Morgunblaðið - 01.04.2005, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 33
Í DAG minnumst við mikilvægra
tímamóta í sögu okkar Íslendinga
því nú eru 150 ár liðin frá því að Ís-
lendingar fengu verslunarfrelsi,
með lögum sem danska ríkisþingið
samþykkti og tóku gildi hinn 1. apr-
íl 1855.
Aðdragandinn að
þessari lagasetningu
var allnokkur. Sem
kunnugt er bjuggu Ís-
lendingar við fyr-
irkomulag einok-
unarverslunar um
tæplega tveggja alda
skeið eða allt til ársins
1787 þegar einok-
unarverslun Dana á
Íslandi lauk með setn-
ingu svokallaðra frí-
höndlunarlaga. Þótt
nokkur samkeppni
milli danskra kaup-
manna væri nú leyfð
ríkti hin mesta fá-
keppni allt fram til
1855 og versl-
unarhættirnir minntu
helst á einok-
unartímabilið.
Baráttan fyrir frek-
ari tilslökunum í átt til
verslunarfrelsis fékk
byr undir báða vængi
þegar Alþingi var end-
urreist og kom fyrst
saman 1845. Skapaðist
þá innlendur vett-
vangur sem auðveld-
aði Íslendingum að
koma á framfæri við
konung vilja sínum í
verslunarmálinu. Á
þessum árum var for-
ingjaefni að kveðja sér
hljóðs meðal Íslend-
inga, Jón Sigurðsson
forseti, en frjáls versl-
un var eitt af að-
almarkmiðum hans og
annarra sem börðust
hvað mest fyrir þjóð-
frelsinu.
Krafan um fullt verslunarfrelsi
fékkst viðurkennd með lögunum
sem gengu í gildi hinn 1. apríl 1855.
Aðalbreytingin sem nýju lögin
höfðu í för með sér var sú að kaup-
mönnum annarra ríkja var eft-
irleiðis heimilt að versla við Íslend-
inga. Jafnframt voru ýmsar
tilslakanir leyfðar. Til dæmis var
öllum innanríkiskaupmönnum
heimilt að taka utanríkisskip á leigu
til afnota fyrir verslanir sínar á Ís-
landi. Sérhverjum kaupmanni
skyldi framvegis heimilt að sigla til
allra löggiltra verslunarstaða í
landinu og reka þar verslun. Hins
vegar bar utanríkisskipum að koma
fyrst til eftirlits á einhverja af eft-
irtöldum höfnum: Reykjavík, Vest-
mannaeyjar, Stykkishólm, Ísafjörð,
Akureyri og Eskifjörð.
Enda þótt nýju lögin hafi markað
mikil tímamót – sem við minnumst í
dag – breyttu þau ekki miklu fyrst í
stað. Verslun var áfram að mestu
leyti í höndum sömu kaupmanna.
Veldi þeirra fór ekki að láta á sjá
fyrr en um 15 árum síðar með til-
komu innlendra verslunarfélaga
sem ráku verslun upp á eigin spýt-
ur, s.s. Gránufélagsins og Fé-
lagsverslunarinnar við Húnaflóa.
Slík verslunarfélög voru að segja
má undanfarar pöntunarfélaga og
kaupfélaga sem áttu eftir það langa
sögu í íslensku viðskiptalífi.
Með tilurð fyrstu íslensku versl-
unarfélaganna, pöntunarfélaga,
kaupfélaga og einkaframtaks fóru
Íslendingar brátt að verða varir við
uppbyggingu í landinu sem skap-
aðist vegna tekna af versluninni.
Eftir 1855 áttu erlendir athafna-
menn greiðan aðgang að atvinnulífi
hér á landi og urðu Norðmenn víða
frumkvöðlar í atvinnurekstri á Ís-
landi.
Fram yfir 1900 var smásöluversl-
unin og heildverslunin samtvinnuð í
sömu verslunarfyrirtækjum. Upp
úr aldamótunum 1900 fór þetta að
greinast að. Það sem greiddi götu
þess var einkum stofnun Íslands-
banka árið 1904 og tilkoma síma-
sambands við útlönd árið 1906.
Urðu stórkaupmenn brátt áhrifa-
mikil stétt í atvinnulífinu.
