Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 41 MINNINGAR væri dáinn. Við vildum helst ekki trúa því að þetta gæti verið satt. Maður sem var í blóma lífsins og naut þess að vera með fjölskyldu sinni og vinum, tekinn út úr lífi okk- ar allra, öllum að óvörum. Við kynntumst Hákoni fyrir rúm- um 20 árum sem bróður hennar Guðrúnar og hann varð strax góður vinur okkar. Hann var mjög oft hjá Guðrúnu og Kalla þegar við komum í heimsókn en þess á milli heyrði maður af strákapörum hans. Svo kynntist hann Rósu og þar var kominn sálufélagi hans. Sam- rýndari hjón hittir maður yfirleitt ekki. Við fengum að njóta þess að sjá sælureitinn sem þau voru að koma sér upp í sveitinni fyrir austan og setjast í „Rósulund“ og eiga þar stund með þeim. Það er mjög erfitt að hugsa til þess að við eigum aldrei eftir að sjá hann aftur, hvorki í sveitinni, í af- mælum né öðrum uppákomum. Hans rólega og yfirvegaða lund og húmor gerði það að verkum að það var alltaf þægilegt og ánægju- legt að vera í návist hans og hann átti það yfirleitt til að koma með svo skemmtileg skot inn í umræður, með sínu skemmtilega glotti. Hans verður ætíð sárt saknað. Elsku Rósa, Ingvar Andri og Val- týr Már. Elsku Valli, Sísí og Guð- rún, Inga og Anna María. Guð blessi ykkur, veri með ykkur og gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Sofðu vinur vært og rótt, verndi þig Drottinn góður. Dreymi þig vel á dimmri nótt dýrð þíns Jesú bróður. (Þorkell G. Sigurbjörnsson.) Hafdís Inga, Þorvaldur, Anna Rún og Karl Grétar. Það er erfitt að lýsa tilfinningum sínum þegar við fréttum að góður vinur, hann Hákon, hafi orðið bráð- kvaddur á föstudaginn langa. Hvernig getur verið, að á einni svip- stundu sé þessi glaðværi og síbros- andi ungi maður í blóma lífsins, far- inn frá okkur? Af hverju hann? Af hverju er lífið svona ósanngjarnt? Þessar og margar fleiri spurningar vakna sem enginn getur svarað nema sá sem öllu ræður. Hugurinn reikar aftur í tímann til þeirra góðu stunda sem við áttum með Hákoni, Rósu og drengjunum. Fyrir aðeins hálfum mánuði áttum við góða kvöldstund hjá þeim hjónum, þar sem Hákon bar fram hvern veisluréttinn á fætur öðrum. „Skál og velkomin!“ Þetta var kvöld í yndislegum félagsskap sem gleymist aldrei. Við kvöddumst með kossi, þéttu handabandi og orðun- um: „Takk fyrir kvöldið og allt.“ Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Við kveðjum góðan dreng með sárum söknuði og fallegum minning- um sem aldrei dofna. Elsku Rósa, Ingvar Andri og Val- týr Már, megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Soffía, Eiður, Ívar og Unnur. Í dimmum skugga af löngu liðnum vetri mitt ljóð til þín var árum saman grafið. Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið, hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófa lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki – (Tómas Guðm.) Elsku Rósa, Ingvar Andri, Valtýr Már, foreldrar og aðrir ástvinir. Megi góður Guð vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning Há- konar. Guð geymi ykkur. Ykkar vinir Valgerður, Ingi, Tómas og Magni. Kveðja frá sumarbústaðagenginu Sú harmafregn barst okkur sl. laugardagsmorgun að hann Hákon vinur okkar væri látinn. Fyrir um það bil mánuði vorum við vinahóp- urinn í matarboði hjá þeim Hákoni og Rósu í Safamýrinni. Ekki óraði okkur fyrir því að þetta væri í síð- asta sinn sem við hittumst öll sam- an. Stórt skarð hefur verið höggvið í hópinn okkar, alltof snemma. Hákon fallinn frá í blóma lífsins, okkur sem fannst hann hraustasti maðurinn í hópnum. Hann sem alltaf var svo hress, mikið fyrir útiveru ásamt því að stunda göngur og lifa heilbrigðu lífi. Hákon hafði fengið krabbamein en sigrast á því. Þessi vinahópur myndaðist í Bún- aðarbankanum þar sem við konurn- ar unnum allar á sínum tíma. Hóp- urinn samanstendur af fimm hjónum sem höfum haft það fyrir reglu í næstum 20 ár að fara saman í sumarbústað, halda matarboð, á tónleika og farið til útlanda. Margt hefur verið gert á þessum árum og ýmislegt brallað. Betri félaga en Hákon hefðum við ekki getað óskað okkur. Hann var skoðanafastur og færði rök fyrir skoðunum sínum, glettinn og stutt í húmorinn þótt yfirbragðið væri al- varlegt oft á tíðum. Barngóður var hann svo eftir var tekið. Alltaf var hægt að leita til hans með bílavanda- málin því hann var lærður bifvéla- virki og rak eigið verkstæði í Kópa- vogi. Hann var alltaf tilbúinn að bæta á sig tímum til að bjarga hlut- unum. Það hefur eflaust oft bitnað á fjölskyldunni. Hákon og Rósa voru að koma sér upp sælureit á bökkum Ytri-Rangár, þar voru þau byrjuð að gróðursetja plöntur. Þar stóð til að byggja sum- arbústað og stóð hugur Hákons að setja allan sinn kraft í þá fram- kvæmd í sumar. Við hittumst þar öll saman eina helgi í júlí síðastliðið sumar og áttum þar góða helgi í yndislegu verðri. Við hópurinn viljum