Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STARFSMENN Ríkisútvarpsins
lýstu vantrausti á Markús Örn Ant-
onsson útvarpsstjóra í ályktun sem
samþykkt var á fjölmennum starfs-
mannafundi í gær. Fundurinn var
haldinn í matsal Útvarpshússins og
var tilefnið ráðning Auðunar Georgs
Ólafssonar sem fréttastjóra Útvarps
sem á að hefja störf í dag.
Ályktun þar sem lýst var van-
trausti á Markús Örn Antonsson var
samþykkt með 93,2% atkvæða fund-
armanna. Alls greiddi 191 atkvæði,
178 samþykktu tillöguna, 12 sögðu
nei og einn skilaði auðu.
Nokkrir starfsmenn stigu í pontu
og kom fram í máli þeirra flestra að
undanfarnar vikur hefðu verið mörg-
um starfsmönnum Ríkisútvarpsins,
ekki síst fréttamönnum, erfiðar. Kom
fram mikil óánægja með framgöngu
Markúsar Arnar Antonssonar út-
varpsstjóra í málinu. Einnig voru
færðar þakkir ýmsum samtökum og
félögum sem lýst hafa stuðningi við
baráttu starfsmanna RÚV.
Allar aðgerðir ólögmætar
G. Pétur Matthíasson, fréttamaður
á Sjónvarpinu, rakti gang málsins allt
frá því að útvarpsráð samþykkti 8.
mars með fjórum atkvæðum að mæla
með Auðuni Georg Ólafssyni í starf
fréttastjóra Útvarps. G. Pétur sagði
fréttamenn hafa hugleitt til hvaða
ráða þeir gætu gripið. „Við vitum að
raunverulega eru allar aðgerðir ólög-
mætar. Við vorum alltaf að vona að
hinn nýi fréttastjóri sæi að sér og átt-
aði sig á því að kannski væri heilla-
vænlegast fyrir hann og Ríkisútvarp-
ið og alla aðstandendur að hann
einfaldlega drægi umsókn sína til
baka og hætti við.“
Þórhallur Jósefsson fréttamaður
sagðist ekki ekki muna eftir öðru eins
ástandi í einni stofnun hér á landi og
hefði ríkt undanfarnar 2–3 vikur inn-
an Ríkisútvarpsins. Hann spurði hver
skylda yfirstjórnar stofnunar væri
þegar slíkt ástand kæmi upp. „Skyld-
an er að koma á friði í stofnuninni,
gera hana starfhæfa og skapa þannig
andrúmsloft og ástand að starfsmenn
geti starfað, unnið vinnuna sína og
haldið vinnugleði sinni og áhuga,“
sagði Þórhallur. Hann sagði að frétta-
menn RÚV vildu veg stofnunarinnr
mikinn og sættir. „En við getum ekki
og munum ekki hlíta þessari ákvörð-
un að okkur sé gerð þessi sending úr
stjórnarráðinu, sem er Auðun Georg
Ólafsson,“ sagði Þórhallur.
Marteinn Breki Helgason dag-
skrárgerðarmaður sagði að í þessu
tiltekna ráðningarmáli skipti sjónar-
mið um fagmennsku sérstaklega
miklu máli. Fréttastofa útvarps hefði
sérstöðu meðal fjölmiðla hér á landi,
en umrædd ráðning nýs fréttastjóra
verði ekki þá sérstöðu.
Jan Erik Murtomaa tæknimaður
benti á að Alþjóðablaðamannasam-
tökin (IFJ), með 1,5 milljónir með-
lima í 117 löndum, hefðu lýst stuðn-
ingi við baráttu fréttamanna.
Haukur Hauksson, fréttaritari í
Moskvu, sagði að ekkert þýddi annað
en að sýna hörð viðbrögð þegar
„svona nauðgunarstefnu“ væri beitt
gegn RÚV.
Einn á öðru máli
Jón Ingi Benediktsson skrifstofu-
stjóri sagði að sér hefði þótt nóg um
síðasta vor þegar fréttamenn Stöðvar
2 stýrðu umræðunni um fjölmiðla-
frumvarpið. Taldi hann fréttamenn
Ríkisútvarpsins komna í sömu stöðu.
Þeir stýrðu allri umræðu um þetta
mál og misnotuðu fjölmiðla RÚV.
Sagði Jón Ingi að sér þætti það vont.
Hann spurði að lokum hvort frétta-
menn væru ekki pólitískt ráðnir sam-
kvæmt tilsögn útvarpsráðs.
Leifur Hauksson dagskrárgerðar-
maður sagði málið tvíþætt. Annars
vegar væri ráðning fréttastjóra og
hins vegar framganga útvarpsstjóra.
