulda.) Líf okkar breyttist sl. föstudag. Skyndilega varstu horfinn, enginn fyrirvari, engar kveðjur. Við sjáumst sögðum við síðast þegar við hittumst í bakaríinu, mösuðum svo- lítið saman og hurfum síðan hvort inn á sinn vinnustað, sitt hvorum megin við götuna. Það þurfti reynd- ar ekki mörg orð, þú varst næmur, hafðir góða nærveru og alltaf sá fyrsti sem hringdir þegar eitthvað bjátaði á. Þú varst rólegur í fasi, fórst ekki mikinn en fórst með hægðinni og varst fylginn þér. Þú hafðir fengið þinn skammt af erf- iðleikum sem þú mættir með æðru- leysi, staðráðinn í að sigra sem þú og gerðir með dyggum stuðningi Rósu þinnar. Þær eru margar góðar minning- arnar: Í Vesturbænum þegar þú varst að taka fyrstu skrefin, á Kleppsveginum með vinunum að safna í brennu. Seinna þegar þú parketlagðir stofuna með mér, þáðir hjá mér koníakslögg, sagðir mér frá ferðinni á Hvannadalshnjúk og ekki síst þegar við spjölluðum um lífið og tilveruna, sorgir og gleði. Ríki þitt var sumarbústaðurinn við Árbæjarhelli sem þú varst rétt að hefjast handa við. Búinn að koma upp litlu húsi sem þú varst að dytta að. Með vorinu átti að byggja. Þú naust lífsins í faðmi fjölskyldunnar við venjulegt dægurþras, í leik við synina og á gleðistundum í góðra vina hópi, sáttur við þitt. Kæri bróðir, þín er sárt saknað. Rósa mín, Valtýr Már og Ingvar Andri, megið þið öðlast styrk í sorg- inni. Inga systir. Inga Jónsdóttir. Elsku Hákon minn, hér sit ég og reyni að koma einhverju á blað og tárin streyma niður kinnarnar og allar minningarnar streyma fram. Ég heyrði í þér á fimmtudagskvöld- ið, þú varst hress og kátur, kominn í sveitina þar sem þér leið svo vel. Við vorum alltaf mikið saman þeg- ar við vorum lítil og ekki minnkaði það þegar við komumst á unglings- árin. Þegar ég kynntist manninum mínum þá lágu áhugamál ykkar saman. Þið voru báðir með bíladellu svo það voru ófáir bílar sem voru gerðir upp í skúrnum heima í Strýtuseli. Svo kynntist þú ástinni þinni henni Rósu og honum Ingvari Andra sem þér þótti svo vænt um. Og þegar Valtýr Már fæddist var líf- ið ljúft og þú geislaðir af hamingju. Við áttum margar góðar stundir saman sem ég geymi í hjarta mínu um ókomna tíð og vona að Guð gefi okkur öllum styrk til að halda áfram. Góði Guð, er ég bið, viltu gefa ró- semd og frið. Tak burt óró, sem kringum mig er, allan efa og kvíða frá mér. Láttu kærleik þinn vinna sitt verk, svo að vonin og trúin sé sterk. Gerðu börn þín að biðjandi hjörð og að blessun alls mannkyns á jörð. Þín systir Guðrún. Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Enn og aftur vorum við óþyrmilega minnt á það, er hann Hákon mágur var svo skyndilega og fyrirvaralaust hrifinn úr faðmi fjölskyldunnar að kvöldi föstudagsins langa. Eftir stöndum við hin og spyrjum: Hvers vegna? Hvers vegna? Margs er að minnast frá þessari allt of stuttu samleið okkar, Hákon minn. Ég minnist t.d. heimsókna ykkar Rósu, meðan ég bjó enn fyrir norðan. Þá var gjarnan skroppið á vélsleða eða á sjóstöng út á Skjálf- anda með allan strákaskarann. Ég minnist einnig göngu- og berjaferð- anna upp með Stóru-Laxá. Það svæði var í miklu uppáhaldi hjá þér, þar naust þú þín og hreifst okkur hin með. Ég minnist líka góðra stunda í sumarbústað