Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞÆR eru orðnar æði fjölbreyti-
legar, skýringarnar sem diktaðar
hafa verið upp á því hvers vegna
fréttamenn Ríkis-
útvarpsins, útvarps og
sjónvarps, hafa brugð-
ist ókvæða við ráðn-
ingu Auðunar Georgs
Ólafssonar í stöðu
fréttastjóra á frétta-
stofu útvarpsins. Ólaf-
ur Ragnarsson, útgef-
andi og fyrrverandi
fréttamaður, sagði í
þættinum Í vikulokin
að fréttamenn vildu
greinilega ráða því
hver yrði yfirmaður
þeirra. M.ö.o. gamla
kenningin um hina heimaríku
hunda. Markús Örn Antonsson út-
varpsstjóri sagði í Kastljósi sjón-
varpsins að í starf fréttastjóra út-
varpsins vantaði rekstrar- og
fjármálamann. Hinn liðlega sextugi
útvarpsstjóri fann þeim umsækj-
endum sem dæmdir voru hæfastir
það til foráttu að þeir væru mið-
aldra. Það vantaði nýtt blóð!
Ólafi Ragnarssyni skal bent á það
í fullri vinsemd að það hefur aldrei
hvarflað að fréttamönnum útvarps-
ins að þeir veldu sér fréttastjóra.
Þeir gera aðeins kröfur um að gerð-
ar séu faglegar kröfur en ekki póli-
tískar og sá umsækjandi ráðinn sem
mesta faglega hæfni þykir hafa til að
bera. Ólafur veit hvernig staðið er
að slíkum ráðningum. Staðan er
auglýst og hæfniskröfur gerðar.
Umsækjendur gera grein fyrir
menntun sinni og reynslu. Síðan
tekur við ítarlegt og dýrt ferli þar
sem rætt er við umsækjendur og
þeir gangast undir persónuleika-
próf. Að lokum eru dregnar saman
niðurstöður og lagðar undir flokks-
pólitískt útvarpsráð sem engar kröf-
ur eru gerðar til um gagnsæi í störf-
um og engum þarf að standa
reikningsskil gerða sinna nema
þeim sem hafa úthlutað þeim veg-
tyllunum. Lokaákvörðunin er síðan í
höndum pólitískt skipaðs yfirmanns,
útvarpsstjóra, sem kaus í þessu til-
viki að fara að vilja útvarpsráðs, þótt
engin lög bönnuðu hon-
um að láta fagleg sjón-
armið ráða. Núverandi
stjórnarflokkar beita
meirihluta sínum til að
knýja fram niðurstöðu.
Þeir verða varla eilífir
á valdastólum. Þá tek-
ur við það ástand að
hæfu fagfólki verður
vísað frá störfum við
útvarpið ef þeir flokkar
sem við taka hafa á því
illan bifur. Vill Ólafur
Ragnarsson þetta
kerfi? Er hann hissa á
því að fólki skuli loksins ofbjóða og
rísa gegn því?
Ummæli útvarpsstjóra um aldur
umsækjenda eru ómálefnaleg,
hlægileg og dæma sig sjálf. Þó er
rétt að ítreka að við miðaldra frétta-
menn höfum ekki hrakið frá stofn-
uninni ungt og hæft fólk sem starfað
hefur með okkur um stundarsakir
en síðan horfið á braut til starfa ann-
ars staðar. Skýringa á því verður að
leita annað.
Útvarpsstjóri er sjálfur ábyrgur
fyrir fjármálum útvarpsins, fram-
lögum til einstakra deilda, þar með
talinnar fréttastofunnar, og hefur
sér til fulltingis sérfróða rekstr-
armenn. Nú vill útvarpsstjóri allt í
einu rekstrarmann í starfs frétta-
stjóra, þótt ekki hafi verið auglýst
eftir slíkum. Hvað næst? Rekstr-
armenn í störf varafréttastjóra og
vaktstjóra? Framlög til fréttastof-
unnar eru nær eingöngu laun, og
fréttastjóri hefur lítil tök á að spara
í öðru en að draga úr þjónustu við
hlustendur og fækka fólki. Ef
rekstrarmann vantar enn til starfa,
þá á sá maður að starfa við hlið út-
varpsstjóra eða fréttastjóra.
