Morgunblaðið - 01.04.2005, Síða 51

Morgunblaðið - 01.04.2005, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 51 DAGBÓK Íslenskar jurtir og rannsóknir á þeim hafaverið í brennidepli undanfarin ár og hafafarið fram ýmsar rannsóknir á virkni þeirrabæði hjá opinberum stofnunum og einnig meðal leikmanna. Sigurliði Hansson heitir maður sem hefur tekið óbeinan þátt í slíkum rannsóknum á heimavettvangi. Kona hans hefur lengi tínt ís- lensk grös og bruggað úr þeim ýmiskonar seyði. Ekki síst hefur hún gert þetta í þá veru að slá á gigtarverki sem hafa hrjáð mann hennar um árabil. Sigurliði kveðst hafa þjáðst af gigt frá unga aldri og margt reynt. „Konan mín er á móti sterkum lyfjagjöfum og hefur mikið prófað sig áfram með ís- lenskar jurtir. Ég hef drukkið seyði af ýmsum ís- lenskum jurtum. Gigtin hefur lítið látið undan síga en sá óvænti árangur varð af þessum tilraunum að mér tók að vaxa höfuðhár á ný, en ég hef verið fá- tækur af þeim um langt árabil. Nú sé ég mikinn mun á hárafari mínu. Að vísu er hið nýja hár hvorki þykkt né litfagurt, en þetta er þó hár og skiptir mig miklu að skarta því á ný eftir langt skallatímabil,“ segir Sigurliði. Þessum árangri hefur Jónína Guðbjörg að sögn Sigurliða náð með því að blanda saman í vissum hlutföllum íslensku jurtunum vallhumli, sortulyngi, maríustakk, mjaðurt, hvannafræi, túnfífli, blóð- bergi, klóelftingu og fjallagrösum. „Það er mikið sull í eldhúsinu þegar hún er að blanda þessu saman og það tók hana langan tíma að koma sér niður á heppilega blöndu. En núna er hún með að mínu mati afar merkilega blöndu sem full ástæða virðist til að rannsaka nánar. Ekki er blandan þó sérlega góð á bragðið, frem- ur súr, að sögn Sumarliða. „Ég hef þó smakkað þær verri,“ segir hann og hlær. Jurtirnar segir hann konu sína hafa tínt sjálfa sumar þeirra en aðrar fær hún í heilsubúð- um. Þar munu raunar flestar ef ekki allar þessar jurtir fást. Í Heilsubúðinni Maður lifandi, Borg- artúni 24, verður kl.15.00 í dag kynning á þessari íslensku jurtablöndu Jónínu Guðbjargar Sveins- dóttur. Eins og alkunnugt er hafa íslenskar jurtir sýnt óvænta virkni á öðrum sviðum, frægt er t.d. lúp- ínuseyði sem talið er hafa góð áhrif á ónæmiskerfi fólks, sem og er á markaðinum seyði úr hvönn sem á að auka fólki úthald. Ástæða virðist því til að rannsaka seyði Jónínu Guðbjargar á vísindalegan hátt svo komast megi að því hvaða jurtir það eru í blöndunni sem auka hárvöxtinn. Þess má geta að umfangsmiklar rannsóknir á íslenskum jurtum fara nú fram undir merkjum Háskóla Íslands, einn- ig hafa grasalæknar skoðað virkni í íslenskum jurt- um og byggja þar á gamalli hefð. Rannsóknir | Fékk hárið eftir að hafa drukkið seyði af íslenskum jurtum Eftirtekjan gæti verið meiri  Sigurliði Hansson er fyrrverandi barnakenn- ari. Hann söng til fjölda ára í karlakórum, bæði í sinni heimasveit í Skagafirði og eftir að hann flutti á höf- uðborgarsvæðið og tók að starfa þar. Hann býr nú í Kópavogi ásamt konu sinni, Jónínu Guð- björgu Sveinsdóttur, sem er heimavinnandi húsmóðir sem mikið hefur kynnt sér íslenskar jurtir og virkni þeirra, sem og jurtalitun. gudrung@mbl.is Íslandsmótið. Norður ♠K9873 ♥109 A/NS ♦Á98 ♣DG5 Vestur Austur ♠5 ♠D102 ♥K85 ♥76 ♦107 ♦KDG532 ♣ÁK108642 ♣93 Suður ♠ÁG64 ♥ÁDG432 ♦64 ♣7 NS eiga efnivið í tíu hálitaslagi, en hvort sem samningurinn er fjögur hjörtu eða fjórir spaðar, veltur niður- staðan á íferðinni í spaðann. Spilið er frá fyrstu umferð úrslita Íslandsmóts- ins um páskana og aðeins þrír sagnhaf- ar af tólf unnu geim í NS. Einn þeirra var Bjarni H. Einarsson. Bjarni var í suður, Ragnar Magn- ússon í norður, en AV Sigurður Vil- hjálmsson og Erlendur Jónsson: Vestur Norður Austur Suður Sigurður Ragnar Erlendur Bjarni – – 3 tíglar 3 hjarta 4 lauf 4 hjörtu Allir pass Sigurður kom út með laufás, en skipti réttilega yfir í tígultíu. Bjarni drap, spilaði laufdrottningu og henti tígli heima. Sigurður fékk slaginn og spilaði enn laufi, sem austur trompaði með sexu og Bjarni yfirtrompaði með gosa. Þetta voru hein vöruskipti, en ávinningur Bjarna fólst í því að vita fyrir víst hvernig laufið lá. Bjarni ákvað að halda áfram að rannsaka skiptinguna og fórnaði svín- ingunni í hjarta á altari vísindanna – spilaði litlu trompi að 109 blinds. Vest- ur dúkkaði og Bjarni notaði innkom- una til að trompa tígul. Þá kom tígul- legan í ljós og nú var spilið að fullu upptalið. Bjarni spilaði hjartaás og hjarta til Sigurður, trompaði laufið sem kom til baka og naut þess svo að taka spaðakóng og svína gosanum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Dxd4 Rc6 5. Bb5 Bd7 6. Bxc6 Bxc6 7. Rc3 Rf6 8. Bg5 e6 9. 0-0-0 Be7 10. Hhe1 Da5 11. Dd2 Hd8 12. Rd4 0-0 13. Kb1 Hfe8 14. f3 d5 Staðan kom upp í Stigamóti Tafl- félagsins Hellis sem lauk fyrir skömmu. Sævar Bjarnason (2.288) hafði hvítt gegn Daða Ómarssyni (1.645). 15. Rxd5! Dxd2 16. Rxe7+ Hxe7 17. Hxd2 og í stað þess að þreyja þorrann peði undir í endatafli gafst svartur upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Takk kærlega VIÐ hjónin ásamt litlum börnum okkar fórum laugardaginn 19. mars sl. í Kringluna að kaupa okkur föt, eitthvað sem við gerum örsjaldan og því mikil tilhlökkun í gangi, bæði hjá okkur og börnunum. En þetta endaði þannig að þegar í bílinn var komið uppgötvaðist að það vantaði einn pokann, poka sem í voru verðmæti upp á 25.000 kr. Börnin og annað foreldrið fóru inn í bílinn meðan hitt foreldrið hljóp af stað inn aftur, í fáti og í tilfinninga- legu uppnámi, að reyna að rifja upp þær búðir og staði sem hugsanlega kæmu til greina að pokinn leyndist. Starfsfólkið tók vel á móti og leit- aði og reyndi að hjálpa en allt kom fyrir ekki. Pokinn fannst ekki og þau voru þung sporin út aftur og hitt for- eldrið fór inn að leita. Eftir korter kom foreldrið út með pokann í hend- inni. Og þvílíkur léttir. Þá hafði greinilega mjög svo heiðarleg mann- eskja komið pokanum á upplýsinga- borðið í Kringlunni og kunnum við henni svo sannarlega bestu þakkir fyrir og megi hún lifa vel og lengi. Ferðin fékk farsælan endi og gleymist aldrei. Takk kærlega. Ragna Rúnarsdóttir. Hænur í Elliðaárdalnum MIG langar til að vekja athygli á lausum hænum í Elliðaárdal. Mér þykir furðu sæta að mæta þeim á göngu minni um dalinn og langar að varpa þeirri fyrirspurn til yfirvalda hvort að sýkingarhætta geti ekki fylgt svona hænsnfugli sem greini- lega fer allra sinna ferða. Lilja. Hliðartaska með leðurjakka týndist BRÚN DKNY-hliðartaska sem inni- hélt brúnan leðurjakka, snyrtidót og veski ásamt skilríkjum hvarf úr