Á þessu tímabili, þ.e. frá 1855 til
1914, voru opinber afskipti af versl-
un miklu minni en síð-
ar varð. Má segja að á
næstu áratugum þar á
eftir hafi opinber af-
skipti af verslun og
viðskiptum hins vegar
verið í algleymingi. Er
hætt við að íslenskum
kaupmönnum dagsins
í dag brygði í brún ef
þeir byggju við sama
starfsumhverfi og koll-
egar þeirra á fyrri
hluta og um miðbik
síðustu aldar.
Allt frá sjöunda ára-
tug síðustu aldar og til
dagsins í dag hefur
þróunin verið í átt til
vaxandi frjálsræðis í
íslensku verslunar- og
viðskiptalífi. Samhliða
þeirri þróun hafa orðið
miklar breytingar á
viðskiptaháttum. Lág-
vöruverðsverslanir og
verslunarkeðjur hafa
rutt sér til rúms, af-
greiðslutími verslana
hefur lengst, Íslend-
ingar urðu aðilar að
EES-samningnum
sem tryggir frelsi á
flutningi vara, þjón-
ustu, fjármagns og
vinnuafls milli aðild-
arlanda samningsins,
og svo má lengi telja.
Núverandi stjórn-
arflokkar hafa ekki
síst gengist fyrir mikl-
um skipulagsbreyt-
ingum í efnahagslífinu
og má þar nefna um-
byltingu á skattkerf-
inu, aukið frelsi á fjár-
magnsmarkaði og eflingu
atvinnulífs. Áhrif þessara breytinga
eru augljós allt í kringum okkur.
Nauðsynlegt er að skapa atvinnulíf-
inu áfram góð skilyrði til fram-
sækni og eflingar. Þróunin verður
jafnframt að vera á þann veg að at-
vinnulífið verði skilvirkt og njóti
trausts. Í því skyni verður að leita
leiða til að halda úti eðlilegum, al-
mennum og sanngjörnum leik-
reglum án þess að opinbert eftirlit
hefti eðlilegan framgang fyr-
irtækja.
Íslenskt viðskiptaumhverfi hefur
tekið stakkaskiptum á umliðnum
öldum og áratugum. Á tímum vax-
andi útrásar íslenskra fyrirtækja er
hollt að minnast þess að aðeins eru
150 ár liðin frá því að við Íslend-
ingar fengum algert versl-
unarfrelsi. Ég hygg að engan sem
upplifði þá tíma hafi órað fyrir því
sem á eftir hefur komið og allra síst
að ein helsta skrautfjöðrin í dönsku
verslunarlífi, stórverslunin Magas-
in du Nord við Kóngsins nýja torg í
Kaupmannahöfn, yrði einhvern
tímann í eigu íslenskra manna.
Fleiri erlendar keðjur eru nú
komnar í eigu Íslendinga og sífellt
fleiri fyrirtæki sækja af vaxandi
krafti á erlenda markaði. Á aðeins
fáeinum árum hefur bein fjár-
munaeign Íslendinga erlendis
fimmfaldast og íslensk fyrirtæki
veita tugþúsundum manna atvinnu
á erlendri grundu. Hér heima er
verslunin einnig blómleg og starfa
yfir 20 þúsund manns í íslenskri
verslun. Þessari þróun ber að fagna
en jafnframt um leið að minnast
þeirra fjölmörgu sem börðust ein-
arðlega fyrir verslunarfrelsinu.
Þeir ruddu brautina, þeir sem á eft-
ir komu nýttu tækifærið og við sem
nú erum uppi getum náð enn
lengra.
150 ára afmæli
verslunarfrelsis
Eftir Valgerði Sverrisdóttur
’Íslenskt við-skiptaumhverfi
hefur tekið
stakkaskiptum
á umliðnum öld-
um og áratug-
um. Á tímum
vaxandi útrásar
íslenskra fyrir-
tækja er hollt
að minnast þess
að aðeins eru
150 ár liðin frá
því að við Ís-
lendingar feng-
um algert versl-
unarfrelsi.‘
Valgerður
Sverrisdóttir
Höfundur er iðnaðar- og
viðskiptaráðherra.
tríðinu við minnihlutastjórn
. 1979 náðust svo samningar
æði Zimbabwe og Mugabe
sneri heim þar sem honum var fagnað
sem þjóðhetju.