Raða vöktum! sagði útvarpsstjóri
um störf og reynslu fréttamanna og
hló hæðnislega í Kastljósi, þegar
hann var spurður um vægi hinnar
ritstjórnarlegu ábyrgðar í starfi
fréttastjóra. Hvarvetna í samfélag-
inu velta menn því fyrir sér hvernig
æðsti yfirmaður jafn stórrar og mik-
ilvægrar stofnunar geti leyft sér að
lítilsvirða eigin starfsmenn jafn
gróflega frammi fyrir alþjóð og hann
gerði umrætt kvöld. Það á hann við
sjálfan sig. Fréttamenn vita hins-
vegar fullvel hvers vegna staðið var
að ráðningu fréttastjóra eins og
raun ber vitni. Í tengslum við stór
og umdeild mál í samfélaginu und-
anfarin ár hefur óvild og beinn
fjandskapur í garð fréttamanna
grafið um sig meðal ráðamanna.
Ekki aðeins hafa fréttamönnum bor-
ist til eyrna ummæli þess efnis að
tími sé kominn til að hreinsa til,
heldur hafa fréttamenn beinlínis bú-
ið við ódulbúnar hótanir. Þessar hót-
anir felast í því að fréttamönnum
hefur verið gert ljóst svo ekki hefur
verið hægt að misskilja að pólitískur
stuðningur við stofnunina sem þeir
vinna hjá sé ekki sjálfsagður, heldur
skilyrtur við umfjöllun um einstök
mál. Stjórnmálamenn virðast líta
svo á að ríkisútvarpið eigi að þjóna
þeim en ekki almenningi. Þetta er
hinn rétti bakgrunnur þessa máls,
hvaða skýringar sem upp eru dregn-
ar til að drepa því á dreif.
Heimaríkir hundar?
Jón Guðni Kristjánsson fjallar
um ráðningu fréttastjóra
útvarpsins ’Ólafi Ragnarssyni skal bent á það í fullri
vinsemd að það hefur
aldrei hvarflað að
fréttamönnum útvarps-
ins að þeir veldu sér
fréttastjóra.‘
Jón Guðni Kristjánsson
Höfundur er fréttamaður
á fréttastofu útvarpsins.
MIKIL umræða hefur verið um
nám fimm ára barna og fljótandi
skil leik- og grunnskóla. Í Aðal-
námskrá leikskóla er hvatt til sam-
starfs milli leikskóla og grunnskóla
m.a. til að stuðla að
samfellu í uppeldi og
menntun barnsins og
að það upplifi grunn-
skólann sem eðlilegt
framhald af leikskól-
anum. Gott samstarf er
á milli leik- og grunn-
skóla í Garðabæ. Unn-
ið er eftir samstarfs-
samningi milli
skólastiganna sem
hlotið hefur nafnið
„Brúum bilið“. Mark-
mið þess samnings er
að kennarar kynni sér
vinnubrögð á hvoru
skólastigi um sig, fimm ára börnin
verði kunnug í væntanlegum
grunnskóla með heimsóknum þang-
að og börn sem eiga í málfarslegum
erfiðleikum verði greind sem fyrst
með forvarnarstarf í huga. Hluti af
samstarfssamningnum er að vinna
markvisst eftir leikjaverkefnunum í
bókinni Markviss málörvun*. Unn-
ið er eftir fyrri hluta bókarinnar
með elstu börnum leikskólans og
hefur það reynst góður undirbún-
ingur fyrir lestrarnám í fyrsta bekk
grunnskólans. Á hverju vori er stór
hluti barnanna farinn að lesa.
Byggt er á hugmyndafræði leik-
skólans sem leggur áherslu á
skapandi starf og leik barnsins sem
námsaðferð.
Markviss málörvun
og stærðfræði
Til er saga af strák sem hitti afa
sinn og byrjaði: „afi í kafi, stafi, lafi.“
Mamman stoppar hann og spyr:
„Hvað segir þú við afa þinn?“ Strák-
ur svarar: „Ég er í
markvissri málörvun.“
Með verkefnum í
Markvissri málörvun
er lögð áhersla á að
auka málskilning, orða-
forða og að örva skýran
framburð. Einnig er
markmiðið að undirbúa
börnin fyrir lestrarnám
og að vinna forvarnar-
starf gegn lestrarörð-
ugleikum. Sem hluti í
því forvarnarstarfi
leggja leikskólakenn-
arar leikjaprófið
HLJÓM-2 fyrir börnin
en það greiningartæki finnur stóran
hóp þeirra barna sem eru í áhættu
fyrir síðari lestrarörðugleika. Sýnt
hefur verið fram á að niðurstöður á
HLJÓM-2 við 5 ára aldur hafa góða
fylgni við síðari árangur á sam-
ræmdu prófi í íslensku í 4. bekk
grunnskóla r = 0,60 (p>0.001).
„Ég hef stækkað svo mikið að föt-
in eru farin að minnka á mig,“
heyrðist sagt í einum leikskólanum.