samkvæmi á Seltjarnarnesi sunnu- daginn 27. mars. Finnandi vinsam- legast hafi samband í síma 696 9781. Jakkans er sárt saknað. Perla er týnd PERLA er bröndótt og hvít, hálfur skógarköttur með bláa og rauða ól um hálsinn. Hún hvarf frá Fífuvöll- um 24, Hafnarfirði, sl. laugardag. Þeir sem hafa orðið hennar varir vinsamlega hafið samband í síma 565 0143, 617 7267 eða 698 1811. Freyja týndist í Grafarholti FREYJA sem er bröndótt innikisa tapaðist frá Kristnibraut í Grafar- holti 22. mars sl. Þar sem hún er ekki vön því að vera úti er hætta á því að hún komist ekki hjálparlaust heim til sín. Freyja er með gráa endurskinsól og er merkt með nafni og símanúmeri. Þeir sem hafa séð Freyju vinsamlegast hringið í síma 567 0733 eða 662 8146. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Hlutavelta | Félagarnir Úlfar Logi Hafþórsson, Viðar Örn Stefánsson og Daníel Freyr Traustason söfnuðu á dögum dósum á Akureyri til styrktar Rauða krossi Íslands og höfðu 1.872 krónur upp úr krafsinu. Morgunblaðið/Kristján Afmælisþakkir Þökkum öllum þeim sem með einum eða öðrum hætti glöddu okkur hjónin í tilefni 75 og 80 ára afmæla okkar. Biðjum ykkur öllum Guðs blessunar. Bogi Pétursson, Margrét Magnúsdóttir. Trofé sportlínan komin Meyjarnar Austurveri, Háaleitisbraut 68,sími 553 3305 AÐALFUNDUR GEÐHJÁLPAR Aðalfundur Geðhjálpar árið 2005 verður haldinn á Túngötu 7, Reykjavík, laugardaginn 2. apríl og hefst kl. 14:00 DAGSKRÁ: Kjör formanns, þriggja stjórnarmanna af 7 og þriggja varamanna fer fram til tveggja ára í stað þeirra sem ljúka stjórnarstörfum á árinu. Jafnframt fer fram kjör skoðunarmanna ársreikninga til eins árs. Þeir félagar sem enn eiga ógreidd félagsgjöld eru hvattir til að greiða þau fyrir fundinn. Ef greiðsluseðlar eru glataðir, skal bent á að inna má greiðslu af hendi í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi inn á reikning Geðhjálpar nr. 1158-26-50238, kt. 531180-0469. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Geðhjálpar, Túngötu 7, 101 Reykjavík, í síma 570 1700. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta. Stjórn Geðhjálpar. Í TILEFNI af sýningunni NÍAN – Mynda- sögumessa í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi munu Listasafnið og Borgar- bókasafn Reykjavíkur efna til tveggja daga málþings um helgina á báðum stöð- unum. Fyrri daginn, laugardaginn 2. apríl kl. 14–16, fer málþingið fram í Hafnarhúsinu undir yfirskriftinni Myndasagan og mynd- listin þar sem frummælendur eru Bjarni Hinriksson, myndasöguhöfundur og sýn- ingarstjóri Myndasögumessunnar, Inga María Brynjarsdóttir, grafískur hönnuður, og Þorbjörg Gunnarsdóttir, safnafræð- ingur og deildarstjóri safnadeildar Lista- safns Reykjavíkur. Síðari daginn, sunnudaginn 3. apríl kl. 14–16, fer málþingið fram í Borgarbóka- safni – Grófarhúsi undir yfirskriftinni Myndasagan og bókmenntirnar. Frum- mælendur þar eru Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur, Heimir Snorrason gagnrýnandi og rithöfundurinn Sjón. Stjórnandi málþingsins báða dagana er Anna Margrét Sigurðardóttir. Samstarfsaðilar Listasafns Reykjavík- ur að sýningunni eru Borgarbókasafn Reykjavíkur og Nexus. Morgunblaðið/Árni Torfason Málþing um myndasögur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.