Morgunblaðið - 01.04.2005, Qupperneq 34
Þ
að var kominn tími á
kaffisopa hjá næt-
urvörðunum í ráðu-
neytinu, vaktin að
klárast og nóttin búin
að vera heldur róleg. Fóru fé-
lagarnir tveir að ræða um daginn
og veginn, um leið og þeir skiptust
á neftóbaki.
„Nú er Georg að byrja í dag.
Georg, áttu við þennan marg-
umtalaða Gogga?
Já.
Var það í dag, já? Blessaður
strákurinn. Ekki vildi ég vera í
hans sporum. Allir á móti honum.
Meira að segja stöðumælaverð-
irnir. Ég hitti einn hérna úti í gær,
sem sagði að þeir ætluðu að sekta
hann hvar sem er, hvenær sem er
og fyrir hvað sem er.
Ja, hérna, þeir eru alltaf jafn-
valdmannslegir.
En hvernig var þetta með hann
Gogga, af hverju í ósköpunum sótti
hann um þetta starf? Sá hann ekki
í hendi sér að þetta væri vonlaust
mál frá upphafi? Ekkert nema
reynsluboltar að sækja um, hoknir
af reynslu, eins og Gaupi hefði
sennilega orðað það. Ég skil ekk-
ert í drengnum, það mætti halda
að hann væri haldinn sjálfseyðing-
arhvöt.
Mér skilst að hann hafi verið
eindregið hvattur til að sækja um.
Hvattur til þess?
Já.
Hverjir stóðu í því?
Einhverjir vinir hans hérna í
ráðuneytinu. Þeir sögðust vera að
leita að ungum og ferskum manni,
sem myndi hressa upp á ímynd
ráðuneytisins. Sögðu hann vera
þann eina rétta. Mér skilst að hann
hafi fallist á að senda inn umsókn
með því skilyrði að þeir myndu
tryggja að hann fengi starfið, sama
hvað á myndi ganga, jafnvel þótt
allt færi á annan endann í þjóð-
félaginu.
Mér þykir þú segja fréttir. Get-
ur verið að Goggi sé flokksbund-
inn?
Ekki svo ég viti, en það halda
það allir. Hann var sagður gall-
harður Framari og þá héldu senni-
lega allir að hann hlyti að vera
framsóknarmaður. Ég vissi ekki
betur en að hann hefði bara alist
upp í Safamýrinni. Kannski er
enginn munur á Fram og Fram-
sóknarflokknum, hvorugur virðist
geta fallið. Hvort sem það eru
kosningar eða síðustu umferðirnar
í boltanum, alltaf rísa þeir upp aft-
ur.“
Var nú kominn mikill næturgalsi
í félagana, sem hlógu dátt þegar
hér var komið sögu. En áfram
héldu þeir spjallinu og fengu sér
meira í nefið. Í útvarpinu ómaði
morgunvaktin en enginn var
mættur í ráðuneytið. Starfsmenn-
irnir höfðu sem oft áður verið í
kokteilboði kvöldið áður. Í þetta
sinn var það Síminn sem bauð,
svona í kveðjuskyni.
„Við hvað hefur Goggi þessi
starfað?
Síðast þegar ég vissi var hann að
selja saltfisk í Kolaportinu, sem
fiskvinnsla afa hans verkar austur
á fjörðum. Mér skilst að hann
Goggi sé harðduglegur og var far-
inn að ráða til sín menn í vinnu, var
bara kominn með mannaforráð,
drengurinn. Salan var líka orðin
slík að hann var kominn í smáút-
flutning til Asíu.
Hvað hafa þeir að gera með fisk-
sala í þetta starf? Er þörf á ein-
hverjum sölu- eða markaðs-
hæfileikum?
Ja, það er góð spurning. Það má
alltaf reyna að selja ráðherranum
góða hugmynd eða fara nýjar leið-
ir.
Hvað er annars Goggi gamall,
hann er nú ekki hár í loftinu? Svo
afskaplega ungur að sjá, með
barnslegt andlit og brilljantín í
hárinu.
Það er nefnilega það magnaða
við þetta allt saman, hann er ekki
kominn með bílpróf.
Ekki kominn með bílpróf?
Nei, hugsaðu þér.
Hvernig á hann þá að geta sinnt
starfinu og ekið ráðherrabílnum?
Þeir hljóta að redda því ein-
hvern veginn, hann ætti alla vega
að geta byrjað í æfingaakstri hjá
ráðherranum.
