Morgunblaðið - 01.04.2005, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 27
MINNSTAÐUR
Skriðdalur | Bræðurnir Snorri og
Jökull Hlöðverssynir hafa vakað yf-
ir Grímsárvirkjun í Skriðdal dag og
nótt í hartnær þrjá áratugi og
fylgst með hjartslætti árinnar á öll-
um árstímum. „Við erum orku-
bændur,“ segja þeir bræður og láta
það duga. Þeir búa við virkjunina,
sinn í hvoru húsinu, með fjöl-
skyldum sínum. Engar halda þeir
skepnur nema hunda og ketti, en
hafa í nógu að snúast við að halda
virkjuninni á réttu róli og hirða
umhverfi hennar. Þar er undurfag-
urt og gljúfrin sem Grímsáin fellur
í úr uppistöðulóni virkjunarinnar
mikilfengleg. Snorri er rafvirki en
Jökull vélvirki og naskur suðumað-
ur og saman ráða þeir nokkurn
veginn við hvað sem úrskeiðis get-
ur farið í virkjuninni, sem gangsett
var árið 1958 og skilar 2.944 KW.
„Ég er búinn að vera hér rétt
um 30 ár,“ segir Snorri, þar sem
hann situr inni í stjórnsalnum og
dauft vélatif berst í gegnum gólf og
veggi. „Starfið felst í að sjá um að
þetta snúist og framleiði rafmagn
eins og það getur. Ég fylgist með
mælum og tékka á að þetta dót sé í
lagi. Það getur ýmislegt komið upp
á. Bilanir sem koma t.d. út á raf-
orkunetinu geta haft áhrif hér inni
í stöðinni með útslætti og þá getur
þurft að ræsa vélarnar upp aftur,
keyra dísilvél til að skapa rafmagn
á stöðina svo að það sé hægt að
gangsetja hana. Síðan er ýmislegt í
vatnabúskapnum sem hefur áhrif.
Það þarf margar gangsetningar
þegar lítið vatn er og svo bara
snýst þetta þegar nóg vatn er.“
Jökull segir vandasamast að
keyra virkjunina í miklum flóðum.
„Þá koma upp vandamál í sam-
bandi við kælivatnssíur og svo á
áin til með að ryðja sig á veturna
og þá ryður hún öllu hér um, alveg
sama hvað er fyrir.“ Já, hún ryður
niður handriðunum á stíflunni,
ryðst yfir stíflurnar með klakaburði
og brýtur niður staura og handrið,“
bætir Snorri við. „Þá er oft mikið
sem gengur á. Það voru miklar
hrannir á ánni fyrir nokkrum vik-
um en það er allt farið núna, fór í
rólegheitunum. Ef kemur rigning
og mikil úrkoma og flóðið verður
rosalega skarpt og mikið, ryður
hún öllum ís af ánni og fer þá
hérna yfir stíflur og út um allt.
Hún ber þá líka með sér svo mikið
af drullu í inntaksristar og stíflar
þær og þá hættir vatnið að hafa
greiðan aðgang í túrbínuna. Þá
þarf að taka ristarnar upp úr vatni
og hreinsa. Við sinnum þessu öllu
saman.“
Jökull segir oft hafa verið mikil
líkamleg átök í viðgerðunum áður
en þeir fengu rafknúin tæki til að
lyfta til dæmis inntaksristunum
upp úr vatninu. „Þá urðum við að
lyfta ristunum með handafli þannig
að við gætum unnið í þeim og
þurftum þá að taka sjö hundruð
lyftur á þær til að ná þeim á þurrt.
Nú er þetta híft með rafmagni,
sem betur fer.“
Kafað til viðgerða
Stundum hefur staðið tæpt og
þeir bræður segja stórflóð 1968
hafa valdið hvað mestum vandræð-
um.
„Þá flæddi yfir allar stíflur, vatn-
ið rann hér yfir á húsið og niður í
rafala og niður um allt,“ segir Jök-
ull, sem hefur unnið í virkjuninni í
27 ár. Snorri minnir hann á hressi-
legt flóð fyrir nokkrum árum þegar
túrbínuhúsið hafi fyllst af vatni.
„Jökull kafaði niður og setti hlera
fyrir gatið svoleiðis að ekki færi
vatn hér langt upp í stöð. Það stóð
nú dálítið tæpt þá; allir mótorar
fóru í kaf og þurfti að taka þá alla
upp og rífa og hreinsa og þurrka.