Í fyrstu stjórnuðu þeir saman, Mugabe
og Nkomo, en þegar miklar vopnabirgðir
fundust í húsum í eigu ZAPU, rak
Mugabe Nkomo úr stjórninni. Í kjölfarið
fylgdu miklar ofsóknir gegn stuðnings-
mönnum ZAPU og minntu þær marga
mest á aðfarir stjórnar hvítra manna
gegn andstæðingum sínum.
Kristilegur þegar það hentar
Mugabe er kaþólskur og lætur stund-
um mikið með sína kristnu trú. Hann
hefur hins vegar notað hana til að rétt-
læta kúgun og ofsóknir gegn samkyn-
hneigðu fólki en „óeðlileg kynmök“ eins
og það heitir varða nú allt að 10 ára
fangelsi. Sjálfur þykir hann þó ekki hafa
haft trúna sérstaklega í huga þegar hann
átti tvö börn með Grace, fyrrverandi
einkaritara sínum og núverandi eig-
inkonu, á sama tíma og Sally, þáverandi
eiginkona hans, var að deyja úr krabba-
meini. Er Grace 41 ári yngri en Mugabe,
sem nú hefur eitt ár um áttrætt.
Pöntuð niðurstaða?
Zimbabwe er í raun eins-flokks-ríki og
aðferðirnar, sem Mugabe og flokkur
hans nota til að halda í völdin, eru ógn-
anir, ofbeldi og víðtækt kosningasvindl.
Á síðustu árum hefur hann stundum lát-
ið í veðri vaka, að hann muni brátt draga
sig í hlé og líklega er hann farinn að
hugsa til þess. Það markmið hans, sem
verður kannski „opinber“ niðurstaða
kosninganna nú, að fá tvo þriðju þing-
sæta bendir til þess. Í krafti þeirra get-
ur hann breytt stjórnarskránni, einkum
því atriði, að kjósa skuli strax og forseti
fer frá, og valið sér eftirmann. Þannig
getur hann tryggt ZANU áframhaldandi
völd og komið í veg fyrir, að hafin verði
rannsókn á valdaferli hans.
AP
hann greiddi atkvæði í kosningunum í fyrradag. Hann er sagður vonast til,
tryggi, að ekki verði farið að hnýsast í feril hans í forsetaembættinu.
’Mugabe hafa orðið á mistök á mistök ofan og
þau skýra að hluta vaxandi
harðneskju hans.‘
ur sem ræktunarlíkan. Búnar voru til
skemmdir í mænu kjúklingafóstranna með
því að skera burt sneið úr mænunni með ör-
skurðartækni. Því næst var mannastofn-
frumum dælt í sárið og fylgst með þeim.
Ólafur segir kjúklingafóstrið hentugt líkan í
þessar rannsóknir en vitað er að endur-
myndun taugaskemmda á sér stað á fyrri
stigum fósturskeiðs þeirra. „Þroskaferli
kjúklingafósturs er u.þ.b. 21 dagur og geta
þau endurmyndað taugakerfi sitt fyrstu 11
dagana. Eftir það verður endurnýjunarhæfi-
leiki þess takmarkaðri.“ Talið er að það um-
hverfi sem til staðar er hafi áhrif á þroskun
kjúklingastofnfrumna yfir í taugafrumur og
vildi rannsóknarhópurinn nýta sér þessar
aðstæður til að komast að því hvort hafa
mætti áhrif á stofnfrumur manna í sömu átt.
„Næstu skref eru að kanna hvaða þættir það
eru í endurmynduninni á taugakerfi kjúk-
lingafóstursins sem fá stofnfrumurnar úr
beinmerg manna til að sérhæfast yfir í
taugar. Síðan er áhugavert að athuga hvort
aðrar stofnfrumur, til að mynda úr fituvef og
húð, hafi sömu hæfileika til taugamyndunar
og stofnfrumur úr beinmerg í kjúklingafóst-
ursmódelinu,“ segir Ólafur.
