Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir,
varaþingmaður og fyrrum borgar-
stjóri, segir uppbyggingu í Aðal-
stræti dæmi um hvernig hægt sé að
tengja saman gamalt og nýtt. Vel
hafi tekist til með byggingu nýs hót-
els sem þar er risið, og þar fari sam-
an glæsilegt útlit og vandaður frá-
gangur. Ingibjörg skoðaði hótelið í
fylgd minjavarðar, hótelstjóra og
fleiri í gær, í tilefni þess að það verð-
ur formlega opnað í dag.
Fyrir tíu árum óskaði Ingibjörg
Sólrún eftir því að borgarlögmaður
kannaði hugsanlegt samstarf við
Minjavernd um uppbyggingu og
verndun hússins á lóðinni nr. 16 við
Aðalstræti.
„Var hrein hörmung að sjá“
„Þetta var hrein hörmung að sjá,
bæði lóð og hús voru draslaraleg og á
þessum tímapunkti var ekki mikil
ásókn í að byggja upp í miðborg-
inni,“ segir Ingibjörg Sólrún. Að
sögn hennar voru ýmsir möguleikar
kannaðir í samstarfi við ýmsa aðila,
m.a. uppbygging á verslunarhús-
næði, skrifstofum eða íbúðum.
„Það voru ýmsir sem veltu þessu
fyrir sér en gátu ekki fengið verk-
efnið til að ganga upp fjárhagslega.
Það var svo á endanum Þyrping og
síðar Stoðir sem ásamt Reykjavík-
urborg og Minjavernd komu að því
að byggja þarna upp hótel.“
Hún segir að árangurinn sýni að
hægt sé að varðveita og byggja upp
án þess að í því þurfi að vera fólgnar
andstæður. Mikilvægt sé að staðið
verði með svipuðum hætti að upp-
byggingu á Laugavegi. „Þó að arki-
tektúr geti verið með margvíslegum
hætti, þá á að vera hægt að lesa sögu
borgarinnar í gegnum byggðina. Það
á ekki þurfa að „frysta“ hana á ein-
hverjum tilteknum tímapukti né
heldur ryðja henni burt.“ Ingibjörg
Sólrún bendir á að tíma og vinnu hafi
tekið að sannfæra fjárfesta og
rekstraraðila um að horfa til mið-
borgarinnar varðandi uppbyggingu.
„Núna er það orðið að veruleika og
þá stöndum við kannski andspænis
annars konar verkefnum eða vanda-
málum, því það má heldur ekki fara
offari í uppbyggingu. [...] Ný hús
sem koma inn í miðborgina verða að
taka mið af því samhengi sem þau
eru reist í, þau eiga ekki bara að vera
minnisvarði um sérstaka arkitekta
heldur verða að taka mið af sam-
hengi byggðarinnar, og það finnst
mér að hafi tekist í Aðalstræti,“ seg-
ir Ingibjörg Sólrún.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, segir vel hafa
tekist til með endurnýjun Aðalstrætis sem hófst fyrir 10 árum
Vill að staðið verði svipað að
uppbyggingu Laugavegar
Morgunblaðið/Sverrir
Ingibjörg Sólrún skoðaði nýja hótelið í gær; Hótel Reykjavík Centrum, ásamt Þorsteini Bergssyni, framkvæmda-
stjóra Minjaverndar, Jónasi Þór Þorvaldssyni, framkvæmdastjóra Stoða, og Ómari Sigurðssyni hótelstjóra.
Eftir Kristján Geir Pétursson
kristjan@mbl.is
ræðislega stöðu til þess að taka um-
rædda ákvörðun án samráðs við ut-
anríkismálanefnd þingsins og eftir
atvikum við þingflokka og ríkis-
stjórn.
Minnihlutinn þakkar fyrir þau
gögn sem nefndin aflaði sér erlendis
frá en það sama sé ekki hægt að
segja um öflun gagna hér á landi.