Jökull dró bara djúpt andann og
kafaði þarna tvo metra niður til að
loka pípunni. Núna á hann al-
mennilegan kafarabúning og við
höfum þau tæki og tól sem þarf til
að sinna öllum viðhaldsverkefnum
hér.“
Snorri og Jökull fylgjast grannt
með veðursveiflum og vatnsbúskap
Grímsárinnar og segjast sjá
ákveðnar breytingar í gegnum árin.
„Það er orðið minni snjór á vet-
urna og því minna vatn á sumrin
og meira af flóðtoppum, af stórum
og þéttari flóðum og meiri úrkomu
heldur en var,“ segir Snorri, en
Jökull vill meina að allt sé þetta af-
stætt og spurning hvað maður
muni. Vorið sé þó langt á undan
sjálfu sér þetta árið, eða allt að
tveimur mánuðum. „Við gaumgæf-
um náttúruna vissulega því við er-
um alveg háðir rennslinu í ánni og
alltaf að spá í veðrið, vindinn, úr-
komuna og vatnið,“ segir Jökull.
„Þetta er okkar starf og við alltaf
með náttúruna á annarri öxlinni.“
Tekur andstreymið fyrst
Mannaferðir eru miklar við
Grímsárvirkjun, ekki síst ferða-
menn á sumrin. Þá mæðir á þeim
bræðrum að segja frá stöðinni og
segjast þeir gera það ef til þeirra
er leitað. „Menn þvælast hér um og
mega það, en þetta er umhverfi
sem er ekki mjög barnvænt og
heldur stórhrikalegt og fólk þarf
því að gæta að börnum sínum við
gljúfrið.“
Þrátt fyrir að vaka og sofa yfir
virkjuninni eiga þeir bræður sér
önnur hugðarefni. Jökull á til dæm-
is prýðilega seglskútu. „Ég geymi
hana í minni prívat og persónulegu
höfn sem ég fékk að byggja fyrir
góðra manna orð á sínum tíma við
Lagarfljótið. Þetta er eina almenni-
lega höfnin við Lagarfljót! Þar ligg-
ur skútan á sumrin og svo tek ég
hana upp á vetrum og dytta að
henni. Þetta er lítil skúta, 6 metra
löng, en samt það stór að það er
búið að sigla nákvæmlega eins
skútu frá Reykjavík og suður til
Madeira, þaðan til Kanaríeyja og
til Capo Verde og yfir í Kar-
íbahafið. Þetta er því ekkert smá-
skip. Mig dreymir þó ekki um slík-
ar siglingar. Ég eyddi fyrstu 6–7
árum starfsævi minnar sem sjó-
maður og tók þar út þennan haf-
siglingadraum. Að sigla sér til
ánægju er gott og ég sigli oft. Á
vetrum erlendis og á sumrin á
Lagarfljótinu. Ef það er mikil norð-
anátt sigli ég stundum í Egilsstaði,
ég tek alltaf andstreymið fyrst og
meðvind á leiðinni heim.“
Snorri segist ganga mikið í sínu
nánasta umhverfi, ferðast til út-
landa og bregða undir sig skíðum á
vetrum. Hann fylgist líka með fugl-
um og telur farfuglana inn í vorið.
„Skógarþrösturinn er auðvitað
kominn og farinn að láta í sér
heyra. Ég sá líka endur í morgun.
Við fáum hérna stokkendur nátt-
úrlega og mikið af straumöndum.“
Jökull segist hafa séð glókoll við
Grímsána í vetur og eins hafi smyr-
ill verið algengur, sem sé óvenju-
legt.
Bræðurnir segja lífið ganga sinn
vanagang og þrátt fyrir ýmsar
sviptingar í raforkuumhverfinu séu
þeir spakir á sinni virkjunarvakt.
„Maður er nú kominn á síðara
rólið svo það er ekki gott að vita
með framhaldið,“ segir Jökull. „En
eitthvað verður maður hér áfram.
Það er gott að vera hér, umhverfið
er fallegt og birtan oft undurfögur
þegar morgunsólin leikur við
stokka og steina.“
Bræðurnir Jökull og Snorri hafa vakað yfir Grímsárvirkjun eins og barninu sínu í þrjá áratugi
Morgunblaðið/Steinunn ÁsmundsdóttirVirkjun Grímsárvirkjun í Skriðdal var gangsett árið 1958.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Naskir á náttúruna Bræðurnir Jökull og Snorri Hlöðverssynir hafa búið
og starfað við Grímsárvirkjun í áratugi og þekkja dynti árinnar mætavel.