Auk þess að vinna með málörvun er
áhersla lögð á leikjaverkefni sem
reyna á og þjálfa almenn und-
irstöðu- og þekkingaratriði í stærð-
fræði og raungreinum. Í vinnustund
þar sem unnið var með mælingu
heyrðist þetta: „Hann er að brjóta
heilann,“ segir barn. „Nei hann er að
brjóta hálfan,“ svarar þá annað
barn. Vinnustundir í stærðfræði og
raungreinum skiptast í þrennt. Í
fyrsta lagi er unnið með heimaþekk-
ingu svo sem heimilisfang, afmæl-
isdag o.fl. Í öðru lagi er unnið með
hugtök, tölur og talnagildi, form,
vigtun og mælingu, pörun og flokk-
un. Þetta er meginverkefni vinnu-
stundarinnar. Í lokin er farið í leiki
sem eru nánari útfærsla á meg-
inverkefninu. Þessi leikjaverkefni
hafa skilað mjög góðum árangri og
telja grunnskólakennarar í Garðabæ
að undirbúningur barnanna sé til
fyrirmyndar. Með því að nota leikinn
markvisst sem námsaðferð í leik-
skólum er hægt að byggja grunninn
vel undir frekara nám því lengi býr
að fyrstu gerð.
Við brúum bilið í Garðabæ –
um verkefni elstu barna
í leikskólum í Garðabæ
Kristín Sigurbergsdóttir fjallar
um verkefni elstu barna í
leikskólum í Garðabæ ’Með því að nota leikinnmarkvisst sem náms-
aðferð í leikskólum er
hægt að byggja grunn-
inn vel undir frekara
nám því lengi býr að
fyrstu gerð.‘
Kristín
Sigurbergsdóttir
Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri
og talsmaður samstarfshópsins
Brúum bilið.
*Markviss málörvun – þjálfun hljóðkerf-
isvitundar sem kom út árið 1999 er eftir
Helgu Friðfinnsdóttur, Sigrúnu Löve og
Þorbjörgu Þóroddsdóttur.
REGLUGERÐIR eru stór þátt-
ur í daglegu lífi fólks. Þær spanna
alla flóru mannlegs samfélags, við-
skipta, framkvæmda
og allra annarra þátta
sem lúta að daglegu
lífi fólks. Það er því
afar nauðsynlegt að
til þeirra sé vandað,
en þær ekki settar
fram í hálfkæringi
eða svo illa hugsaðar
að þær brjóti ýmist í
bága við lög eða hafi
alls ekki stoð í lögum
sem þeim er ætlað að
skýra. Reglugerðir
eru nauðsynlegar til
að gera leikreglur
skýrar og gegnsæjar
á milli stjórnvalda
annars vegar og
borgaranna hins veg-
ar.
Í stjórnarskránni
er kveðið á um að Al-
þingi og forseti Ís-
lands fari með lög-
gjafarvaldið. Þrátt
fyrir þetta hefur það
tíðkast um langan
aldur að fram-
kvæmdavaldið fari
með ákveðinn hluta
lagasetningarvaldsins
t.d. í formi reglu-
gerða. Má glöggt sjá
þessa heimild í lög-
um.
Á vormánuðum
2000 kom fram frum-
varp til laga um bílaleigur. Taldi
löggjafinn nauðsynlegt að setja
lagaumhverfi sem tæki heildstætt á
rekstrarumhverfinu. Var það gert
til að skapa bílaleigum betra
rekstrarumhverfi, sem væri mjög
hagkvæmt fyrir ferðaþjónustuna í
heild. Með lækkun vörugjalda af
bifreiðum til bílaleigna var sú kvöð
sett á þær, að hafa bílana í sinni
eign næstu 18 mánuði (í dag 15
mán.).
Haustið 2002 hófu bílaleigur að
leigja út bíla á svokallaðri mán-
aðarleigu. Var þetta gert í ljósi
reglugerðar nr. 331/2000 um vöru-
gjald. Þar segir að bifreið skuli að
jafnaði leigð út til þriggja vikna
eða skemur og að heimilt sé að
leigja bíl til sama aðila í allt að 60
daga í einu. Var það almennur
skilningur bílaleignanna að hér
þýddi „að jafnaði“ að meðallengd
leigutíma væri á binditíma vöru-
gjaldsins, þ.e. 18 mánuðum. Við-
brögð markaðarins voru mjög góð.
En framkvæmdavaldshafinn gerði
athugasemdir um að þetta væri
brot á lögum og reglugerð um
vörugjald. Ágreiningur var um
hver væri merking orðanna „að
jafnaði“ og staðfestir fjármálaráðu-
neytið það í fréttatilkynningu sinni
frá 21. nóv. 2002. Ný reglugerð nr.