„Skemmst er frá því að segja að
engin gögn af neinu tagi né neinar
munnlegar upplýsingar eða heimild-
ir hafa borist úr stjórnarráði Íslands
til utanríkismálanefndar. Þær upp-
lýsingar sem nú liggja fyrir í málinu
hafa smátt og smátt komið fram í
dagsljósið eftir öðrum leiðum en
þeim að utanríkismálanefnd hafi
sjálf aflað eða fengið í hendur við-
komandi upplýsingar. [...] Meira að
segja þær upplýsingar að engin
skrifleg gögn væri að finna í stjórn-
arráðinu um undirbúning þeirrar
ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að
styðja innrásina í Írak, sbr. bréf úr-
skurðarnefndar um upplýsingamál
frá 9. nóvember 2004, komu til
nefndarinnar í gegnum einn af gest-
um hennar, Ragnar Aðalsteinsson
hæstaréttarlögmann. Því fer fjarri
að okkar dómi að utanríkismála-
nefnd hafi, þegar ofangreint er haft í
huga, sinnt rannsóknar- og upplýs-
ingaskyldu sinni.“
mann nefndarinnar, sl. haust, að
haldinn yrði fundur í nefndinni til að
rannsaka stuðning Íslands við inn-
rásina í Írak. Í bókuninni eru síðan
talin upp ýmis gögn sem nefndin
viðaði að sér vegna málsins, s.s.
skýrslur frá bandaríska þinginu og
breska þinginu. Auk þess hafi nefnd-
in m.a. fengið lögfræðiálit Eiríks
Tómassonar prófessors frá 23. jan-
úar 2005.
Í bókuninni segir einnig að málið
hafi verið til ýtarlegrar umræðu á
tilgreindum sex fundum nefndarinn-
ar, á þessu og síðasta ári. Á þá fundi
hafi jafnframt komið þeir gestir sem
nefndarmenn óskuðu eftir.
„Eftir gaumgæfilega skoðun á
þeim gögnum sem fyrir liggja, um-
ræðum í utanríkismálanefnd, um-
ræðum á Alþingi og opinberum við-
tölum við forsætisráðherra og
utanríkisráðherra verður að telja að
atvik málsins hafi verið leidd í ljós
með fullnægjandi hætti,“ segir í
bókun meirihlutans. „Þá liggur fyrir
lögfræðiálit Eiríks Tómassonar pró-
fessors sem staðfestir að ákvörðun
sú sem hér um ræðir hafi verið tekin
af þar til bærum stjórnvöldum, (þá-
verandi forsætis- og utanríkisráð-
herra, innsk. blaðamanns).“
Minnihlutinn ítrekar í bókun
sinni, frá mars sl., hins vegar þá af-
stöðu sína að þáverandi utanríkis-
og forsætisráðherra hafi hvorki haft
lagalega né þingræðislega og lýð-
Sólveig Pétursdóttir, formaður
utanríkismálanefndar, segir hins
vegar að í tillögunni sé ekki ljóst
með hvaða lagaheimild ætti að skipa
slíka rannsóknarnefnd. „Þar fyrir
utan er meirihlutinn þeirrar skoð-
unar að ekki verði séð að slík rann-
sóknarnefnd myndi bæta neinu við
þá athugun sem utanríkismálanefnd
hefur þegar unnið á undanförnum
mánuðum,“ segir hún.
Ekki sinnt skyldu sinni
Í fyrrgreindri bókun meirihlutans
er rifjað upp að Steingrímur J. Sig-
fússon hafi farið þess á leit við for-
MEIRIHLUTI utanríkismálanefnd-
ar Alþingis telur að öll atvik Íraks-
málsins, þ. á m. ákvörðun íslenskra
stjórnvalda um að styðja innrásina í
Írak í mars 2003, hafi verið leidd í
ljós með fullnægjandi hætti. „Nið-
urstaðan er því sú að um sé að ræða
pólitíska ákvörðun sem tekin var af
þar til bærum aðilum í samræmi við
íslensk stjórnlög og telur formaður
að málinu sé þar með lokið af hálfu
nefndarinnar,“ segir í bókun meiri-
hlutans frá því í lok febrúar.
Minnihluti nefndarinnar vísar því
hins vegar á bug að málinu sé lokið.
Hann segir í bókun sinni að meiri-
hlutinn sé þvert á móti að reyna að
þagga málið niður og svæfa. „Þessi
viðbrögð meirihlutans bera keim af
því að það sé enn eitthvað óþægilegt
í þessu máli, sem menn eru að reyna
að fela,“ segir Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstrihreyfingarinn-
ar – græns framboðs, og einn nefnd-
armanna í utanríkismálanefnd.