Lagði Leifur til að skerpt yrði á orða-
lagi í framlagðri ályktun. Í stað þess
að lýsa vanþóknun á framkomu út-
varpsstjóra yrði lýst á hann van-
trausti. Útvarpsstjóri hefði brugðist
trausti og því ætti að lýsa á hann van-
trausti. Var það samþykkt og svo
breytt ályktun borin undir atkvæði.
Starfsmenn RÚV óánægð-
ir með þátt útvarpsstjóra
Morgunblaðið/Sverrir
Greidd voru skriflega atkvæði um ályktun fundarins og hlaut hún yfirgnæfandi stuðning fundarmanna.
„ALMENNUR fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins haldinn 31. mars 2005
harmar að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir frétta-
manna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endur-
skoða ákvörðun um ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf frétta-
stjóra Útvarps. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum
stofnunarinnar og því starfi sem þeir vinna vanvirðingu. Fundurinn lýsir
vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli sem hlýtur
að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leið-
arljósi.
Við ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps
vék útvarpsráð og útvarpsstjóri til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum.
Falsrök, ýkjur og skrök voru tínd til í þeim tilgangi að varpa ryki í augu al-
mennings. Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn frétta-
stjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans,
sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það
á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess um-
kominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af.
Fundurinn lýsir fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu frétta-
manna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps.“
Vantrausti lýst á útvarpsstjóra
TEKJUJÖFNUÐUR hins opinbera
var neikvæður um 5,7 milljarða króna
á árinu 2004 eða sem nemur 0,7% af
landsframleiðslu ársins, samkvæmt
bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.
Afgangur var hjá ríkissjóði sem nem-
ur 4 milljörðum króna, en hallinn hjá
sveitarfélögunum var 9,7 milljarðar.
Fram kemur að rekstrartekjur rík-
issjóðs voru tæpir 295 milljarðar,
rekstrargjöld 290 milljarðar og þar af
fjárfesting 16 milljarðar. Rekstrar-
tekjur sveitarfélaganna voru 98,5
milljarðar. Rekstrargjöldin voru hins
vegar 108,2 milljarðar króna, þar af
fjárfestingar 18,7 milljarðar.
Hagdeild Sambands íslenskra
sveitarfélaga bendir á að þarna sé um
að ræða svonefnd þjóðhagsuppgjör,
sem sýni rekstrarhalla sveitarfélag-
anna meiri en hann sé í raun og veru
samkvæmt ársreikningum þeirra
sjálfra. Munurinn sé einkum fólginn í
því að samkvæmt þessum útreikningi
Hagstofunnar séu fjárfestingar gjald-
færðar að fullu, en ekki eignfærðar og
afskrifaðar eins og gert sé í ársreikn-
ingum, auk þess sem í rekstrar-
tekjum sveitarfélaganna séu teknar
saman skatttekjur þeirra annars veg-
ar og þjónustugjöld hins vegar, eins
og gatnagerðargjöld og holræsagjöld.
Hagdeildin hafi áætlað að halli á
rekstri sveitarfélaganna í fyrra verði
um 3 milljarðar kr.samkvæmt árs-
reikningum þeirra, en það muni skýr-
ast betur í vor þegar þeir lggi fyrir.
Kemur ekki á óvart
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður Sambands íslenskra sveitarfé-
laga, sagði að það kæmi ekki á óvart
að halli væri á rekstri bæjarsjóðanna í
landinu. Staða þeirra væri þó auðvit-
að mismunandi og mörg sveitarfélög
hefðu verið að taka verulega til í sín-
um rekstri og hagræða og snúa vörn í
sókn. Hann sæi hins vegar ekki fram
á að sveitarfélögin í heild yrðu rekin
hallalaus á næstunni þrátt fyrir ný-
gert samkomulag við ríkisvaldið um
auknar tekjur til þeirra. „Það er alveg
ljóst að þrátt fyrir þetta samkomulag
er mjög líklegt að það verði áfram
halli á rekstri sveitarfélaganna.“
Hann benti einnig á að sveitar-
stjórnarkosningar væru á næsta ári
og reynslan hefði sýnt að á kosn-
ingaári hefðu útgjöld sveitarfélaga til-
hneigingu til að hækka. Þá mætti ekki
gleyma því að þrátt fyrir auknar
tekjur með samkomulagi við ríkið
2001 og aftur núna, hefðu sveitar-
félögin verið að taka á sig gríðarlega
mikil verkefni. T.a.m. mætti nefna
umhverfismál þar sem sveitarfélögin
bæru kostnað af framkvæmdum, en
ríkisvaldið setti lögin og reglurnar,
auk verulega aukins stofn- og rekstr-
arkostnaðar sveitarfélaga vegna
íþrótta- og tómstundamála, þar sem
þeim væri í sjálfsvald sett hve mikið
þau vildu gera í þeim efnum.