foreldra þinna austur í Árbæjarhelli. En þar höfð- uð þið Rósa einmitt hafið byggingu ykkar eigin bústaðar. Og þú varðst allur einmitt á þeim stað sem ykkur var svo kær. Ég minnist líka með þakklæti hjálpsemi þinnar í gegnum tíðina, s.s. við að halda bílunum mín- um gangandi. Það var ekki amalegt að geta komið við hjá þér og leitað ráða og fengið gert við þegar eitt- hvað fór úrskeiðis. En ég hefði nú kvatt þig betur, þegar ég kom við hjá þér um daginn, ef mig hefði órað fyrir að þetta væru okkar síðustu fundir. Að lokum vil ég svo þakka ykkur Rósu allan stuðninginn, bæði á gleði- og sorgarstundum. Það hef- ur ekki verið ónýtt að eiga ykkur að. Það var erfitt að vera stödd er- lendis þegar höggið þunga reið yfir og geta ekki brugðist strax við. En nú er ég komin heim og mun gera mitt besta til að styðja Rósu og strákana þína. Þú átt það svo sann- arlega inni hjá mér, elsku Hákon minn. Elsku Rósa, Ingvar Andri, Valtýr Már, Sísí, Valli og stórfjölskyldan öll. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Minningin um góðan dreng mun ylja okkur öllum og sefa sárustu sorgina. Kæri Hákon, hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. Guð blessi þig. Þín mágkona Hulda Finnlaugsdóttir. Undanfarna daga hefur orðið „réttlæti“ sótt á huga minn. Hvaða réttlæti er í því að þú, elsku mágur og vinur, sért tekinn frá hamingju- samri fjölskyldu og vinum? Hvaða réttlæti er í því að einn besti hlekk- urinn í keðjunni sé numinn á brott og keðjan skilin eftir sundurslitin. Getur verið að Almættið leggi ein- hverja aðra merkingu í orðið rétt- læti heldur en við? Getur verið að Almættið telji að þörf sé á að vekja okkur til umhugsunar hversu mik- ilvægt hafi verið fyrir okkur, sem eftir stöndum, að meta og virða þá kosti sem í þér bjuggu? Því það er sama hvaða hugtök sem teljast til mannkosta koma upp í hugann, hvort heldur er sanngirni, heiðar- leiki, dugnaður, hjálpsemi, trygg- lyndi og ekki síst góður eiginmaður og faðir. Öllum þessum kostum kynntumst við í þínu fari. Við mun- um víst seint fá svör við öllum þeim spurningum sem á hugann leita á stundu sem þessari. Við verðum samt að trúa því að einhver meining sé með því að þú sért frá okkur tek- inn í blóma lífsins. Eftir þessar fátæklegu hugrenn- ingar langar mig til þess að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína, hvort heldur er öll hjálpin við flutninga, viðgerðir á bílum eða bara spjall yfir kaffi- bolla á vinnustað þínum. Elsku systir og synir, við skulum þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast Hákoni með öllum hans mannkostum og eftir bestu getu hafa þá í heiðri um ókomna tíð. Elsku Rósa, Ingvar Andri, Valtýr Már, Sísí, Valli og aðrir ættingjar og vinir. Megi Guð gefa okkur styrk í sorginni. Þinn mágur og vinur, Þorfinnur Finnlaugsson. