Morgunblaðið - 01.04.2005, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alla daga
í Lágmúla og Smáratorgi
ÞAU manneldismarkmið, sem sett
hafa verið fram og gilda fyrir þorra
alls heilbrigðs fólks, eiga ekki við
um sjúklinga eða gamalmenni. Á
meðan fitu- og sykursnauðri fæðu
er í vaxandi mæli beint frá börnum
og unglingum þarf gamalt fólk að
borða meiri fitu og meiri sykur til
að halda í orkuna, segir Guðrún
Þóra Hjaltadóttir, sem starfar sem
sjálfstæður næringarráðgjafi og
hefur m.a. tekið út fæðuþátt dvalar-
og hjúkrunarheimila.
„Kannanir hafa leitt í ljós, m.a. á
Norðurlöndunum, í Hollandi og í
Kanada, að gamalt fólk á elli- og
hjúkrunarheimilum er vannært og
svo er einnig með marga, sem búa
einir heima,“ segir Guðrún Þóra,
sem styðst við norræn manneld-
ismarkmið þegar hún ræður gömlu
fólki frá því að belgja sig út af
ávöxtum og grænmeti. Frekar vill
hún m.a. sjá á borðum þess kjöt og
mjólkurvörur, majónessalöt, sykur
í mat og drykk, rjómabland út á
grauta og skyr og þeyttan rjóma
með kökum./28
Rjómabland
og majónes
fyrir aldraða
HÁVAÐI á vinnustað íþrótta- og
leikskólakennara er um eða yfir 85
desibel sem eru þau hávaðamörk
sem Vinnueftirlit ríkisins setur til
verndar heyrn. Þetta kemur fram í
samantekt sem Vinnueftirlitið hefur
framkvæmt í skólum, þ.e. leik-,
grunn- og framhaldsskólum og um
þetta verður m.a. fjallað á ráðstefnu
í dag, föstudag, sem ber yfirskrift-
ina Hávaði í umhverfi barna.
Hætta á heyrnarskaða
Í reglugerð um hávaðavarnir á
vinnustöðum og heyrnareftirlit
starfsmanna er gerð sú krafa að há-
vaði á íslenskum vinnustöðum sé
ekki meiri en 85 desibel að jafnaði á
átta stunda vinnudegi. „Það er al-
veg vitað að þeir sem starfa til
langs tíma við 85 desibel eiga
heyrnarskaða á hættu og þess
vegna eru mörkin sett þar,“ segir
Sigurður Karlsson hjá Vinnueftirliti
ríkisins. Aðspurður segir hann ýmis
streitueinkenni koma upp hjá þeim
sem séu í hávaðasömu umhverfi
tímunum saman.
Á ráðstefnunni verða hávaðamæl-
ingarnar kynntar, rætt um heyrn
og heyrnarskaða og um mikilvægi
hönnunar.
Hávaði hjá
íþrótta- og
leikskóla-
kennurum
ÍSLENSKUR vísindamaður hefur
sýnt fram á að hægt er að nýta
blóðmyndandi stofnfrumur úr
beinmerg til að mynda starfhæfar
taugafrumur með því að koma
mannastofnfrumum fyrir í skadd-
aðri mænu kjúklingafóstra. Vonir
eru uppi um að stofnfrumur geti
hugsanlega nýst til lækninga á
taugasjúkdómum eins og Alzheim-
ers og Parkinson og jafnvel einnig
til lækninga á hjarta- og æða-
sjúkdómum.
Ólafur Eysteinn Sigurjónsson,
doktorsnemi við Háskólann í Ósló,
hefur um nokkurt skeið starfað að
rannsóknum á myndum tauga-
frumna með hjálp kjúklingafóst-
urs. Hann segir mikilvægt að hafa
í huga að rannsóknir séu skammt
á veg komnar og enn á frum-
sem myndu vera besti kosturinn,
væri ekki ómögulegt að nálgast
þær án þess að valda gjafanum
miklum skaða. Annar kostur við
að nota stofnfrumur úr beinmerg
er að það gefur möguleikann á að
notast við stofnfrumur sjúklings-
ins sjálfs og koma í veg fyrir að
ónæmiskerfið hafni frumunum.