Svo væru þeir líka vísir með að
segja að þetta væri allt saman apr-
ílgabb. Bara til að æsa liðið upp og
komast í heimsfréttirnar. Nógu
eru hinir umsækjendurnir æstir,
sumir ætla í mál við ríkið. Flestir
eru þeir reynslumiklir, skilst mér,
og nokkuð eldri en Goggi, nokkrir
meira að segja komnir með meira-
próf. Einn er búinn að segja upp
sem bílstjóri utanríkisráðherra,
farinn að keyra hjá Hreyfli.
Aprílgabb, segirðu. Alveg rétt,
það er 1. apríl í dag. En þeir geta
nú varla verið svo óforskammaðir
að halda að hægt sé að plata heila
þjóð.
Auðvitað er þetta ekkert annað
en aprílgabb, ef maður hugsar bet-
ur út í það. Við ættum kannski að
búast við mannfjölda hérna fyrir
utan ráðuneytið í morgunsárið
sem hefur látið plata sig. Ef þetta
er ekki aprílgabb þá stefnir þetta í
eitt allsherjar klúður. Próflaus
fisksali ráðinn ráðherrabílstjóri!
Sérðu ekki fyrirsagnir blaðanna
fyrir þér? Ég trúi því bara ekki að
þetta eigi eftir að gerast. Okkur
hlýtur að vera að dreyma.“
Nú hafði svefngalsinn náð há-
marki hjá félögunum, enda klukk-
an orðin átta og vaktin búin, sem
og tóbakið og kaffið. Þeim brá svo-
lítið þegar þeir heyrðu létt bank á
dyrnar baka til. Á tröppunum stóð
ungur maður, eilítið skömmustu-
legur á svip, uppáklæddur með
bindi og vatnsgreitt hár aftur á
hnakka:
„Sæll. Georg heiti ég, kallaður
Goggi, nýi ráðherrabílstjórinn. Ég
átti að mæta hérna klukkan átta.“
Sagan af
Gogga
„Hann var sagður gallharður Framari
og þá héldu sennilega allir að hann
hlyti að vera framsóknarmaður. Ég vissi
ekki betur en að hann hefði bara alist
upp í Safamýrinni. Kannski er enginn
munur á Fram og Framsóknarflokkn-
um, hvorugur virðist geta fallið.“
VIÐHORF
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
34 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
LISTAMENN þurfa að lifa við
það að verk þeirra séu gagnrýnd
opinberlega. Það getur verið sárs-
aukafullt, sérstaklega þegar hart
er að þeim vegið og stundum af
ósanngirni. Oftast er þó gagnrýnin
hjálpleg þegar fram líða stundir.
Þegar listamenn hafa gert þau
mistök að svara fyrir sig hafa þeir
yfirleitt verið hafðir
að háði og spotti og
það ekki síst af gagn-
rýnendum sínum. Það
var því hálfgrátlegt
að sjá einn af gagn-
rýnendum Morg-
unblaðsins ekki geta
tekið réttmætri gagn-
rýni fyrir klaufaleg
mistök í starfi sínu.
En gagnrýnin fólst
fyrst og fremst í leið-
réttingu á röngum
staðhæfingum.
Árni Þórarinson rit-
aði grein í Lesbók Morgunblaðsins
19. mars sem hann kallaði Beðið
eftir Evu. Þetta var úttekt á lands-
lagi í íslenskri kvikmyndagerð og
skorti á rödd kvenna í faginu. Máli
sínu til stuðnings benti Árni á að
aðeins tveimur kvikmyndum hefði
verið leikstýrt á síðastliðnum fimm
árum af konum og lét að því liggja
að karlpungaviðhorf væru ríkjandi
við úthlutun styrkja á Íslandi.
Undirritaður hefur um árabil
rekið kvikmynda- og leikhúsfram-
leiðslufyrirtækið Sögn ehf. ásamt
Lilju Pálmadóttur. Við höfum
framleitt þrjár kvikmyndir, þar af
tvær eftir konur, Stormviðri 2003
eftir Sólveigu Anspach og Dís 2004
eftir Silju Hauksdóttur. Þess má
geta að upphaflega stóð til að karl-
maður leikstýrði Dís en þegar
verkefnið kom til Sagnar lögðu
eigendur fyrirtækisins mikið á sig
til að fá því breytt.
Í úttekt Árna á stöðu kvenna í
íslenskri kvikmyndagerð lítur
hann framhjá báðum kvikmyndum
Sagnar og sem síðar kom í ljós
gleymdist Reykjavík Guesthouse
einnig, en henni leikstýrði m.a.