senda Rósu, Ingvari Andra og Valtý Má okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Blessuð sé minning góðs drengs. Anna og Kári, Guðbjörg og Ragnar, Jóhanna og Eggert, Sigríður og Sæmundur. Elsku Hákon. Við kynntumst þér á okkar yngri árum, í ferðalögum með ,,Sumarbústaðagenginu“, sem mamma og pabbi eru félagar í. Þess- ar ferðir voru hápunktur sumarsins, tilhlökkunarefni alla hina daga árs- ins. Á hverju sumri fór gengið eitt- hvert út á land til þess að vera sam- an og viðhalda góðum vinskap. Stemmningin hjá ykkur fullorðna fólkinu og öllum börnunum ykkar er ógleymanleg. Það er svo gaman að rifja upp gönguferðirnar, boltaleik- ina og spilamennskuna sem átti sér stað á daginn. Þegar kvölda tók vild- uð þið foreldrarnir vaka lengur en við börnin. Þá lágum við í kojunum okkar og hlustuðum á hlátrasköll ykkar vinahópsins. Í augum okkar allra hlaut þetta að vera besti vina- hópur í heimi og vonuðumst við til að verða í framtíðinni þess aðnjót- andi að eignast vinahóp þínum lík- um. Sjaldséður er jafntraustur hóp- ur vina. Meðlimir gengisins eiga hver og einn sinn loga sem lýsir í bálinu sem stendur fyrir vinahópinn. Logi þinn, Hákon, mun halda áfram að lýsa í góðum og elskuðum minningum. Við vitum að þú hefur það gott, því góðir menn eiga góðan stað hjá Guði. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgr.) Hákon, þú átt góða vini, sem munu minnast þín að eilífu. Guð gefi Rósu, Yngvari Andra, Valtý Má, fjölskyldu Hákonar og vinum styrk. Ragna Björg og Ingólfur. Okkur finnst svo stutt síðan við, vinnufélagar Rósu, vorum boðin í 40 ára sameiginlegt afmælisboð þeirra hjóna, Hákons og Rósu. Við höfðum séð Hákon við ýmis tækifæri áður en í veislunni gafst gott tækifæri til að heyra í gegnum ræður, spjall, og söng hvaða mann hann hafði að geyma. Borð voru skreytt skífum, boltum og róm auk annars og rætt um bíla- viðgerðir, fjallaferðir og fjölbreyti- lega bílaeign þeirra hjóna, ferðir og drauma um sumarbústað nálægt Hellu og loks tóku þau sporið. Það var hlegið, sungið og spjallað og ljóst að þau hjón voru góðir fé- lagar auk þess að vera hamingju- samt par. Hákon kom fyrir sem hlédrægur og hæglátur, brosið íbyggið. Stutt var í gamansemina og kímin tilsvör. Síðast hittumst við öll í febrúar á árshátíð norður á Akureyri og þá var hann eins og hann átti að sér að vera, við eigum bara um hann góðar minningar. Minningar um sterkan mann í blóma lífsins og það er erfitt að skilja að hann sé farinn. Við sendum Rósu og strákunum okkar allra bestu samúðarkveðjur. Þeirra missir er mikill, en minning um góðan dreng lifir. Samstarfsfólk í Lagalind ehf. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur hlýhug og vinsemd við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐMUNDU JÓHANNSDÓTTUR, Hlíf 2, Ísafirði. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Fjórð- ungssjúkrahússins á Ísafirði og til sambýlisfólksins á Hlíf. Theódóra Kristjánsdóttir, Elías Ingimarsson, Ólöf Friðgerður Kristjánsdóttir, Kristján Friðrik Björnsson, Páll Kristjánsson, Sigríður Sveinsdóttir, Ósk Sigurborg Kristjánsdóttir, Guðmundur Þór Kristjánsson, Elenborg Helgadóttir, Kristján Eyjólfur Kristjánsson, Lára Leifsdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ERNA SIGURÐARDÓTTIR, Sjávargrund 6a, Garðabæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 30. mars. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. apríl kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á krabbameinsdeild 11E Landspítala við Hringbraut eða CP félagið, www.cp.is. Jón Ívarsson, Ívar Þór Jónsson, Þóra Sigríður Karlsdóttir, Eva Rut Jónsdóttir, Ómar Örn Jónsson, Elfa Dögg S. Leifsdóttir og ömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, ARNAR ÖNFJÖRÐ BJÖRGVINSSON, Skúlagötu 68, Reykjavík, lést á líknardeild Kópavogs sunnudaginn 20. mars. Útförin fór fram frá Dómkirkjunni í kyrrþey fimmtudaginn 31. mars. Okkar innilegustu þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á deild 11E Landspítala Hringbraut, hjúkrunarþjónustu Karitasar og líknardeildarinnar í Kópavogi. Björgvin Arnarsson, Kristbjörg Arnarsdóttir, Sigrún Önfjörð Arnarsdóttir, Benedikt Bogason, Arnar Jóhann Arnarsson, Kristín Guðbjörnsdóttir, Jón Arnarsson, Hulda Magnúsdóttir og afabörn, Jón Elvar Björgvinsson, Guðbjörg Björgvinsdóttir, Ágúst Björgvinsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HÁKON BJARNASON, lést á gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut miðvikudaginn 30. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Matthildur Sigurðardóttir, Bjarni Hákonarson, Hörður Hákonarson, Margrét A. Frederiksen, Sigurður Jónsson, Hákon Helgi Bjarnason, Helga Björt Bjarnadóttir, Elín Björg Harðardóttir, Jón Þór Ólason, Auður Sigurðardóttir, Atli Sigurðsson, Tryggvi Garðar Jónsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.