Ólafur vann meistaraverkefni
sitt í Blóðbankanum, sem hann
segir vöggu stofnfrumurannsókna
á Íslandi, en þar kynntist hann
rannsóknum á sviði blóðmyndandi
stofnfrumna. Sveinn Guðmunds-
son, yfirlæknir í Blóðbankanum,
segir því spáð að notagildi stofn-
frumna verði afar víðtækt í fram-
tíðinni.
stigum. Nokkrir áratugir séu
a.m.k. þangað til stofnfrumur geti
nýst sem hluti af staðlaðri með-
ferð við taugasjúkdómum. Ólafur
notaði í rannsókn sinni svonefndar
fullorðinsstofnfrumur, sem eru
ólíkar fósturstofnfrumum, en þær
má finna í beinmerg fullorðinna.
Stofnfrumur eru taldar marg-
hæfar, því þær geti sérhæfst í
mismunandi frumutegundir. Blóð-
myndandi stofnfrumur, eins og
þær sem Ólafur notaði í sinni
rannsókn, mynda fyrst og fremst
frumur blóðs og ónæmiskerfis. Nú
er þó ljóst að þær geta einnig
myndað taugafrumur við réttar
aðstæður. Helsti kosturinn við
blóðmyndandi stofnfrumur er sá
að mun auðveldara er að nálgast
þær en taugastofnfrumur í heila,
Blóðmyndandi stofnfrumur geta
myndað starfhæfar taugafrumur
Taugafrumur/Miðopna
♦♦♦
RÍFLEGA helmingur íbúa Akureyr-
ar og Eyjafjarðar, 51,6%, er hlynntur
því að álver rísi í næsta nágrenni bæj-
arins. Rúmlega þriðjungur þeirra,
35,2%, er hins vegar andvígur slíkum
hugmyndum og 13,2% kváðust hvorki
fylgjandi né andvíg. Þetta er niður-
staða könnunar IMG Gallup sem gerð
var fyrir iðnaðarráðuneytið og Val-
gerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra
kynnti á fjölmennum fundi um stór-
iðju á Akureyri í gærkvöld. „Þessar
niðurstöður komu mér dálítið á óvart,
ég taldi að viðhorf til álvers í Eyjafirði
væri orðið jákvæðara,“ sagði Valgerð-
ur. Könnunin var gerð dagana 17. til
27. febrúar, úrtakið var 2.400 manns á
aldrinum 16 til 75 ára á Norðurlandi,
slembiúrtak úr þjóðskrá og svarhlut-
fallið var 71,7%.
Heldur fleiri Eyfirðingar, eða
65,7%, kváðust hlynntir því að álver
risi á Norðurlandi, annars staðar en í
Eyjafirði, en 21,9% voru andvíg og
12,4% tóku ekki afstöðu til þess. Val-
gerður sagðist ekki vilja bera saman
Norður- og Austurland í þessu sam-
bandi, fyrir austan hefði aðdragandi
verið langur og lengst af einkenndist
sagan af vonbrigðum. Fram kom á
fundinum að þrír staðir koma til
greina undir hugsanlegt álver á Norð-
urlandi, Dysnes í Eyjafirði, Bakki við
Húsavík og Skollanes í mynni Hjalta-
dals í Skagafirði.
Ráðherra sagði að á vegum ráðu-
neytisins hefði verið unnið að því að fá
heimamenn, Eyfirðinga, Þingeyinga
og Skagfirðinga til að vinna að und-
irbúningi, „en því er ekki að leyna að
það hefur ekki gengið sérstaklega vel
að ná fram samstöðu um að fara
þannig í málið, en ég ætla ekki að úti-
loka að samstaða náist. Það skiptir
miklu máli að samstaða náist um
þetta mál á Norðurlandi“.