Unnur Ösp Stefánsdóttir. Þegar
ég síðan leyfi mér að benda Árna á
þetta kallar hann mig smásmugu-
legan og ósanngjarnan, segir mig
vera með útúrsnúning, dylgjur og
sagði þetta aukaatriði, enda niður-
staðan sú sama. Þrjár bíómyndir
af fimm aukaatriði þegar verið er
að telja upp verk kvenna í kvik-
myndagerð. Semsagt meirihlutinn
gleymist, 150% aukning en engu
að síður sama niðurstaða.
Sér til varnar leggur Árni út á
þá hálu braut að segja Stormviðri
ekki al-íslenska þar sem leikstjór-
inn sé aðeins íslenskur í aðra ætt,
en áður hafði aðeins
verið talað um ís-
lenskar kvikmyndir.
Árni, mér þykir leitt
að tilkynna þér að al-
íslensk kvikmynd,
eins og þú kýst að
kalla þær, hefur vart
verið framleidd á
filmu um áratuga
skeið. Nánast allar ís-
lenskar kvikmyndir
teknar á filmu hafa
verið samstarfsverk-
efni nokkurra landa,
þetta hélt ég þú vissir.
Stormviðri var rausnarlega styrkt
af kvikmyndasjóði og síðar til-
nefnd besta íslenska kvikmyndin
2003. Varðandi þessa greiningu
Árna á hvað er al-íslenskt lista-
verk og al-íslenskur listamaður
verð ég að segja að ég átti ekki
von á þess háttar „discrimination“
í jafn virtum fjölmiðli og Morg-
unblaðið er. Sérstaklega ekki eftir
umfjöllun þess um hinn „íslenska“
Ólaf Elíasson. Má kannski und-
irritaður eiga von á að verk hans
verði ekki tekin gild þegar kemur
að upptalningu íslenskra (al-
íslenskra) kvikmynda í framtíðinni
þar sem faðir hans er af erlendum
uppruna? Það væri kannski gott að
fá fram viðhorf Morgunblaðsins til
þess hvað sé íslenskur listamaður
og hvað sé íslenskt listaverk og
hverjir séu með aðalsmerkið AL
fyrir framan heiti sitt svo eitt megi
um alla gilda. Og verður þá héðan
af fjallað um hina al-íslensku
Björk o.s.frv.
Það tekur að jafnaði 4–5 ár að
framleiða kvikmynd, en aðeins eitt
símtal til Kvikmyndastofnunar til
að fá allar helstu upplýsingar um
íslenskar kvikmyndir.
Það hefði verið mun áhugaverð-
ari blaðamennska að fá upplýs-
ingar um hversu margir kvenleik-
stjórar sæktu um styrk til
kvikmyndagerðar að meðaltali og
síðan hversu margar fengju út-
hlutað og meta svo niðurstöðuna
út frá því hvort erfiðara væri fyrir
konur en karla að hljóta náð kvik-
myndastofnunar í stað þess að
sletta því fram að þar ríki karl-
pungaviðhorf, í stofnun sem er að
öllu leyti undir stjórn kvenna. Það
er von að maður spyrji ritstjórn
Morgunblaðsins hvort svona blaða-
mennska sé blaðinu sæmandi í jafn
viðkvæmum málaflokki og mis-
munun kynjanna.
Þetta væri líkt og að pólitískur
dálkahöfundur blaðsins myndi
gera það að umfjöllunarefni að það
væri ekki lengur viðunandi að hafa
aðeins eina konu í ríkisstjórn Ís-
lands. Þegar blaðamanninum yrði
síðan bent á að það væru reyndar
þrjár konur í ríkisstjórn Íslands
yrði svar blaðamannsins á þá leið
að þetta væri smásmugulegur út-
úrsúningur og dylgjur, enda nið-
urstaðan sú sama og auk þess væri
faðir einnar ekki al-íslenskur. Ég
er ekki viss um að þessi blaðamað-
ur yrði tekinn alvarlega eftir
þetta.
Og að lokum Árni Þórarinson,
ég kann því ákaflega illa þegar
mér eru lögð orð í munn, ég kall-
aði þig hvorki karlpung né heimsk-
an. Hins vegar stend ég fast á því
að þetta er léleg blaðamennska
sem gerir lítið úr annars ágætum
tilgangi greinarinnar og fyrir þína
hönd vona ég að þú sjáir það í
ókominni framtíð og kunnir að
meta gagnlegar ábendingar líkt og
við listamenn þurfum að læra að
gera, til að geta bætt okkur.