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Ungur og lífsglaður mágur, svili og vinur er hrifinn fyrirvaralaust á brott frá elskaðri eiginkonu sinni, tveimur sonum, fjölskyldu og vinum. Hákoni kynntumst við öll sem ein- stöku ljúfmenni með mikla og góða nærveru. Við þökkum á þessari kveðjustund fyrir allar stundirnar sem við áttum með honum, Rósu og sonum, á Spánarströnd, í jólaboðum, afmælum, sumarbústöðum eða hvort sem það var einhvers staðar annars staðar norðan eða sunnan heiða. Hvar sem það var, alltaf var samveran með Hákoni einstaklega þægileg, okkur leið vel í návist hans og það segir meira en mörg orð. Hákon var fyrirmyndar eiginmað- ur og fjölskyldufaðir og var kjölfest- an með sinni hægu og yfirveguðu framkomu sem til eftirbreytni var. En hann var líka sannur vinur og þótti vænt um vini sína og fjöl- skyldu, bóngóður og umhyggjusam- ur og því fengum við öll að kynnast sem þann hóp fyllum. Hann hafði mikið langlundargeð og létta lund. Það var aldrei neitt vesen á hlut- unum hjá Hákoni, hann leysti þá bara á jákvæðu nótunum. Já, Hákon Valtýsson var mikill mannkostamaður. Við fjölskyldan höfum haft orð á því að það hefur vakið eftirtekt okk- ar hversu ástfangin og samrýnd Há- kon og Rósa voru. Allt sem þau gerðu saman og ætluðu að gera saman var gert af svo miklum sam- hug þeirra beggja til að gera hlutina betri fyrir sig, strákana og aðra sem þeim voru kærir. Um þetta ber sælureiturinn þeirra í Árbæjarhelli vitni. Það er því dálítið sérstakt að einmitt á þeim stað hafi Hákon kvatt svo skyndilega þetta líf að kvöldi föstudagsins langa. Elsku Rósa, Ingvar Andri og Val- týr Már. Kæru Sísí, Valli, fjölskylda og vinir. Við sendum ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur með þeirri ósk að góður Guð veiti ykkur styrk. Megi ljúfar minningar um góðan dreng verða huggun harmi gegn. Snorri, Sigríður og Helga Dögg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elskulegur frændi okkar hefur verið kallaður burt langt um aldur fram. Hákon var yndislegur maður og frábær frændi og minning hans mun lifa í hjörtum okkar alla tíð. Við þökkum Hákoni fyrir allar góðu stundirnar og þær minningar sem hann gaf okkur. Elsku Valtýr Már, Ingvar Andri og Rósa, megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Fyrir hönd systkinabarna, Þóra, Fríða og Sara. Elsku Hákon. Mikið getur lífið verið hverfult. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur á meðal okkar. Ég vil þakka þér fyr- ir allt sem þú hefur gert fyrir mig, elsku Hákon minn. Það eru forrétt- indi að fá að kynnast manni eins og þér. Missir okkar sem eftir lifum er mikill. En mestur er hann þó hjá elsku Rósu frænku, Ingvari Andra og Valtý Má. Megi góður guð gefa þeim styrk í þessari miklu sorg. Foreldrum Hákonar, systrum hans og fjölskyldum sem og vinum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um Hákon mun ávallt lifa. Þórlaug Þorfinnsdóttir. Elsku Hákon minn, þig hef ég þekkt nær alla mína ævi. Allt frá því við fluttum með nokkurra mánaða millibili á Kleppsveginn, þú þriggja ára og ég fjögurra. Strax náðum við vel saman og margt var brallað í kringum nýbyggingarnar í hverfinu. Vörubílar dregnir á torfærubraut- um, hjólað á moldarhaugum, skip könnuð í fjörunni og umhverfið skoðað af kostgæfni. Foreldrar okkar byggðu hvorir tveggja sumarbústað á Þingvöllum en það umhverfi var okkur upp- spretta ótrúlegustu ævintýra. Við fluttum síðan báðir í Breið- holtið á unglingsárum, í kringum 1977. Þessi nálægð varð til þess að vinskapur okkar efldist og hélst alla tíð. Alltaf varst þú sami góði dreng- urinn, sannur vinur, traustur og trúr. Eftir því sem árunum fjölgaði