Valgerður sagðist bjartsýn á að ál-
ver risi í fjórðungnum, margir fjár-
festar væru virkilega áhugasamir,
„það er allt annað andrúmsloft varð-
andi þessi mál núna en var fyrir 5 ár-
um“, sagði hún. Hún sagði það líka
sína tilfinningu að þegar fólk áttaði
sig á þeim breytingum sem álver
hefði í för með sér yrðu fleiri jákvæð-
ari gagnvart því en nú virðist raunin.
Fram kom í máli Ásgeirs Magnús-
sonar, forstöðumanns Skrifstofu at-
vinnulífsins á Norðurlandi, að for-
svarsmenn fjölda fyrirtækja hefðu
hist á fundi og undirbúið stofnun fé-
lags sem tryggja á að álver rísi í Eyja-
firði og óskaði hann eftir stuðningi
ráðherra við að koma málum í höfn.
Vildi hann vita hvað félagið gæti gert
til að tryggja að næsta stóriðja yrði í
Eyjafirði. Valgerður sagði það ein-
ungis myndu rugla umræðuna ef hún
gæfi út yfirlýsingar um að sér hugn-
aðist einn staður öðrum fremur. „Ég
vona bara að heimamenn vilji vinna
náið með ráðuneytinu að lausn þessa
máls.“
Ríflega helmingur Eyfirð-
inga er hlynntur álveri
Morgunblaðið/Kristján
MIKILL fjöldi fólks lagði leið sína á fund Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um stóriðjumál á Norðurlandi
sem haldinn var á Akureyri í gærkvöldi og komu fundarmenn víða af Norðurlandi.
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
Fjölsóttur fundur hjá iðnaðarráðherra
RÆÐA þyrfti aukin fjárútlát vegna
verndunar húsa í miðborg Reykja-
víkur og helst þyrfti að tífalda fjár-
veitingar til verndunar næstu tíu ár-
in eða svo, ef gagn ætti að vinnast.
Þetta er mat Jóhannesar S. Kjar-
vals, hverfisarkitekts miðborgarinn-
ar, en hann ræddi verndun og nið-
urrif húsa á aðalfundi Þróunarfélags
miðborgarinnar í gær. „Ef yfirvöld
setja ákveðin verndunarákvæði á
hús er það spurning hvernig hægt
er að tryggja það, en fjármagn er
besta leiðin til þess,“ segir Jóhann-
es. „Til dæmis kom einn hagsmuna-
aðili fram með þá hugmynd á fundi í
ráðhúsinu um daginn að fella mætti
niður fasteignagjöld tímabundið eða
lækka þau. Það er rétt að taka upp
frekari umræðu um þessi mál, því
það er afar brýnt að geta tryggt að
við stöndum okkur sem menning-
arborg.“
Vill tífalda
fjármagn til
húsverndar
BÍLASTÆÐASJÓÐUR og lög-
reglan í Reykjavík munu á næstu
dögum taka upp eftirlit með notk-
un bifreiðastæða fyrir hreyfihaml-
aða á einkalóðum, þ.e. lóðum versl-
ana og þjónustufyrirtækja. Nokk-
ur brögð eru hins vegar að því að
stæði hreyfihamlaðra á slíkum lóð-
um séu misnotuð, að því er segir í
fréttatilkynningu lögreglunnar,
ÖBÍ og Bílastæðasjóðs.
Um er að ræða áherslubreyt-
ingu með auknu eftirliti sem fram
til þessa hefur einkum verið bund-
ið við almennar umferðargötur og
opinber bifreiðastæði. Á næstu
dögum hefst kynningarátak sem
annars vegar er ætlað að vekja at-
hygli lóðarhafa á skyldum sínum
varðandi stæði fyrir hreyfihaml-
aða, og hins vegar verður sérstök-
um auglýsingum beint að öku-
mönnum almennt. Verða aðvör-
unarmiðar settir á bifreiðir sem
lagt er í hin sérmerktu stæði án
heimildar en að stuttum aðlögun-
artíma loknum verður farið að
sekta ökumenn um 2.500 kr. fyrir
slík brot.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Eftirlit
aukið með
bílastæðum
fatlaðra
♦♦♦