Af smámunasemi og ósanngirni
Baltasar Kormákur svarar
grein Árna Þórarinssonar ’Það er von að maðurspyrji ritstjórn
Morgunblaðsins hvort
svona blaðamennska
sé blaðinu sæmandi
í jafn viðkvæmum
málaflokki og mis-
munun kynjanna.‘
Baltasar Kormákur
Höfundur er ekki al-íslenskur
listamaður.
UM ÞESSAR mundir heldur
Djáknafélag Íslands upp á tíu ára
afmæli sitt. Þessi tímamót gefa
okkur tilefni til þess að staldra við
og líta yfir farinn veg og huga jafn-
framt aðeins að framtíðinni. Vissu-
lega er tíu ár ekki hár aldur. Fé-
lagið á aðeins þann tíma að baki,
en þónokkra sögu.
Í febrúar 1995 vígði
biskup Íslands fyrstu
djáknana til þjónustu
sem útskrifast höfðu
frá Háskóla Íslands.
Meginhlutverk
djáknaþjónustunnar
er að efla félagslega
þjónustu á vegum
safnaða, stofnana og
félagasamtaka. Fjöl-
breytilegri störf innan
kirkjunnar hljóta að
efla kirkjulegt starf,
bæði innan veggja
hennar og utan, og taka mið af
þörfum okkar í nútímasamfélagi.
Kirkjan verður að sýna fram á að
hún sé virk í samfélaginu öllu.
Djákninn stendur mitt á milli
þeirrar þjónustu, sem hann tengist
með vígslu og annarra í söfn-
uðinum sem gegna sínum kristi-
legu skyldum í daglega lífinu.
Endurreisn stöðu djákna á Ís-
landi hófst markvisst árið 1990.
Það sama ár skipaði biskup Íslands
herra Ólafur Skúlason djáknanefnd
og á hann sérstakar þakkir skildar
fyrir það. Djáknanefndinni var falið
að afla upplýsinga og koma á fót
djáknamenntun í landinu. Eftir
þriggja ára samstarf nefndarinnar
og tveggja fulltrúa guðfræðideildar
hófst nám í djáknafræðum við Há-
skóla Íslands haustið 1993.
Í okkar samfélagi er sífellt kraf-
ist aukinnar sérþekkingar á ýms-
um sviðum þess. Í dag hafa 27
djáknar vígst og ófáir
djáknakandidatar eru
tilbúnir til starfa,
minnugir dæmisög-
unnar um miskunn-
sama Samverjann.
Viðbrögð Samverjans
gagnvart hinum særða
manni færðu okkur
heim sanninn um það
að við eigum að elska
lífið í öllu litrófi sínu,
því lífið kallar á okkur
með ýmsum hætti. Að
elska náungann er það
að vera reiðubúinn að
hjálpa öðrum. Það er einmitt leið-
arljós djákna og allra þeirra sem
kjósa að hafa Krist sem fyrirmynd
í sínu lífi.
Djáknastarfið hefur alltaf verið
til í kirkjunni, en með ýmsum
hætti. Í Tímóteusarbréfi 3.8–13 og
Filippíbréfinu 1.1 má lesa um
djákna. Stundum er talið að upphaf
djáknaþjónustunnar sé köllun
hinna sjö sem um getur í 6. kafla
Postulasögunnar. Þar kemur fram
að postula skorti tíma til að boða
orðið. Þeir kölluðu eftir auknu
starfsliði, sem áttu að helga sig
þjónustunni, en með því ætluðu
þeir að helga sig bæninni og þjón-
ustu orðsins. Það má ef til vill
segja það að þessir tímar gætu al-
veg átt við í dag því aldrei sem nú
er þörf fyrir þjónustu djákna.
Þrátt fyrir þann mannauð sem
kirkjunni býðst hefur hún ekki
nýtt sér nógu vel þessa þjónustu
djákna. Hins vegar hafa nokkrar
öldrunarstofnanir, félagasamtök,
biskupsstofa, sjúkrahús og skólar
gert það með góðum árangri og því
ber að fagna.
Nám djákna fer fram í guð-
fræðideild Háskóla Íslands og
einnig fá djáknar starfsþjálfun á
vegum þjóðkirkjunnar.
Í dag er vor í hugum djákna.
Uppbygging og framtíðarsýn fé-
lagsins byggist á þeirri hugsýn
sem vorið boðar.
Djáknar, til hamingju með tíu
árin.
Vor í hugum djákna
Fjóla Haraldsdóttir fjallar
um tíu ára afmæli Djákna-
félags Íslands ’Meginhlutverkdjáknaþjónustunnar er
að efla félagslega
þjónustu á vegum
safnaða, stofnana og
félagasamtaka.‘
Fjóla Haraldsdóttir
Höfundur er djákni.