stækkuðu viðfangsefnin og margt var brallað. Við fórum m.a. í skemmtiferð til London og tókum þátt í rally-keppni enda var bíla- áhuginn mikill. Árið 2002 náðum við því takmarki að standa saman á hæsta tindi landsins, Hvannadals- hnjúki. Það var okkur ógleymanleg stund. Ekki má nú heldur gleyma skemmtanalífinu, því það stunduð- um við að sjálfsögðu. Það var ein- mitt á góðu kvöldi sem við fórum saman í gleðskap til vinkonu minn- ar, hennar Rósu í Logafold. Þar skaut Amor ör og má segja að minn kæri vinur hafi ekki farið frá henni síðan. Með Rósu sér við hlið var hann ósigrandi. Drengirnir urðu tveir og hamingja ríkti á heimilinu. Eftir að ég stofnaði fjölskyldu með Steinu vorum við oftast saman um áramót, fórum í sumarbústaða- ferðir, útilegur, héldum matarboð, grillkvöld að ógleymdu síðasta laug- ardagskvöldi í lífi þínu. Það varð okkur dýrmætara en ætlað var. Við áttum saman yndislegar stundir í góðra vina hópi á fallegu heimili ykkar í Safamýri. Ég veit ekki af hvaða völdum ég tilkynnti í heyranda hljóði það kvöld að Hákon væri minn kærasti og besti vinur. Orð að sönnu, en of sjaldan tjáð. Við Steina og strákarnir eigum ykkur svo ótal margt að þakka. Við biðjum góðar vættir að fylgja fjölskyldunni og styrkja á komandi tímum. Himnarnir grétu er hvarfstu á braut, Hákon minn kærasti vinur. Eftir er fjölskylda í angist og þraut er efast um það sem á dynur. Í hjarta við Hákon geymum og hugsum til liðinna daga. Við göfugum manni ei gleymum þó gengin sé fögur saga. (Steinunn Þór.) Elsku Rósa, Ingvar Andri, Valtýr Már, Sísí, Valli og fjölskylda. Sorgin er stór en yfir góðar ljúfar minn- ingar verður aldrei moldu mokað. Við kveðjum þig kæri í bili. Einar Þór, Steinunn, Steinar Þór og Fannar Þór. Það er stutt á milli lífs og dauða í þessum heimi. Aðeins viku fyrir andlát Hákonar vorum við Sigríður kona mín ásamt fleiri góðum vinum í matarboði hjá þeim hjónum Hákoni og Rósu, þar sem við nutum glæsi- legra veitinga í góðum hópi. Allir skemmtu sér vel og fór Hákon oft á kostum á sinn hæverska hátt. En aðeins viku síðar er Hákon látinn. Ekki hefði mér dottið í hug að þessi hressilegi og skemmtilegi félagi félli svo fljótt frá. Við kynntumst Hákoni og Rósu fyrir nokkrum árum í gegnum vina- hjón okkar þau Einar og Steinu, og höfum við átt margar góðar stundir með þeim eins og hina árlegu sum- arbústaðarferð okkar, en höggvið er stórt skarð í þann góða hóp með frá- falli Hákonar. Gaman var að skiptast á póli- tískum skoðunum við þig en fram- hald á því verður að bíða betri tíma eða þar til við hittumst á ný. Þú varst vinur vina þinna og varst nýbúinn að hjálpa mér í bílnum mín- um og kann ég þér bestu þakkir fyr- ir. Ég man að þú sagðist bara hafa haft gaman af þessum greiða við mig og hafa lært mikið á þessu jeppabrölti okkar langt fram eftir nóttu. Með þessum fáu orðum kveð ég þig, Hákon, við sjáumst síðar. Rósa, Ingvar, Valtýr og allir aðrir ættingj- ar og vinir, megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg og veita ykkur blessun sína. Henning Haraldsson. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Það fannst okkur að minnsta kosti ekki þegar við fréttum að Hákon HÁKON VALTÝSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.