Morgunblaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.04.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 49 Atvinnuauglýsingar Grunnskólinn á Hellu Áhugasama kennara vantar til starfa á næsta skólaári Kennara vantar til starfa m.a. við bekkjar- kennslu á miðstigi og yngsta stigi. Einnig vant- ar okkur kennara til að kenna ensku, á tölvur, myndlist, smíði og textíl. Grunnskólinn á Hellu er stækkandi skóli sem er í örri þróun. Því leit- um við að metnaðarfullum kennurum sem eru tilbúnir til þátttöku í faglegu mótunarstarfi. Við hvetjum áhugasama til að skoða stefnu og umgjörð skólastarfsins á heimasíðu Grunn- skólans á Hellu http://hella.ismennt.is/ Grunnskólinn á Hellu er einsetinn 200 nemenda skóli, sem starfar í 10 bekkjardeildum. Í skólanum er góð vinnuaðstaða fyrir kennara í góðu skólahúsnæði. Á Hellu er alla almenna þjónustu að finna og stutt í allar áttir. Ódýrt leiguhúsnæði í boði. Vinsamlegast hafið samband við undirrituð og fáið upplýsingar um húsnæðiskjör og að- stöðu. Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri í síma 487 5441/894 8422, netfang: hella@ismennt.is og Valgerður Guðjónsdóttir í síma 487 5442/846 6003. Yfirvélstjóri Yfirvélstjóri óskast á Skinney SF-30 (vél 589 kw). Báturinn er gerður út frá Hornafirði á neta- og síðan humarveiðar. Upplýsingar í síma 470 8110. Vélstjóri/afleysingar Afleysingavélstjóra vantar nú þegar á 207 rúm- lesta snurvoðarbát sem gerður er út frá Þor- lákshöfn. Aðalvél, stærð 672 KW. Nánari upplýsingar gefur skipstjóri í síma 852 5259 eða Hjörleifur í síma 893 2017. Raðauglýsingar 569 1111 Fundir/Mannfagnaðir Kópavogsbúar Opið hús með Gunnsteini Sigurðssyni Sjálfstæðisfélag Kópavogs býður Kópavogs- búum í opið hús á laugardagsmorgnum milli kl. 10:00 og 12:00 í Hlíðasmára 19. Á morgun, laugardaginn 2. apríl, mun Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar ræða málefni Kópavogs. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. Fundarboð Aðalfundur SEFL, Samtaka eldri félaga í Lífeyr- issjóði verkfræðinga, verður haldinn föstudag- inn 8. apríl 2005 kl. 15:00 í húsi VFÍ, Engjateigi 9, kjallarasal. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórn SEFL. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1, Ísafirði, þriðjudaginn 5. apríl 2005 kl. 14:00 á eftirfarandi eignum: Aðalgata 2a, sumarhús, fnr. 212-7025, Súðavíkurhreppi, þingl. eig. Gullrún ehf., gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður verslunarmanna og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Fjarðargata 35a, fnr. 212-5522, Þingeyri, þingl. eig. Gunnar Jakob Línason, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Ísafjarðarbær. Hafnarstræti 2, versl.hús fnr. 212-5562, Þingeyri, þingl. eig. Kristján Fannar Ragnarsson, gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Ísafjarðar- bær. Smiðjugata 8, fnr. 212-0351, Ísafirði, þingl. eig. Sveinbjörg Sveins- dóttir og Kristinn Halldórsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Landsbanki Íslands höfuðstöðvar og Leifur Árnason hdl. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 31. mars 2005. Una Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi. Tilboð/Útboð Uppboð Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Fiskislóð 45, 010101, Reykjavík, þingl. eig. Fiskislóð 45 ehf., gerðar- beiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 5. apríl 2005 kl. 13:30. Háberg 7, 0203, Reykjavík, þingl. eig. Birkir Már Benediktsson, gerðar- beiðendur Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðju- daginn 5. apríl 2005 kl. 11:00. Rjúpufell 48, 040302, Reykjavík, þingl. eig. Úlfhildur Úlfarsdóttir og Baldvin Ingi Símonarson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðju- daginn 5. apríl 2005 kl. 11:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 31. mars 2005. Félagslíf Í kvöld kl. 20.30 heldur Jón Ellert Benediktsson erindi „Hvað gerist á dauðastundinni?“ í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjá Huga Freys Valssonar sem segir frá ferð sinni til Adyar um síðastliðin ára- mót og sýnir myndir. Hugræktarnámskeið Guðspeki- félagsins verður framhaldið fimmtudaginn 7. apríl kl. 20.30, í umsjá Jóns Ellerts Benedikts- sonar „Agni-jóga“ Á fimmtudögum kl. 16.30- 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid. LÆKNINGASAMKOMUR Föstudag 1. apríl kl. 20. Sunnudag 3. apríl kl. 20 í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Andrew Pearkes frá Englandi predikar og biður fyrir sjúkum. JESÚS LÆKNAR Í DAG! Allir eru hjartanlega velkomnir. Upplýsingar í síma 564 4303. Vineyard christian fellowship international. I.O.O.F. 12  185417½  I.O.O.F. 1  185417½  Dd. Raðauglýsingar sími 569 1100 MIKILL skortur er á