Steingrímur segist einnig ósáttur
við þá ákvörðun meirihlutans að
hafna því að afgreiða úr nefnd
þingsályktunartillögu formanna
stjórnarandstöðuflokkanna þriggja
um m.a. að nefnd sjö þingmanna
rannsaki aðdraganda þess að íslensk
stjórnvöld lýstu yfir stuðningi við
innrásina í Írak.
Meirihluti utanríkismálanefndar Alþingis
Telur að öll atvik
Íraksmálsins hafi
verið til lykta leidd
Minnihlutinn
telur að ekki
séu öll kurl
komin til grafar
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
Morgunblaðið/ÞÖK
Meðal fulltrúa í utanríkismálanefnd eru Einar K. Guðfinnsson, Jónína
Bjartmarz, Siv Friðleifsdóttir og Sólveig Pétursdóttir.
KOSTNAÐUR við vísindaveið-
ar á hrefnu nam samtals rúm-
um 86 milljónum króna á árun-
um 2003 og 2004 að því er kom
fram í svari sjávarútvegsráð-
herra, Árna M. Mathiesen, við
fyrirspurn á Alþingi.
Kostnaður Hafrannsókna-
stofnunar var 20,7 milljónir
króna árið 2003. Auk þess fékk
Félag hrefnuveiðimanna
greiddar 8,5 milljónir króna.
Samtals var kostnaðurinn því
29,2 milljónir króna á árinu
2003.
Kostnaður Hafró var 41,8
milljónir króna árið 2004. Auk
þess fékk Félag hrefnuveiði-
manna 15,1 milljón króna. Sam-
tals var kostnaður því 56,9
milljónir króna árið 2004.
Vísindaveiðar
á hrefnu
Kostuðu um
86 milljónir
króna
MANNANAFNANEFND hefur
nokkrum sinnum fjallað um eig-
innafnið Blæ (kvk.) eins og fram
kom í Morgunblaðinu í gær. Í úr-
skurði nefndarinnar í júní 1998,
október 2001 og nú síðast í mars
2005 var því hafnað, og má því ekki
nefna stúlku þessu nafni. Sam-
kvæmt áliti mannanafnanefndar
telst nafnið Blær vera karlmanns-
nafn með vísan til 2. mgr. 5. gr. laga
nr. 45/1996 um mannanöfn, en þar
segir:
„Stúlku skal gefa kvenmannsnafn
og dreng skal gefa karlmannsnafn.“
Aðalheiður Jóhannsdóttir, for-
maður mannanafnanefndar, segir
að þau sjónarmið sem fram komu í
frétt blaðsins í gær hafi komið til
umræðu en álit nefndarinnar var að
Blær væri karlmannsnafn, sem fyrr
segir. Hún segir hins vegar ekki
rétt að talsverður hópur karlmanna
hafi Blæ sem millinafn, heldur sem
2. eiginnafn. Þarna sé um algengan
misskilning að ræða en skv. lögum
um mannanöfn er heimilt að gefa
barni allt að þrjú eiginnöfn.
Um millinöfn er sérstaklega
fjallað í 6. gr. laganna og segir þar
að heimilt sé að gefa barni eitt milli-
nafn auk eiginnafns eða eiginnafna,
en nöfn sem aðeins hafi unnið sér
hefð sem annaðhvort eiginnöfn
karla eða kvenna séu þó ekki heimil
sem millinöfn.
Í lögunum segir að millinafn skuli
dregið af íslenskum orðstofnum eða
hafa unnið sér hefð í íslensku máli
en megi þó ekki hafa nefnifallsend-
ingu.
Lesendur blaðsins höfðu samband
í gær og sögðu að fleiri konur bæru
Blær sem eiginnafn. Samkvæmt
upplýsingum frá Friðriki Skúlasyni
hjá Íslendingabók hafa 80 ein-
staklingar borið eiginnafnið Blær á
Íslandi, þar af 7 konur og 73 karlar.
„Stúlku skal gefa
kvenmannsnafn
og dreng karl-
mannsnafn“