805/2002 kom nú fram en breytti
engu um að áfram skyldi bifreið
leigð út að jafnaði til þriggja vikna
en hver einstök leiga mátti ekki
vera nema 30 dagar að hámarki.
Síðan sagði: „Bílaleigu er óheimilt
að gera leigusamning við sama
leigutaka, einstakling eða lögaðila,
eða aðila tengdan honum, innan 45
daga frá því að fyrri leigusamn-
ingur rennur út, hvort sem um
sömu bifreið eða aðra bifreið er að
ræða. Gat það verið vilji fram-
kvæmdavaldsins að ganga svo
langt að fjölskyldur mættu ekki
eiga viðskipti við sömu bílaleigu,
eða fyrirtæki með marga starfs-
menn? Hér var reglugerðarákvæði
sem bílaleigur töldu brjóta í bága
við stjórnarskrána um takmarkanir
á atvinnufrelsi, en þar segir:
„Þessu frelsi má þó setja skorður
með lögum, enda krefjist almanna-
hagsmunir þess.“ Hér var verulega
íþyngjandi reglugerð
sem ekki hafði heimild
í lögum. Í henni er
þess getið að hún hafi
stoð í lögum um vöru-
gjald. Hvergi er
minnst á það í lög-
unum að ráðherra hafi
heimild til að tak-
marka útleigu með ein-
hverju móti.
Rúmum mánuði síð-
ar kom ný reglugerð,
nr. 922/2002, um breyt-
ingu á sömu ákvæðum
og áður. Í nýju reglu-
gerðinni var takmörk-
un á útleigu til sama
aðila, eða tengds að-
ila, bundin við 45
daga á hverju 100
daga tímabili, hvort
heldur væri um að
ræða sömu bifreið
eða ekki. Þá voru
tvær undantekningar.
Annars vegar ef
leigutaki væri trygg-
ingafélag, fyrir svo-
kallaðar trygg-
ingaleigur og þegar
lögaðili tæki bíl vegna
ferðalaga starfs-
manna sinna. Var sú
kvöð sett á bílaleigur
að spyrjast fyrir um
notkunargildi bifreið-
arinnar og skrá það
sérstaklega í samninginn. Í þessari
reglugerð var vitnað í minni heim-
ildir í lögum, en áður.
Af framansögðu að dæma hefur
framkvæmdavaldið alls ekki vand-
að til verka við útfærslu reglugerða
þeirra sem hér eru til umfjöllunar.
Þær hömlur sem settar eru á bíla-
leigur eru ekki í neinu samræmi
við áður gefnar yfirlýsingar fram-
kvæmdavaldsins um að skapa betra
umhverfi fyrir bílaleigurnar.
Það verður ekki séð, af þeim lög-
um sem vitnað er til í áðurnefndum
reglugerðum, að fram komi heimild
framkvæmdavaldsins um skerðingu
á því atvinnufrelsi sem lögboðið er
í stjórnarskránni. Það eftirlit sem
fjallað er um í lögum um vörugjald
er að bílaleigur geti sýnt fram á að
90% af notkun bifreiðanna séu til
útleigu. Það eitt og sér er nægj-
anlegt eftirlit ásamt þeim almennu
skilyrðum sem sett eru fram í lög-
um um bílaleigur. Þegar eftirlitið
er farið að gera greinarmun á
hverjum verið er að leigja bíl er
farið út fyrir ákvæði stjórnarskrár-
innar, bæði hvað varðar jafnræð-
isreglu gagnvart viðskiptavinum og
um atvinnufrelsi fyrir bílaleig-
urnar. Það virðist vera samdóma
álit þeirra sem um þetta málefni
hafa fjallað að það sé skýlaust brot
á ákvæðum stjórnarskrárinnar að
setja reglugerðir sem ekki hafa
skýra heimild í þeim lögum sem
reglugerðin nær til.
Löggjafinn þarf að endurskoða
lagastoðir fyrir reglugerðunum svo
framkvæmdavaldshafinn geti sett
skýrari reglugerðir. Það er ekki
ásættanlegt fyrir neytendur eða
bílaleigur að starfa þar sem rétt-
aróvissa ríkir og jafnræðis er ekki
gætt.
Reglugerðir
um bílaleigur –
löglegar eða
lögleysa?
Pétur Steinn Guðmundsson
fjallar um bílaleigur
Pétur Steinn
Guðmundsson
’Þær hömlursem settar eru
á bílaleigur eru
ekki í neinu
samræmi við
áður gefnar
yfirlýsingar
framkvæmda-
valdsins um að
skapa betra
umhverfi fyrir
bílaleigurnar.‘
Höfundur hefur starfað við bílaleigur
undanfarin ár.
Meira á mbl.is/greinar