Útreikningar Hagstofu Íslands á tekjujöfnuði hins opinbera
5,7 milljarða halli í fyrra
Afgangur hjá rík-
issjóði en halli hjá
sveitarfélögunum
!
" #
$ #
%
! "!&! ' &! (
&!)
%
! "!&!
*!
!
%
! "!&!
*!
&! #
, "&!
+
+
,-
.&!
/0
-
1"
/ -
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
ÍSLAND hefur hingað til ekki tekið
undir óskir Taívan um áheyrnarað-
ild að Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
uninni (WHO). Davíð Á. Gunnarsson,
ráðuneytisstjóri og stjórnarformað-
ur WHO, sagðist ekki hafa heyrt af
neinni stefnu-
breytingu Íslend-
inga í þeim efn-
um, þegar
Morgunblaðið
spurði hann
hvernig Íslend-
ingar tækju ósk
Taívan um
áheyrnaraðild að
WHO.
„Við höfum
ávallt stutt að
Kína eigi einn talsmann (One China
Policy),“ sagði Davíð. „Langflest
lönd heimsins , þ.á m. öll Norð-
urlöndin, hafa stutt það. Örfáar litl-
ar þjóðir í Suður-Ameríku hafa stutt
umsókn Taívan og nú síðast studdu
Bandaríkjamenn þá, samkvæmt
ákvörðun Bandaríkjaþings.“
Áheyrnaraðild Taívan var ekki
rædd á síðasta stjórnarfundi WHO í
janúar síðastliðnum, að sögn Davíðs.
Málið hefur oft borið á góma á þing-
um WHO. Kínverjar hafa þá óskað
eftir nafnakalli og hafa færri en 10
ríki af tæplega 200 aðildarríkjum
Sameinuðu þjóðanna (SÞ) stutt að
málið yrði tekið á dagskrá.
Ísland hefur
ekki stutt
áheyrnaraðild
Taívan hjá WHO
Davíð Á.
Gunnarsson
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær síbrotamann í tveggja
ára fangelsi fyrir ýmis hegning-
arlagabrot, þar á meðal fíkniefna-
og þjófnaðarbrot. Auk þess var
ákærði sakfelldur af ákæru fyrir að
hafa í apríl 2004 hótað fyrrverandi
sambýliskonu líkamlegu ofbeldi og
beitt hana ólögmætri nauðung til að
fá hana til að undirrita yfirlýsingu
um að hún drægi til baka nauðg-
unarkæru á hendur honum. Ákærði
neitaði sök en hann hefur áður verið
sakfelldur fyrir gróft ofbeldi gegn
konunni. Dómurinn taldi að líta bæri
til þess við mat á þeirri ógn sem kon-
unni stóð af ákærða þegar hún féllst
á að undirrita umrædda yfirlýsingu.
Þótti sannað að ákærði hefði beitt
konuna ólögmætri nauðung og hót-
að henni ef hún undirritaði ekki yf-
irlýsinguna.
Þá var ákærði sakfelldur fyrir
misþyrmingar á konunni í sept-
ember 2004. Var hann dæmdur til að
greiða henni 300 þúsund kr. í skaða-
bætur auk alls sakarkostnaðar.
Ákærði á að baki 23 refsidóma frá
árinu 1991.
Málið dæmdi Ásgeir Magnússon
héraðsdómari. Verjandi var Sveinn
Andri Sveinsson hrl. og sækjandi
Kolbrún Sævarsdóttir frá ríkis-
saksóknara.
Dæmdur fyrir
brot gegn
fyrrverandi
sambýliskonu
LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði
tvo ökumenn á ofsahraða á Suður-
landsvegi í gær og mega þeir búast
við hárri sekt. Annar var stöðvaður
við Þingborg á 157 km hraða og er
grunaður um ölvun við akstur að
auki. Hinn ökumaðurinn var stöðv-
aður við Arnarstaði á 159 km
hraða.
Teknir á
ofsahraða
LÖGREGLAN á Selfossi handtók í
gærmorgun þrjá lettneska karl-
menn sem grunaðir eru um að hafa
starfað við byggingarvinnu á
Stokkseyri án tilskilinna atvinnu-
leyfa. Mönnunum var sleppt að
loknum skýrslutökum.
Þrír Lettar tekn-
ir á Stokkseyri