Um ástæðu þess að notaðar voru stofn-
frumur úr beinmerg segir Ólafur að aðal-
kosturinn sé hversu auðvelt sé að nálgast
þær. „Við höfum öll takmarkaðar birgðir af
taugastofnfrumum í heilanum sem væru
bestu frumurnar til að nota, en að nálgast
þær er ómögulegt án þess að valda gjafanum
miklum skaða. Annar kostur við að nota
stofnfrumur úr beinmergnum er að það gef-
ur möguleikann á að notast við stofnfrumur
sjúklingsins sjálfs og koma þannig í veg fyrir
að ónæmiskerfi hans hafni frumunum. Einn-
ig hafa blóðmyndandi stofnfrumur úr bein-
merg verið notaðar í meðferðarskyni við
ýmsum blóðsjúkdómum í meira en 30 ár og
því er mikil klínísk reynsla til staðar.“
Blóðbankinn er vagga stofnfrumurann-
sókna á Íslandi segir Ólafur en þar vann
hann mastersverkefni sitt á sínum tíma og
komst þannig í kynni við rannsóknir á sviði
blóðmyndandi stofnfrumna. Hann heldur
tengslum við vísindamenn í Blóðbankanum
og vinnur að verkefnum í samstafi við þá á
sviði stofnfrumna.
ðar úr stofnfrum-
ð kjúklingafóstra
myndun taugafrumna.
Ljósmynd/Hiraku Mochida
Höfundur er líffræðingur og hefur lokið
námi í hagnýtri fjölmiðlun.
á finna í beinmerg í miklum mæli
fleiri stöðum í líkamanum. Stofn-
u sagðar marghæfar því þær geta
mismunandi frumutegundir. Þær
r sem notaðar voru í rannsókn-
a fyrst og fremst frumur blóðs og
fis og því oft kallaðar blóðmynd-
rumur. En nú er ljóst að hæfileik-
mynda taugafrumur er einnig til
ssum frumum, ef réttar aðstæður
endi. Notast var við kjúklingafóst-
BLÓÐBANKINN hefur unnið að rann-
sóknum á blóðmyndandi stofnfrumum síð-
astliðin tíu ár eða frá árunum 1995–96.
„Blóðmyndandi stofnfrumur eru þær
stofnfrumur sem gefa af sér aðrar frumur
blóðsins. Það er kannski sú tegund stofn-
frumna sem mest hefur verið unnið með í
heiminum og eru notaðar núna daglega í
meðferð ýmissa illkynja sjúkdóma og með-
fæddra galla,“ sagði Sveinn Guðmundsson,
yfirlæknir í Blóðbankanum, í samtali við
Morgunblaðið.
Hann sagði að í Blóðbankanum hefði
ekki verið unnið með fósturstofnfrumur
sem miklar siðferðilegar deilur hefðu stað-
ið um til dæmis í Bandaríkjunum. Þessar
rannsóknir á fullorðins stofnfrumu hefðu
síðan leitt til þess í samráði við blóðrann-
sóknadeild sjúkrahússins að meðferð hefði
verið innleidd hér á landi við ýmsum ill-
kynja sjúkdómum fyrir einu og hálfu ári.
Jafnframt hefðu tveir mastersnemar unnið
að rannsóknum hjá Blóðbankanum, Ólafur
Eysteinn, sem nú væri kominn til Noregs í
doktorsnám og Kristbjörn Orri Guð-
mundsson, sem ynni nú að doktorsverkefni
um blóðmyndandi stofnfrumur í samvinnu
við bandarísku krabbameinsstofnunina
(National Cancer Institute) og ýmsa fleiri
aðila. Það verkefni væri unnið í Blóðbank-
anum og lyki því í sumar.
Sveinn sagði jafnframt að þeir sæju í
þessum verkefnum vaxtarbrodd og áfram-
haldandi vinnu þegar fram í sækti. Hér
væru allir innviðir og þekking fyrir hendi,
í Blóðbankanum og hjá samstarfsaðilum
hans innanlands og utan.
Hann bætti því við að það væri mjög
hvetjandi að sjá hversu mikla athygli rann-
sóknirnar sem Ólafur væri þátttakandi í
hefðu vakið og spennandi fyrir stofn-
frumurannsóknir á Íslandi í framtíðinni að
eiga kost á því að hann kæmi aftur til
starfa hér. „Menn spá því að notagildi
stofnfruma, jafnvel þessara fullorðins
stofnfruma sem við erum að nota, verði
víðtækara heldur en bara við blóð-
sjúkdómum. Núna eru hafnar í nágranna-
löndum okkar ýmsar tilraunir þar sem
svona fullorðins stofnfrumur eru notaðar í
ýmsum æðasjúkdómum og hjartasjúkdóm-
um,“ sagði Sveinn ennfremur.
Stofnfrumu-
rannsóknir í
Blóðbankan-
um í tíu ár