íslenskukennslu fyrir innflytjendur að sögn Elsu Arnardóttur, framkvæmdastjóra Fjölmenningarsetursins á Ísafirði, sem innt var eftir niðurstöðum við- horfskönnunar innflytjenda á Austurlandi og Vestfjörðum, sem unnin var fyrir Fjölmenn- ingasetrið á síðasta ári. Kynnti hún niðurstöð- urnar á málþingi í gær um rannsóknir á mál- efnum innflytjenda á Íslandi. Hún benti á að meirihluti innflytjenda, eða um 92%, vilji læra íslensku en tækifæri séu af skornum skammti. Sem dæmi um þau vandamál sem fylgja því að tala hvorki tungumálið né skilja þá benti Elsa á að mjög margir innflytjendanna, eða um 62%, sögðust ekki skilja ráðningarsamn- inginn sinn, en 80% höfðu skrifað undir slíkan samning í núverandi starfi. „Fólkið hefur mjög mikinn áhuga á því að bjarga sér að þessu leyti sjálft. Geta fyllt út sína skatt- skýrslu og tekið virkari þátt,“ segir Elsa og bætti því við að innflytjendurnir sýndu mikið frumkvæði, t.d. hafi yfir 40% áhuga á því að stofna eigið fyrirtæki og af þeim höfðu 12% verið komnir af stað í þeim efnum. „Við leituðum mjög mikið að því hvaðan fólk hefði fengið upplýsingar, af hverju það kom til landsins, hvort það vill búa á Íslandi og þá á þeim stað sem það er,“ segir Elsa varðandi könnunina en um 214 manns svör- uðu. Hún fór yfir niðurstöður könnunarinnar og kom fram að mjög hátt hlutfall svarenda, eða 88%, sögðu menntun sína ekki nýtast að fullu í núverandi starfi, en þrír af hverjum fjórum kváðust starfa við fiskvinnslu. Auk þess höfðu 84% ekki reynt að fá menntun sína metna hérlendis. Helsta ástæðan fyrir því að mennt- unin nýttist ekki í núverandi starfi virtist vera skortur á kunnáttu í íslensku. Um 34% sögðust hafa mjög eða frekar góð- an skilning á íslensku og 23% höfðu frekar slæman eða mjög slæman skilning á íslensku. Aðspurð hvernig innflytjendunum gengi að tjá sig á íslensku kváðust 29% geta tjáð mjög eða frekar vel á íslensku en 28% sögðust geta tjáð sig mjög eða frekar illa. Þá sagði tæpur helmingur að á síðasta íslenskunámskeiði sem þeir hefðu sótt hefði kennarinn talað ensku í kennslunni. Um 60 af hundraði höfðu fengið einhverja fræðslu um réttindi sín í íslensku samfélagi þegar þau fluttu til landsins, flestir hjá vinum eða ættingjum segir í niðurstöðunum. Jafn- framt kom fram að því meiri menntun sem svarendur höfðu því síður höfðu þeir fengið fræðslu um réttindi sín í íslensku samfélagi þegar þeir fluttu til landsins. Yfir 40% innflytjenda eiga börn í heimalandinu Að sögn Elsu þótti henni mjög sláandi að yfir 40% svarenda hafi sagst eiga börn í heimalandinu. Slíkt gefi vísbendingu um að væntanlega megi búast við að hluti af þeim börnum komi til með að flytjast til landsins á næstu árum. Tæplega helmingur svarenda vildi búa á sama stað á Íslandi og þeir búa nú segir í skýrslunni. Af þeim sem helst vildu búa ann- ars staðar vildu 64% búa á höfuðborgarsvæð- inu en hinir vildu helst búa annars staðar á landsbyggðinni. Rúmur helmingur þeirra sem svaraði hafði flust til Íslands á sl. fimm árum, þ.e. á árunum 1999–2004. Rannsóknin byggðist á spurningalista sem samanstóð af u.þ.b. 120 spurningum sem vörðuðu m.a. viðhorf innflytjenda til búsetu, vinnu o.fl. Viðhorfskönnun meðal innflytjenda á Austurlandi og Vestfjörðum Mikill skortur á íslenskukennslu Morgunblaðið/Ásdís Myndin er af starfsmönnum hjá fiskvinnslu- fyrirtækinu Toppfiski í íslenskukennslu. Á ÞINGINU var fjallað um málefni innflytj- enda út frá ólíkum hliðum og er greinilegt að mikið rannsóknarefni sé til um málefnið. Anna Ingadóttir, verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands, greindi frá því í kynningu á sam- antekt á rannsóknum og ritgerðum um mál- efnið að hún hafi tekið saman um 70 slíkar rannsóknir og ritgerðir frá árinu 2000 til dagsins í dag. Hluti af þeim, eða átta talsins, er nú í vinnslu. Hún bendir á að mikið sé til af eldra efni fyrir þann tíma. Rannsóknirnar fjalli um jafnólíka hluti sem viðhorf, kennslu- fræði, leikskóla og félagsleg tengsl innflytj- enda svo dæmi séu tekin. Anna segir að rannsóknunum og ritgerð- unum verði safnað saman í gagnabanka hjá Rauða krossinum. Stefnt verði svo að því að uppfæra hann árlega. Þar geti t.d. háskóla- nemar, sem séu að vinna að lokaritgerðum sínum og aðrir áhugasamir, nálgast upplýs- ingar um hvað hafi þegar verið gert á þessu sviði. „Ég hef ekki náð öllum rannsóknum og rit- gerðum. Fólk er ennþá að senda mér upplýs- ingar,“ segir Anna og bætir því við að vafa- laust eitthvað hafi orðið útundan í hennar samantekt, og vill hún vekja athygli þeirra sem hafa slíkar rannsóknir undir höndum sem ættu erindi í gagnabankann. Mikið til af rannsóknum um málefni innflytj- enda á Íslandi FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.