Morgunblaðið - 01.04.2005, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTI
og menntamálaráðuneyti efna til
samkeppni meðal grunnskóla lands-
ins um verkefni sem ber yfirskriftina
Sjávarútvegur í fortíð, nútíð og
framtíð. Það felur í sér að nemendur
búa til sérstakan sjávarútvegsvef um
framangreint efni, sem vistaður skal
á vef viðkomandi skóla.
Samkeppnin er haldin í tilefni af
því að um þessar mundir eru liðin
100 ár frá því að fyrsti íslenski tog-
arinn kom til landsins og markaði
þar með tímamót í sjávarútvegs- og
atvinnusögu landsins.
Á Menntagátt má finna allar frek-
ari upplýsingar um samkeppnina.
Þar er einnig búið að safna saman
upplýsingum um vefsíður og fleira
sem nýst getur sem heimildir, jafn-
framt er vísað á efni um vefsíðugerð
og annað gagnlegt. Skólar geta út-
fært verkefnið á marga vegu, svo
sem hvort það verði unnið af
ákveðnum bekkjum, hópum, árgöng-
um eða verði samvinnuverkefni fleiri
aldurshópa. Ekki er nauðsynlegt að
verkefnið tengist yfirskriftinni að
öllu leyti, það er fortíð, nútíð og
framtíð heldur er nægilegt að tengja
það einum þessara þátta. Þannig á
að vera auðvelt að fella það að mark-
miðum aðalnámskrár grunnskóla og
tengja ýmsum námsgreinum, einni
eða fleiri.
Á Menntagátt eru bent á markmið
í aðalnámskrá sem tengst geta við-
fangsefni verkefnisins. Þar er líka
vísað á vefi sem unnir hafa verið af
grunnskólanemendum og gefa hug-
mundir um hvernig hægt er að setja
upp efni á vefnum. Hver skóli getur
sent eitt verkefni í keppnina og er
skilafrestur til 25. maí 2005.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú
bestu verkefnin og munu verðlaunin
koma í hlut viðkomandi skóla. Sér-
stök dómnefnd mun meta verkefnin.
Fulltrúum þeirra skóla sem verða í
þrem efstu sætunum verður síðan
boðið á sjávarútvegssýninguna í
september 2005 þar sem verðlaunin
verða afhent. Fyrstu verðlaun: Skjá-
varpi, myndbandstökuvél og tölva.
Önnur verðlaun: Skjávarpi og mynd-
bandstökuvél. Þriðju verðlaun: Skjá-
varpi.
Efna til samkeppni um sjáv-
arútvegsvef í grunnskólum
ÚR VERINU
!
!
"#
"#
$"#
$"#
% & &"'# (!#
"! !# !
!)'"! &'"&*"! *
*" "! +'' * "( "!
KÁRI Stefánsson, forstjóri Íslenskr-
ar erfðagreiningar og Daniel R.
Weinberger, yfirmaður klínískra
rannsókna á sjúkdómum í heila hjá
bandarísku geðheilbrigðisstofnun-
inni (NIMH), hafa ákveðið að hefja
samstarf um rannsóknir á geðklofa.
Var það ákveðið í kjölfar málþings
um rannsóknir á geðklofa, sem Ís-
lensk erfðagreining stóð fyrir hér á
landi, fyrir skemmstu.
Kári segir í samtali við Morgun-
blaðið að það sé mikill akkur fyrir Ís-
lenska erfðagreiningu að starfa með
manni á borð við Weinberger.
Í fréttatilkynningu frá ÍE segir að
Weinberger sé einn virtasti sérfræð-
ingur heims á sviði rannsókna á líf-
fræðilegum orsökum geðklofa og að
hann hafi birt fjölda vísindagreina
um rannsóknir sínar. Þá hafi hann að
undanförnu unnið að rannsóknum á
hlutverki erfðavísisins Neuregulin 1 í
geðklofa.
„Vísindamenn Íslenskrar erfða-
greiningar voru fyrstir til að lýsa
tengslum á milli breytileika í erfða-
vísinum Neuregulin 1 og geðklofa í
grein í vísindatímaritinu American
Journal of Human Genetics í október
árið 2002,“ segir í tilkynningu ÍE.
„Niðurstöður erfðarannsóknanna
hafa lagt grunn að lyfjaþróunarverk-
efni sem nú er unnið að af vísinda-
mönnum fyrirtækisins.“
Fjallið til Múhameðs
Weinberger flutti erindi á fyrr-
greindu málþingi ÍE. Hann segist
m.a. hafa greint frá niðurstöðum
rannsókna sem sýndu að virkni
erfðavísisins Neuregulin 1 sé mis-
munandi í heila geðklofasjúklinga og
heilbrigðra einstaklinga.
Weinberger segir aðspurður að
uppgötvanir vísindamanna ÍE á
tengslum Neuregulin 1 og geðklofa
séu stórt skref. „Þetta er stórt skref,
þótt við vitum ekki nákvæmlega, á
þessari stundu hversu stórt skrefið
er. Framtíðin ein mun kveða upp úr
um það.“
Kári segir að frá því vísindamenn
ÍE hafi gert umrædda uppgötvun
hafi einir tíu vísindahópar staðfest
niðurstöður rannsókna ÍE. Uppgötv-
unin hafi síðan leitt til þess að fjöl-
margir vísindahópar hafi hafið rann-
sókn á hlutverki Neuregulin 1 í
geðklofa. Weinberger leiði einn
þeirra hópa, eins og áður sagði. „Við
erum farin að draga til okkar stóra
rannsóknarhópa, sem óska eftir sam-
starfi við okkur,“ segir Kári. „Það má
kannski segja að þetta sé dæmi um að
fjallið sé að koma til Múhameðs.“
Kári Stefánsson og Daniel R. Weinberger
Starfa saman að rann-
sóknum á geðklofa
JÓN Gunnar Hreggviðsson, sex ára peyi, vildi skoða
nánar þorskinn sem Kjartan Kjartansson sjómaður á
Bjarkfugli RE 55 var að landa í Reykjavíkurhöfn sem
hann fékk í eina trossu. Það er ávallt líf við höfnina og
sjálfsagt að leggja leið sína þangað þegar bátarnir
koma að landi og sjómenn landa.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Merkilegur þorskur
H.C.
Andersen
200 ára
á morgun
Þrjár áður
óbirtar þýðingar
á ævintýrum
Andersens