Með náttúr-
una á ann-
arri öxlinni
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
Djúpivogur | Eldri nemendur úr
Tónskóla Djúpavogs héldu fyrir
skemmstu árlega tónlistarhátíð
sína á Hótel Framtíð. Þetta er
fimmta árið sem hátíðin er haldin
og var dagskráin fjölbreytt og
skemmtileg að venju. Það er greini-
legt að Svavar Sigurðsson, skóla-
stjóri skólans, er að vinna skapandi
starf með nemendum, sem allir
fengu að njóta sín í stórhljómsveit
sem sett var saman fyrir hátíðina.
Aron Daði Þórisson, Davíð Arnar
Sigurðsson og Grettir Gautason
voru líflegir og skemmtilegir á
sviðinu um leið og þeir heilluðu
áheyrendur með vönduðum hljóð-
færaleik.
Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir
Brattir hljóðfæraleikarar Aron Daði Þórisson, Davíð Arnar Sigurðsson og
Grettir Gautason, nemendur við Tónskóla Djúpavogs.
Músík í Djúpavogsstrákum
Sundlaug | Tilboð hafa verið opnuð
í byggingu nýrrar sundlaugar á
Eskifirði, en hún verður reist sunn-
an við íþróttavöllinn á Eskifirði. Tvö
tilboð bárust í byggingu laug-
arinnar; frá Íslenskum aðalverktök-
um 328.583.628 kr. og frá Saxa ehf.
355.595.634 kr. Tilboð þessi eru und-
ir kostnaðarmati því sem gert var
fyrir laugina og mjög viðunandi seg-
ir á vef Fjarðabyggðar.
Seyðisfjörður | Framleiðsla ull-
arvörufyrirtækisins Frú Láru á
Seyðisfirði var m.a. kynnt á ný-
afstöðnu Búnaðarþingi. Að sögn
Þórdísar Bergsdóttur, forsvars-
manns fyrirtækisins, gengur
starfsemin vel, en betur má ef
duga skal, því tækjabúnaður er
af skornum skammti. Aðalverk-
efni fyrirtækisins er að breyta
ull í fat á nýstárlegan hátt sam-
kvæmt hönnun Ingibjargar
Hönnu Pétursdóttur, fatahönn-
uðar, sem býr í Hollandi. Með
þessari aðferð þarf ekki að
spinna ullina, vefa, hekla eða
prjóna og úr verður létt og
áferðarfallegt efni.
Ull breytt í fat
Kynna ullarflíkur Frú Láru Þórdís Bergsdóttir og Anna Pálsdóttir á
Búnaðarþingi 2005.
Egilsstaðir | Foreldrar barna sem
fædd eru árið 2004 afhentu bæj-
arstjórn Fljótsdalshéraðs nýlega
undirskriftalista, þar sem skorað er
á sveitarfélagið að opna leik-
skóladeild fyrir eins árs börn á Eg-
ilsstöðum. Þrjátíu og tveir foreldrar
undirrituðu áskorunina.
Hópurinn segir erfitt að fá gæslu
hjá dagmæðrum og að margir for-
eldrar, einkum mæður, eigi bágt
með að gefa vinnuveitendum sínum
svar um hvort eða hvenær hægt
verði að mæta til vinnu að loknu fæð-
ingarorlofi. Auk þess sé mjög dýrt
að hafa barn hjá dagmóður svo það
svari varla kostnaði fyrir suma að
stunda vinnu utan heimilis. Þannig
geti leikskólapláss verið mikið jafn-
réttismál. Fræðslunefnd Fljótsdals-
héraðs tók undirskriftalistann til
umfjöllunar á fundi sínum í vikunni
og þakkaði ítarlegar upplýsingar um
raunverulega vistunarþörf. Nefndin
lagði til að gert yrði ráð fyrir að opna
1 árs deild í nýjum leikskóla, sem nú
er í byggingu á Egilsstöðum og áætl-
að er að opna í júlí, eftir sumarleyfi.
Lauslega áætlaður kostnaður vegna
hálfs árs starfsemi 1 árs deildar er
um 14 milljónir króna.